Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 21 SFR félagar Vi› viljum efla stéttarvitund launafólks og baráttu fyrir jöfnu›i í fljó›félaginu – vi› viljum afnema kynbundi› launamisrétti. fijó›in vill velfer›arsamfélag. Um flá lífss‡n stöndum vi› áfram vör› og sækjum fram til aukinna réttinda. fiátttaka flín skiptir máli! Vi› Íslendingar erum sammála: Umönnunarstörf eru mikilvæg! X Y Z E T A / S ÍA Sölustaðir: Reykjavík: Demantahúsið, kringlunni, Franch Michelsen, Laugavegi 15, Gullhöllin, Laugavegi 49, Gullsmiðurinn, Mjódd. Akranes: Model. Hafnarfjörður: Úr og gull. Akureyri: KPG Modelsmíði. GRUNNSKÓLINN í Hrísey hefur tekið upp skólastefnu sem kallast Efling – áleiðis með nemendum. Starfað hefur verið eftir þessari stefnu síðustu tvö skólaár og er ár- angurinn góður. Í Eflingu er lögð rík áhersla á samstarf kennara og for- eldra við nám barnanna og sameig- inlega ákvarðanatöku fagmanna og foreldra. Efling er hugmyndafræði sem ætl- uð er fáum nemendum með sérþarfir, en hvað Hrísey varðar hefur hún ver- ið nýtt á þann hátt að hún hefur bætt nám allra nemenda við skólann. Grunnskólinn í Hrísey flokkast með fámennum skólum en almennt er skilgreing á fámennum skóla sú að nemendur séu færri en 100. Sam- kennsla er því viðhöfð í skólanum, þ.e. fleiri en einum bekk er kennt saman. Nemendur skólans eru 30 talsins í 1. til 9. bekk, en börnin ljúka námi í 10 bekk í á Dalvík. Samkennslan er með þeim hætti að skólanum er skipt í þrjár deildir og er 1 til 3 bekk kennt saman, 4 til 5 bekk og 6 til 9 bekk. Skólastjóri er Rut Indriðadóttir en auk hennar eru ríflega fjórar stöður kennara við skólann. Samkennsla gerir miklar kröfur til kennara Rut segir fámenna skóla bæði hafa kosti og galla. Helstu gallar fá- mennra skóla eru þeir að tækjakost- ur er oft fábrotinn, húsnæði ófull- nægjandi, ekki síst er varðar verkgreina- og íþróttakennslu og eins getur fámennið verið ókostur varðandi samskipti nemenda og félagslíf. Samkennsla gerir einnig miklar kröfur til kennara og þarf- hann að koma til móts við oft afar ólíkar þarfir nemenda í sínum náms- hópi. Hætta er á að kennarar ein- angrist en þeir hafa ekki tækifæri til að ræða og ráðgast við kennara í svip- aðri stöðu. Þá standa fámennir skólar á landsbyggðinni frammi fyrir þeim vanda að erfitt hefur reynst að fá menntaða kennara til starfa, en sam- kennslan er krefjandi og góð mennt- un er kennaranum því nauðsyn. Með því að þekkja og viðurkenna gallana segir Rut að fyrsta skrefið sé stigið í að takast á við þá og vitanlega að sigrast á þeim. Litlar einingar skapa öryggi meðal nemenda Hún segir kostina einnig fjöl- marga. Nemendurnir séu þunga- miðja skólastarfsins, agavandamál séu fátíð og því betra næði til náms, kennarar hafi góða yfirsýn yfir allt skólastarfið, sveigjanleiki sé í ákvarð- anatöku, námshóparnir séu litlir og nemendur fái því meiri athygli og tíma. Kennslan sé einstaklingsmiðuð og tengsl við nemenda, foreldra og kennara séu náin. Skólinn sé áhrifa- mikil og mikilvæg stofnun í samfélag- inu og hver og einn sé mikilvægur. Litlar einingar og notalegt umhverfi skapi einnig öryggi meðal nemenda. Rut segir að skólamenn séu í aukn- um mæli farnir að horfa til