Morgunblaðið - 22.06.2001, Side 12
FRÉTTIR
12 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HÉR fara á eftir helstu niðurstöður
álitsgerðar sem Páll Hreinsson tók
saman fyrir iðnaðarráðuneytið varð-
andi fyrirhugaða virkjun við Norð-
ingaöldu:
a) Hver hefur að lögum vald til
þess að veita Landsvirkjun leyfi til að
gera uppistöðulón með stíflu við
Norðlingaöldu, sbr. 6. mgr. auglýs-
ingar nr. 507/1987 um friðland í
Þjórsárverum?
Eins og vikið var að í köflum 3.3. og
3.4. fer umhverfisráðherra að gild-
andi lögum með vald til þess að mæla
fyrir um friðlýsingar og gera breyt-
ingar á þeim. Samkvæmt gildandi
lögum verða undanþágur ekki veittar
frá friðlýsingum heldur verður að
gera efnislegar breytingar á þeim, ef
ætlunin er að víkja frá fyrirmælum
þeirra. Haga ber málsmeðferð við
breytingu á fyrirmælum friðlýsingar
á sama hátt og þegar mælt er fyrir
um nýja friðlýsingu. Samkvæmt
framansögðu er ljóst að Landsvirkj-
un getur óskað eftir því við umhverf-
isráðherra að auglýsingu nr. 507/1987
um friðland í Þjórsárverum verði
breytt þannig að mögulegt verði að
reisa stíflu við Norðlingaöldu.
b) Þarf Landsvirkjun að fá leyfi
Náttúruverndar ríkisins til að gera
stíflu við Norðlingaöldu skv. 38 gr.
laga nr. 44/1999 um náttúruvernd?
Þar sem ákvæði 1. mgr. 38. gr. laga
nr. 44/1999 um náttúruvernd eru for-
takslaus, verður ekki annað séð en
afla verði leyfis Náttúruverndar rík-
isins til gerðar stíflu við Norðlinga-
öldu verði slík framkvæmd á annað
borð talin falla efnislega undir
ákvæðið, þ.e. framkvæmd sem hætta
er á að spilli friðlýstum náttúruminj-
um.
c) Hvaða valdheimildir hefur sér-
stök nefnd skv. 1. tölul. 3. mgr. frið-
lýsingar sbr. auglýsingu nr. 507/1987
um friðland í Þjórsárverum?
Samkvæmt almennum reglum
stjórnsýsluréttar er ytra valdframsal
til að taka stjórnvaldsákvörðun al-
mennt ólögmætt nema að það styðjist
við skýra lagaheimild. Engri slíkri
lagaheimild er fyrir að fara í lögum
nr, 44/1999. Af þessum sökum og að
öðru leyti með vísan til orðalags fyr-
irmæla friðlýsingar skv. auglýsingu
nr. 507/1987 um friðland í Þjórsárver-
um virðist ljóst, að hlutverk ráðgjafa-
nefndar sé að veita ráð og koma með
tillögur. Í samræmi við meginreglur
stjórnsýsluréttar eru ráðgjöf, álit og
tillögur á hinn bóginn ekki bindandi
nema slíkt sé skyndilega tekið fram í
lögum. Þar sem ekkert slíkt laga-
ákvæði er að finna í lögum er ljóst að
tillögur og ráðgjöf ráðgjafanefndar
er ekki bindandi að lögum fyrir aðra.
Samkvæmt framansögðu virðist
ráðgjafanefndin því hafa svipuðu ráð-
gjafarhlutverki að gegna varðandi
Þjórsárver og lögboðið er að náttúru-
verndarráð hafi, sbr. 9. gr. laga nr.
44/1999.
d) Hvaða reglur gilda um störf ráð-
gjafanefndar?
Þar sem ráðgjafanefndinni var
komið á fót með opinberum stjórn-
valdsfyrirmælum samkvæmt auglýs-
ingu nr. 507/1987, er engum vafa und-
irorpið að umrædd ráðgjafanefnd
telst stjórnsýslunefnd, af því leiðir að
hún er í störfum sínum einnig bundin
af almennum reglum stjórnsýslurétt-
arins eins og t.d. varðandi málsmeð-
ferð, svo og almennar efnisreglur,
eins og lögmætisreglan og réttlætis-
reglan. Ráðgjafanefndin verður því
t.d. ávallt að byggjast á málefnaleg-
um sjónarmiðum.
e) Getur ráðgjafanefndin byrjað að
eigin frumkvæði umfjöllun um hvort
rétt sé að heimila gerð uppistöðulóns
með stíflu við Norðlingaöldu?
