Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Blöndal alþingis- forseti hringdi til mín og hafði verið að lesa Íslendingasögur, sem honum er títt. Kom tal okk- ar að Þorsteins sögu uxafóts, en í sumum útgáfum hennar er tal- að um að brjótast um á „hæl og hnakki“, en okkur er tamt að segja á hæl og hnakka. Orð- myndin „hnakki“ er „leiðrétt“ í sumum útgáfum sögunnar. Ég sagði Halldóri að ég myndi fletta upp í Mergi máls- ins eftir próf. Jón G. Friðjóns- son. Þar er ekki í kot vísað, og mikill fróðleikur undir uppslátt- arorðinu hæll. Endursegi ég nú hluta þess, leysi úr skammstöf- unum og breyti letri sumstaðar. „Brjótast um hæl og hnakka [hann hefur einnig berjast um] = brjótast um af alefli, kröftug- lega. Dæmi: Honum tókst ekki að losa sig þótt hann brytist um á hæl og hnakka. Svipað orðafar er kunnugt úr Þorsteins þætti uxafóts [þátturinn stundum í út- gáfum nefndur saga] brjótast um á hnakki (af hnakkur) og hæli, en brjótast á hæl og hnakka er kunnugt úr Heiðar- víga sögu.“ Trúlega er orðmyndin „hnakki“ ritvilla í þessu sam- bandi, en sjá má að snemma hef- ur skipst á hæl og hæli í þágu- falli orðsins hæll. En í dag segir hver maður Steinþór á Hæli (í Gnúpverjahreppi) og því halda sumir ranglega að bærinn heiti „Hæli“ en ekki hæll, sem rétt er.  Að drepa sjálfan sig er synd gegn lífsins herra. Að lifa sjálfan sig er sjöfalt verra. Svo kvað Hannes Hafstein. Um þann voðaverknað, að drepa sjálfan sig, hafa menn margvís- legt orðalag, gróft og mildað, óhátíðlegt eða viðhafnarmikið, einfalt eða margbrotið. Um jafnviðkvæm efni og sjálfsmorð, kynlíf og annað þvílíkt búa menn til ýmiss konar veigrunar- orð (tæpitungu), samsvarandi því sem útlendingar kalla euphemisma. Þar sem ég ólst upp, hygg ég, að algengast hafi verið að nota orðalagið að fyrirfara sér. Það er einfalt og ekki gróft né kaldranalegt. Þetta kemur í hugann vegna bréfs frá orðsnjöllum manni sem ætlast ekki til að nafn sitt verði birt. Hann segir svo m.a.: „Ósköp er leiðinlegt að sjá blessaða blaðamennina böggl- ast við að þýða enska orðatil- tækið to commit suicide eða það danska at begå selvmord. Flestir þeirra ráða hreint ekki við það. Oftast nota þeir orða- lagið að fremja sjálfsmorð, en þegar þeir ætla að vanda sig skrifa þeir: svipti sig lífi. Er það orðrétt þýðing úr dönsku og ekki íslensk málvenja. Nýlega mátti lesa enn eitt afbrigði þess- ara vandræðalegu þýðinga: stytti sér líf. Nú vill svo til, að þetta má orða margvíslega samkvæmt ís- lenskri málvenju: að fyrirfara sér, að farga sér, að granda sér, að gera út við sig (jafnvel kála sér í óhátíðlegu máli). Einnig má segja þegar meira er haft við, að maður ráði sér bana. Þá er og til að segja að maður hafi stytt sér aldur.“ Til viðbótar formálsorðum mínum hef ég þetta að segja í bili: Orðasambandið að fremja sjálfsmorð meiðir ekki mál- kennd mína, enda þótt ég sé öðru vanari úr foreldrahúsum. Orðin að fremja og sjálfsmorð þykja mér góð og gild hvort í sínu lagi. Sjálfsmorð er að vísu ekki gamalt í málinu, ég finn það ekki í eldri orðabók en Blöndal, en sögnin að fremja er ævaforn í breytilegri merkingu. Þegar ég lærði boðorðin, var eitt þeirra svo: Þú skalt ekki morð fremja, og því þykir mér, sem fyrr segir, verjandi að taka svo til orða, að maður fremji sjálfsmorð. Sögn- in að fremja er og hefur verið notuð um að koma einhverju til leiðar, bæði góðu og illu. Menn hafa framið löst, seið og of- drykkju, einnig tíðagerð, tíund, vígslu og jafnvel sund. Um at- höfnina að drepa sjálfan sig verða menn að hafa vald á fjöl- breyttu og blæbrigðaríku máli, ef vel á að fara, og hafa til að bera þá smekkvísi sem segir mönnum hvað best á við hverju sinni. Einhæft og staðlað málfar á auðvitað ekki við hér fremur en endranær. „Að taka líf sitt“ er hvimleið enskusletta.  