Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 50
UMRÆÐAN 50 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á LÖGGJAFARÞINGI okkar Ís- lendinga árið 1998 voru sett lög um þjóðlendur. Aðalinntak laganna er að skilgreina og draga línu á milli óbyggða í eigu ríkisins og eignar- landa bænda og annarra jarðeig- enda. Með öðrum orðum, koma á hreint hvaða land er í þjóðareign og hvað í einkaeign. Almenn sátt var um þessa lagasetningu, enda þarft mál. Í framhaldinu voru skipaðar tvær nefndir, óbyggðanefnd og þjóðlendunefnd eða kröfunefnd. Þjóðlendunefnd hefur það verk- efni að gera kröfur fyrir hönd rík- isins til þess lands sem teljast skal þjóðlendur og heyrir hún undir fjármálaráðherra. Óbyggðanefnd er sjálfstæður úr- skurðaraðili, sem skera á úr ágrein- ingi sem kann að rísa ef bændur og aðrir landeigendur telja þjóðlendu- nefndina ganga á rétt sinn. Þegar þjóðlendunefnd birti svo sínar fyrstu kröfur í Árnessýslu varð ljóst að þar var farið af stað með miklu offorsi og langt umfram anda laganna. Síðar eru einnig komnar fram kröfur í Austur- og Vestur-Skaftafellssýslum svo og Rangárvallasýslu og staðfestir nefndin þar enn betur sín fáránlegu vinnubrögð. Enn einu sinni virðist þörfu máli vera snúið upp í andhverfu sína í meðferð nefnda og embættismanna. Líklegt er að þarna séu alþingis- menn að lenda í sömu stöðu og galdramenn fyrri tíma, sem vöktu upp drauga og sendingar, sem þeir réðu síðan ekkert við og snerust jafnvel gegn þeim sjálfum. Hinu verður þó ekki horft framhjá að það er ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Alþingi sem ber á þessu alla ábyrgð, Framsóknarflokkurinn, sem hefur gefið sig út fyrir að vera helsti málsvari landsbyggðar og bænda og Sjálfstæðis- flokkurinn, sem alla tíð hefur talið sig helsta málsvara frjáls fram- taks og eignarréttar einstaklingsins. Eins og að framan greinir varð flestum ljóst í hvaða óheillafar- veg þetta var að fara þegar kröfur voru birt- ar í Árnessýslu. Á fundum sem haldnir voru með þingmönn- um, beinlínis vegna þessa en einnig á al- mennum fundum þeirra lýstu þeir undrun sinni á vinnubrögðum kröfu- nefndarinnar og töldu þær fráleitt í anda laganna. Undirritaður hefur átt mörg og hispurslaus viðtöl við þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi, varðandi hvert stefndi og lýsti strax þeirri skoðun, að gerði þjóðlendunefnd kröfu til eins einasta hektara af mínu landi mundi ég segja mig úr flokknum. Um þetta urðum við ekki sammála; þingmennirnir töldu að ég skyldi bíða rólegur eftir úrskurði óbyggðanefndar, þó kröfur yrðu gerðar til einhvers af landi Hjör- leifshöfða. Sú niðurstaða kynni að verða allt önnur og betri. Á þessu hef ég allt aðra skoðun og hún er þessi; Strax þegar þjóðlendunefnd sýndi með kröfugerðinni í Árnessýslu hvernig vinnubrögð hún ætlaði að temja sér áttu þingmenn að taka málið upp, breyta lögunum ef nauð- syn bæri til og leysa nefndina frá störfum. Þögn er venjulega sama og samþykki. Undirritað- ur mundi í það minnsta ekki lengi hafa í vinnu fólk, sem gerði allt annað en því væri sagt að gera. Þess vegna er það bjargföst skoðun mín að ef sá flokkur sem ég hef alltaf stutt og unn- ið