Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 2
639 einstaklingar voru kærðir vegna fíkniefnamála á árinu 2000, 548 karl- ar og 91 kona. Á sama tíma var lagt hald á fíkniefni eða áhöld til neyslu efnanna í 619 fíkniefnamálum sem er 19,3% fækkun mála frá árinu 1999. Flest málin komu upp í umdæmi lög- reglustjórans í Reykjavík, eða 47%, þá í Hafnarfirði 13,6% og á Akureyri 8,9%. Þetta er meðal þess sem kem- ur fram í samantekt embættis rík- islögreglustjóra um fíkniefnamál ársins 2000. Skýrslan er framhald skýrslu sem kom út í fyrra um sama efni. Með upplýsingum sem koma fram í skýrslunni gefst tækifæri til þess að meta þróun fíkniefnamála og mæla árangur af störfum lögregl- unnar. Hald lagt á 195% fleiri e-töflur Á árinu 2000 var lagt hald á rúm- um 100% meira af amfetamíni en ár- ið 1999 eða 10.267,46 g á móti 5.078,1 g, 195% meira fannst af e-töflum eða rúm 22 þúsund stykki á móti 7500 ár- ið 1999. 36% minna fannst af hassi en árið 1999 og rúmu prósenti minna af kókaíni eða 942,25 g á móti 955,43 g. Langmestur hluti efnanna er tekinn á landamærum eða 94,4% e-taflna, 93% amfetamíns, 87,3% kókaíns og 54% hass en lögreglustjórinn í Reykjavík annast að jafnaði rann- sókn mála vegna ólöglegs innflutn- ings ávana- og fíkniefna um Kefla- víkurflugvöll. Í lokaorðum skýrslunnar vekur Ríkislögreglustjóri athygli á hvort ekki sé tímabært að endurskoða for- varnarstarf á Íslandi og hvort ekki kunni að vera heppilegt að fara að líkt og gert sé í nágrannalöndunum og koma á fót sérstöku afbrotavarn- arráði með aðild æðstu stjórnvalda, lögreglunnar, annarra opinberra stofnana og félaga- og áhugamanna- samtaka. 619 fíkni- efnamál á árinu 2000 FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÁsthildur Helgadóttir ́ á leið til ÍBV / B1 Tilbúnir í slaginn gegn Hvít-Rússum / B1,B4 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM Morgunblaðinu í dag fylgir Lancom- bæklingur frá Termu. Bækl- ingnum verður dreift um allt land. ÆTLI þær séu að ræða ástand nytjastofna sjávar, þessar stöllur sem sátu og skeggræddu heims- málin í heita pottinum í Laug- ardalslauginni í gær? Það er víst ansi vinsælt umræðuefni í pott- unum þessa dagana. Þær voru að minnsta kosti djúpt sokknar í um- ræðuefni sitt þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá og tóku ekkert eftir því þegar hann smellti af þeim þessari mynd. Þær virðast hafa notið veðurblíðunnar til hins ýtrasta, eins og þeir fjöl- mörgu sem sóttu laugarnar heim í gær, en blíðviðri var um allt land sem er ágæt tilbreyting eftir kuldakast síðustu daga. Útlit er fyrir gott veður um allt land um helgina og næstu daga. Hitinn gæti farið upp í allt að átján stig og verður hlýjast á Austurlandi. Heimsmál- in rædd Morgunblaðið/Árni Sæberg UM sjötíu umsóknir hafa þegar borist um störf á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík en aug- lýst var eftir starfsfólki til hjúkrunar, sjúkraþjálf- unar, sálgæslu og annarra starfa fyrir nokkru. Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarforstjóri Sól- túns, segir viðbrögð þessi vera vonum framar, sérstaklega þegar litið er til þess að starfsfólk mun ekki hefja störf fyrr en í desember og janúar næstkomandi. Varðandi launakjör starfsmanna við Sóltún segir Anna Birna að tekið verði mið af þeim rammasamningum sem gerðir hafa verið við þá starfshópa sem um er að ræða og síðan verði gerðir einstaklingsbundnir samningar við hvern starfsmann. „Við reiknum með því að horfa á framlag einstaklingsins til starfanna og þá þekk- ingu og færni sem hann færir með sér og verða laun greidd í samræmi við það,“ segir Anna Birna. Flestar umsóknir frá hjúkrunar- fræðingum og sjúkraliðum „Langflestar umsóknirnar eru frá hjúkrunar- fræðingum og sjúkraliðum en einnig er komið í flest önnur störf, “ segir Anna Birna. „Fjöldi um- sókna kemur nokkuð á óvart þar sem öldrunar- þjónusta hefur búið við töluverðan skort á starfs- fólki. Það er greinilegt að fólki finnst þessi nýbreytni spennandi, það er að segja einkafram- tak í þjónustusamningi við ríkið.