Morgunblaðið - 22.06.2001, Page 18

Morgunblaðið - 22.06.2001, Page 18
STJÓRN Norðurorku hefur samþykkt tillögu forstjóra félagsins um að gjaldskráin verði hækkuð um 4,9%. Hækk- unin tekur gildi 1. júlí næst- komandi. Frá sama tíma hækk- ar taxti á svonefndri rofinni daghitun um 10%. Hækkunin kemur í kjölfar þess að Lands- virkjun hefur tilkynnt um hækkun gjaldskrár fyrir raf- orku um 4,9% frá og með 1. júlí næstkomandi. BÆJARRÁÐ Dalvíkurbyggðar samþykkti á fundi sínum í gær- morgun að færa félögum í Veð- urklúbbnum á dvalarheimilinu Dalbæ tertu með kaffinu. Tilefnið er að sjálfsögðu það að spá þeirra um að sumarið kæmi 21. júní rætt- ist heldur betur. Norðanátt hefur verið ríkjandi að undanförnu með tilheyrandi kuldatíð sem fáum geðj- ast að á þessum tíma árs. „En sum- arið kemur ekki af alvöru og þá með fullum dampi fyrr en 21. júní, þá kviknar nýtt tungl á mjög góð- um stað, SSA,“ segir í spá Veð- urklúbbsins og þess jafnframt getið að félagar hafi almennt verið hrifnir af þessu tungli, en spána gerðu þeir í lok maímánaðar. Þegar Dalvíkingar vöknuðu í gærmorgun var heiður himinn, glaðaskólskin og hlýtt og gladdi það bæði bæjarráðsmenn sem aðra Dal- víkinga, eftir kuldann undanfarið. Bakaríið Axið á Dalvík var fengið til að baka köku við hæfi og þar á bæ voru menn fljótir að galdra fram glæsilega marsipantertu. Félagar í Veðurklúbbnum voru að vonum ánægðir með að fá svo rausnarlegar veitingar í kaffitíma sínum en ekki síður voru þeir kátir með að spáin rættist. Íbúar Dalbæjar fengu tertu frá bæjarráði Sumarið kom í gær eins og Veðurklúbburinn spáði Nokkrir meðlimir Veðurklúbbsins á Dalvík í góða veðrinu í gær. Ljósmyndir/Guðmundur Ingi Jónatansson Tertan væna og góða. Dalvík AKUREYRI 18 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Önnur, þriðja og fjórða hæð fasteignarinnar Skipagötu 16 er nú til sölu. Eignin er fjórar hæðir. Á annarri og þriðju hæð er vandað skrifstofuhúsnæði sem skiptist í minni einingar. Síma- og tölvu- lagnir eru í öllum herbergjum. Á fjórðu hæð er glæsileg þakíbúð. Mögulegt er að selja hverja hæð fyrir sig eða í minni einingum. Eignin er vel staðsett við mikla umferðargötu í mið- bæ Akureyrar og hefur mikið auglýsingagildi. Allar frekari upplýsingar eru veittar á Fasteigna- sölunni BYGGÐ, Strandgötu 29, Akureyri, s. 462 1744 og 462 1820. Opið 9-12 og 13-17. Til sölu - Skipagata 16 Til sölu Kjarnalundur við Akureyri Fasteignin Kjarnalundur við Akureyri er nú til sölu. Eignin telur samtals 2.519 fm á þremur hæðum. Í húsinu eru 48 herbergi flest með snyrtingu auk viðeigandi þjónusturýma. Eignin hefur að undanförnu verið nýtt sem dvalarheimili fyrir aldraða. Leigu- samningur er um eignina til nokkurra ára. Um er að ræða ein- staklega spennandi kost fyrir framsýna fjárfesta. Allar upplýsingar veittar á Fasteignasölunni BYGGÐ Strandgötu 29, 600 Akureyri, sími 462 1744, fax 462 7746. UM 70 útlendir kylfingar taka þátt í miðnætursólarmótinu Artic Open á Jaðarsvelli við Akureyri en þátttak- endur eru alls um 180 talsins. Mótið var sett á miðvikudags- kvöld og hófst keppni síðdegis í gær, fimmtudag, en menn voru ræstir út allt fram á kvöld. Síðustu hóparnir eru vanalega að skila sér í hús undir morgun. Kylfingarnir eru einkar heppnir með veður, en eftir langvinna norðanátt og lítinn lofthita að undanförnu hefur hann snúið sér til suðurs og sólin skín sem aldrei fyrr. Golfararnir njóta því sólarinnar ríkulega meðan á mótinu stendur, en því lýkur að- faranótt laugardags. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson Þessi kylfingur æfði sig á Jaðarsvelli aðfaranótt fimmtudagsins. Golf í miðnætursól REFSINGU karlmanns á þrítugs- aldri vegna líkamsárásar í Sjall- anum í fyrrasumar var frestað í Héraðsdómi Norðurlands eystra og hún mun niður falla að liðnu einu ári haldi hann almennt skil- orð. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa veist að öðrum manni á bar í Sjallanum í júní á síðasta ári og skallað hann í andlitið þannig að hann hlaut skurð á augabrún. Bar maðurinn fyrir dómi að um óviljaverk hafi verið að ræða í troðningi við barinn en tvö vitni báru að um ásetning hefði verið að ræða og hann hefði keyrt höfuð sitt tilefnislaust í andlit mannsins. Þótti dómnum ekki varhugavert að telja sannað að svo hefði verið. Manninum var gert að greiða allan sakarkostnað. Héraðsdómur Norðurlands eystra Eitt ár á skilorði vegna skalla í Sjallanum TÆPLEGA þrítugur karlmaður frá Akranesi hefur í Héraðsdómi Norð- urlands eystra verið dæmdur í 10 mánaða fangelsi vegna fíkniefna- brota. Fimm aðrir karlmenn, sem fæddir eru á árabilinu frá 1956 til 1979 hlutu einnig dóm vegna fíkni- efnamála sem þeir tengdust. Þeir eru búsettir á Akureyri, Kópavogi og Hafnarfirði. Brotin voru framin á fyrri hluta síðasta árs. Brotin sem mennirnir voru ákærðir fyrir voru margháttuð en tengdust öll kaupum, sölu og dreif- ingu á fíkniefnum af ýmsu tagi. Einn mannanna hlaut 6 mánaða fangelsi, en þar af voru 5 skilorðs- bundnir til þriggja ára. Annar var einnig dæmdur í 6 mánaða fangelsi en refsingin öll skilorðsbundin til þriggja ára Einn mannanna hlaut 5 mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, þá var einum gert að greiða 45 þúsund króna sekt til rík- issjóðs en einum mannanna var ekki gerð sérstök refsing í málinu. Mennirnir eiga allir utan einn að baki nokkra dóma m.a. vegna fíkni- efnabrota, umferðarlagabrota, lík- amsárásar og eignaspjalla og hafa einnig gengist undir dómssættir vegna slíkra mála. Mennirnir játuðu sakargiftir fyrir dómi og var það virt þeim til refsilækkunar. Fíkniefni gerð upptæk Töluvert magn fíkniefna var gert upptækt vegna þeirra mála sem mennirnir tengdust, m.a. 31 e-tafla, tæp 29 grömm af amfetamíni, um 77 grömm af hassi og óverulegt magn af marijúana. Þá sætti einn sex- menninganna upptöku á 56,500 krónum sem áætlað var að væri gróði vegna sölu fíkniefna. Öðrum var gert að greiða um 183 þúsund krónur vegna efnagreiningar. Loks var mönnunum gert að greiða verj- endum sínum málsvarnarlaun, á bilinu frá 20 til 75 þúsund krónur hver. Talsvert magn af fíkniefnum gert upptækt Fimm menn dæmdir vegna fíkniefnabrota LJÓÐAKVÖLD hefjast á ný í Húsi skáldsins á Sigurhæðum og verður hið fyrsta í röðinni nú í sumar í kvöld, föstudagskvöld- ið 22. júní, og hefst það kl. 20.30. Að þessu sinni verður dag- skráin helguð einu af höfuð- skáldum samtímans, Hannesi Péturssyni, sem verður sjötug- ur síðar á árinu. Erlingur Sigurðarson for- stöðumaður stendur fyrir dag- skránni, en nýtur við flutning ljóðanna stuðnings nokkurra þeirra sem á undanfarna tvo vetur hafa sótt ljóðalestrarnám- skeið í Húsi skáldsins. Ljóðin sem flutt verða eru nær öll úr næstfyrstu bók Hannesar, Í sumardölum, sem kom út 1959. Í sumardöl- um á ljóða- kvöldi Norðurorka Gjaldskráin hækkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.