fyrir, stendur að því að ná af mér mínum réttmætu og þinglýstu eignum hlýtur stuðn- ingi mínum við hann að vera lokið. Að mínu viti er það ekki Alþingi eða ríkisstjórninni að þakka þó í óbyggða- nefnd séu vonandi færir og rétt- sýnir menn sem komi til með að skera þá niður úr snörunni. Þó mér og mörgum öðrum sé heitt í hamsi vegna þessa tel ég þó enn alvarlegra mál hvaða ályktanir má draga af þessari aðför að eign- arrétti manna og því hvers virði þinglýsingar eru. Er það virkilega vilji ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og núverandi meirihluta Alþingis að standa að einhverri mestu eigna- upptöku Íslandssögunnar? Er það þeim líka þóknanlegt að neyða fjölda manna allt í kringum landið til áralangra málaferla til að verja sínar rétt- mætu og þinglýstu eigur? Á sama tíma er þessi ríkisstjórn að selja allt sem hægt er að selja úr eigu rík- isins og jafnvel haft um orð að gefa þjóðþekktum einstaklingum eins og nokkrar eyjar. Björk vildi hugsan- lega frekar vilja þiggja náttúruperl- una Hafursey úr Hjörleifshöfða- landi. Ef ég bankaði uppá hjá nágranna mínum og eignaði mér húsið hans og lóðina sem það stæði á, væri það væntanlega hans höf- uðverkur að sanna að hann væri þinglýstur eigandi með tilheyrandi málshöfðunum. Samkvæmt þessu ætti það að vera sambærilegt. Skrif- ara þessarar greinar er um megn að skilja samhengið. Að Morgunblaðinu og nokkrum landshlutablöðum undanskildum hafa fjölmiðlar sýnt þessu máli öllu furðu litla athygli. Er það vegna þess að fréttamenn eru að sjálf- sögðu flestir búsettir á Reykjavík- ursvæðinu? Kannski finnst fólki þar á bæ ekkert tiltökumál þó nokkur hundruð ferkílómetra af landi séu hirtir af einhverjum bændadurgum úti á landi. – Finnst það jafnvel rétt- lætismál? Eins og að framan greinir hafa nú verið birtar kröfur þjóðlendunefnd- ar í Rangárvalla- og Vestur-Skafta- fellssýslu. Þar ætlar hún að eigna ríkinu nokkra ferkílómetra úr landi Hjörleifshöfða, þar á meðal Hafurs- ey sem frá alda öðli hefur verið aðal beitiland jarðarinnar. Allt innan þinglýstra landamerkja. Eftir að hafa skoðað ,,rök“ nefndarinnar fyr- ir þessari ætlan hef ég fengið stað- festan grun minn um furðuleg og óábyrg störf þessara manna. Hroð- virkni og hreinar vitleysur eru áber- andi. Röksemdarfærslur byggjast aðallega á vangaveltum um hvernig landnámsmenn hafi numið viðkom- andi land. Hvað þeir hafi getað komist yfir mikið landsvæði á einum degi og hverjar voru venjur ger- manskra þjóða úti í Evrópu á og fyrir landnámsöld. Það er í hæsta máta ósennilegt að norrænir vík- ingar, sem komust í óbyggt land, hafi sýnt mikla hógværð eða látið slíkar venjur ráða gerðum sínum. Skjalfestir gjörningar seinni tíma manna virðast skipta þá minna máli, enda virðist ekki hafa verið lögð mikil vinna í að hafa uppá þeim. Enda hægara að láta gamminn geisa ef hugmyndaflugið eitt er látið ráða ferðinni. Það er vont hlutskipti fyrir þann ágæta mann Geir H. Haarde að þurfa að setja nafn sitt á þessa pappíra. Fróðlegt væri að vita hvað ríkissjóður er búinn að greiða í nefndarlaun á þessari stundu. Eins og skilja má fyrr í greininni hefur undirritaður alltaf stutt Sjálfstæð- isflokkinn og