Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 35 G r a n d a g a r ð u rF i s k i s l ó ð Á n a n a u s t H ó lm a s ló ð E yj a rs ló ð getur látið hjá líða að ganga þó ekki væri nema inn í mynni Hvannadals með tignarlegan Þverártind í fangið. Velja má eftir hentugleikum leið sunnan Klukkugils inn á Bröttu- brekku eða um klettahöfða og hnausa norðan þess inn að Garði þar sem hlaðið var fyrir nautin sem hér voru í áheldi áður fyrr. Til að rugla nautin í ríminu voru þau rekin „Inn með austan“ í Staðarfjalli og vestur yfir skarð til Hvannadals þar sem heitir Nautastígur. Þessa leið er til- valið að ganga og rétt að ætla heilan dag í ferðina. Í leiðinni kynnast menn Staðarfjalli með fögrum birki- klæddum hlíðum, hellum og sögu- stöðum og jafnframt fá menn Kálfa- fellsdal og fjöllin austan hans í kaupbæti. Miðvötn heitir sá hluti Steinavatna sem kemur frá Brók- arjökli og taka þau til sín margar hliðarár úr óteljandi giljum í leið- inni. Borgarhafnarfjall og jöklaferð Ef ekinn er Jöklavegur frá Smyrlabjörgum að bækistöð Jökla- ferða við upptök Skálafellsjökuls fæst yfirsýn um Borgarhafnarfjall með vötnum og forvitnilegum jarð- myndunum. Vegurinn liggur skammt frá sporði Sultartungnajök- uls sem fyrir einni öld lá niður í botn Staðardals þar sem Sultartungnaá fellur nú um gljúfur í mörgum foss- um. Á þessu svæði liggur landið sem opin bók í jöklafræðum þar sem við blasa jaðarurðir og hvalbök sem skriðjökullinn hefur heflað til og skilið eftir rákir til marks um skrið- stefnu. Stórkostlegur jökulgarður er á löngum kafla í hlíðinni vestan við Sultartungnaá, meðal annars hlaðinn upp af gabbróbjörgum sem jökullinn hefur flutt með sér ofan frá Þormóðarhnútu. Líklegt er að einmitt á þessum slóðum hafi Norð- lendingar fyrr á öldum komið af jökli á leið í verið við Hálsahöfn. Frá Jöklaseli gefst mönnum kostur á að kynnast smáhorni af Vatnajökli í skyndiferð á jökli norður á brún Kálfafellsdals. Óvíða nýtur Þverár- tindsegg vestan dalsins sín betur en úr skarðinu milli Birnudalstinds og Kaldárnúps. Frá Miðfellsegg vestur af Jökla- seli er hægt að leggja í stranga göngu á Birnudalstind og þaðan suður eggjar í átt að Kálfafellstind- um og niður um Hrossadal að Hrol- laugsstöðum. Með Þórbergi í Suðursveit „Sú byggð er rík sem fóstrað hef- ur sinn á hvorum sveitarenda því- líka stólpa sem Þórberg Þórðarson á Hala og Jón Eiríksson frá Skála- felli“ sagði Einar Bragi rithöfundur er Skaftfellingar minntust aldaraf- mælis meistara Þórbergs. Hann fæddist á Hala 1888 og mótaðist á æskuárum af síbreytilegu og stór- kostlegu umhverfi Suðursveitar. Rökkuróperan, Um lönd og lýði og Steinarnir tala endurkasta minning- um frá bernsku- og unglingsárum hans, en með tungutaki og kunnáttu þroskaðs rithöfundar. Þessi verk og fleiri voru gefin út í ritsafninu Í Suðursveit 1975 og á betra ítarefni verður ekki kosið. „Kannski er Steinafjall fegursta fjall í heimi. Það er svo reglulega skapað, að það er erfitt að hugsa órökrétt, þegar mað- ur er nálægt því“, segir Þórbergur í Fjórðu bók. Það er að vonum að á kreik er komin hugmynd um að veita gestum og gangandi aðgang að brunnum Þórbergs heima fyrir á Hala í sérstakri stofnun til minn- ingar um meistarann. Suðursveitarfjöll eru hluti af um- gjörð Vatnajökuls sem er efniviður í stærsta og merkasta verndarsvæði í Evrópu. Barátta og líf genginna kynslóða hlýtur að verða hluti af þeirri sögu sem miðla ber til fram- tíðar og um leið þarf viðfangsefnið að gagnast því fólki sem lifir og hrærist við rætur jökulsins. Heimildir: Einar Bragi: Þá var öldin önnur II. Darraðar- dansinn í Suðursveit. 1974. Hjörleifur Guttormsson: Við rætur Vatnajök- uls. Árbók Ferðafélagsins 1993 Þórbergur Þórðarson: Í Suðursveit. 