“ Hún segir að stefnt sé að því að nýta þann sveigjanleika sem kjarasamningar bjóða upp á til að greiða einstaklingum hærri laun, í samræmi við menntun þeirra og reynslu og þá ábyrgð sem viðkomandi mun axla í starfi. Anna Birna segir að Sóltún hafi aukið svigrúm í launagreiðslum til starfsfólks, meðal annars vegna þess að húsið sé hannað þannig að starfs- fólk nýtist betur en í eldri húsum. Eins sé stjórn- unarkostnaður í lágmarki „og það gerir okkur kleift að nota fjármagnið til að greiða fólki sem sinnir hinni eiginlegu hjúkrun,“ segir Anna Birna. Fjöldi starfsumsókna berst hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík Samið við hvern og einn starfsmann um launin EKIÐ var á gangandi vegfaranda á Bústaðavegi í Reykjavík um klukkan hálfsex í gær. Að sögn lögreglu var konan, sem er rúmlega sjötug, að ganga yfir götuna þegar ekið var á hana. Konan, sem hlaut einhverja höfuðáverka, var flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi en er ekki talin alvarlega slösuð. Ekið á gangandi vegfaranda SÉRSTÖK áætlun verður kunngerð á vegum Flugmálastjórnar fyrir miðjan mánuðinn um hvernig eftir- liti með loftflutningum í tengslum við þjóðhátíð í Vestmannaeyjum verður háttað. Er gripið til þessara ráðstaf- ana samkvæmt tillögum rannsókn- arnefndar flugslysa vegna flugslyss- ins í Skerjafirði í ágúst í fyrrasumar. Brýnt að fjölga starfsmönnum flugöryggissviðs Þetta kemur fram í svarbréfi Þor- geirs Pálssonar flugmálastjóra við bréfi Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra frá 5. apríl sl. þar sem hann fól Flugmálastjórn að tryggja að öryggi í flugi væri ávallt sambærilegt við það sem best gerð- ist og tilgreindi ráðstafanir sem Flugmálastjórn var falið að grípa til í tilefni af flugslysinu í Skerjafirði 7. ágúst 2000. Í tilefni af umræddu flugslysi hef- ur flugöryggissvið Flugmálastjórnar lagt sérstaka áherslu á tvö atriði. Annars vegar stjórnun eldsneytis- birgða í flugi og hins vegar þjálfun flugmanna. Í framhaldi af því er í at- hugun að gera sérstakt átak til að efla þekkingu flugmanna og flugrek- enda á stjórnun eldsneytis í flugi og bæta verklag og eftirlit á því sviði. Auk þess verður leitað leiða til að efla þjálfun flugmanna í að bregðast við því ástandi sem myndast þegar hreyfill missir afl í minni gerðum flugvéla. Flugmálastjóri segir í svari sínu til samgönguráðherra að brýnt sé að fjölga starfsmönnum flugöryggis- sviðs stofnunarinnar og tryggja að nýir starfsmenn fái nauðsynlega þjálfun til eftirlitsstarfa. Sérstaklega sé þetta mikilvægt til þess að flug- öryggissvið geti fylgt eftir þeirri ákvörðun að JAR-OPS 1 fyrir flug- rekendur með minni flugvélar taki gildi 1. október næstkomandi. Segir flugmálastjóri að eftirlits- gjöld flugrekenda standi engan veg- inn undir því aukna eftirliti sem nauðsynlegt sé til að mæta auknum kröfum og ört vaxandi umsvifum í ís- lenskum flugrekstri. Því sé nauðsyn- legt að auknu fjármagni verði beint til þessa málaflokks. Skipulag loftflutninga á þjóðhátíð í Eyjum undirbúið Áætlun Flugmálastjórn- ar um eftirlit á lokastigi ÁREKSTUR varð við Bíldshöfða síðdegis í gær þegar bifhjóli var ekið á fólksbíl. Ökumaður bifhjólsins var fluttur á slysadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss í Fossvogi. Sam- kvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni slysadeildar hlaut ökumaður- inn talsvert slæmt högg en er ekki alvarlega slasaður og fer heim í dag. Ökumann fólksbílsins sakaði ekki en talsverðar skemmdir urðu á farar- tækjunum. Árekstur bif- hjóls og fólksbíls FRAMKVÆMDUM við endurbæt- ur á Þjóðminjasafni Íslands við Hringbraut verður haldið áfram af fullum krafti í sumar. Að sögn Margrétar Hallgrímsdóttur þjóð- minjavarðar verður útboð vegna framkvæmda við seinni áfanga aug- lýst á morgun og mun vinnan því hefjast um leið og valið hefur verið. Framkvæmdum haldið áfram Þjóðminjasafn Íslands BROTIST var inn í bóka- og rit- fangaverslunina Griffil í Skeifunni í fyrrinótt og tölvubúnaði stolið. Ör- yggismiðstöð Íslands tilkynnti lög- reglunni í Reykjavík um innbrotið laust fyrir klukkan þrjú. Að sögn lögreglunnar hafði aðal- hurð verslunarinnar verið spennt upp og ein rúða brotin. Málið er í rannsókn. Tölvubún- aði stolið ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.