Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 57 Reyðarál hf. kynnir skýrslu um mat á umhverfisáhrifum álvers við Reyðarfjörð í opnu húsi í Félagslundi á Reyðarfirði miðvikudaginn 13. júní og í Sunnusal á Hótel Sögu í Reykjavík fimmtudaginn 14. júní. (Athugið breyttan fundarstað í Reykjavík frá auglýsingu Skipulagsstofnunar) Opna húsið hefst kl. 16:00 báða dagana og stendur til kl. 20:30. Fulltrúar verkefnisstjórnar og ráðgjafar við mat á umhverfisáhrifum álversins verða á staðnum til að veita upplýsingar og svara spurningum. Hlutverk Skipulagsstofnunar og einstakir þættir matsvinnunnar verða kynntir sérstaklega í stuttum erindum báða dagana, kl. 17:15 og aftur kl. 19:00. Skýrsla um mat á umhverfisáhrifum álversins er aðgengileg almenningi á heimasíðu Reyðaráls hf., www.reydaral.is. Þar er einnig að finna viðaukaskýrslur um einstaka þætti matsvinnunnar. Á fundinum á Reyðarfirði kynnir hafnarsjóður Fjarðabyggðar mat á umhverfisáhrifum hafnar við álverið. Skýrslu um mat á umhverfisáhrifum hafnarinnar er að finna á heimasíðu Hönnunar hf., www.honnun.is. Verið velkomin á kynningarfundi Reyðaráls hf. Álver í Reyðarfirði Kynning á mati á umhverfisáhrifum w w w .a th yg li. is LANDSSAMTÖK foreldrafélaga leikskóla (LFL) og Reykjavík- urdeild Landssamtaka foreldra- félaga leikskóla (RLFL) hafa und- irritað samstarfssamning við Heimili og skóla, landssamtök foreldra. Samningurinn felur í sér að Heimili og skóli mun styðja við samtök foreldra leik- skólabarna og veita þeim ýmsa aðstoð og þjónustu. Hér eftir mun því heimilisfang, póstfang og símanúmer beggja þessara félaga foreldra leikskólabarna vera það sama og hjá Heimili og skóla og þangað geta foreldrar leikskóla- barna leitað eftir upplýsingum og aðstoð. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Formenn félaganna þriggja undirrita samninginn. Foreldrar leikskólabarna semja við Heimili og skóla ÆGISKLÚBBURINN er ferða- klúbbur þeirra sem eiga fellihýsi, fellihjólhýsi eða tjaldvagna frá Seglagerðinni Ægi. Um helgina 8. – 10. júní verður fyrsta ferðalag klúbbsins í Biskupstungur en þang- að er öllum stefnt sem vilja hitta aðra kúbbfélaga og skemmta sér við söng og samveru (nánar tiltekið við þjóðveg 35 á Faxasvæðinu við Tungnaréttir). Næsta ferð verður síðan farin í Galtalækjarskóg um miðan júlí og í ágúst hyggjast klúbbfélagar ferðast saman í Skagafjörðinn. Ægisklúbb- urinn ætlar einnig að leggja öðrum góðum málefnum lið og í sumar selja klúbbfélagar minjagripi með merki klúbbsins, luktir og fleira, til styrkt- ar Neistanum, félagi hjartveikra barna. Um þessar mundir eru um 1.500 eigendur vagna frá Seglagerð- inni Ægi. Ægisklúbb- urinn í Biskups- tungum um helgina SAMTÖKIN Komið og dansið standa fyrir dansleikjum á Ingólfs- torgi í miðbæ Reykjavíkur sunnu- dagana 10. júní og 24. júní nk. Um er að ræða tilbreytingu í mið- borgarlífinu í samstarfi við menning- arsveit Hins Hússins. Danstónlist verður flutt af geisla- diskum með hátalarakerfi og val tón- listar miðað við að flestir finni eitt- hvað við sitt hæfi. Létt sveifla og línudansar verða þó í fyrirrúmi. Dansinn hefst kl. 14:00 og stendur til kl. 16:00. „Reykvíkingar og aðrir sem leið eiga um miðborgina eru hvattir til að kynna sér hvað um er að vera og nóg er plássið til að stíga dansinn. Eng- inn aðgangseyrir, bara hiti og sviti í vonandi góðu veðri“ segir í frétta- tilkynningu. Dansleikir á Ingólfstorgi Umhverfisverndarsamtök Íslands heldur fulltrúaráðsfund í dag, laug- ardag, kl. 14:00 í stofu 201 í Lög- bergi. Á fundinum mun verða fjallað um tvö mál, Kárahnúkavirkjun og vatns- miðlun í Þjórsárverum. Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur, mun fjalla um félagsleg og efnhagsleg áhrif vegna byggingar Kárahnúkja- virkjunar, en Árni Bragason, for- stöðumaður Náttúruverndar ríkis- ins, mun fjalla um áætlanir Landsvirkjunar um vatnsmiðlun við Norðlingaöldu, sem hefur áhrif á Þjórsárver. Halda full- trúaráðsfund ♦ ♦ ♦ MAT á umhverfisáhrifum Kára- hnjúkavirkjunar er kynnt í máli og myndum á veggspjöldum í sýning- arsal Ráðhúss Reykjavíkur frá og með 8. júní til föstudags 15. júní nk. Almenningi á höfuðborgar- svæðinu gefst þar færi á að kynna sér helstu niðurstöður umhverfis- matsins. Ennfremur hanga uppi í Ráð- húsinu veggspjöld með ýmsum al- mennum upplýsingum um orku- mál, vatnsafl og virkjun þess. Sjötta og síðasta vikan í kynn- ingarferli mats á umhverfisáhrif- um Kárahnjúkavirkjunar er að hefjast og ber að skila athuga- semdum vegna matsins skriflega til Skipulagsstofnunar í síðasta lagi 15. júní nk. Næstu fjórar vikur þar á eftir verður unnið úr athugasemdum. Úrskurður Skipulagsstofnunar verður kveðinn upp 13. júlí nk., nema því aðeins að framkvæmda- raðili, Landsvirkjun, telji sig þurfa meira en fjórar vikur til að fjalla um athugasemdirnar. Ef svo færi frestuðust dagsetningar úrskurðar og kærufrests vegna úrskurðarins sem næmi þeim viðbótartíma sem framkvæmdaraðili tæki sér til að svara. Kárahnjúkavirkjun Kynning í Ráðhúsinu Í myndatexta á síðunni auðlesið efni í Daglegu lífi í gær var Bergvin Ólafarson háseti ranglega sagður Ólafsson. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rangar dagsetningar Í auglýsingu frá Skipulagsstofnun í gær voru rangar dagsetningar á tíma sem kynning um Hallsveg í Reykjavík liggur frammi. Réttar dagsetningar eru frá 8. júní til 13. júlí. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Á SJÓMANNADAGINN tekur for- seti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, þátt í hátíðahöldum á Ísafirði og flytur ræðu dagsins við sjómanna- messu í Ísafjarðarkirkju. Einnig verður forsetinn viðstaddur er sjó- menn verða heiðraðir og við athöfn við minnismerki um drukknaða sjó- menn. Þá mun forsetinn taka þátt í sjómannadagskaffi og skoða listsýn- ingar, sem nú eru á Ísafirði. Forsetinn á Ísafirði ♦ ♦ ♦ BEIN útsending á útdrætti í Lottó verður framvegis frá Stöð 2, Sýn og Ríkissjónvarpinu auk allra útvarps- stöðva Norðurljósa kl. 18:54, en sölu- kössum verður lokað kl. 18:40 á laug- ardagskvöldum. Framleiðsla og útsendingarstjórn verður áfram sem hingað til í myndveri Íslenska út- varpsfélagsins og sent verður út á Stöð 2 og Sýn, en útsending í Rík- issjónvarpinu bætist við, samkvæmt því sem kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Getspá. Útdráttur á Víkingalottó er send- ur hingað um gervihnött og verður sú útsending einnig á Stöð 2, Sýn og Ríkissjónvarpinu klukkan 18:54 á miðvikudögum. Lottó sent út á Stöð 2, Sýn og Rúv ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.