1975. Gönguleiðir í Suðursveit. Kort frá átaki í merkingu gönguleiða. Höfundur er fv. alþingismaður. Hver er munurinn á dadaisma, súrrealisma og absúrdisma? SVAR: Dadaismi og súrrealismi eiga það sameiginlegt að rísa upp gegn ríkjandi hefðum í lífi og list og boða nýtt upphaf. Dadaisminn, sprottinn upp úr vitfirringu heimsstyrjald- arinnar fyrri sem andsvar og end- urspeglun í senn, telst vera undanfari hins síðarnefnda en gengur vissulega lengra og er að því leyti sjálfum sér samkvæmur að hann stefnir ekki að því að koma á nýrri hefð eða stofnun í listinni í stað þeirrar sem hann vill ryðja úr vegi heldur er sannur dada- isti ekkert síður á móti dadaismanum sjálfum og verkum hans en öllu öðru. Í augum dadaista var marglofaður varanleiki listaverka í hróplegri mót- sögn við stöðugt flæði lífsins sjálfs sem listin á að tjá og túlka, og því var síst í þeirra anda að skilja eftir sig listaverk sem yrðu, er tímar liðu, höfð til sýnis, flutnings eða útláns sem „menningararfur“ í gljásölum leik- húsa eða ábúðarmiklum safnahúsum. Sköpunarverk dadaista hlutu því að vera einnota og ekki einu sinni það, og sá samflutningur ólíkra listgreina sem stefnt var að undir nafninu „sím- últanismi“ hafði þann kost að þessar listir gátu þá unnið hver á móti ann- arri. Upplestri þeirra á ljóðum í Cab- aret Voltaire í Zürich fylgdi því einatt einhver hljómleikur eða búkhljóð að baki, hvort sem það var gal, stunur eða jóðl, sem yfirgnæfði flutninginn þannig að ekki heyrðist mannsins mál, hversu mjög sem upplesarinn brýndi raustina. Kannski var þó bættur skaðinn, því að kveðskapur dadaista var samsettur úr hljóðgerv- ingum fremur en merkingarbærum orðum og átti fyrir vikið þeim mun greiðari leið inn um annað eyrað og út um hitt. Stefnuskrár áttu dadaistar til að rita þar sem meira púðri var eytt í að skjóta í kaf „vondar“ samtímastefnur í listum, svo sem expressjónisma og fútúrisma, en að leiða mönnum fyrir sjónir ágæti sinnar eigin, enda ræki- lega brýnt fyrir lesendum í lokin að vera á móti öllu því sem þeir voru að enda við að lesa. Enda var og dadaist- um ekki í mun að predika af sannfær- ingarkrafti háleit markmið eða að bera á torg aðferðir, heldur var nóg að vita og vera sammála um eitt, sem sé tilvist dada, eða eins og það hét á þýsku: „Wenn Dada da ist, ist Dada da.“ Súrrealisminn, sem leysti dadaismann af hólmi á árunum eftir heimsstyrjöldina fyrri, tók að þessu leyti allt annan pól í hæðina, enda að- stæður breyttar, og það sem lá í loft- inu þá var fremur uppbygging og gagnger endurnýjun í lífi og list en niðurrif. Hreyfing súrrealista bar því nokkurn keim af þeim pólitísku flokk- um sem létu að sér kveða á þessum árum og vildu bylta ríkjandi skipulagi og boðuðu ýmist stéttlaus eða kyn- hrein þúsundáraríki, enda var þessi hreyfing undir sterkri stjórn eins manns, stofnandans Bretons, ólíkt dadaistum sem lutu engri stjórn. En meginstefnumið súrrealista var vitaskuld að losa menn úr viðjum kollóttrar skynsemishyggju og smá- borgaralegra lífshátta og gildismats, og því tefldu þeir fram gegn vís- indalegri hugsun, byggðri á sund- urgreiningu (analýsu) og flokkun eft- ir samkennum, rökvísi draumsins og mætti ímyndunaraflsins sem getur séð hlutina tengda í víðara samhengi. Af þessu er sprottin sú tilhneiging þeirra að stilla saman einhverju sem virðist fullkomlega óskylt og ósam- stætt og storka þannig vanabundinni skynjun og koma ímyndunaraflinu á flug. Í myndlist súrrealista gat því að líta ástargyðjuna Venusi standa með hálfopnaðar skúffur framan á sér út úr barmi og kviði og í kvikmyndum belju hlamma sér upp í sófa eða auga skorið sundur með rakblaði, svo fræg dæmi séu nefnd. Í ljóðlistinni birtist þessi tilhneiging einkum í langsóttum og djörfum myndhverfingum, svo sem því að tala um „bláfextar hugs- anir“, „augnatóftir tækninnar“ og þar fram eftir götunum. Mikilvægt í þessu sambandi er að gera sér grein fyrir því að hér er fremur um aðferð að ræða en inntak og verður að skoðast í ljósi þess meg- instefnumiðs súrrealískrar listar að opna mönnum víðari sýn og gefa veruleikanum fyllingu. En sú aðferð verður óhjákvæmilega innantóm og leiðigjörn ef henni er beitt eingöngu til að koma