Morgunblaðið - 09.06.2001, Page 25

Morgunblaðið - 09.06.2001, Page 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 25 HAFINN er rekstur nýs og glæsi- legs hótels, Hótel Capitano hér í Neskaupstað. Nýja hótelið er til húsa á Hafnarbraut 52 þar sem áður var gistiheimilið Trölli. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og eru þar nú 10 herbergi með baði og öllum þæg- indum. Þá hefur neðri hæð hússins öll verið endurnýjuð og er það kom- in móttaka, matsalur og koníaks- stofa ásamt fullkomnu eldhúsi og fleiru. Fyrirhugað er að á matseðli hins nýja hótels verði aðaláherslan lögð á sjávarrétti. Segja má að nú í fyrsta skipti í áratugi sé boðið upp á hót- elgistingu og aðstöðu sem því fylgir sem stendur virkilega undir því nafni hér á staðnum allan ársins hring. Eigendur Hótel Capitano eru hjónin Magni Kristjánsson og Sigríð- ur Guðbjartsdóttir en þau reka einn- ig gistiheimili á Hafnarbraut 2 þar sem áður var Kaupfélagið Fram. Hótel Capitano tekur til starfa Neskaupstaður Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Listaverk eftir Tryggva Ólafsson prýðir vesturhlið Hótels Capitano. Magni Kristjánsson og Sigríður Guðbjartsdóttir, eigendur hótelsins. VORTÓNLEIKAR Kirkjukórs Húsavíkur eru nýlegar afstaðnir í Húsavíkurkirkju undir stjórn Judit György og undirleik Aladár Rácz á orgel og píanó. Söngskráin var mjög fjölbreytt og féll hinum fjölmörgu áheyrendum vel í geð. Kórinn er á leið í söngför til Ung- verjalands, eða til föðurlands hjónanna, stjórnandans og undir- leikarans, og mun syngja þar á fleiri en einum stað. Morgunblaðið/Silli Kirkjukór Húsavíkur undir stjórn Judit György hélt tónleika í Húsavíkurkirkju. Fara til Ungverjalands Húsavík KARLAKÓRINN Heimir í Skaga- firði er á söngferð um Suðurland og hefur þegar haldið tvenna tónleika, á Selfossi og í Vík í Mýrdal. Næstu tónleikar verða á Hvoli á Hvolsvelli í dag, laugardaginn 9. júní klukkan 14.00. Síðustu tónleikarnir verða síðan á Flúðum í Hruna- mannahreppi klukkan 21.00 á laug- ardag en að þeim loknum verður dansleikur með hljómsveitinni Karma. Söngskrá kórsins er að vanda kraftmikil og hressandi og ekki að efa að margir tón- og söng- elskir Sunnlendingar fagna komu Heimismanna suður yfir heiðar. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Karlakórinn Heimir úr Skagafirði í söngferð Suðurland

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.