Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 19 EKKI er vitað hvort drengurinn á myndinni sé að safna rigningarvatni í skyrdós, en hins vegar vita börnin á Kátakoti á Kjalarnesi, ýmislegt um hringrás vatnsins. Að sögn Steinunnar Geirdal leik- skólastjóra er þriggja ára þróun- arverkefni í gangi á Kátakoti. Allur úrgangur er flokkaður og lífrænn úrgangur er jarðgerður. Heilmikil rætun er einnig á leikskólanum og börnin taka virkan þátt í allri þess- ari starfsemi. „Kátakot verður líklegast fyrsti leikskólinn til að fá umhverfisvæna leikskólabyggingu og við erum að undirbúa það á allan hátt,“ segir Steinunn. Hún segir að engin eitur- efni verði notuð í byggingunni og húsið sjálft verður notað sem kennslutæki. „Það verður til dæmis hægt að læra um hringrás vatnsins inni í húsinu sjálfu. Við munum safna rigningarvatni í tank og svo geta börnin séð vatnið renna í glær- um pípum, séð hvernig það fer út í litla tjörn fyrir utan og gufar upp í sólinni,“ segir hún og bætir við að börnin viti þegar töluvert um þetta ferli. Kátakot er eini leikskólinn á Kjal- arnesi og eru þar 38 börn, á tveimur deildum, Álfhóli og Dvergasteini. Ungir umhverfis- sinnar Kjalarnes Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson BÆJARRÁÐ og skipulags- nefnd Kópavogs hafa lýst sig jákvæð gagnvart hugmyndum um bryggjuhverfi í utanverð- um Fossvogi og hafa falið skipulagsstjóra að vinna áfram að málinu. Á fundi skipulagsnefndar á miðviku- dag var lögð fram greinargerð framkvæmdaaðila um mögu- leg umhverfisáhrif slíkrar byggðar en bæjaryfirvöld telja nauðsynlegt að reikna betur út áhrif umferðarmagns og umferðarhávaða en þar er gert. Í mars síðastliðnum greindi Morgunblaðið frá hugmynd- um Björgunar ehf. og Byggs ehf. um að reisa á landfyllingu út í Fossvog bryggjuhverfi fyrir 350–400 íbúðir á Kárs- nesi. Um væri að ræða um 6 hektara landfyllingu sem næði að meðaltali um 150 metra út í sjó. Ekki umtalsverð áhrif á lífríki Nú hefur fyrirtækið látið vinna fyrir sig greinargerð um möguleg umhverfisáhrif fram- kvæmdarinnar og var sú vinna í höndum verkfræðistofunnar Hönnunar. Er það niðurstaða greinargerðarinnar að áhrif landfyllingar á lífríki svæðis- ins yrðu ekki umtalsverð. Þar kemur fram að fyrirhuguð landfylling muni ekki raska náttúrulegum fjörum þar sem strandlengjunni á fram- kvæmdasvæði hafi þegar ver- ið raskað. Í greinargerðinni segir að svæðið sé á skrá Alþjóðafugla- verndunarsamtakanna sem alþjóðlega mikilvægt fugla- svæði og séu vaðfuglar sem sækja á leirurnar fyrir botni Fossvogs mest áberandi í hópi umferðarfugla á svæðinu. Tekið er fram að fyrirhugað bryggjuhverfi liggi talsvert vestan við Fossvogsleirur. Þá eru engar fornminjar á fornleifaskrá Þjóðminjasafns Íslands á svæðinu. Er það nið- urstaða greinargerðarinnar að áhrif landfyllingar á lífríki svæðisins yrðu ekki umtals- verð. Að mati höfunda greinar- gerðarinnar er fyrirséð að helstu áhrif framkvæmdanna tengist uppbyggingu íbúðar- hverfisins og vinnu við deili- skipulag sem gera þyrfti að hverfinu. Er þar fyrst nefnt að áætl- aður fjöldi barna á grunn- skólaaldri í bryggjuhverfi er um 200 eða einn bekkur að meðaltali í hverri deild. Í greinargerðinni segir að þetta kalli á aukið rými í núverandi barnaskólum á Kársnesi og verið getur að byggja þurfi við núverandi skóla til þess að taka við auknum fjölda. Segir í greinargerðinni að nú þegar sé rými til þess. Sömuleiðis þyrfti að byggja nýjan 3–4 deilda leikskóla en tillagan gerir ráð fyrir leikskóla í hverfinu. Þá er talið að umferð bif- reiða aukist töluvert vegna hins nýja hverfis og er miðað við að um 4.000 bílar á sólar- hring bætist við þá umferð sem fyrir er. Ekki er talið að það kalli á breytingar á núver- andi umferðaræðum. Þá er ekki gert ráð fyrir almenn- ingssamgöngum í hinu nýja hverfi og því kallar það ekki á breytingar á núverandi leiðar- kerfi almenningssamgangna í Kópavogi, að því er segir í greinargerðinni. Hávaði yfir