mönnum á óvart eða ganga fram af þeim. Hið „absúrda“ eða fáránleikinn er hins vegar sjálft megininntak svo- nefnds absúrdisma sem haslaði sér völl á rústum Evrópu í kjölfar heims- styrjaldarinnar síðari, þegar öll gildi, guðleg jafnt sem mannleg, virtust endanlega hrunin. Hugtakinu „absurdum“ höfðu kristnir hugsuðir á sínum tíma teflt fram sem grundvelli trúar gegn vit- rembu heimspekinga, en í tilvist- arspeki tuttugustu aldar lýsir það stöðu mannsins í heimi sem hann stendur framandi gagnvart og ófær um að gefa nokkurt gildi eða merk- ingu og þar sem öll samskipti hans við aðra verða vélræn og innantóm. Þessari stöðu hafa einkum hinir svo- nefndu absúrdistar verið ötulir við að lýsa, ekki síst í leikritsformi, og þar komið sumum þeirra vel að geta sótt í smiðju súrrealista og beitt tækni þeirra, þó að þeir stefni í öfuga átt, eða til að horfast í augu við tómið og merkingarleysið fremur en að leita fyllingar draumsins. Þegar Ionesco beitir því bragði að láta allar persónur í leikriti sínu (utan eina) breytast í nashyrninga er hann vitaskuld að fletta ofan af þeirri nöpru staðreynd að bilið er skemmra milli nashyrnings og manns en marg- an grunar, þar sem blind einstefna og hóphyggja ræður ferðinni í lífi manna. En hjá Beckett birtist absúrdism- inn á enn beinskeyttari hátt í sam- þjöppuðum myndum er sýna stöðu mannsins í heimi sem honum er óþyrmilega kastað inn í af óskiljan- legum ástæðum og í fullkominni er- indisleysu og þar sem hann bíður eft- ir einhverju sem aldrei lætur sjá sig, eltist við tálsýnir eða reynir að breiða yfir stöðu sína með því að láta móðan mása, þar sem hann situr kengfastur ýmist ofan í öskutunnu eða niðurgraf- inn í sand, og telur sér trú um að lífið á jörðinni sé „hamingjudagar“. Kristján Árnason, prófessor í bókmenntafræði við HÍ. Er hugsanlegt að stór uppi- stöðulón gerð af mönnum geti komið af stað eldgosum? SVAR: Þetta er áhugaverð spurning til að velta vöngum yfir. Fyrir löngu varð mönnum ljóst að orsaka- samband er milli Grímsvatnagosa og Skeiðarárhlaupa, og þá var spurn- ingin þessi: Veldur hlaup gosi? Veld- ur gos hlaupi? Eða er eitthvert þriðja ferli sem veldur bæði hlaupi og gosi? Niðurstaðan nú orðið er að hlaupin valdi gosum – þá léttir skyndilega þrýstingi yfir eldstöðinni sem svarar um 10 loftþyngdum (100 m vatns- súlu), og það nægir til að koma af stað gosi ef aðrar aðstæður eru fyrir hendi. Á sama hátt hamlar það gosi meðan hækkar í Grímsvatnalóninu – þrýstingurinn vex jafnt og þétt við það að skriðjöklar síga niður í lónið og bráðna við jarðhitann. Þessu skylt er það, að nýlegar rannsóknir sýna að eldvirkni í lok ís- aldar fyrir 10.000 árum var um 30 sinnum meiri en núna, og þetta staf- aði af skyndilegum þrýstilétti efst í jarðmöttlinum undir Íslandi þegar jöklarnir bráðnuðu en þeir höfðu ver- ið allt að 2 km á þykkt. Ný uppistöðulón virkjana geta sennilega haft tvenns konar áhrif – aukið þrýsting í iðrum jarðar um nokkrar loftþyngdir (1 bar fyrir hverja 10 m vatnsdýpis), og valdið jarðskorpuhreyfingum meðan þrýst- ingurinn er að vaxa. Fyrrnefndu áhrifin – vaxandi þrýstingur – ættu frekar að hamla gegn eldgosi en greiða fyrir því, en síðarnefndu áhrif- in gætu sennilega greitt fyrir eldgosi sem á annað borð væri í burð- arliðnum, ef svo má að orði komast. Niðurstaðan er samt sú, að uppi- stöðulón geti ekki valdið eldgosi sem ella hefði ekki orðið, heldur einungis flýtt ögn fyrir því eða þó öllu heldur seinkað því. Sigurður Steinþórsson, prófessor í jarðfræði við HÍ. Vísindavefur Háskóla Íslands Geta uppistöðulón kom- ið af stað eldgosum? Meðal nýlegra svara á Vísindavefnum má nefna svör um uppruna fiðlunnar, líkn- ardráp, Súmera, gítartegundir, ramp, Skinnastaðahrepp, þvengeðl- ur, vatnsbragð, grameðlur, heimsmynd trúar og vísinda, hopandi jökla, ofvirkni, sandkorn, ljóshraða og öldrunarsjúkdóma. Slóð vefsetursins er www.visindavefur.hi.is. VÍSINDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.