Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 30
ERLENT 30 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÓSIGUR Íhaldsflokksins í þing- kosningunum í Bretlandi varð til þess að stuðningsmenn evrunnar blésu til nýrrar sóknar í gær, nokkr- um klukkustundum eftir að ljóst var að Verkamannaflokkurinn hefði unnið stórsigur í kosningunum. „Bretland í Evrópu“, samtök sem beita sér fyrir aðild landsins að Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu, EMU, hafði eftir frammámönn- um í viðskiptalífinu að baráttan fyrir evrunni væri nú hafin fyrir alvöru. Marshall lávarður, stjórnarfor- maður British Airways, skoraði á Tony Blair forsætisráðherra að stuðla að því málið yrði tekið til rækilegrar umræðu í þjóðfélaginu og Nick Scheele, aðstoðarforstjóri Ford Europe, sagði að stjórn Verka- mannaflokksins yrði að taka af skar- ið. „Bresk fyrirtæki eru þegar farin að tapa vegna þess að við erum utan myntbandalagsins,“ sagði Scheele. „Stjórnin verður að hafa forgöngu í málinu. Við hjá Ford vonum að það gerist sem fyrst.“ Blair hefur sagt að hann sé hlynntur því í meginatriðum að pundið víki fyrir evrunni en til að af því geti orðið þurfi efnahagslegu að- stæðurnar að vera réttar, auk þess sem bera þurfi málið undir þjóðarat- kvæði. Skoðanakannanir benda til þess að 70% Breta vilji halda pundinu. Meirihluti Breta telur þó að pundið víki fyrir evrunni innan tíu ára. William Hague lýsti því yfir fyrir kosningarnar að þær væru í raun þjóðaratkvæðagreiðsla um evruna og hann beið svo mikinn ósigur að hann ákvað að segja strax af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. Reiðin sauð í andstæðingum evrunnar vegna þessa útspils Hague í kosningabar- áttunni og þeir viðurkenndu að það hefði skaðað málstað þeirra. „Þessar kosningar voru ekki þjóð- aratkvæðagreiðsla um evruna – Tony Blair segir það, við segjum það og almenningur veit að þetta er rétt,“ sagði Dominic Cumm- ings, sem stjórnar herferð kaupsýslu- manna er berjast gegn aðild Bretlands að EMU. Þjóðaratkvæða- greiðsla á næsta ári líkleg Breska stjórnin hefur sagt að verði innganga í EMU sam- þykkt taki allt að 30 mánuði að undirbúa upptöku nýja gjald- miðilsins eftir þjóðar- atkvæðagreiðsluna. Talið er að Blair vilji ekki að evran verði mikið hitamál í næstu kosningum sem gert er ráð fyrir að verði árið 2005. Líklegt þykir því að þjóðaratkvæðagreiðsl- an verði seinni hluta næsta árs. Tekið gæti þingið nokkra mánuði að afgreiða frumvarp um að heimila atkvæðagreiðsluna og leggi stjórnin það ekki fram fyrir mitt næsta ár minnka verulega líkurnar á aðild Bretlands að EMU á kjörtímabilinu. Stuðnings- menn evr- unnar blása til sóknar Forsíður breskra dagblaða eftir sögulegan stórsigur Verkamannaflokksins. London. Reuters. AP CHARLES Kennedy, formaður frjálslyndra demókrata, lýsti niður- stöðum kosninganna í Bretlandi sem „sögulegum“, en flokkurinn bætti einn flokka við sig þingsætum. Síðustu tölur bentu til að hann fengi um 18% atkvæða og 55 af 659 þing- sætum. Frjálslyndum hefur ekki vegnað betur í þingkosningum síðan árið 1923 þegar þeir fengu 159 af 707 þingsætum. Frísklegur foringi Kosningabarátta Kennedys ein- kenndist af frísklegri framkomu og þótti hún laus við fjölmiðlavæna varkárni Tony Blairs og stífan virðuleik Williams