verið félagi í honum til margra ára ásamt því að hafa gegnt þar ýmsum trúnaðarstöðum. Ég er þó ekki svo húsbóndahollur eða með svo hundslegt eðli að ég skríði að fótum þeirra sem í mig sparka til að sleikja þá. Að öllu framansögðu tel ég mig því tilneyddan að segja mig úr flokknum og hef þegar sent sjálf- stæðisfélagi V-Skaftafellssýslu bréf þess efnis. Það er langt frá því að þetta sé einhver skyndiákvörðun. Eftir því sem ég hef velt þessu leng- ur fyrir mér, hef ég orðið ákveðnari í því að svona vinnubrögð geti ég ekki stutt með atkvæði mínu. Standi hinsvegar fyrsti þingmaður Sunn- lendinga við þau orð sín að Þjóð- lendulögin verði tekin upp fyrir hans atbeina og annarra þingmanna Sjálfstæðisflokksins, og gerð þannig að um þau geti orðið sátt, kynni ég að endurskoða þessa ákvörðun mína. Opið bréf til forystu Sjálfstæðisflokksins Þórir N. Kjartansson Þjóðlendur Hvað er að í gamla flokknum mínum? spyr Þórir N. Kjartansson, sem sagt hefur sig úr Sjálfstæðisflokknum. Höfundur er framkvæmdastjóri í Vík og eigandi þriðjungs jarðarinnar Hjörleifshöfða. SKÝRSLA Reyð- aráls til mats á um- hverfisáhrifum 420 þúsund tonna risa- verksmiðju á Reyðar- firði er nýlega komin fram. Meðal umhverf- isáhrifa verksmiðjunn- ar er gífurleg losun gróðurhúsaloftteg- unda sem skýrsluhöf- undar gera ráð fyrir að nemi 770 þúsund tonnum í koldíoxíðs- ígildum. Slík losun er meiri en barst frá öll- um fiskiskipaflota Ís- lendinga á árinu 1990, en það er viðmiðunar- ár í loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að. Reyðarál gerir ekki ráð fyrir sér- stökum mótvægisaðgerðum vegna þessarar losunar. Þess í stað er vísað í stefnu íslenskra stjórn- valda, sem eru að reyna að fá stór- iðju hérlendis undanskilda ákvæð- um Kýótó-bókunarinnar við loftslagssamninginn. Það er sýnd veiði en ekki gefin og allsendis óvíst hvort úrslit fást áður en stjórnvöld ætla sér að taka ákvarð- anir um framkvæmdir Reyðaráls. Þá er í matsskýrslu Reyðaráls sérstakur kafli þar sem borin er saman mismunandi losun gróðurhúsaloft- tegunda frá raf- magnsframleiðslu til áliðnaðar eftir því hvort um er að ræða endurnýjanlega orku eða jarðefnaeldsneyti. Á þessu hafa tals- menn stóriðjufram- kvæmda hérlendis, jafnt stjórnmálamenn og fulltrúar fyrir- tækja lengi klifað til réttlætingar á losun gróðurhúsaloftteg- unda af völdum stór- iðju á Íslandi. Inn- takið í þeim málflutningi er að miklu betra sé að framleiða ál og aðrar afurðir þungaiðnaðar hér með vatnsafli en annars staðar þar sem notað sé jarðefnaeldsneyti til framleiðslunn- ar. Þótt auðvelt sé að sýna tölulega útreikninga þessu til stuðnings er hér ekki allt sem sýnist. Loftslags- samningurinn sem Ísland er aðili að gerir ráð fyrir að hver samn- ingsaðili hamli gegn losun gróð- urhúsalofttegunda innan sinnar efnahagslögsögu. Með Kyótó-bók- uninni margumræddu er gert ráð fyrir að ríki taki á sig lagalegar skuldbindingar í þessum efnum. Hvorki loftslagssamningurinn eða bókunin byggir á flokkun eftir framleiðslugreinum eða öðrum uppsprettum losunar á heimsvísu heldur er hverjum samningsaðila í sjálfsvald sett, hvernig hann nær settu marki. Ríki sem taka á sig skuldbindingar um