Hlymrekur handan kvað: Menn tveir hétu Móses og Aron, miða sér fengu hjá Karon, en handan við fljótið var þeim hent inn í Grjótið og þar var húsvörður Ariel Sharon. Prófasvör (úr ýmsum áttum). Oft koma kyndug svör á próf- um og tilfæri ég nokkur, sum þeirra hef ég sjálfsagt komið með áður, en það verða til nýir lesendur: 1) Húnavatnssýsla. (ritgerðar- efni í landafræði): ,,Húna- vatnssýsla er hálendasta sýsla landsins. Þar er ekkert nema fjöll og firnindi. – Þó er þar einn dalur og heitir Svarfaðardalur. Um hann rennur Svarfaðardalsá út í Svarfaðardalsvatn (sem er lokað í annan endann).“ 2) Hávamál voru ort löngu fyr- ir Kristsburð, enda hefur ekkert verið ort á Hávamál síðan. 3) Grímur Thomsen þýddi æv- intýri H.C. Andersens á ís- lensku, og heita þau síðan Grímsævintýri. 4) Vomur er maður sem er dauður en veit ekki af því sjálfur. 5) Hrognkelsinn er meindýr af skolpdýraættinni. Hann hefur einn maga en út úr honum ganga 9 botnlangar. Þegar hann verður fyrir árás spýr hann frá sér dökk- leitum vökva, og verður þá óvinurinn svartur í framan. 6) Fyrsti íslenski landshöfð- inginn var einn af Fjölnis- mönnum, en það var ekki Jónas Hallgrímsson, ekki Konráð Gíslason og ekki Tómas Sæmundsson – held- ur hinn. 7) Andrókles sá ekki ljónið fyrr en það var búið að éta hann. 8) Jónas Hallgrímsson varð samferða Þóru í rútunni norður í Öxnadal. 9) Suðurey í Færeyjum er skipt í tvo prestakalla. 10) Taðskeggi bjó á Hlíðarenda, og voru synir hans upp- nefndir taðskeggjar. Þeir fóru með skran út á tún. 11) Móðurharðindin voru vegna þess að guð refsaði presti fyrir að messa í eldgosi, en þá missti ¾ í Skaftafells- sýslu móður sína. Umsjónarmaður ábyrgist ekki að þetta sé allt hárná- kvæmt eftir haft. ,,Að renna út á tíma“ er af- káraleg stæling úr ensku um það að komast í tímaþröng, tímahrak. Athuga: Síðasti þáttur var ekki alveg villulaus. Lakast var að Listaháskólinn varð ,,Lista- skólinn“. Beðist er velvirðingar á þessu. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1113. þáttur ÞAÐ er erfitt að átta sig á því hvernig menningarþjóðfélag getur sætt sig við að- stæður eins og nú blasa við okkur. Við sjáum að á Íslandi er verið að byggja nýja tónlistarskóla, þar sem ráðið er til starfa hið hæfasta fólk. Það eru líka keyptir flyglar af fínustu gerð, ekki vantar það. En halda vinnuveitendur virki- lega að þetta nægi til að tryggja nemendum menntun? Það hlýtur að vera starfið sem fram fer í þessum glæstu híbýlum sem mestu máli skiptir, ekki bara íburðurinn innandyra. Þegar frábærlega vel menntaðir kennarar reyna að starfa við skil- yrði sem naumast eru frjálsum mönnum bjóðandi, vegna þess að kaupmáttur lágra launa þeirra hef- ur gufað upp eins og dögg fyrir sólu, hvað stoðar þá allur fokdýri bún- aðurinn og hvaðan á hún að koma uppörv- unin til að leggja fram þá gæðavinnu sem þetta ágæta fólk er vissulega hæft til að inna af hendi? Sumir kennarar eru heppnari en aðrir; þeir geta komið fram á tón- leikum og aflað þannig aukatekna. En þeir sem ekki eiga þennan möguleika þurfa iðu- lega að vinna tvöfalda vinnu í starfi sem gerir stífar kröfur og veldur miklu álagi, eins og þeir vita, sem á annað borð vilja vita. Svona þarf að strita til að skrapa saman tekjur sem rétt nægja til að draga fram lífið. Hvernig ætli það líti nú út fyrir hámenntaðan kenn- ara, nýkominn úr framhaldsnámi að hefja störf á sínu sérsviði fyrir byrj- unarlaun að upphæð 97.000 kr.? Hafi viðkomandi orðið fyrir því óláni að eignast maka, vera með fjöl- skyldu á framfæri sínu, og hafa ekki aðstæður til að spila á tónleikum, má einna helst líta svo á að nú sé verið að taka út hina hörðustu refs- ingu fyrir að hafa valið sér slíkt starf. Þessar aðstæður eru hvorki eðlilegar né ásættanlegar. Þegar hafa verið skrifaðar í blöðin afbragðsgóðar greinar þar sem því er haldið fram að tónlistarkennara skorti einurð til að segja hreint út að þeir séu einhvers virði. Nú er þetta þrekleysi komið á svo alvarlegt stig að eyðilegging stéttarinnar blasir nánast við og margir tónlistarkenn- arar