Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 55
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 55 Árið 1984 var bátum undir 10 brúttórúmlestum úthlutuð 3,77% af heildarafla ársins, en sókn sérhvers báts hvorki takmörkuð með sóknar- eða aflamarki. Aftur á móti var heim- ilt að stöðva veiðarnar ef hinn sameig- inlegi heildarkvóti færi fram úr áætl- un. Þessari heimild var þó ekki beitt, enda þótt aflinn árið 1984 yrði 5,9% af heildarafla og í raun hafa smábátar ætíð fengið sérmeðferð innan fisk- veiðistjórnunarkerfisins. Næstu sex ár þar á eftir þrefaldaðist afli smábát- anna frá 15 þúsund tonnum í 48 þús- und tonn og hlutdeild þeirra í heildar- þorskafla var orðin rúm 14% árið 1990. Þessa miklu hlutdeildar- og aflaaukningu má að mestu rekja til mikillar fjölgunar smábáta, en þeim fjölgaði úr 1060 bátum árið 1984 í 2045 báta árið 1990. Með lögunum 1990 var aflamark sett á 6-10 brútt- órúmlesta báta, en minnstu bátarnir, krókaleyfisbátarnir svokölluðu, stóðu eftir sem áður utan við kerfið. Afleið- ingar þessa urðu þær, að krókaleyf- isbátunum fjölgaði úr 742 árið 1990 í 1126 árið 1994. Aflahlutdeild þeirra jókst úr 5% árið 1990 í 22% fiskveiði- árið 1994/95. Heildarveiðin það árið nam 164 þúsund tonnum og þar af veiddu krókaleyfisbátar 36 þúsund tonn. Á síðustu árum hefur þessum bátum fækkað á ný, en afli þeirra aukist í tonnum talið. Fiskveiðiárið 1999/2000 var þorskaflinn rúm 41 þúsund tonn eða 16% af heildarafla og heildarbotnfiskafli nálega 60 þúsund tonn. Af þessu má draga tvær ályktanir. Í fyrsta lagi sýnir þetta í smækkaðri mynd hvernig að sóknarmarkskerfi þróast yfir tíma. Sóknartakmarkanir smábáta hafa ekki aðeins leitt til mik- illar fjölgunar nýliða, heldur einnig til mikilla fjárfestinga í tækjum og bún- aði sem bátarnir nota við veiðar sínar. Það hefur síðan valdið því að afli þeirra hefur staðfastlega farið fram úr áætlunum. Í öðru lagi má segja að þrátt fyrir háværa umræðu um illa meðferð á smábátasjómönnum hefur vegur þeirra vaxið gífurlega frá upp- hafi aflamarkskerfisins. Kvótakerfið hefur haldið veiðum aflamarksskipa í skefjum en gefið smábátum nær frítt spil til þess að auka sínar veiðar. 10. Kvótakerfinu ætti að varpa fyrir róða Stöðugt rekstrarumhverfi skiptir miklu fyrir öll atvinnufyrirtæki. Sjáv- arútvegsfyrirtæki þurfa að glíma við meiri óstöðugleika en þekkist í flest- um öðrum greinum, vegna náttúru- legra sveiflna í stofnstærðum. Vart getur talist heppilegt að bæta póli- tískri óvissu þar á ofan. Hafa ber í huga að sjávarútvegur er ekki einka- mál sjómanna eða útgerðarmanna eða nokkurra annarra, heldur er hann meginstoð íslensks efnahagslífs og afkoma hans skiptir sköpum fyrir lífskjör almennings, hvar sem er á landinu. Í þessu ljósi er umræða um kvótakerfið oft óábyrg. Gagnrýnend- ur eru margir og stórorðir, en það er aðeins andstaðan við núverandi kerfi sem sameinar þá. Engin samstaða hefur náðst um nokkra aðra leið. Sumir vilja stjórna með handafli, aðr- ir með sóknarmarki og enn aðrir viljafrjálsar veiðar. Hægt er að sjá fyrir umbætur á núverandi kerfi, s.s. auðlindagjald, en gagnger umbylting, sem allir gætu sætt sig við, er mjög ólíkleg. Niðurlag Sú uppsveifla sem nú er að ganga yfir, er sú hin fyrsta frá stríðslokum sem ekki er knúin áfram af útflutn- ingi sjávarafurða. Í kjölfarið breiddist sú skoðun út, að sjávarútvegur skipti ekki lengur máli fyrir efnahagslíf hér- lendis því hátæknigreinar og nýja hagkerfið væru að taka við. Hins veg- ar hafa atburðir síðustu vikur og mánuði sannað, að lítið hefur breyst í íslensku efnahagslífi. Landið er háð sjávarútvegi sem skapar bróðurpart- inn af vöruútflutningi hérlendis. Hægt er að komast undan þessu tímabundið með erlendum lántökum, sem landsmenn hafa gert síðustu ár í ríkum mæli. Samhliða því hefur efna- hagslífið teygst lengra í átt til versl- unar og þjónustu en annars hefði ver- ið mögulegt. Hins vegar er staðreyndin sú að landsmenn verða enn að styðjast við sjávarútveg. Vegna þessa hafa Íslendingar ekki sama svigrúm og aðrar stærri þjóðir til að hræra í sjávarútvegi á pólitísk- um forsendum, því það kemur beint niður á lífskjörum þjóðarinnar. Þetta þýðir ekki að aldrei megi megi víkja frá ýtrustu hagkvæmnissjónarmið- um, en ef það gerist verður það að vera að yfirlögðu ráði og þjóðin öll verður að gera sér grein fyrir afleið- ingum þess. Hér má einnig benda á að hagsmunir einstakra hópa innan sjávarútvegsins þurfa alls ekki að fara saman við hagsmuni heildarinn- ar. Stór hluti þjóðarinnar virðist vera þeirrar skoðunar að leggja beri auð- lindaskatta á útgerðina, þar sem auð- lindin sé lögfest eign þjóðarinnar allr- ar og því skuli hún öll njóta afrakstursins. Þeir hinir sömu verða að hafa í huga að ef skattleggja á auð- lindahagnaðinn þá þarf hann að vera fyrir hendi og eina þekkta raunhæfa kerfið sem tryggir hann, er afla- markskerfi líkt og hið íslenska, allt annað eru töfluæfingar. Því ættu nefndir veiðigjaldssinnar fremur öðr- um að standa vörð um núverandi fyr- irkomulag fiskveiðistjórnunar á Ís- landi. Höfundar eru hagfræðingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.