Morgunblaðið - 09.06.2001, Side 19

Morgunblaðið - 09.06.2001, Side 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 19 EKKI er vitað hvort drengurinn á myndinni sé að safna rigningarvatni í skyrdós, en hins vegar vita börnin á Kátakoti á Kjalarnesi, ýmislegt um hringrás vatnsins. Að sögn Steinunnar Geirdal leik- skólastjóra er þriggja ára þróun- arverkefni í gangi á Kátakoti. Allur úrgangur er flokkaður og lífrænn úrgangur er jarðgerður. Heilmikil rætun er einnig á leikskólanum og börnin taka virkan þátt í allri þess- ari starfsemi. „Kátakot verður líklegast fyrsti leikskólinn til að fá umhverfisvæna leikskólabyggingu og við erum að undirbúa það á allan hátt,“ segir Steinunn. Hún segir að engin eitur- efni verði notuð í byggingunni og húsið sjálft verður notað sem kennslutæki. „Það verður til dæmis hægt að læra um hringrás vatnsins inni í húsinu sjálfu. Við munum safna rigningarvatni í tank og svo geta börnin séð vatnið renna í glær- um pípum, séð hvernig það fer út í litla tjörn fyrir utan og gufar upp í sólinni,“ segir hún og bætir við að börnin viti þegar töluvert um þetta ferli. Kátakot er eini leikskólinn á Kjal- arnesi og eru þar 38 börn, á tveimur deildum, Álfhóli og Dvergasteini. Ungir umhverfis- sinnar Kjalarnes Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson BÆJARRÁÐ og skipulags- nefnd Kópavogs hafa lýst sig jákvæð gagnvart hugmyndum um bryggjuhverfi í utanverð- um Fossvogi og hafa falið skipulagsstjóra að vinna áfram að málinu. Á fundi skipulagsnefndar á miðviku- dag var lögð fram greinargerð framkvæmdaaðila um mögu- leg umhverfisáhrif slíkrar byggðar en bæjaryfirvöld telja nauðsynlegt að reikna betur út áhrif umferðarmagns og umferðarhávaða en þar er gert. Í mars síðastliðnum greindi Morgunblaðið frá hugmynd- um Björgunar ehf. og Byggs ehf. um að reisa á landfyllingu út í Fossvog bryggjuhverfi fyrir 350–400 íbúðir á Kárs- nesi. Um væri að ræða um 6 hektara landfyllingu sem næði að meðaltali um 150 metra út í sjó. Ekki umtalsverð áhrif á lífríki Nú hefur fyrirtækið látið vinna fyrir sig greinargerð um möguleg umhverfisáhrif fram- kvæmdarinnar og var sú vinna í höndum verkfræðistofunnar Hönnunar. Er það niðurstaða greinargerðarinnar að áhrif landfyllingar á lífríki svæðis- ins yrðu ekki umtalsverð. Þar kemur fram að fyrirhuguð landfylling muni ekki raska náttúrulegum fjörum þar sem strandlengjunni á fram- kvæmdasvæði hafi þegar ver- ið raskað. Í greinargerðinni segir að svæðið sé á skrá Alþjóðafugla- verndunarsamtakanna sem alþjóðlega mikilvægt fugla- svæði og séu vaðfuglar sem sækja á leirurnar fyrir botni Fossvogs mest áberandi í hópi umferðarfugla á svæðinu. Tekið er fram að fyrirhugað bryggjuhverfi liggi talsvert vestan við Fossvogsleirur. Þá eru engar fornminjar á fornleifaskrá Þjóðminjasafns Íslands á svæðinu. Er það nið- urstaða greinargerðarinnar að áhrif landfyllingar á lífríki svæðisins yrðu ekki umtals- verð. Að mati höfunda greinar- gerðarinnar er fyrirséð að helstu áhrif framkvæmdanna tengist uppbyggingu íbúðar- hverfisins og vinnu við deili- skipulag sem gera þyrfti að hverfinu. Er þar fyrst nefnt að áætl- aður fjöldi barna á grunn- skólaaldri í bryggjuhverfi er um 200 eða einn bekkur að meðaltali í hverri deild. Í greinargerðinni segir að þetta kalli á aukið rými í núverandi barnaskólum á Kársnesi og verið getur að byggja þurfi við núverandi skóla til þess að taka við auknum fjölda. Segir í greinargerðinni að nú þegar sé rými til þess. Sömuleiðis þyrfti að byggja nýjan 3–4 deilda leikskóla en tillagan gerir ráð fyrir leikskóla í hverfinu. Þá er talið að umferð bif- reiða aukist töluvert vegna hins nýja hverfis og er miðað við að um 4.000 bílar á sólar- hring bætist við þá umferð sem fyrir er. Ekki er talið að það kalli á breytingar á núver- andi umferðaræðum. Þá er ekki gert ráð fyrir almenn- ingssamgöngum í hinu nýja hverfi og því kallar það ekki á breytingar á núverandi leiðar- kerfi almenningssamgangna í Kópavogi, að því er segir