Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 25 HAFINN er rekstur nýs og glæsi- legs hótels, Hótel Capitano hér í Neskaupstað. Nýja hótelið er til húsa á Hafnarbraut 52 þar sem áður var gistiheimilið Trölli. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og eru þar nú 10 herbergi með baði og öllum þæg- indum. Þá hefur neðri hæð hússins öll verið endurnýjuð og er það kom- in móttaka, matsalur og koníaks- stofa ásamt fullkomnu eldhúsi og fleiru. Fyrirhugað er að á matseðli hins nýja hótels verði aðaláherslan lögð á sjávarrétti. Segja má að nú í fyrsta skipti í áratugi sé boðið upp á hót- elgistingu og aðstöðu sem því fylgir sem stendur virkilega undir því nafni hér á staðnum allan ársins hring. Eigendur Hótel Capitano eru hjónin Magni Kristjánsson og Sigríð- ur Guðbjartsdóttir en þau reka einn- ig gistiheimili á Hafnarbraut 2 þar sem áður var Kaupfélagið Fram. Hótel Capitano tekur til starfa Neskaupstaður Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Listaverk eftir Tryggva Ólafsson prýðir vesturhlið Hótels Capitano. Magni Kristjánsson og Sigríður Guðbjartsdóttir, eigendur hótelsins. VORTÓNLEIKAR Kirkjukórs Húsavíkur eru nýlegar afstaðnir í Húsavíkurkirkju undir stjórn Judit György og undirleik Aladár Rácz á orgel og píanó. Söngskráin var mjög fjölbreytt og féll hinum fjölmörgu áheyrendum vel í geð. Kórinn er á leið í söngför til Ung- verjalands, eða til föðurlands hjónanna, stjórnandans og undir- leikarans, og mun syngja þar á fleiri en einum stað. Morgunblaðið/Silli Kirkjukór Húsavíkur undir stjórn Judit György hélt tónleika í Húsavíkurkirkju. Fara til Ungverjalands Húsavík KARLAKÓRINN Heimir í Skaga- firði er á söngferð um Suðurland og hefur þegar haldið tvenna tónleika, á Selfossi og í Vík í Mýrdal. Næstu tónleikar verða á Hvoli á Hvolsvelli í dag, laugardaginn 9. júní klukkan 14.00. Síðustu tónleikarnir verða síðan á Flúðum í Hruna- mannahreppi klukkan 21.00 á laug- ardag en að þeim loknum verður dansleikur með hljómsveitinni Karma. Söngskrá kórsins er að vanda kraftmikil og hressandi og ekki að efa að margir tón- og söng- elskir Sunnlendingar fagna komu Heimismanna suður yfir heiðar. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Karlakórinn Heimir úr Skagafirði í söngferð Suðurland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.