að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda munu væntanlega nýta það svigrúm sem þeim er ætlað upp að umsömdum mörkum, ef ekki með þungaiðnaði þá með annarri starfsemi. Er þar af nógu að taka, hvort sem það er á sviði samgangna eða annarra þátta sem valda losun gróðurhúsa- lofttegunda. Heildarlosun út í and- rúmsloftið á hverjum tíma mun því ekki ráðast af orkuframleiðslu til einstakra afmarkaðra framleiðslu- þátta eins og áliðnaðar þótt ekkert sé á móti því að hafa uppi slíkan samanburð í eðlilegu samhengi. Veruleikinn á bak við stefnu rík- isstjórnarinnar í loftslagsmálum virðist því miður vera sá, að Ísland skuli skerast úr leik í viðleitni þjóða til að hamla gegn loftslags- breytingum af mannavöldum. Öll áhersla stjórnvalda hefur mörg undanfarin ár beinst að því að skapa Íslandi svigrúm til að auka stórlega losun gróðurhúsaloftteg- unda hér á landi í stað þess að leggja lóð á vogarskálar með þeim sem draga vilja úr háskalegustu mengun sem nú steðjar að lífi á þessari jörð. Ekki er allt sem sýnist Hjörleifur Guttormsson Orkuveitur Loftslagssamningurinn sem Ísland er aðili að, segir Hjörleifur Gutt- ormsson, gerir ráð fyrir að hver samningsaðili hamli gegn losun gróð- urhúsalofttegunda inn- an sinnar efnahags- lögsögu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. BRÝNT er að grípa til ráðstaf- ana til að stöðva opinberan mál- flutning Jóns Steinars Gunn- laugssonar hrl. í ýmsum þjóðfélagsmálum. Hann hefur á undanförnum árum gjarnan kvatt sér hljóðs, oftast til að verja rang- an málsstað sem á sér lítið fylgi meðal þorra þjóðarinnar. Mörg dæmi má um þetta nefna. Fræg- ast var um árið þegar hann ritaði heila bók með gagnrýni á dóma Hæstaréttar. Hann hefur krafist þess opinberlega að læknir fái starf sitt eftir að Hæstiréttur sýknaði hann. Hann vildi ekki for- setann. Var hann svo ekki á móti öryrkjum og vill hann ekki leyfa eiturlyf? (Svo er hann stuðnings- maður Fram) Og nú þegar búið er að setja lög sem banna mönnum að tala vel um tóbak vill hann endilega lofa það og prísa. Hann mun reyndar hafa gætt hagsmuna margra skjólstæðinga sinna nokkuð vel en það er auka- atriði hér, enda bara vinnan hans. Öllum má ljóst vera að hér hef- ur þjóðfélagslegu meini verið leyft að grafa um sig of lengi. Nauðsyn- legt er að Alþingi setji nú lög sem reisi skorður við tjáningarfrelsi þessa manns og annarra slíkra nóta sem viðra skoðanir sem ber- sýnilega eru óheilbrigðar og allt aðrar en meirihluti þjóðarinnar en einkum þó alþingsmenn hafa. Til greina kæmi þó að í lögunum væri undanþáguákvæði um að hann fengi að tjá sig um hvaðeina svo lengi sem þær skoðanir sam- ræmdust þjóðarvitundinni. Þar sem ég reyki nú ekki veit ég ekki hvort ég má blanda mér í deilur um ágæti Camel og Winst- on. Ég tel þó mjög til skírleiks- auka að upplýsa, að fyrir mörgum árum tókum við bræður þátt í samkeppni um slagorð fyrir Winston og höfðum held ég sigur með slagorðinu: „Winston í munn- inn og þrautin er unnin.“ Setjum lög á Jón Steinar Höfundur er stjórnarformaður. Óskar Magnússon Veistu að það er 17. jú ní um næstu hel gi Já og þ að er 17% afs láttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.