í greinargerðinni. Hávaði yfir viðmiðunarmörkum Kemur fram að samkvæmt reglugerð sé viðmiðunargildi fyrir umferðarhávaða utan við glugga íbúðarhúsnæðis 65 desibel sé um að ræða veru- lega breytingu á umferðaræð í byggð og er hljóðstig vegna núverandi umferðar við þau mörk. Telja höfundar greinar- gerðarinnar að umferðarhá- vaði muni aukast á þeim göt- um sem liggja að hverfinu vegna bryggjuhverfisins og er talið að aukningin muni nema um 0,5 – 1,5 desibelum. Í sam- þykkt skipulagsnefndar frá því á miðvikudag, sem staðfest er af bæjarráði sama dag, kemur fram að hún telji nauð- synlegt að reikna betur út áhrif umferðarmagns og um- ferðarhávaða vegna fram- kvæmdarinnar. Umrædd greinargerð var lögð inn til Skipulagsstofnun- ar þann 5. júní. og hefur hún fjórar vikur frá þeim tíma til þess að ákvarða hvort fram- kvæmdin sé háð mati á um- hverfisáhrifum eða ekki. Bærinn jákvæður gagn- vart bryggjuhverfi Kársnes Hugmyndir um bryggjuhverfi á landfyllingu í Fossvogi við norðanvert Kársnes. Greinargerð um fyrirhugaða landfyllingu í Fossvogi kynnt ÁÆTLAÐUR kostnaður vegna breytinga á gatnakerfi við Hörðuvelli og á svæðinu í kring er 230 milljónir. Þetta kom fram í svari við fyr- irspurn bæjarráðsmanna Samfylkingar varðandi áætl- aðan kostnað vegna fyrir- hugaðra nýbygginga og ann- arra tilheyrandi fram- kvæmda á og við Hörðuvallasvæðið. Áður hef- ur komið fram að kostnaður vegna hönnunar og upp- kaupa eigna sé hátt í 200 milljónir og bætist þar ofan á. Er þá ótalinn kostnaður vegna tilfærslu bensínstöðv- ar við Lækjargötu og fyr- irhugaðra byggingarfram- kvæmda á Hörðuvalla- svæðinu. „Umbætur á vegakerfi og umhverfi“ Í umræddum gatnafræm- kvæmdum felast breytingar á gatnakerfi og bílastæðum á Sólvangssvæði, lagfæringar á Tjarnabraut og Hörðuvöllum og breytingar á Lækjargötu, Hlíðarbergi, Hringbraut og á gönguleiðum á svæðinu. Verkið verður unnið sam- hliða breytingum á Reykja- nesbraut og er hluti af því. Að sögn Magnúsar Gunn- arssonar bæjarstjóra er vissulega um að ræða stórar fjárhæðir en á móti muni framkvæmdir koma til með að skila verulegum umbótum á vegakerfi og umhverfi. „Það ber að líta til þess að það er verið að taka upp gamla götu og endurnýja hana algerlega. Einnig eru sett upp göngutengsl á milli svæða. Þá eru settar upp fleiri tengingar vegna Reykjanesbrautarinnar og mislægra gatnamóta og óhjá- kvæmilega koma til vegteng- ingar og uppkaup á eignum vegna þessara fram- kvæmda,“ segir Magnús. Magnús bendir jafnframt á að þær framkvæmdir sem verið er að ráðast í séu með- al annars bygging leikskóla, grunnskóla fyrir 550 nem- endur, bygging íþróttahúss og kennslusundlaugar. Þá verði væntanlega einnig byggt við Sólvang í framtíð- inni. „Þetta eru umtalsverðar framkvæmdir á svæðinu og þessi uppkaup og fram- kvæmdir eru fyrst og fremst til að tryggja að það sé hægt að nýta svæðið á þann hátt sem lagt var upp með.“ Kostnaður bæjarins hátt í 2 milljarðar Hann bendir á að fram- kvæmdir sem Vegagerðin sé að ráðast í á svæðinu á næsta ári muni kosta 1,4 milljarða og þær fram- kvæmdir sem bæjarfélagið ætli í á næstu árum muni að öllu líkindum kosta vel á annan milljarð króna. „Þetta kemur okkur ekk- ert á óvart. Þetta er nokkuð sem við höfðum reiknað með,“ segir hann. Í bókun bæjarráðsmanna Samfylkingar á fundi bæj- arráðs 31. maí síðastliðinn er ítrekað að engin svör hafi borist við fyrirspurnum varð- andi kostnað vegna tilfærslu bensínstöðvar við Lækjar- götu né áætlaðan bygging- arkostnað vegna fyrirhug- aðra mannvirkja á svæðinu. „Við höfum á undanförn- um mánuðum verið í ágætu sambandi við forráðamenn Olíufélagsins. Það er ljóst að þarna þarf að gera verulegar umferðarbætur vegna mis- lægra gatnamóta og eins þarf að auka umferðarör- yggi. Þarna hefur orðið fjöldi alvarlegra slysa,“ segir Magnús en kostnaður vegna færslu bensínstöðvar liggur ekki fyrir að hans sögn. Kostnaður vegna Hörðuvalla Nemur þegar rúm- um 400 milljónum Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.