sam- kennslu og nýta sér kosti hennar, það gildi einnig um stóra skóla. Megin- skilyrði fyrir árangri í samkennslu eru hæfir kennarar, en slík kennsla krefst mikillar faglegrar kunnáttu og færni kennarans. Efling tekin upp fyrir tveimur árum Haustið 1999 var markvisst tekin upp stefna í skólanum sem kallast Efling – áleiðis með nemendum, en um er að ræða leiðbeiningar um skipulag skólanáms með þarfir allra fyrir augum. Um er að ræða handbók sem miðar að því að gera samstarfs- hópum skóla og heimila kleift að nýta á hagkvæman hátt þann tíma sem varið er til að undirbúa skólagöngu nemenda með sérþarfir. Efling miðar einnig að því að foreldrar og fagfólk sameini krafta sína við að gera náms- áætlanir sem hæfa hverjum nemenda fyrir sig, hrinda þeim í framkvæmd og meta árangurinn. Höfundar eru Michael Giangreco, Ghigee J. Clon- inger og Virginia Salce Iverson. Tveir hinna fyrst töldu eru prófess- orar við menntunardeild háskólans í Burlington í Vermontfylki í Banda- ríkjunum en Iverson er kennsluráð- gjafi hjá ráðgjafateymi á vegum fylk- isins, en það sér um alhliða ráðgjöf um þjónustu við nemendur með sér- þarfir. Rúnar Sigþórsson og Hörður Bergmann þýddu, en Ingibjörg Auð- unsdóttir sá um útgáfu í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp. Áhersla lögð á samstarf við foreldra Ingibjörg Auðunsdóttir ráðgjafi hjá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri segir að tildrög þess að Efl- ing var tekin upp í Grunnskólanum í Hrísey megi rekja til þess að Rut skólastjóri hefði óskað eftir aðstoð vegna nokkurra nemenda sem þurftu á aðlöguðu námi að halda. Þá var ákveðið að nýta hluta af hugmyndafræði Eflingar fyrir sem flesta nemendur skólans. Allir kenn- arar og skólastjóri skólans fóru á námskeið sem stóð yfir allan vetur- inn. Lögð var áhersla á samstarf við foreldra og þátttöku þeirra í námi barna sinna og sameiginlegri ákvarð- anatöku fagmanna og foreldra. Úr- ræði og hugmyndafræði sem ætluð var fáum nemendum með sérþarfir var þannig nýtt til að bæta nám allra nemenda í skólanum. Kjöraðstæður til að vinna eftir þessu kerfi í Hrísey Niðurstaðan varð því sú að litið var svo á að allir nemendur hefðu sér- þarfir. „Spurningin er bara sú hverj- ar þær eru, það eru engir tveir menn eins og menn hafa mismunandi þarf- ir,“ segir Rut. Þetta kerfi hefur nú verið notað tvö skólaár og er árang- urinn góður að sögn Rutar og Ingi- bjargar. Rut segir að vissulega kosti það mikla vinnu og skipulag en um- hverfið í Hrísey bjóði upp á kjörað- stæður til að vinna eftir því. „Nem- endurnir líta svo á að það sé eðlilegt að þeir séu ólíkir, séu mislangt á veg komnir í náminu og að einn geti meira í þessari grein á meðan annar er góður í einhverju öðru fagi. Börnin leita hvert til annars með aðstoð sem allir veita fúsleg og þannig skapast mikil samkennd hér í skólanum,“ seg- ir Rut. Goðsögn að allir nemendur þurfi að fást við sama verkefnið Fram kemur í handbókinni að mesti vandinn við að skipuleggja þátttöku nemenda með miklar ein- staklingsþarfir í almennum bekk sé að hafa á takteinum raunhæfar lausn- ir á því hvernig standa eigi skynsam- lega að verki Þá hætti einnig mörgum til að líta svo á að jafnaðarmerki sé á milli