Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ob, ob, ob, ráðherrann ætti að hugsa sig tvisvar um áður en hann kyssir og segir „farvel Frans“ við mig. Fyrstu iðjuþálfarnir útskrifaðir Menntaðir á Íslandi Í DAG útskrifast fyrstunemendur úr íslenskunámi í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri. Nemendurnir eru fimmtán og hafa stundað námið í fjögur ár. Brautarstjóri í iðjuþjálfun hjá Háskólan- um á Akureyri er Guðrún Pálmadóttir. Hún var spurð hvort þetta nám væri nýtt á Íslandi? „Já, iðjuþjálfun hefur ekki áður verið kennd hér á landi. Það er mikill skortur á iðjuþjálfum hér og hingað til hefur fólk í þessari stétt sótt menntun sína til út- landa, einkum til Norður- landa. Alveg frá upphafi hefur það verið stefna Iðju- þjálfafélagsins að koma á þessu námi á Íslandi og það er bæði til að fjölga hraðar í stétt- inni og einnig af því að þetta er þannig starf að mikilvægt er að námið fari fram í því umhverfi sem skjólstæðingarnir koma úr. Þetta nám hér er miðað við íslenska heil- brigðiskerfið og aðstæður hér.“ – Hvernig hefur gengið að koma þessu á laggirnar? „Það hefur gengið nokkuð vel að fá kennara. Það var ákveðinn hóp- ur sem var undirbúinn með það sérstaklega í huga að koma upp góðum hópi með meistaranám til þess að standa að kennslu hér. Iðjuþjálfabrautin tilheyrir heil- brigðisdeild og við höfum samnýtt ýmis námskeið með hjúkrunar- fræði. Komið var upp hér bráða- birgðaaðstöðu fyrir sérhæfða kennslu í iðjuþjálfun og nú eru hér miklar byggingaframkvæmdir þannig að kennsluaðstaða er að vera hér mjög góð. Hluti af náminu er verknám sem fer fram á heil- brigðisstofnunum víða um landið. Starfandi iðjuþjálfar hafa brugðist mjög vel við að taka á móti nem- endum í verklegt nám.“ – Er mikil aðsókn í námið? „Það var mikil aðsókn fyrsta ár- ið en síðan dró úr henni. Við erum með fjöldatakmarkanir og það eru nú átján nemendur sem geta hald- ið áfram eftir próf á fyrstu önn. Okkur hefur ekki alltaf tekist að fylla þá tölu. Við reiknum með að það muni breytast nú þegar námið verður þekktara og nemendur fara að skila sér til vinnu úti í þjóðfélag- inu.“ – Er þetta nám sniðið að ein- hverri sérstakri erlendri fyrir- mynd? „Já, við höfum mikið tekið til fyrirmyndar nám í Kanada, sér- staklega við Dalhouse-háskólann í Halifax. Við erum í miklum tengslum við þann skóla.“ – Á hvern hátt er námið þá frábrugðið því sem gerist t.d. á Norð- urlöndum? „Í fyrsta lagi er þetta nám til gráðu sem hefur ekki verið alls staðar á Norðurlöndum, þótt það sé að breytast og þau að fara í það far, í öðru lagi er meiri áhersla á kenningar og rannsóknir hér en annars staðar á Norður- löndum. Loks er þetta nám sett upp í áfanga eins og hefðbundið há- skólanám en þannig er það yfirleitt ekki í umræddum löndum.“ – Er iðjuþjálfun mikið að breyt- ast núna? „Já, það er mjög mikil þróun í faginu um allan heim og þeirri þró- un er best lýst þannig að það er meiri áhersla lögð á grunnhug- myndir um iðju en minni áhersla á sjúkdómafræði. Þetta þýðir að áð- ur fyrr gengum við talsvert út frá hver væri fötlun eða sjúkdómur viðkomandi en núna göngum við meira út frá hvað viðkomandi er að fást við í daglegu lífi og hvað skipt- ir hann mestu máli.“ – Hvernig eru atvinnumöguleik- ar nýrra iðjuþjálfa? „Þeir eru mjög góðir, það vantar iðjuþálfa á flestar heilsustofnanir og auk þess munu iðjuþjálfar, með fjölgun í stéttinni, leita meira á óhefðbundin svið og þar á ég við að þeir eru farnir að starfa á vegum sveitarfélaga, fyrirtækja og ýmiss konar samtaka.