Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. ÞRÍR menn hafa verið úrskurðaðir í 14 daga gæsluvarðhald af Héraðs- dómi Reykjavíkur. Þeir eru grunaðir um að hafa ásamt fleirum staðið að stórfelldum skipulögðum skattsvik- um sem tengjast fyrst og fremst fyr- irtækjum og einstaklingum í bygg- ingariðnaði. Rannsóknin, sem er á vegum efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra í samvinnu við embætti skattrann- sóknarstjóra, er á frumstigi en skatt- svikin eru talin nema a.m.k. 70 millj- ónum króna. Sé sú tala rétt hefur ríkissjóður orðið af um 20-30 millj- ónum vegna vangoldins virðisauka- skatts. Vangoldinn tekjuskattur gæti numið tugum milljóna. Mennirnir eru taldir hafa ýmist gefið út eða notað tilhæfulausa reikn- inga til gjaldfærslu í fyrirtækjum í byggingariðnaði með þeim afleiðing- um að bókhald fyrirtækjanna var stórlega rangfært. Reikningar voru gefnir út fyrir vinnu sem aldrei var unnin og efni sem aldrei var keypt. Í bókhaldinu fundust ennfremur reikn- ingar vegna launa iðnaðarmanna sem aldrei unnu að tilteknum verkum. Þannig virtist kostnaður fyrirtækj- anna vera meiri en hann raunveru- lega var og fyrirtækin komu sér und- an því að greiða virðisauka- og tekjuskatt. Í sumum tilvikum leiðir þetta til þess að virðisaukaskattur er ranglega endurgreiddur úr ríkissjóði vegna svikanna. Eitt af umsvifamestu skattsvikamálunum Jón H. Snorrason, yfirmaður efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Morgunblaðið að svikin teygðu sig víða en á þessari stundu væri ómögulegt að segja til um hve mörg fyrirtæki eða einstak- lingar tengdust málinu. Svikin eru talin teygja sig um eitt og hálft til tvö ár aftur í tímann. „Þetta er eitt af umsvifamestu skatt- svikamálum sem tekin hafa verið til rannsóknar.“ Mennirnir voru handteknir á fimmtudag. Þá var einnig gerð hús- leit heima hjá þeim og fyrirtækjum sem þeir tengjast. Lagt var hald á bókhald og önnur rekstrargögn. Verði mennirnir fundnir sekir geta þeir búist við hörðum refsingum og háum sektum. Þegar sakborningur var dæmdur fyrir virðisaukaskatt- svik í svokölluðu Vatnsberamáli árið 1995 var hann dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til þriggja ára fangels- isvistar. Svikin þá námu tæplega 40 milljónum króna. Hann var dæmdur til að endurgreiða það fé sem hann stakk undan og greiða 20 milljónir í sekt til ríkissjóðs. Hafi menn staðið að broti í samein- ingu eru refsingar þyngri. Greiði menn ekki sektir er hámarksrefsing fyrir það eitt ár. Þrír menn í gæsluvarð- hald vegna skattsvika Morgunblaðið/Atli Vigfússon Sigurður Ágúst Þórarinsson, bóndi í Skarðaborg, og Ásvaldur Þormóðsson með tíkina Pílu eftir að hafa fundið hrútana á tveggja metra dýpi í fönninni. STARFSMÖNNUM Íslands- banka-FBA var kynnt á fundi síðdegis í gær að ákveðið hefði verið að breyta nafni fyrirtæk- isins og um leið merki þess. Eftir breytingarnar heitir bankinn Íslandsbanki hf. Valur Valsson, bankastjóri Íslandsbanka, segir að undan- farna mánuði hafi verið unnið að nýrri stefnumótun fyrir bankann og þar á meðal hafi nafn og vörumerki verið endur- skoðað. „Nafnið Íslandsbanki-FBA þjónaði sínu hlutverki þegar sameiningin átti sér stað en menn hafa óneitanlega fundið til þess, bæði innan lands og ut- an, að nafnið er óþjált,“ segir Valur. „Því var ákveðið að stytta það og nota nafnið Ís- landsbanki sem er vel kynnt og nýtur trausts og álits. Jafnframt var merki bank- ans endurskoðað og það ein- faldað og stílfært og öðlast þannig nýjan og ferskan blæ.