Morgunblaðið - 22.06.2001, Side 42

Morgunblaðið - 22.06.2001, Side 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hallgerður Jóns-dóttir frá Mið- skeri lést á Hjúkr- unarheimili Skjólgarðs 17. júní 2001. Hallgerður var fædd 27. maí 1920 á Hoffelli í Nesjum. Var hún elst 12 systkina sem öll eru á lífi. For- eldrar hennar voru Halldóra Guðmunds- dóttir og Jón J. Malmquist sem lengst af bjuggu í Akurnesi. Hallgerður giftist Benedikt Ei- ríkssyni frá Miðskeri 20. febrúar 1956, lifir hann konu sína og dvelur á Skjólgarði. Hallgerður og Benedikt eignuð- ust 4 börn og eru þau Kolbrún, f. 21. maí 1944; Steinunn, f. 4. mars 1949, gift Magnúsi Kr. Frið- finnssyni, f. 13. apr- íl 1950; Jón, f. 5. mars 1950, maki Anna María Ragn- arsdóttir, f. 9. júlí 1961, og Guðjón, f. 26. desember 1960, maki Ásta Björk Arnardóttir, f. 1. október 1971. Barnabörnin eru orðin 16 og barnabarnabörn 9. Útför Hallgerðar fer fram frá Bjarnarneskikrju í dag föstudag- inn 22. júní kl. 14. Þú kvaddir þetta líf með reisn, elsku mamma mín. Svona rétt í byrjun þjóðhátíð- ardagsins. Þú þurftir sem betur fer ekki að þjást lengi og mikið var ég fegin að geta verið hjá þér þessar síðustu stundir. Og þegar allt var búið var svo mikil ró og friður yfir þér, að mér leið vel ef hægt er að tala um að manni geti liðið vel þeg- ar svo náinn ættingi kveður þessa jarðvist, og það hún mamma. En svona gerast víst hlutirnir og eng- inn ræður við neitt. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um okkar samveru hér, elsku mamma. Þess í stað vil ég þakka þér fyrir allt og þá meina ég allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína í gegnum árin. Það var sama hvað það var, t.d. sauma jólafötin á mig og börnin, passa börnin hvort sem var heima hjá þér eða mér og svona mætti lengi telja. Ég gat alltaf leitað til þín með allt, hvernig sem aðstæður voru, á hvaða tíma sem var, alltaf var æskuheimilið mitt annað heimili þótt ég ætti mitt eigið. Ég gat talað við þig um allt, bæði sem barn, unglingur og full- orðin og leitað ráða um flest sem viðkemur lífinu. Þú varst stórbrot- in og sterk persóna, öllum leið vel í návist þinni og fóru ríkari frá þér. Það fór heldur enginn svangur frá þínu borði, hvort sem var hátíð eða virkur dagur, heima eða úti á túni við heyskap, í kartöflugarðinum við upptekt og í réttunum. Það voru ógleymanlegar stundir úti-kaffitím- arnir, allar kræsingarnar, alls kon- ar brauð, sætt og ósætt, rjúkandi heitt kakó og kaffi. Það var alveg frábært og samt varst þú líka að vinna með okkur í þessu öllu nema réttunum. Að síðustu langar mig að minnast á hvað þú varst mikið náttúrubarn, ræktaðir grænmeti svo ljúffengt og gott, svo fékkst þú smágarð sem þú settir í tré og blóm og gróðurhús sem þú fylltir aðallega af margs konar rósum í öllum litum og fleiri litríkum blóm- um. Við þetta lagðir þú mikla rækt og útkoman varð eftir því risavaxin tré og runnar og ógrynni af fal- legum blómum. Af þessu hafðir þú yndi og ánægju og áttir mörg spor- in í þennan unaðreit og hlúðir að, hreinsaðir og prýddir af alúð og natni. Í lokin set ég tvær bænir sem voru þær fyrstu sem þú kenndir mér og sem lýsa trúrækni þinni. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti signaði Jesú mæti. (Höf. ókunnur.) Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu, gakktu inn og geymdu mig Guð í faðmi þínum. Elsku mamma mín, ég kveð þig hinstu kveðju með sorg í hjarta. Enn og aftur þakka þér fyrir allt, já, allt. Minningin lifir um góða móður. Ég bið góðan Guð að styrkja elsku pabba minn í sorg hans og missi, einnig ömmubörnin og langömmu- börnin, sem þakka ömmu sinni fyr- ir allt og sakna hennar sárt en munu alltaf eiga minninguna um- bestu ömmu í heimi. Elskulega mamma mín, mjúk er alltaf höndin þín. Tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. Þegar stór eg orðin er allt það skal ég launa þér. (S.J.J.) Þín dóttir Kolbrún. Hún Hallgerður eða Halla eins og hún var ávallt nefnd í sveitinni sinni er dáin. Hennar verður lengst af minnst fyrir sinn sérstaka per- sónuleika. Má þar margt til nefna. Hún var alin upp á stórbýlinu Hoffelli, mannmörgu heimili, þar sem hún var samtíma fólki frá 19. öldinni. Halla hafði sérstaka frá- sagnarhæfileika og voru frásagnir hennar frá æskuárunum í Hoffelli gæddar dulúðugum ljóma þá er hún minntist gamla fólksins. Þar heyrði hún margskonar sögur af álfum og öðrum huldum vættum. Hefur þá e.t.v. glæðst með henni sá frásagnarhæfileiki sem hún var svo rík af. Skáldsögur voru upp- áhaldslesefni hennar og þær gat hún endursagt af þvílíkri innlifun að það var sem hún væri að lýsa bestu vinum eða óvinum eftir per- sónugerð sögupersóna. Í samræð- um var hún skemmtileg og fyndin og hafði á hraðbergi ýmiss konar hnyttin orðatiltæki sem öðrum voru ekki töm. Hún skapaði ávallt glaðværð þar sem hún var stödd hvort heldur var yfir kaffibolla í fá- mennum vinahópi eða á fjölmenn- um samkomum. Halla hafði mikla unun af hvers konar ræktun, bæði blóma og trjáa, og bjó sér smátrjáreit í nátt- haganum austan af bænum sínum á Miðskeri þar sem hún bjó með Benedikt manni sínum og börnum þar til þau fluttu sig um set. Litla gróðurhúsið sitt flutti hún með sér og hélt áfram að rækta rósir og aðrar skrautjurtir sem hún sinnti af alúð og natni og sýndi gestum og gangandi með gleði og stolti. HALLGERÐUR JÓNSDÓTTIR ✝ Ása Valdís Jón-asdóttir fæddist 26. febrúar 1927 í Reykjavík. Hún varð bráðkvödd hinn 15. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jónas Halldór Guðmunds- son skipasmiður, f. 2.9. 1891 að Hrauni í Keldudal, Dýra- firði, d. 22.9. 1970, og kona hans, Margrét Ottesen Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 19.2. 1890 að Ingunnarstöðum í Kjós, d. 10.12. 1964. Bræður Ásu eru Pétur Mikkel prófessor í vatna- líffræði við Kaupmannarhafn- arháskóla, f. 18.6. 1920; Guð- Friðrik Arnesen útgerðarmaður, f.10.1. 1873 á Seyðisfirði, d. 6.6. 1937, og Jónína Sigríður Frið- riksdóttir Möller, f. 22.6. 1877 á Akureyri, d. 30.1. 1968. Börn Ásu og Geirs eru: 1) Jón Karl Friðrik prófessor i efna- fræði við Háskóla Íslands, f. 19.4. 1952, kona hans er Sigrún Hjart- ardóttir leikskólasérkennari, f.18.5. 1952, sonur þeirra er Hjörtur. 2) Margrét líffræðingur, f. 15.2. 1954, sambýlismaður hennar er Gísli Guðmundsson efnaverkfræðingur, f. 14.2. 1954. Börn þeirra eru Þorbjörg, Ása Valdís, Hjörleifur og Margrét. 3) Jónas Halldór vélstjóri, f. 14.5. 1957. 4) Nína Sigríður myndlist- arkona og verslunareigandi, f. 30.6. 1960, sambýlismaður henn- ar er Orville Joseph Pennant danskennari og verslunareigandi, f. 10.7. 1967. Dóttir þeirra er Deondra. Útför Ásu Valdísar fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 22. júní og hefst athöfnin kl. 13:30. mundur skipasmiður, f. 12.11. 1921; Jón Örn skipasmíðameist- ari, f. 25.2. 1923, d.19.10. 1983. Að loknu gagn- fræðaprófi nam Ása hattasaum við Iðn- skólann í Reykjavík og dvaldi síðan um tveggja ára skeið í Danmörku þar sem hún lagði stund á handverk og listnám. Eftir að hún hóf störf utan heimilis var það lengst af við verslun- arrekstur og verslunarstörf. Ása giftist Geir Arnesen efna- verkfræðingi, f. 14.5. 