Hague. Mældist persónulegt fylgi Kennedys jafnan mun hærra en fylgi flokks hans. Frjálslyndir lögðu áherslu á vel- ferðar- og heilbrigðismál og voru töluvert til vinstri við Verkamanna- flokkinn í kosningabaráttunni. Lögðu þeir áherslu á að hækka þyrfti skatta og er slagorð Kenned- ys, „þú færð ekkert ókeypis“, til marks um það. Annað baráttumál frjálslyndra er að teknar verði upp hlutfallskosn- ingar til þingsins í stað núverandi kerfis sem byggist á einmennings- kjördæmum. Samkvæmt núverandi kerfi fá minni flokkar eins og frjáls- lyndir demókratar mun færri þing- sæti en atkvæðafjöldi gefur tilefni til. Samsæri kjósenda Velgengni frjálslyndra er að miklu leyti því að þakka að stuðn- ingsmenn Verkamannaflokksins og frjálslyndra beittu atkvæðum sínum skipulega til að tryggja ósigur Íhaldsflokksins. Sérstök vefsíða, www.tacticalvoter.com, var tileink- uð þessu markmiði og var hún snið- in að bandarískri fyrirmynd. Besti árangur frjálslyndra í áratugi London. AFP, The Daily Telegraph. AP Charles Kennedy, formaður Frjálslynda demókrataflokksins. „ÞEIR vanmátu Hartlepool og þeir vanmátu mig, því að ég er bardaga- maður en geng ekki frá borði,“ sagði Peter Mandelson, fyrrver- andi Norður-Írlandsmálaráðherra, svo sigri hrósandi kosninganóttina að röddin varð skræk. Og rétt einu sinni tókst Mandelson að stela sen- unni frá Blair því hvort sem það var fyrir tilviljun eða klókindalega tímasetningu, þá tókst honum að koma fram í beinni útsendingu úr kjördæmi sínu einmitt þegar Tony Blair, forsætisráðherra og náinn vinur Mandelsons, var að koma á skjáinn. Úrslitanna í kjördæmi Mandel- sons, einu af höfuðvígjum Verka- mannaflokksins um árabil, hafði verið beðið með nokkurri eftir- væntingu en sigur hans var sann- færandi. Hann hlaut 59% atkvæða, tapaði tæplega prósenti miðað við 1997. Hann sigraði því rækilega hinn aldraða Arthur Scargill, fyrr- verandi formann sambands námu- manna, sem varð að lúta í lægra haldi fyrir Margaret Thatcher á sínum tíma. Scargill bauð sig fram fyrir Sósíalíska verkamannaflokk- inn, flokksbrot á vinstrivængnum, en „tapaði illilega“ eins og Mandel- son sagði, fékk aðeins 2,4% at- kvæða. Um leið og Mandelson óskaði Blair og flokknum til hamingju með sögulegan árangur, minnti hann á, að hann sjálfur hefði verið einn af höfuðsmiðum Nýja verka- mannaflokksins, dró hvergi úr eig- in framlagi og hamraði á sigrinum yfir „gamla Verkamannaflokkn- um“, sem Scargill væri fulltrúi fyr- ir. Smekklaus sjálfumgleði? „Það er eðlilegt að tala um sjálf- an sig í svona ræðu, en það eru nú takmörk fyrir smekkleysinu,“ sagði Neil Kinnock, fyrrverandi leiðtogi Verkamannaflokksins og núverandi fulltrúi Breta í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, en hann hlustaði á Mandelson í beinni út- sendingu í BBC Radio 4. Enn einu sinni göptu menn yfir Mandelson enda sagt, að annaðhvort hrífist menn af honum eða þoli hann ekki. Mandelson talaði ekki aðeins um sjálfan sig sem bardagamann, held- ur um stálkjarnann í sér, sem hefði komið í veg fyrir að hann brotnaði í sviptingunum. Síðar um kvöldið sagði Mandelson í viðtali við BBC1 að hann hefði ekki verið látinn hætta sem ráðherra ef allar stað- reyndir um afskipti hans af vega- bréfsumsóknum Hinduja-bræðr- anna, indverskra auðmanna sem fengu