Morgunblaðið - 22.06.2001, Page 1

Morgunblaðið - 22.06.2001, Page 1
139. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 22. JÚNÍ 2001 NORSKIR, færeyskir og skoskir vísindamenn hafa komist að því að talsvert hefur dregið úr flæði djúp- sjávarvatns frá Norður-Íshafi í Atl- antshafið sem þeir segja óhjá- kvæmilega hafa í för með sér að streymi heitara vatns, golfstraums- ins, minnki. Birtu þeir niðurstöður sínar í vísindatímaritinu Nature í gær. „Ef ég byggi á Íslandi myndi ég kannski ekki hafa miklar áhyggjur af þessu en ég myndi engu að síður leggja allt kapp á að rannsaka þetta og tengd fyrirbrigði betur,“ segir einn vísindamannanna, Svein Ös- terhus, haffræðingur við háskólann í Bergen, í samtali við Morgunblað- ið. Vísindamennirnir mældu streymi djúpsjávarvatns á svæðinu á milli Færeyja og Noregs á um 700 metra dýpi og komust að því að á fimmtíu ára tímabili hefur það minnkað um fimmtung. Segir Österhus að þar með megi draga þá ályktun að minna renni af heitara vatni inn á svæðið, samhengi sé á milli minna streymis inn og út af svæðinu. Áætla vísindamennirnir að streymi golfstraumsins hafi minnkað um 6% sl. hálfa öld. Þótt athugunin nái yfir fimmtíu ára tímabil hefur mesta breytingin orðið síðastliðin tíu ár. Vísindamennirnir vita ekki hvað veldur þessu en geta sér þess til að um breytingar í vindkerfum sé að ræða. Ekki sé hægt að segja með vissu til um hver ástæða þessara breytinga sé þótt ein tilgátan sé sú að gróðurhúsaáhrifum sé um að kenna. Á meðal þeirra breytinga er auk- inn vestanvindur á svæðinu á milli Íslands og Azoreyja en hann flytur hita með sér. Ekki hefur þó hitnað á Færeyj- um heldur hefur hitastigið lækkað lítillega og telja vísindamennirnir kólnun sjávar ástæðuna. Talið hafa áhrif á göngu fiskistofna Svein Österhus segir ekki hafa orðið miklar breytingar á lofthita á svæðinu en sjávarhiti hafi lækkað sem sé áhyggjuefni þar sem það hafi væntanlega áhrif á göngu fiski- stofna. Nefnir hann til dæmis síld, sem hafi horfið að hluta úr íslenskri lög- sögu, en ekki sé ólíklegt að hitastig sjávar hafi þar áhrif á. Vísindamennirnir segja erfitt að spá fyrir um framhaldið. Til dæmis nefna þeir í greininni að vera kunni að hækkandi hitastig vegna lofts- lagsbreytinga kunni að vega upp á móti kólnun Norður-Atlantshafsins. Þá verði að hafa í huga að jafnvel ör- litlar breytingar geti haft mikil áhrif. Golfstraumurinn minnkar og kólnar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FYRSTI almyrkvinn á sólu á nýju árþúsundi varð í sunnanverðri Afr- íku í gær. Þúsundir manna fylgd- ust með og fögnuðu almyrkvanum sem varð allt frá Angóla til Mó- sambík og Madagaskar. Á sumum stöðum mátti sjá almyrkvann, sem verður þegar tungl skyggir á alla sólina, í meira en fjórar mínútur. Þúsundir ferðamanna lögðu leið sína til suðurhluta Afríku til að fylgjast með sólmyrkvanum og var til að mynda búist við 20.000 ferða- mönnum til Sambíu. Mikill viðbún- aður var í höfuðborginni, Lúsaka, vegna þessa og voru 2.500 lög- reglumenn á vakt til að gæta fólks- ins. Í Sambíu var dagurinn í gær gerður að þjóðhátíðardegi í tilefni af sólmyrkvanum. Mikið var fjallað um hættuna, sem fylgir því að líta beint í sól- myrkvann, í ríkjum sunnanverðrar Afríku og fólki var ráðlagt að forð- ast það. Yfirvöld í Angóla dreifðu sérstökum gleraugum sem áttu að verja augun. Síðast varð