“ Heitir nú aðeins Ís- landsbanki Nafni og merki Íslandsbanka- FBA breytt NOKKRIR fullorðnir hrútar hafa nú fundist dauðir fyrir ofan bæinn Skarðaborg í Reykjahverfi, eftir mikla leit, á tveggja metra dýpi í snjónum sem kom í hretinu í vikunni. Margt fé lenti í fönn og á bænum Einarsstöðum hafa fundist tíu dauðar ær og tugir áa hafa fundist lifandi, sumar á allt að þriggja metra dýpi. Er þar um að ræða bæði lömb og fullorðið fé. Það var tíkin Píla frá Stórutjörnum, eign Ásvaldar Þor- móðssonar, sem fann hrútana í Skarðaborg, en áður hafði verið leit- að með aðstoð hjálparsveitarmanna. Píla er sérþjálfuð til þess að leita að kindum í fönn og var Ásvaldur feng- inn til þess að koma með hana í gær- morgun. Hretið er eitthvert hið mesta sem komið hefur á þessum árstíma og var brostin á iðulaus stórhríð um kl. fjögur aðfaranótt þriðjudags þegar flestir bændur fóru að hýsa, en höfðu þó margir sett inn yngsta féð kvöldið áður. Fé hraktist undan veðrinu í nærliggjandi skurði og lentu kindur úti í læk og í skorningum. Erfitt reyndist að koma sumum skepnum heim þar sem illa gekk að koma fénu á móti veðrinu auk þess sem rúnar ærnar þoldu illa kuldann. Mikill skafrenningur og ofankoma fylgdi veðrinu og segja eldri menn að þetta sé með verri júníveðrum á svæðinu auk þess sem snjókoman var gríðarleg. Svo virðist sem veðrið hafi verið hvað verst austanmegin Skjálfanda við Reykjaheiði. Allt fé á Einarsstöðum er inni enda jarðlaust vegna snjóa og miklar hættur við læki og skurði. Enn sakna menn nokkurra kinda og er leit hald- ið áfram, en snjóa leysir hægt þar sem lofthiti er ekki hár. Miklir fjárskaðar í Reykjahverfi ÍSLAND gerðist í gær að nýju aðili að Alþjóðahvalveiði- ráðinu (IWC) með fyrirvara við svonefndan núllkvóta vegna hvalveiða í atvinnu- skyni sem felur í sér að hval- veiðar eru ekki leyfðar. Frið- rik Jónsson, sendiráðunautur í Bandaríkjunum, afhenti að- ildarskjal Íslands bandarísk- um stjórnvöldum í Washing- ton í gærmorgun, en Bandaríkin eru vörsluríki stofnsamnings IWC. Fram kom á blaðamanna- fundi Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, að allt frá því Ísland sagði sig úr Al- þjóðahvalveiðiráðinu 1992 hafi fjölmörg ríki skorað á Ís- lendinga að gerast aðilar að ráðinu að nýju. Þar hafi ekki aðeins verið um að ræða ríki sem hlynnt séu sjálfbærum hvalveiðum, heldur einnig ríki sem eru andvíg hvalveiðum, svo og ríki sem telja sig standa mitt á milli þessara tveggja fylkinga. Ekki ákvörðun um hvalveiðar Af hálfu þessara ríkja hafi verið lögð áhersla á að IWC sé mikilvægur vettvangur í hvalamálum og öll ríki sem telji sig hafa hagsmuna að gæta eigi þess vegna að vera aðilar að ráðinu. Að sögn Árna hefur ekki verið tekin ákvörðun um hve- nær hvalveiðar verða hafnar að nýju við Ísland. Staða Ís- lands innan IWC eftir inn- gönguna verði hin sama og staða Noregs og Rússlands, sem eru óbundin af því ákvæði sem Ísland gerir fyr- irvara við. Ísland fær aðild að nýju  Betra að /6 Alþjóðahval- veiðiráðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.