bresk vegabréf þrátt fyrir viðvaranir bresku leyniþjónustunn- ar, hefðu verið ljósar þegar hann var leystur frá ráðherradómi. Ef einhver var í vafa um að Man- delson ætlaði sér áframhaldandi hlutverk í breskum stjórnmálum, þá var varla hægt að efast lengur eftir að hafa heyrt storkandi sig- urgleði hans á kosninganóttina. Það er fátt minnisstæðara frá nótt- inni en ummæli hans. Peter Mandelson sigurreifur AP Peter Mandelson með stafla af töldum atkvæðum fyrir framan sig á talningarstað í Hartlepool. London. Morgunblaðið. FLUGMENN þýska flugfélagsins Lufthansa sömdu í gær við yfirmenn félagsins um rúmlega 20% launa- hækkun á næstu þrem árum. Samn- ingurinn bindur endi á fjögurra mán- aða vinnudeilu sem hefur komið hart niður á félaginu. Vinnudeilan er hin lengsta í sögu flugfélagsins. Starfsmenn beittu fjölda dagsverkfalla og olli deilan miklum óþægindum fyrir þúsundir farþega og kostaði fyrirtækið millj- ónir evra. Málamiðlun náðist fyrir tilstuðlan Hans-Dietrich Genschers, fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands. Um 4.200 flugmenn starfa hjá félaginu. Hlutabréf Lufthansa hækkuðu örlítið í verði þegar fréttir bárust af samkomulaginu. Flugmenn semja Frankfurt. AP, AFP. SAKSÓKNARI í Bonn hætti í gær rannsókn í máli Helmuts Kohl, fyrr- verandi kanslara Þýskalands. Kohl, sem hefur viður- kennt að hafa tekið við ólögleg- um framlögum til flokks síns, Kristilegra demó- krata, CDU, sam- þykkti að greiða um þrettán millj- ónir króna í sekt gegn því að rann- sókninni yrði hætt. Sagði í yfirlýsingu saksóknarans að ekkert benti til þess að Kohl hefði hagnast persónulega á framferði sínu og að einnig þyrfti að taka til greina áralanga þjónustu hans við þýska ríkið. Eru þar með engin mál sem tengj- ast hlut Kohls í fjármálahneyksli Kristilega demókrataflokksins (CDU) lengur á borði saksóknara, en sérskipuð rannsóknanefnd þýska þingsins heldur sinni rannsókn áfram. Rannsókn hætt í máli Kohls Helmut Kohl Bonn. AP, Reuters. HEIMSSAMTÖK gyðinga sökuðu sænsk stjórnvöld í gær um að vera fyrstu stjórnvöld Evrópuríkis frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari til að setja and-gyðingleg lög. Vísa samtökin til lagasetningar sem setur takmarkanir við umskurði. Samkvæmt henni verður að stað- deyfa barnið, takmarkanir eru við því hverjir hafa leyfi til að um- skera og aðgerðina verður að framkvæma áður en barnið er tveggja mánaða. Sænskir fjölmiðlar fullyrða að fjöldi kvartana hafi borist frá því að lögin voru samþykkt 1. júní sl. með yfirgnæfandi meirihluta á sænska þinginu. Þau voru sett í kjölfar þess að múslímskur dreng- ur lést í kjölfar slíkrar aðgerðar og kveða á um að aðeins læknir, hjúkrunarkona eða aðili, sem hefur sérstakt leyfi yfirvalda, geti fram- kvæmt umskurð. Lögin taka gildi 1. október nk. Árlega eru um 3.000 gyðingar og múslimar umskornir í Svíþjóð af trúarlegum ástæðum. Gyðingar framkvæma aðgerðina þegar drengurinn er átta daga gamall og er það fulltrúi trúfélags- ins, oftast rabbíi, sem umsker. Heimssamtök gyðinga, sem hafa aðsetur sitt í New York, segja nýju lögin algerlega óviðunandi fyrir sænska gyðinga þar sem þau séu fyrstu lögin sem sett séu til höfuðs gyðinglegum sið. Mótmæla tak- mörkunum við umskurði Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.