sem eru síkvartandi um von- laus launakjör VERÐA einfaldlega að gera annað og meira en kvarta hver við annan. Við höfum komið okkur upp slæmum venjum, þegar að því kemur að láta í okkur heyra og setja fram kröfur okkar, en það er hægt að sigrast á vondum ávana. Það er nú svo að þrælkunin bygg- ist oft fyrst og fremst á hugar- ástandi, nema því aðeins að fólk búi í harðsvíruðustu einræðisríkjum. Ef þér sjálfum finnst þú vera lítils virði, mun fólk einmitt koma fram við þig eins og lítið sé í þig spunnið. En augljóst má vera að enginn sá er lítils virði og ómerkilegur sem sigr- ast hefur á þeim erfiðleikum er fylgja langri og strangri þjálfun tón- listarnáms eins tónlistarkennarar og flytjendur tónlistar hafa gert. Afar einfalt Þegar litið er til menningarlegs, efnahagslegs og andlegs framlags okkar til samfélagsins erum við jafnmikils virði og sérfræðingar á hæstu launum. Í öðrum löndum eru greidd laun háskólaprófessora fyrir þá vinnu sem mörg okkar leggja af mörkum.. Við eigum engin laun skilið ef við ekki stöndum á rétti okkar tafar- laust, enda er nú svo komið að við fáum nánast engin laun. Það er í rauninni auðvelt að setja fram kröfur þegar ljóst er að maður hefur á réttu að standa. En nú er lít- ill tími til stefnu. Jafnvel örvænting- arfullar tilraunir okkar til að ná samningum eru einskis metnar. Ef tónlistarkennarar dirfast að kvarta um lág laun eftir eitt ár héð- an í frá, eiga þeir einungis skömm skilið, því þá verdur ljóst að lág laun eru einmitt það sem þeir voru að biðja um. Tónlistarkennarar og niðurlægingin Richard Simm Kennsla Eyðilegging stétt- arinnar, segir Richard Simm, blasir nánast við. Höfundur er píanóleikari. Í TILEFNI af bréfakornum Ástráðs Haraldssonar hrl. um setu mína í gerðardómi skv. l. nr. 34/2001 vil ég taka fram eft- irfarandi: Það er rétt sem Ástráður seg- ir, að ég hefi starfað sem lög- maður m.a. fyrir aðila sem tengjast útgerð. Það hafa vafa- laust allir íslenskir lögmenn gert sem hafa verið sjálfstætt starfandi í 30 ár, eins og ég hef verið. Það sem Ástráður lætur ósagt, en má þó vita betur, er að ég og skrifstofa mín höfum unn- ið jöfnum höndum fyrir aðra að- ila tengdum sjávarútvegi, svo sem sjómenn, lánastofnanir o.fl. o.fl. Um þau störf ríkir trúnaður milli lögmanns og skjólstæðings. Ástráður fer hins vegar vísvit- andi með rangt mál, þegar hann fullyrðir að ég hafi starfað fyrir LÍÚ og hafi flutt fyrir þá dóms- mál nýlega. Hans eigin skrif- stofa höfðaði mál fyrir verka- lýðsfélag á hendur útgerðarfélagi. LÍÚ var ekki að- ili að því máli. Málið var rekið fyrir Félagsdómi. Mín skrifstofa var beðin um að annast málið fyrir stefnda. Stefndi var sýkn- aður af öllum kröfum stefnanda. Ástráði er vafalaust orðið það ljóst, að hann fór með rangt mál í yfirlýsingum sínum, svo nú hefur hann gripið til þess að fá „sannanir“ fyrir því að ég hafi verið að vinna fyrir útgerðar- aðila. Í því skyni dregur hann upp vottorð um að ég hafi einu sinni setið í stjórn útgerðar- félags og sé þarf af leiðandi van- hæfur til setu í gerðardómnum. Ástráður, sem reyndur lög- maður, á líka að vita að það er mjög algengt að lögmenn séu fengnir til setu í stjórnum félaga, til styttri eða lengri tíma, án þess að þeir eigi þar hluti eða sérstakra hagsmuna að gæta. Starf lögmanna fyrir félögin eru oft þau sömu og ella hefði verið, þ.e. leiðbeiningar um lögfræði- leg mál er varða samþykktir og skipulag félaga. Svo var í ám- innstu tilviki. Ástráður hefur kosið að fjalla um mál þetta í fjölmiðlum, án þess þó sjálfur að bera upp er- indi við gerðardóminn, svo sem rétt hefði verið. Stafar það væntanlega af því að hann hef- ur, f.h. ASÍ, krafist þess fyrir dómstóli að umrædd lög verði að hluta til dæmd ógild. Hluti mál- flutnings í því máli á greinilega að fara fram í fjölmiðlum. Garðar Garðarsson Athugasemd Höfundur er hæstarétt- arlögmaður. Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.