viðmiðunarmörkum Kemur fram að samkvæmt reglugerð sé viðmiðunargildi fyrir umferðarhávaða utan við glugga íbúðarhúsnæðis 65 desibel sé um að ræða veru- lega breytingu á umferðaræð í byggð og er hljóðstig vegna núverandi umferðar við þau mörk. Telja höfundar greinar- gerðarinnar að umferðarhá- vaði muni aukast á þeim göt- um sem liggja að hverfinu vegna bryggjuhverfisins og er talið að aukningin muni nema um 0,5 – 1,5 desibelum. Í sam- þykkt skipulagsnefndar frá því á miðvikudag, sem staðfest er af bæjarráði sama dag, kemur fram að hún telji nauð- synlegt að reikna betur út áhrif umferðarmagns og um- ferðarhávaða vegna fram- kvæmdarinnar. Umrædd greinargerð var lögð inn til Skipulagsstofnun- ar þann 5. júní. og hefur hún fjórar vikur frá þeim tíma til þess að ákvarða hvort fram- kvæmdin sé háð mati á um- hverfisáhrifum eða ekki. Bærinn jákvæður gagn- vart bryggjuhverfi Kársnes Hugmyndir um bryggjuhverfi á landfyllingu í Fossvogi við norðanvert Kársnes. Greinargerð um fyrirhugaða landfyllingu í Fossvogi kynnt ÁÆTLAÐUR kostnaður vegna breytinga á gatnakerfi við Hörðuvelli og á svæðinu í kring er 230 milljónir. Þetta kom fram í svari við fyr- irspurn bæjarráðsmanna Samfylkingar varðandi áætl- aðan kostnað vegna fyrir- hugaðra nýbygginga og ann- arra tilheyrandi fram- kvæmda á og við Hörðuvallasvæðið. Áður hef- ur komið fram að kostnaður vegna hönnunar og upp- kaupa eigna sé hátt í 200 milljónir og bætist þar ofan á. Er þá ótalinn kostnaður vegna tilfærslu bensínstöðv- ar við Lækjargötu og fyr- irhugaðra byggingarfram- kvæmda á Hörðuvalla- svæðinu. „Umbætur á vegakerfi og umhverfi“ Í umræddum gatnafræm- kvæmdum felast breytingar á gatnakerfi og bílastæðum á Sólvangssvæði, lagfæringar á Tjarnabraut og Hörðuvöllum og breytingar á Lækjargötu, Hlíðarbergi, Hringbraut og á gönguleiðum á svæðinu. Verkið verður unnið sam- hliða breytingum á Reykja- nesbraut og er hluti af því. Að sögn Magnúsar Gunn- arssonar bæjarstjóra er vissulega um að ræða stórar fjárhæðir en á móti muni framkvæmdir koma til með að skila verulegum umbótum á vegakerfi og umhverfi. „Það ber að líta til þess að það er verið að taka upp gamla götu og endurnýja hana algerlega. Einnig eru sett upp göngutengsl á milli svæða. Þá eru settar upp fleiri tengingar vegna Reykjanesbrautarinnar og mislægra gatnamóta og óhjá- kvæmilega koma til vegteng- ingar og uppkaup á eignum vegna þessara fram- kvæmda,“ segir Magnús. Magnús bendir jafnframt á að þær framkvæmdir sem verið er að ráðast í séu með- al annars bygging leikskóla, grunnskóla fyrir 550 nem- endur, bygging íþróttahúss og kennslusundlaugar. Þá verði væntanlega einnig byggt við Sólvang í framtíð- inni. „Þetta eru umtalsverðar framkvæmdir á svæðinu og þessi uppkaup og fram- kvæmdir eru fyrst og fremst til að tryggja að það sé hægt að nýta svæðið á þann hátt sem lagt var upp með.“ Kostnaður bæjarins hátt í 2 milljarðar Hann bendir á að fram- kvæmdir sem Vegagerðin sé að ráðast í á svæðinu á næsta ári muni kosta 1,4 milljarða og þær fram- kvæmdir sem bæjarfélagið ætli í á næstu árum muni að öllu líkindum kosta vel á annan milljarð króna. „Þetta kemur okkur ekk- ert á óvart. Þetta er nokkuð sem við höfðum reiknað með,“ segir hann. Í bókun bæjarráðsmanna Samfylkingar á fundi bæj- arráðs 31. maí síðastliðinn er ítrekað að engin svör hafi borist við fyrirspurnum varð- andi kostnað vegna tilfærslu bensínstöðvar við Lækjar- götu né áætlaðan bygging- arkostnað vegna fyrirhug- aðra mannvirkja á svæðinu. „Við höfum á undanförn- um mánuðum verið í ágætu sambandi við forráðamenn Olíufélagsins. Það er ljóst að þarna þarf að gera verulegar umferðarbætur vegna mis- lægra gatnamóta og eins þarf að auka umferðarör- yggi. Þarna hefur orðið fjöldi alvarlegra slysa,“ segir Magnús en kostnaður vegna færslu bensínstöðvar liggur ekki fyrir að hans sögn. Kostnaður vegna Hörðuvalla Nemur þegar rúm- um 400 milljónum Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.