Forsenda þess að hægt sé að fjalla
um slíkt erindi á málefnalegan hátt
lögum samkvæmt er að fyrir liggi
endanleg afstaða Landsvirkjunar til
þess hvernig þau mannvirki eiga að
vera úr garði gerð, sem ætlunin er að
reisa o.fl. Fyrr en frágengnar tillögur
Landsvirkjunar liggja fyrir er ekki
að fullu hægt að rannsaka og meta
áhrif þeirra á umhverfið í Þjórsárver-
um. Af þessum sökum er ljóst að ráð-
gjafanefndin getur ekki tekið endan-
lega og málefnalega afstöðu til þessa
máls fyrr en formleg umsókn liggur
fyrir og gerðar hafa verið allar nauð-
synlegar rannsóknir til að leggja mat
á umhverfisáhrif mannvirkjanna og
hvernig þau horfa við ákvæðum 1.,
53. og 58.-64. gr. laga nr. 44/1999 um
náttúruvernd svo og öllum réttar-
reglum. Ótímabærar yfirlýsingar
ráðgjafanefndar um niðurstöðu máls
og opinber barátta einstakra nefnd-
armanna með eða gegn ákveðinni
niðurstöðu getur valdið vanhæfi
þeirra til meðferðar máls, þegar
formlegt erindi varðandi slíka fram-
kvæmd berst loks ráðgjafanefnd.
Tekið skal fram að í álitsgerð þess-
ari hefur einvörðungu verið fjallað
um valdamörk stjórnvalda, þ.e. hvaða
stjórnvald sé bært að lögum til þess
að breyta fyrirmælum aðfriðlýsing-
um skv. auglýsingu nr. 507/1987 um
friðland í Þjórsárverum og hlutverk
og valdheimildir annara stjórnvalda
við undirbúning að þeirri ákvörðun. Í
álitsgerðinni hefur á hinn bóginn
engin afstaða verið tekin til þess
hvort efnistök standi til þess að
breyta fyrirmælum umræddrar frið-
unar.
Álitsgerð Páls Hreins-
sonar prófessors
FYRIRSPURN um aðstöðu og
orkukaup hér á landi hefur borist frá
fjárfestum sem starfa á sviði há-
tækniiðnaðar í Kaliforníu og er
markaðs- og atvinnumálaskrifstofa
Reykjanesbæjar að athuga hvort
hugmyndir þessa efnis séu raunhæf-
ar. Búist er við að það skýrist á allra
næstu dögum hvort svo sé og verði
það raunin verður haldið áfram að
þróa hugmyndina.
Að sögn Ólafs Kjartanssonar,
framkvæmdastjóra markaðs- og at-
vinnumálaskrifstofu Reykjanesbæj-
ar, eru þessi mál á algeru frumstigi
ennþá. Grunnurinn sé hins vegar sá
orkuskortur og vöntun á afhending-
aröryggi orku sem fyrirtæki í Kali-
forníu hafi mátt búa við í orkumálum
að undanförnu og þeir líti þannig á
að staðan í orkumálum Kaliforníu-
fylkis geti verið tækifæri fyrir okk-
ur. Það sé hins vegar háð því að fyr-
irtækin reisi útibú hér á landi og að
gagnaflutningsleiðir til og frá land-
inu séu nægilega öflugar til að anna
þeirri umferð sem þjónusta af þessu
tagi myndi kalla á. Hugmyndin
byggist á því að gögnin séu geymd
hér á landi, en unnið með þau í
Bandaríkjunum að verulegu leyti.
Um talsvert mikla orkunotkun sé að
ræða við starfsemi af þessu tagi.
„Það gefur augaleið að fyrirtæki í
tæknigeiranum getur mjög tæplega
liðið orkuskort. Silicon-dalurinn er
náttúrlega hjarta tækniþróunar í
heiminum. Maður getur svo sem al-
veg sett sig í þeirra spor þegar allt í
einu rafmagnið er tekið af. Það hlýt-
ur að vera mjög bagalegt,“ sagði
Ólafur.
Hann sagði að þeir væru að skoða
hugmyndina, en það væri ekkert fast
í hendi í þeim efnum enn sem komið
væri. Málið væri á frumstigi, en hins
vegar væri við því að búast að það
skýrðist á næstu dögum hvort hug-
myndin væri raunhæf eða ekki.
Hagstæðara verð á orkunni
Ólafur sagði að þeir væru að vinna
að þessu í samvinnu við Hitaveitu
Suðurnesja. Þeir vissu að þeir gætu
boðið upp á hagstæðara verð fyrir
orkuna en aðrir, auk afhendingarör-
yggisins. Þá væri verð á landi hér að-
eins brot af því sem það væri erlend-
is og þessir aðilar sem hefðu áhuga
virtust þurfa mikið land, en Reykja-
nesbær hefði svæði sem væri fyrir-
hugað undir starfsemi af þessu tagi.
Ólafur sagði að ekki væri hægt að
upplýsa um það að svo komnu um
hvaða fyrirtæki væri að ræða, enda
væru þeir að skoða málið með tilliti
til þessa tæknisviðs í heild.
Hann sagði aðspurður að nútíma-
tölvutækni gerði það að verkum að
fyrirtæki í sumum hátæknigreinum
væru að verulegu leyti óháð þeim
stað sem starfsemin eða hluti hennar
færi fram á. Það væri þó að sjálf-
sögðu háð því að gagnaflutningsleið-
ir til og frá landinu væru nægilega
öflugar til að anna þeirri umferð sem
þjónustan kallaði á. Ef hún væri í
lagi gæti starfsemin verið hvar sem
er.