almyrkvi yfir Evr- ópu í ágúst 1999 en sá næsti verður aftur í suðurhluta Afríku á næsta ári. Stúlkur í Zimbabwe bíða hér eft- ir almyrkvanum skömmu áður en jörðin gekk inn í skugga tunglsins. Almyrkvi í Afríku Reuters Atlantshafsbandalagið hefur boðist til að senda um 3.000 hermenn til að að- stoða við að afvopna albanska upp- reisnarmenn í Makedóníu ef sam- komulag næst um frið. George Robertson, framkvæmdastjóri NATO, sagði í fyrrakvöld að Make- dónía rambaði á barmi borgarastríðs og vestrænir sendiherrar flýttu sér á fund stjórnmálaleiðtoganna í Skopje til að reyna að bjarga friðarviðræð- unum. Mircea Geoana, utanríkisráðherra Rúmeníu og starfandi formaður Ör- yggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu, sagði að næsta helgi myndi ráða úrslitum í viðræðunum. Rússar ljá máls á því að senda hermenn Nokkur ríki, þeirra á meðal Bret- land, Frakkland, Ítalía, Grikkland, Pólland og Tékkland, hafa boðist til að senda hermenn til Makedóníu. Bandaríkjastjórn hefur ekki enn ákveðið hvort bandarískt herlið verði sent þangað. Rússar léðu í gær máls á því að rússneskir hermenn tækju þátt í að- gerðum NATO en líklegt þykir að al- bönsku uppreisnarmennirnir leggist gegn því vegna stuðnings Rússa við Serba þegar Slobodan Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseti, beitti hersveitum til að bæla niður svipaða uppreisn í Kosovo fyrir þremur árum. NATO býðst til að senda herlið til Makedóníu Reynt að knýja fram friðarsamkomulag Skopje. AFP, AP. LEIÐTOGAR Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins lögðu í gær fast að leiðtogum slavneskra og albanskra Makedóníumanna að semja um pólitískar umbætur með það að markmiði að binda enda á uppreisn sem ótt- ast er að geti leitt til borgarastríðs í landinu. Javier Solana, fulltrúi ESB í ut- anríkis- og öryggismálum, fór til Skopje til að freista þess að binda enda á þrátefli í viðræðunum eftir að Borís Trajkovskí, forseti Makedóníu, lýsti því yfir að þær hefðu farið út um þúfur. Solana kvaðst vonast til þess að árangur næðist í viðræðunum fyrir fund utanríkisráðherra ESB á mánudag. UM það bil 3.000 manns gengu um götur Kiev í gær til að mótmæla fimm daga heimsókn Jóhannesar Páls páfa til Úk- raínu sem hefst á morgun. Prestar og nunnur úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunnar stóðu fyrir göngunni og sökuðu ka- þólsku kirkjuna um að hafa stolið eignum rétttrún- aðarkirkjunnar og tælt marga fylgismenn hennar til að taka kaþólska trú. AP Heimsókn páfa mót- mælt í Kiev JOHN Ashcroft, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að þrettán Sádi-Arabar og Líbani hefðu verið ákærðir fyrir sprengjuárás á Khobar Tower-herbúðirnar í Sádi- Arabíu árið 1996. Hann skýrði enn- fremur frá því að í ákæruskjalinu væru embættismenn í Íran sakaðir um að hafa staðið á bak við tilræðið, sem varð nítján bandarískum her- mönnum að bana, auk þess sem 372 hermenn særðust. Louis Freeh, yfirmaður banda- rísku alríkislögreglunnar FBI, sagði að nokkrir hinna ákærðu hefðu ekki verið handteknir og þeir kynnu að vera í Íran. Ashcroft sagði að embættismenn í írönsku stjórninni hefðu hvatt til sprengjuárásarinnar og stjórnað skipulagningu hennar. Embættis- mennirnir eru ekki nefndir á nafn í ákæruskjalinu. Írönum kennt um tilræði Washington. Reuters. Bandaríkin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.