Morgunblaðið - 22.06.2001, Side 29

Morgunblaðið - 22.06.2001, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 29 TVÆR ungar listakonur, sem ný- lega hafa lokið framhaldsnámi erlend- is og hafist handa við að hasla sér völl á sviði tónlistar, héldu tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar sl. þriðjudag. Efnisskráin var einkar óvenjuleg, þar sem aðeins voru tekin til meðferðar söngverk eftir tvö tón- skáld, nefnilega Samuel Barber (1910–81) og Jórunni Viðar. Samuel Barber átti í erfiðleikum með að til- einka sér nýjungar modernista og að hafna eldri gildum og hlaut fyrir bragðið nokkuð óvægna gangrýni . Sjálfur segir hann; „þegar ég tónset orð, þá gef ég mig þeim á vald og læt tónlistina spetta upp af hljómi orðanna. Í hljóðfæratónlist læt ég til- finninguna ráða, því ég er ekki upp- tekinn af því að vera tónskáld. Sagt er að tónlist mín sé stíllaus, sem ég tel að skipti ekki máli, því ég held áfram að gera það sem mér þykir einhverju varða og ég trúi því, að til þess þurfi nokkuð hugrekki.“ Það sem er merkilegt við sögu Barbers, er að nú á seinni árum hefur tónlist hans unnið á og vilja amerískir sagnfræðingar minna á sams konar þróun varðandi tónverk eftir Brahms, sem á sínum tíma þóttu gamaldags, tilfinningalaus og tilbúin tónlist. Það er sem nú er viðurkennt, byggist á því að tónlist beggja er vel gerð, svo ólíkir sem þeir nú annars eru. Söngverkin eftir Barber þykja sérlega vel gerð, enda kunni hann ýmislegt fyrir sér í söng og var um tíma að gæla við þá hugmynd að gerast söngvari og fór til Vínarborgar, stundaði þar söngnám og hélt tónleika og söng m.a heilt pró- gramm í NBC-útvarpið 1935. Tónleikar Gerðar Bolladóttur og Júlíönu Rúnar Indriðadóttur í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar hófust á þremur söngvum op. 2 eftir Barber, The Daisies við ljóð eftir J.Stephens, With Rue my Heart is Laden við kvæði eftir A.E. Houseman og Bessie Bobrail eftir Stephens. Þessi lög eru sérlega einföld, samin á árunum 1927 til 1934, þegar Barber var um það bil að ljúka námi en hafði þá þegar samið mjög stórt safn af sönglögum. Þessi lög voru fallega flutt en nokkuð vant- aði á að framburður textans væri nægilega skýr, sem var nokkuð baga- legt í síðasta laginu Bessie Bobtail, en það er hvað innihald textans snertir ekki langt frá Betlikerlingu Gests Pálssonar. Aðalviðfangsefni tónleikanna var Knoxville Summer of 1915, við prósa- ljóð eftir James Agee, en þetta tónles- tónverk var upphaflega samið 1947 fyrir stóra hljómsveit og söngvara en síðar (1950) endurunnið fyrir kamm- ersveit. Þarna er textinn sérlega mik- ilvægur og einnig framburðarmótun hans, til að ná fram sérkennilegri sýn drengs, er lýsir sumarkveldi heima hjá sér. Þrátt fyrir að söngur Gerðar væri oft fallega mótaður vantaði tölu- vert í frásögn hennar og túlkun. Fjór- ir söngvar op. 13 samdir á árunum 1937 til 1940 eru töluverð tónverk, t.d Sure on this Shining Night, þar sem Barber notar kanón-vinnubrögð mjög fallega og síðasta lagið Nocturne, sem er perla. Þessi lög voru þýðlega sung- in. Á seinni hluta tónleikanna voru flutt sex söngverk eftir Jórunni Viðar. Við Kínafljót, þjóðvísa, Júnímorgunn, Sönglað á göngu, Vort líf og Ungling- urinn í skóginum, allt klassiskar perl- ur í safni íslenskra sönglaga og voru þjóðvísan og Vort líf best flutt. Allur flutningur Gerðar og Júlíönu var áferðarfallegur en því miður án átaka eða skerpu í tóntaki og túlkun, svo að efnisskráin leið áfram án þess að nokkurs staðar tæki í eða að nokkru væri stefnt á ögurbrún háskans. Þrátt fyrir þetta er ljóst að bæði Gerður og Júlíana kunna eitt og annað fyrir sér og ættu því að geta sýnt ögn meiri snerpu en hér gat að heyra. Án skerpu í tón- taki og túlkun TÓNLIST L i s t a s a f n S i g u r j ó n s Ó l a f s s o n a r Gerður Bolladóttir og Júlíana Rún Indriðadóttir fluttu söngverk eftir Samuel Barber og Jórunni Viðar. Þriðjudagurinn 19. júní, 2001. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson UNNAR Örn Auðarson opnar sýn- inguna Fullvaxta í gallerí@hlemm- ur.is, Þverholti 5, á morgun, laug- ardag, kl. 17. Á sýningunni er Unnar að vinna með hluti úr sínu daglega lífi, eins og mat, heimili og íþróttir, sem hann hristir saman og býr til eina heild. Sýningin samanstendur af hlutum og hugmyndum sem bæði hafa tilfinningalegt en að samaskapi ópersónulegt gildi fyrir listamann- inn. Þannig gefur hann áhorfend- unum tækifæri til að leika sér að umhverfinu og listinni og finna þar sínar eigin forsendur. Sýningin stendur til 15. júlí. Gall- erí@hlemmur.is er opið fimmtudag til sunnudags frá 14–18. Eitt af verkum Unnars Arnar Auðarsonar á sýningunni Fullvaxta. Daglegt líf á Hlemmi 22 LISTAMENN hafa ver- ið valdir á sýningu Carne- gie Art Award 2001 sem opnuð verður þann 4. nóv- ember í Kaupmannahöfn. Sýningin hefir yfirskriftina Ný sýn á norrænan sam- tíma og er Kristján Guð- mundsson meðal sýnenda. 119 listamenn voru til- nefndir til sýningarinnar af 30 sér- fræðingum í norrænni samtímamál- aralist frá Norðurlöndunum fimm. Dómnefndin undir stjórn Lars Nittve frá Tate Modern valdi úr til- nefndum listamönnum og velur að auki verðlaunahafa úr hópi hinna 22 sýnenda. Sýningin verður opnuð með verð- launaafhendingu í Arken nú- tímalistasafninu í Kaup- mannahöfn. Fyrstu verðlaun eru 500.000 skr., önnur verð- laun 300.000 skr. og þriðju verðlaun 200.000 skr. Dóm- nefndin veitir einnig styrk upp á 50.000 skr. til lista- manns af yngri kynslóð. Til- kynnt verður hverjir hljóta myndlistarverðlaun Carnegie Art Award 2001 í kjölfar dómnefndar- fundar í byrjun september. Á Arken verður sýningin uppi til 25. nóvember og flyst þá á milli höf- uðborga Norðurlandanna og að auki til Lundúna. Sýningin verður sett upp í Listasafni Kópavogs 6. febrú- ar. Kristján Guðmunds- son meðal sýnenda Kristján Guðmundsson Carnegie Art Award 2001 LEIKFÉLAGIÐ Sýnir verður í Hrísey á Eyjafirði með sýningu á sjö frumsömdum örleikritum á morgun kl. 14. Önnur sýning verður þann sama dag í Hánefstaðareiti í Svarf- aðardal kl. 20. Lokasýning verður svo laugardaginn 30. júní á Hvera- völlum á Kili. Verkin voru frumsýnd í Öskjuhlíð í Reykjavík 27. maí sl. Efni verkanna er afar fjölbreytt, gaman og alvara í bland en flest fjalla þau á einhvern hátt um sam- skipti kynjanna. Sjö leikstjórar úr félaginu leikstýra verkunum sjö. Frumsamin lifandi tónlist er notuð í sýningunni. Þátttakendur í sýningunni eru um það bil 25 og koma víða að úr áhuga- leikfélögum landsins. Leikfélagið Sýnir var stofnað 1997 og er af- sprengi Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga. Félagið starfar mest á sumrin þar sem meðlimir þess starfa flestir með öðrum leik- félögum yfir veturinn. Leikfélagið Sýnir vill fara með leiklistina til fólksins í landinu og býður þess vegna til leiksýninga þar sem þeirra er síst von og er aðgang- ur ókeypis áhorfendum. Leikfélagið Sýnir í Eyja- firði og á Kili

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.