aldurs nemenda og inntaks nám- skrár, t.d. að allir nemendur í 5. bekk þurfi að vera að vinna í námsefni 5. bekkjar. Þetta sé röng ályktun. Nem- endur í einum og sama 5. bekk geti verið að vinna námverkefni sem eru bæði á undan og eftir því sem bekkn- um almennt er ætlað en samt verið að fást við verðug verkefni sem hæfa þeim, svo framarlega sem verið sé að koma markvisst til móts við einstak- lingsbundnar námsþarfir þeirra. Jafnvel í bekk þar sem engir nem- endur hafa verið greindir með sér- þarfir sé það goðsögn að allir nem- endurnir geti verið að fást við samsk konar verkefni í öllum námsgreinum eða námsþáttum. Vaxandi áhugi kennara og annarra skólamanna á aldursblönduðum bekkjum beri vott um skilning á því að kennarar verði að hafa á valdi sínu leiðir til að koma til móts við ólíkar námsþarfir margra nemenda á sama tíma. Markviss og vel skipulögð skipting í getublandaða námshópa getur verið mjög jákvæð fyrir nemendur og gefið þeim tæki- færi á að læra hver af öðrum í fjöl- breyttu námsumhverfi. Um leið og leitað er raunhæfra leiða til að tryggja aðild nemenda með miklar sérþarfir að almennum bekkjum þróast aðferðir sem koma öllum nem- endum að gagni. Fjölskyldan gegnir lykilhlutverki Meginstoðir Eflingar eru byggðar á því að eitt af mikilvægustu hlut- verkum menntunar sé að skapa hverjum einstaklingi sem best lífs- skilyrði og að fjölskyldan gegni lyk- ilhlutverki við gerð námsáætlunar. „Foreldar bera mikla ábyrgð, þeir eiga börnin og það má segja að þeir séu sérfræðingar í sínum eigin börn- um. Við náum ekki árangri nema for- eldar og kennarar vinni vel sama. Saman geta þeir myndað sterkt afl og barnið finnur það strax,“ sagði Rut. Foreldrarnir þekkja flestar hliðar barna sinna og hafa mestra hags- muna að gæta gagnvart námi þeirra. Þannig er teymisvinna einnig ein af meginstoðum Eflingar, en hún er ómissandi þáttur í að auka gæði menntunar. Jákvætt að hafa leikskólann í sama húsnæði og grunnskólinn Rut segir að árangur af Eflingu sé ótvíræður hvað varðar Gunnskólann í Hrísey og hún sé ánægð með að markvisst sé farið eftir þessu kerfi í skólastarfinu. Þá nefndi hún einnig að það hefði jákvæð áhrif á skóla- starfið að leikskólinn í eynni var flutt- ur í húsnæði skólans síðasta haust en í honum eru 17 börn. Einhverjar efa- semdir hefðu komið upp í fyrstu um að dæmið gengi upp en þær séu ekki lengur fyrir hendi. Flutningurinn var gerður í hagræðingarskyni, en nú sé að koma í ljós jákvæð áhrif á bæði skólastigin. Hrísey Grunnskólinn í Hrísey starfar eftir skólastefnu sem kallast Efling og gefið hefur góða raun Hefur bætt nám allra nemenda Morgunblaðið/Kristján Nemendur grunnskólans skoða forrit um mannslíkamann í líffræði. Rut Indriðadóttir, skólastjóri grunnskólans í Hrísey, og Ingibjörg Auð- unsdóttir frá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri. Leikskólinn í Hrísey var fluttur í húsnæði grunnskólans sl. haust og fer starfsemi skólanna vel saman. Hér eru leikskólabörn í morgunleikfimi. Í Hrísey er rekinn skóli fyrir um 30 börn. Margrét Þóra Þórsdóttir ræddi við skóla- stjórann um nýjar leiðir í kennslu og vanda- mál sem fámennir skólar glíma við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.