Morgunblaðið - 22.06.2001, Síða 24

Morgunblaðið - 22.06.2001, Síða 24
ERLENT 24 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ REYKSKÝ huldi himininn yfir Sunrise-hraðbrautinni í Flórída í gær. Meira en 15.000 hektarar af Everglades-þjóðgarðinum í Flórída hafa orðið miklum skógareldum að bráð undanfarna fimm daga. Mörg hundruð þúsund hektara hafa brunnið síðustu mánuði en miklir þurrkar hafa hrjáð Flórídaríki það sem af er árinu og hafa slökkviliðs- menn átt fullt í fangi með að berjast við fjölda skógarelda. Reuters Skógareldar í Flórída RÍKISSTJÓRN George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur ákveðið að leita sátta við tóbaksiðnaðinn í stað þess að halda til streitu opinberri lögsókn gegn honum. Virðist sem sú ákvörðun hafi komið flestum á óvart, jafnt tóbaksframleiðendum, tóbaks- andstæðingum sem og þingmönnum sjálfum. Hafa margir orðið til að gagnrýna hana harðlega. John Ashcroft, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, hefur skipað nefnd til að kanna hvernig unnt er að hætta við málshöfðunina sem Bill Clinton, fyrrverandi forseti, kom af stað fyrir tveimur árum. Með henni var þess krafist, að tóbaksiðnaður- inn greiddi sem svarar til 2.100 millj- arða íslenskra króna í bætur fyrir það tjón, sem tóbakið hefur valdið. Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, sagði í fyrradag, að Bush forseti væri sammála Ashcroft um þetta en sumir þingmenn og baráttu- menn gegn tóbaksnotkun lýstu mikl- um vonbrigðum með tíðindin. Kváð- ust þeir óttast, að Bush hygðist láta tóbaksframleiðendur sleppa með skrekkinn. Studdu Bush í kosningunum Talsmaður bandarísku lungna- verndarsamtakanna sagði til dæmis, að Bandaríkjastjórn ætti ekki að „gefast upp fyrir fyrirtækjum, sem bera ábyrgð á dauða 400.000 Banda- ríkjamanna árlega“ og andstæðing- ar Bush voru fljótir að benda á, að tóbaksframleiðendur hefðu lagt mörg hundruð milljónir króna í kosningasjóð hans á síðasta ári. Talsmenn tóbaksiðnaðarins virt- ust eins og á báðum áttum og lýstu strax yfir, að þeir væru ekkert á leið- inni með að semja um hvaða upphæð sem væri. Þá ítrekuðu þeir einnig, að þeir litu svo á, að lögsóknin gegn þeim væri út í bláinn og enginn grundvöllur fyrir henni. Gengi hluta- bréfa í tóbaksfyrirtækjunum hækk- aði allnokkuð í fyrradag þegar frétt- ist af ákvörðun Ashcrofts. Fleischer, talsmaður Hvíta húss- ins, sagði útilokað að spá einhverju um niðurstöðu hugsanlegra samn- inga en lagði áherslu á, að Bush forseti teldi bandarískt sam- félag allt of lög- sóknarglatt. Sáttaleiðin væri yfirleitt skynsam- legri. Repúblikanar halda því fram, að það sé ekki hlut- verk ríkisvaldsins að skipta sér af sjálfstæðum ákvörðunum einstak- linga á borð við þær hvort þeir vilji reykja eða ekki. Saka þeir einnig demókrata um náin tengsl við þrýsti- hópa sem berjast gegn reykingum. Vísað frá að hluta Eins og fyrr segir var málið höfð- að fyrir tveimur árum og eiga rétt- arhöld að hefjast á næsta ári. Er bótakrafan, 2.100 milljarðar kr., jafnhá þeim kostnaði, sem ríkið seg- ist verða fyrir árlega vegna sjúk- dóma af völdum reykinga. Þessari kröfu var hins vegar vísað frá að hluta á síðasta ári, þegar alríkisdóm- ari úrskurðaði að málið væri aðeins unnt að reka með tilvísun til laga um óheiðarlega viðskiptahætti; það er að segja, að tóbaksiðnaðurinn hafi reynt að fela það, að reykingar væru vanabindandi og óhollar. Sannanir? Haft er eftir ónefndum embætt- ismönnum, að ákvörðunin um að leita sátta hafi verið tekin vegna þess, að ríkisstjórnin hafi óttast að tapa málinu fyrir rétti. Til að vinna það yrði dómsmálaráðuneytið að sýna fram á samsæri tóbaksfyrir- tækjanna allt frá því á sjötta áratug síðustu aldar. William Schultz, sem kom að þessum málum í tíð Clintons, vísaði þessu á bug í viðtali við Wash- ington Post og sagði, að því færi fjarri, að mikil óvissa væri um nið- urstöðuna. „Ef ríkisstjórnin getur sýnt fram á samsærið, þá vinnur hún málið, og um þetta samsæri er ekki einu sinni deilt. Það er löngu sannað,“ sagði Schultz. Bush sakaður um að gefast upp fyrir tóbaksiðnaðinum Vill hætta við lögsókn og leita sátta Washington. AP, AFP, Daily Telegraph. George W. Bush DANSKIR verkfræðingar hafa hannað nýja gerð af skipsskrúfu og er talið að hún kunni að minnka olí- unotkun um allt að 7%, að sögn Berlingske Tidende. Yrðu skrúfur af þessu tagi almennt notaðar myndi losun koldíoxíðs út í and- rúmsloftið minnka um milljónir tonna á ári en of mikið koldíoxíð er talið geta valdið svonefndum gróð- urhúsaáhrifum. Gerðar hafa verið tilraunir með líkön í stórri laug í Hamborg í Þýskalandi. Reiknað hefur verið út að ef öll stór kaupskip í heiminum notuðu skrúfu af þessu tagi myndi olíunotkun þeirra minnka um alls 19 milljónir tonna árlega. Útgerð- arfélögin myndu spara samanlagt um 14 milljarða danskra króna eða um 170 milljarða íslenskra króna. Uppfinningamaðurinn heitir Jens J. Kappel, hann var áður starfsmaður hjá stórfyrirtækinu A.P. Møller en rekur nú eigið ráð- gjafarfyrirtæki. Hugmynd hans byggist á lögmálum sem notuð hafa verið við smíði á flugvéla- vængjum til að minnka orkunotk- un. Erfitt er að lýsa í stuttu máli hver breytingin er en endarnir á blöðum skipsskrúfunnar munu vera hafðir bognari en áður hefur tíðkast. Kappel naut aðstoðar tveggja vísindamanna við Tækniháskóla Danmerkur, þeirra Svend Ander- sen og Poul Andersen. Síðar bætt- ust í hópinn sérfræðingar frá Bret- landi og Þýskalandi. Unnið er að því að setja nýju skrúfurnar á eitt af skipum útgerðarfélagsins D/S Norden sem ásamt Evrópusam- bandinu fjármagnar tilraunina. Ný gerð skipsskrúfu hönnuð Getur minnkað olíunotkun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.