Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 53 Í Morgunblaðinu laugardaginn 2. júní er sagt frá lokaverkefni Ólafar Þórhallsdóttur frá lyfjafræðideild Há- skóla Íslands um rann- sókn á hugsanlegum aukaverkunum og milliverkunum nátt- úruefna. Send var fyr- irspurn til allra lækna landsins. Þar sem neysla fæðubótarefna og náttúruvara (um er að ræða vítamín, stein- efni, jurtir, næringar- efnablöndur og önnur bætiefni) hefur stór- aukist hin síðari ár, er þetta þarft framtak sem ber að þakka. Því hefur stundum verið hald- ið fram um þessi bætiefni að þar sem þetta séu náttúruvörur, séu þær und- antekningarlaust lausar við auka- verkanir. Það fær að sjálfsögðu ekki staðist, því þetta eru virk efni, í sum- um tilfellum mjög virk og geta því eðlilega valdið aukaverkunum, eink- um hjá viðkvæmu fólki. Það sem raunverulega kom mér á óvart var, hve fá tilfelli læknar töldu sig hafa orðið vara við, miðað við hina gífurlegu notkun þessara efna. Hef ég þá til hliðsjónar aukaverkanir af algengum fæðutegundum eins og mjólk, sykri og mjölvörum, en alls ekki tíðni og alvarleika þeirra him- inhrópandi aukaverkana sem fylgja mörgum lyfjum og eðlilegt þykir að menn sætti sig við. Burtséð frá því kemur einnig skýrt fram í verkefni Ólafar að um „hugsanlegar“ auka- verkanir sé að ræða. Lítum aðeins nánar á tölurnar. Aukaverkanir Í fyrsta lagi ber að hafa í huga að hér er rætt um „hugsanlegar“ auka- verkanir. Upplýsing- arnar eru fengnar frá læknum, sem eru þá að meðhöndla sjúklinga. Ekki er hægt að útiloka að aðrir þættir, annað- hvort sjúkdómur við- komandi eða lyf sem hann er hugsanlega að nota geti hafa valdið „aukaverkuninni“. En gefum okkur að öll 253 tilvikin séu af völdum náttúruvara. Næstum þriðjungur þessara til- fella var af völdum Herbalife. Það efni þekki ég ekki og get því ekki tjáð mig um, nema hvað nokkuð mun vera um að notuð sé tegund sem ekki er heimiluð hér- lendis og inniheldur efedrín (skylt amfetamíni). Einhver tilfelli munu hafa verið af þess völdum. Liðlega 5% tilfella var af völdum Ripped fuel, sem einnig inniheldur efedrín, og er ólöglegt hérlendis. Flest tilfelli hugsanlegra auka- verkana af einni jurt (47 tilvik) voru af völdum ginsengs. Í ginseng eru mörg mjög virk efni sem m.a. auka súrefnisflutning blóðs til frumnanna og gæti það verið ástæðan fyrir því að fólk finnur fyrir auknu þreki og úthaldi. Skv. nýlegum rannsóknum styrkja þau einnig ónæmiskerfið. Vegna þess hve virk þessi jurt er, hefur hún verið rannsökuð meira en flestar aðrar jurtir, m.a. með tilliti til öryggis (aukaverkana). Niðurstöður þeirra rannsókna eru að ginseng sé öruggt bætiefni. Óstaðfestar vís- bendingar eru þó til um að mjög stór- ir skammtar geti valdið svefnleysi, hækkað blóðþrýsting og dæmi eru um að konur hafi fundið fyrir eymslum í brjóstum við neyslu gin- sengs. Einnig hefur komið fram of- næmi fyrir ginseng, en í raun getur komið upp ofnæmi fyrir hverju sem er. Blómafrjókorn eru ábyrg fyrir 18 tilvikum hugsanlegra aukaverkana. Blómafrjókorn eru frjóduft blóma sem býflugur safna í litla klumpa ut- an á fætur sér þegar þær fljúga á milli blóma. Þetta er afar styrkjandi samansafn næringarefna, en vegna þess hve kröftugt það er getur það valdið ofnæmisviðbrögðum hjá ein- staka manni. Einnig er frjókornaof- næmi mjög algengur sjúkdómur og ekki er óhugsandi að frjókornaduft úr töfluglasi eða