“ – Hvert er eiginlegt verksvið iðjuþjálfa? „Það er að styðja fólk til þess að geta gert það sem það þarf að gera, á að gera og vill gera. Við lýsum þessu með hugtökunum að fólk geti séð um sig sjálft, lagt sitt af mörkum til starfa í þjóðfélaginu og notið lífsins.“ – Hverjar eru helstu námsgrein- ar í iðjuþjálfun? „Við skiptum þessu upp í iðju- þjálfunargreinar, stoðgreinar og vettvangsnám. Stoð- greinar eru þær grein- ar sem flestar heil- brigðisstéttir læra, svo sem líffærafræði, lífeðl- isfræði, sálfræði, félagsfræði og sjúk- dómafræði. Iðjuþjálf- unargreinarnar eru aftur áfangar sem fjalla um iðju mannsins og að meta færni við iðju og hvernig á að hafa áhrif á færni fólks við iðju, þær snúast um þetta. Vettvangs- nám er það nám sem fer fram und- ir handleiðslu starfandi iðjuþjálfa og er í allt 25 vikur. Hér á Akureyri er mjög góð aðstaða fyrir háskóla- nemendur, þetta er lítill skóli og náin tengsl milli nemenda og kenn- ara. Það er mikill hugur í fólki hér. Það er geysilega mikill áfangi að fyrstu iðjuþjálfarnir eru nú út- skrifaðir úr íslensku iðjuþjálfunar- námi og við iðjuþjálfar erum mjög bjartsýnir á framtíð iðjuþjálfunar hér á landi.“ Guðrún Pálmadóttir  Guðrún Pálmadóttir fæddist 1. marz 1951 að Holti í Ásum í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri 1970 og prófi í iðjuþjálfun frá Árhúsaskóla í Danmörku árið 1974. Meistara- gráðu lauk hún 1984 frá Color- ado State University í Bandaríkj- unum. Hún hefur lengst starfað á Reykjalundi en líka tvö ár á geð- deild Landspítala. Hún hefur verið kennari og brautarstjóri í iðjuþjálfun við Háskólann á Ak- ureyri frá 1997. Guðrún er gift Andrési Arnalds aðstoðarfor- stjóra hjá Landgræðslu ríkisins. Þau eiga fjögur börn. Fólk stutt til þess að það geti það sem það þarf að gera, langar að gera og á að gera. ENSÍMTÆKNI ehf., framleiðandi húðáburðarins Penzim, hefur styrkt SPOEX, Samtök psoriasis- og exem- sjúklinga á Íslandi, til ferðar á al- þjóðaráðstefnu um psoriasis í San Fransisco. Á ráðstefnunni, sem fram fer dagana 18.–24. júní nk., verður fjallað um sjúkdóminn og málefni sjúklinga. Upphæð styrksins er 250.000 kr. Ráðstefnan er haldin af alþjóða- samtökum psoriasissjúklinga, IFPA, og bandarísku psoriasissamtökunum NPF. Öllum aðildarfélögunum er boðið að sækja ráðstefnuna og kynna það nýjasta í meðferð sjúkdómsins í hverju heimalandi fyrir sig. Fulltrúar SPOEX munu kynna Penzim. Penzim, sem er unnið úr þorsken- símum, hefur verið á markaði á Ís- landi í nokkra mánuði. Penzim er af- rakstur margra ára rannsókna á virkni þorskensíma en niðurstöður þeirra benda eindregið til þess að ensímin brjóti niður prótein á yfir- borði frumna í ónæmiskerfinu. Penz- im inniheldur blöndu djúpvirkra ens- íma sem hafa mýkjandi, nærandi og græðandi eiginleika auk þess sem þau hafa reynst vel við margs konar húðkvillum, svo sem psoriasis og ex- emum. Nýleg athugun sérfræðinga á Landspítala – háskólasjúkrahúsi þyk- ir gefa tilefni til formlegra klínískra rannsókna með þróun lyfjaforms áburðarins í huga. Klínískar rann- sóknir við bandarískan háskóla eru hafnar og samningar hafa náðst við ítalskt lyfjafyrirtæki um sölu Pen- zims þar í landi. Samstarf við alþjóð- legt risafyrirtæki á snyrtivörumark- aði er einnig hafið. Fyrirtækið Ensímtækni ehf. var stofnað árið 1999 sem þróunar- og framleiðslufyrirtæki um notkun ens- íma til lyfjagerðar og í snyrtivörur. Í stjórn þess sitja Jón Bragi Bjarnason stjórnarformaður, Friðrik Pálsson, Bergur Benediktsson, Ásgeir Sigur- vinnsson og Gunnar Steinn Pálsson. Penzim fæst í öllum helstu lyfjabúð- um og heilsuvöruverslunum landsins. Jón Bragi Bjarnason afhendir Þórunni Jónsdóttur, starfandi formanni SPOEX, styrkinn. Ensím- tækni styrkir SPOEX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.