Ólafur bætti því við aðspurður að
Keflavíkurflugvöllur léki einnig
stórt hlutverk í þessum efnum. Hann
gerði það að verkum að ferðatími
yrði styttri en ella auk þess sem
tímamunurinn hér og í Bandaríkjun-
um hentaði mjög vel og gæti lengt
vinnuferlið á hverjum degi verulega.
Fjárfestar í hátækniiðnaði í Kaliforníu sýna Íslandi áhuga
Fyrirspurn um orkukaup
og aðstöðu á Reykjanesi
Í SÓLBREKKUNNI á Húsavík
gerði heimaríkur þröstur sér hreið-
ur í blómakörfu rétt við útidyrnar
og mataði þar unga sína. Meðan
þrastamamma var í matarleit heils-
aði unginn upp á nábúa sinn, Gylfa
Sigurðsson, og sat rólegur á fingri
hans. Þessir litlu nágrannar týndu
tölunni því kettir í nágrenninu vor-
umjög aðgangsharðir og sátu um
að hremma ungana svo tómlegt
varð í litla hreiðrinu.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Mannelskur þröstur
FÉLAG fréttamanna samþykkti í
gærkvöldi nýjan kjarasamning og
er verkfalli þar með aflýst.
Alls eru 60 manns í félaginu og
greiddu 34 atkvæði með samningn-
um en fjórir gegn honum og skilaði
einn auðu. Gildistími samningsins er
til nóvemberloka árið 2004.
„Við í samninganefndinni erum
mjög sátt með að samningurinn sé
samþykktur svona vel,“ sagði Jón
Gunnar Grjetarsson, formaður
Félags fréttamanna, við Morgun-
blaðið í gærkvöldi.
Jón segir að helstu atriði samn-
ingsins séu þau að grunnlaun
félagsmanna hækki í samræmi við
það sem hefur verið að gerast á öðr-
um fjölmiðlum með vísan til þess
samnings sem Blaðamannafélag Ís-
lands gerði. „Í krónum talið má
gera ráð fyrir að meðalhækkun
grunnlauna á samningstímanum
verði um 30 þúsund krónur. Þá er-
um við að gera lagfæringar fyrir
góðan hóp félagsmanna sem setið
hefur dálítið fastur í kerfinu en það
er frekar mikið um breytingar á
launakerfinu í nýja samningnum.
Breytingarnar koma í áföngum,
hluti kemur strax og síðan strax á
næsta ári kemur hækkun. Svo er
innbyggt í þetta kerfi hækkanir á
samningstímanum.“
Að sögn Jóns mun fréttamaður
með átta ára reynslu fara yfir 200
hundruð þúsund krónur á mánuði í
grunnlaunum. „Við fórum fram með
ákveðnar grunnkröfur og komum
líka til móts við stofnunina.“
Fréttamenn hjá
RÚV samþykktu
kjarasamning
Grunnlaun hækka um 30 þúsund
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri Reykjavíkur, sagði á
borgarstjórnarfundi í gærkvöldi
að hún vildi að sett yrði upp sögu-
sýning í Aðalstræti um þróun
Reykjavíkur frá fyrstu tíð í
tengslum við þær fornminjar sem
fundist hafa í Aðalstræti. Upp-
gröftur fornmynja hefur staðið yf-
ir á þessu ári og hafa merkar
minjar komið þar í ljós.
Borgarráð hefur falið borgar-
verkfræðingi í samvinnu við borg-
arminjavörð að undirbúa varð-
veislu fornminjanna. Ingibjörg
sagði að hún vildi að sett yrði upp
sýning þar sem fornminjar verði
til sýnis og þar sem mönnum verði
gert kleift að skyggnast aftur í
tímann og sjá hvernig landnáms-
mennirnir bjuggu.
Borgarstjóri sagði það
skemmtilega tilviljun að þessar
minjar, sem eru þær elstu sem
fundist hafa í landinu, skuli vera
staðsettar í elstu götu Reykjavík-
ur. Ingibjörg nefndi m.a. tvö göm-
ul hús í næsta nágrenni fornminj-
anna sem einnig væri ástæða til að
varðveita; Aðalstræti 10 sem er
frá upphafi Innréttinganna og
Vaktarabæinn svokallaða í
Grjótaþorpi.
Mikilvægt hverfi hvað
varðar byggingasöguna
Ingibjörg sagði að Grjótaþorpið
væri mikilvægt hverfi hvað varðar
byggingarsögu borgarinnar og að
í tengslum við sýninguna í Aðal-
stræti væri hægt að merkja
gönguleiðir milli merkilegra húsa
hvað varðar byggingarsögu á Ís-
landi.
Sögusýning
verði sett upp
í Aðalstræti
Áformað er að merkja
gönguleiðir í Grjótaþorpi