glasi af frjókornak- urli geti valdið ofnæmisviðbrögðum. Athyglisvert er að sólhattur olli hugsanlega aukaverkunum í 13 til- fellum. Sólhattur er mjög virk jurt, styrk- ir ónæmiskerfið og byggir líkamann upp gegn kvefi og flensu. Rannsóknir hafa sýnt að jafnvel í mjög stórum skömmtum veldur þessi jurt engum skaða (Mengs U, Clare CB, Poiley JA. Toxicityu of Echinacea purp- urea. Acute, subacute and genotox- icity studies. Arzneimittelforschung 1991;41:1076–1081). Aðrar rann- sóknir styðja þessar niðurstöður. Þó hafa komið upp tilfelli um slæm of- næmisviðbrögð af sólhatti, en eins og fyrr segir getur fólk haft ofnæmi fyr- ir hverju sem er. Hvað er hættulegt? Kúamjólk, egg og fiskur eru al- gengustu ofnæmisvaldar hjá börn- um. Meðal einkenna mjólkurofnæm- is eru húðútbrot, ristilbólga, niðurgangur, uppköst og ofþornun. Talið er að 2–5% barna hafi ofnæmi fyrir mjólk. Mjólkursykursóþol veld- ur svipuðum einkennum en vægari. Um 10% fullorðinna hafa mjólkur- sykursóþol. Glútenóþol veldur niður- gangi, magaóþægindum og getur leitt til næringarskorts. Tíðni þessa sjúkdóms er stöðugt að aukast og tal- in í einhverjum prósentum af þjóð- inni. Flestir þekkja hversu ör börn geta orðið af mikilli sætindaneyslu. Í samanburði við aukaverkanir þess- ara matvæla, eru 253 tilvik af vörum sem meirihluti þjóðarinnar er að nota, harla óveruleg. Niðurstaða Þekking er best. Upplýsingar eru nauðsynlegar og þær má nálgast í bókum og tímaritum og að sjálfsögðu á Netinu. Tvær fræðilega ágætar netsíður sem tína til þekktar rann- sóknir og aðrar upplýsingar um nátt- úruefni eru www.tnp.com <http:// www.tnp.com> og www.healthwell- .com <http://www.healthwell.com> . Þar eru m.a. upplýsingar um milli- verkanir og aukaverkanir sem þekktar eru af náttúruvörum. Á www.netdoktor.is <http://www.net- doktor.is> er núna ágæt grein um lyf í fæðubótarefnum (efedrín og fleiri) sem reyndar fást hvorki hér- lendis né annars staðar í Evrópu. Eru náttúruefni hættuleg? Örn Svavarsson Fæðubótarefni Upplýsingar eru nauð- synlegar, segir Örn Svavarsson, og þær má nálgast í bókum og tímaritum og að sjálf- sögðu á Netinu. Höfundur er eigandi Heilsuhússins. SKÓLASTJÓRI björgunarskólans prédikar á sjómannadaginn í sjó- mannamessu í Bústaðakirkju kl. 11.00 árdegis. Ræðumaður verður Hilmar Snorrason skólastjóri Björgunar- skólans. Sjómenn aðstoða við messuna og annast bæna og ritn- ingarlestra. Organistinn, Guðmundur Sig- urðsson, leikur kröftug orgelverk eftir Juke Ellington og Kór Bú- staðakirkju syngur. Á undanförn- um árum hefur mikill fjöldi fólks sótt sjómannamessur í Bústaðakirkju og sjómenn og aðrir í störfum tengdum sjó- mennsku og útgerð flutt stólræðu dagsins. Það er mikið gleðiefni að fá nú í prédikunarstól á sjómanna- degi skólastjóra þess skóla, sem leggur grunn að öryggi og farsæld íslenskra sjómanna og þeirra er hafsins vegu fara. Bústaðakirkja og söfnuður hennar árna íslenskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra heilla og blessunar Guðs og býður þau velkomin til sjómannamess- unnar. Pálmi Matthíasson sóknarprestur. Safnaðarstarf KEFAS: Þriðjudagurinn 12. júní. Almenn bænastund kl. 20:30. Mið- vikudagurinn 13. júní. Samveru- stund unga fólksins kl. 20:30 Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skóli kl. 11. Sjómanna- messa í Bústaðakirkju KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.