1919, d. 16.5. 1991, hinn 22. júni 1951. Foreldrar Geirs voru Jón Carl Það vex inná heiðinni ein veðruð jurt sem vindar hafa ekki slitið burt Þó að nísti blöðin hennar bitur nál ber hún lit að nýju um sumarmál Og þó að gráan hélustilk hún hneigi í svörð hnarreist aftur rís hún er þiðnar jörð Það sem henni yljar best er auglit þitt – heiðin þar sem hefst hún við er hugskot mitt. (Olga Guðrún Árnadóttir.) Það er með söknuði sem við sitj- um hér og skrifum kveðjuorð til ömmu Ásu. Aldrei hefði það hvarflað að okk- ur að leiðir myndu skilja svo snemma. Það er erfitt að ætla í fáum orð- um að minnast ömmu Ásu, því allt frá því að við komum í heiminn hef- ur hún verið svo stór hluti af okkar lífi. Hún amma var sannkölluð of- urkona og ekkert virtist það vera sem var henni ómögulegt, hún var amma sem kunni allt og gat allt. Ef bíllinn hennar bilaði opnaði hún húddið og dró fram leiðbeininga- bæklinginn. Hún var jafn fim á bor- vélina, sem afi gaf henni í afmæl- isgjöf, og saumavélina, en hún var listakona í höndunum, saumaði bæði föt og bútasaumsteppi. Amma setti það hvorki fyrir sig að mála þakið né fara hálf út um gluggana á 2. hæð til að þvo þá að utan. Á Þingvöllum undi amma sér best því hún var mikið náttúrubarn og eftir að afi lést urðu Ásustaðir í raun hennar heimili. Við systkinin höfum búið fyrir austan heilu og hálfu sumrin og má því segja að hún hafi átt stóran þátt í uppeldi okkar. Tímunum saman gátum við spjallað um allt og ekkert. Það var nefnilega þannig að amma hafði einstakt lag á að ná til fólks og þá skipti það engu máli hvort viðmælandinn var 5 ára eða 95 ára. Amma hafði líka mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig hlutirnir ættu að vera og hvernig maður ætti að haga sér og var óþreytandi við að kenna okkur ýmsa praktíska hluti. Það sem stendur upp úr er hvernig hver hlutur hjá henni átti sinn stað og þessi ótrúlega nýtni, engu átti að henda, allt var nýtt og það helst þrisvar sinnum. Amma hafði alltaf nóg að gera og endalaust virtust verkefnin bíða. Okkur krökkunum fannst hún nú stundum alveg ofvirk. Það virtist til dæmis ekki duga henni að stinga upp alla fíflana í sinni lóð á Þing- völlum heldur stakk hún líka upp alla fíflana nálægt sínum lóðamörk- um, til að eiga ekki á hættu að þeir mundu sá sér yfir til hennar. Þrátt fyrir að alltaf væri nóg að gera voru nokkrir fastir liðir sem tilheyrðu verunni í sveitinni. Öll kvöld nema mánudagskvöld var farið í sund. Á leiðinni að sundlauginni skoðaði amma þá grjóthnullunga sem hún hafði augastað á fyrir sumarbústað- arlóðina. Eftir sundferðina voru málin rædd við Þóru á Syðri-Brú yfir matarkexi. Okkur systkinunum til mikillar ánægju var alltaf gert stutt stopp hjá Dísu frænku sem bauð upp á pönnsur og rabarbara- rétti. Á leiðinni heim úr sundi tók hún nokkra steinhnullunga og stafl- aði þeim ásamt okkur systkinunum í Nissan Micra-„flutningabílinn sinn. Fyrir svefninn var svo alltaf boðið upp á lakkrískonfekt og peru- brjóstsykur. Minningarnar eru margar og góðar úr sveitinni og það verður eflaust skrítið að vera þar án ömmu Ásu, að sjá ekki þúst á hreyfingu milli trjánna. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta nærveru ömmu í þennan tíma, sem þó hefði mátt vera lengri. Tíminn sem við áttum með henni var ómetanlegur lær- dómur fyrir lífið, auk þess sem hún skilur eftir sig bestu mömmu í heimi. Hún setti mark sitt á alla hluti í kringum sig og við vonum að það hafi hún líka gert við okkur. Amma Ása var einstök kona. Minn- ing hennar lifir með okkur. Í dag, 22. júní, hefðu afi og amma átt gullbrúðkaup og okkur grunar að afa hafi verið farin að leiðast bið- in. Þín barnabörn, Þorbjörg, Ása Valdís, Hjörleifur og Margrét. Þegar ég hugsa til Ásu tengda- móður minnar koma fjölmargar ólíkar myndir upp í hugann. Mig langar til að segja frá nokkrum þeirra. Ég sá hana fyrst þegar ég kom inn á heimili hennar og Geirs í Hvassaleiti. Ég hafði þá nýlega kynnst Jóni núverandi manni mín- um og elsta barninu hennar. Ása var önnun kafin við einhverjar framkvæmdir í íbúðinni. Ég fann strax fyrir hlýlegu viðmóti hennar þegar hún heilsaði mér. Hún var með sandpappír í höndunum og verkfæri allt í kring. Seinna komst ég að raun um að þetta var einmitt sú mynd sem helst einkenndi Ásu. Hún var sístarfandi og eilíft með nýjar áætlanir á prjónunum. Ása kom með þegar við Jón skoð- uðum fyrstu íbúðina sem við keypt- um. Á örskömmum tíma var hún búin að greina ástand íbúðarinnar, taka eftir öllum vanköntum, raka- skemmd við glugga, sprungu í steypu eða rifu í gólfi. Þá hófst tími endurbóta. Ása var mætt á staðinn, tilbúin í slaginn, pússaði, málaði og boraði. Allt var þetta gert af svo mikilli natni og nákvæmni að okkur hinum fannst stundum nóg um. En Ása sagði þá ákveðið: „Ef maður gerir þetta ekki almennilega núna þá verður það aldrei gert.“ Þegar aðrar konur glöddust yfir djásni eða dýrgripum, gladdist Ása mest yfir borvél eða lóðunartæki sem hún fékk í jólagjöf frá eiginmanni sínum. Ása hafði mjög næmt auga fyrir fallegum hlutum. Vel gert og vand- að handverk eða góð list fór ekki framhjá henni. Hún naut sín á forn- sölum og var eldsnögg að sjá út hvað var ekta og hvað ekki. Ása hefði aldrei klæðst fötum sem ekki voru úr „almennilegu“ efni. Sumarbústaðurinn í Þingvalla- sveit er kafli út af fyrir sig. Þar leið henni best og þangað flutti hún á hverju vori í maílok og hélt þar til allt fram í október. Ekki sat hún þar auðum höndum frekar en endranær. Hún rogaðist með grjót og hraunhellur um lóðina, hún plantaði trjám og dyttaði að húsi. En veran þar var ekki bara vinnan ein heldur naut hún sín ekki síður í faðmi fjölskyldunnar, þegar börn hennar og barnabörn komu í heim- sókn. Þá var slegið upp veislu og setið fram á rauða nótt og spjallað um heima og geima. Ása var mikil heimskona. Hún heimsótti okkur Jón til Bandaríkj- anna í fyrra, þar sem við dvöldum tímabundið. Þetta var eftirminni- legur tími, við ferðuðum talsvert um og það var gaman að upplifa með henni þegar hún hreifst af feg- urð í umhverfinu og vönduðum hlutum. Á sama hátt fór gervi- mennska og óvandaðir hlutir í taug- arnar á henni. Einu sinni sagði hún þegar við settumst inn á veitinga- hús: „Mikið ósköp er ómerkilegt efnið í þessum hnífapörum, ég tæki þau ekki einu sinni með í útilegu.“ Þessar myndir og þúsund aðrar er gott að eiga. Þær munu fylgja mér ævina á enda. Sigrún Hjartardóttir. Í dag er til moldar borin tengda- móðir mín, Ása Valdís. Það var á laugardaginn, sem okkur barst fréttin um lát Ásu. Þetta var fal- legur dagur, sól á himni og róleg- heit yfir heimilinu, svona einn af þessum dögum þegar maður segir: Mikið er dásamlegt að vera til. En steinninn sem settist í hjartastað þennan dag er þar enn og því lang- ar mig til að reyna að létta þá byrði með því að setja nokkur orð á blað um samferð okkar Ásu. Mér finnst langur vegur síðan ég kom fyrst í Hvassaleitið og spurði eftir henni Möggu minni. Geir heit- inn kom til dyra og mældi mig ekki einu sinni út. Ég var greinilega einn af mörgum sem spurði eftir einhverjum af krökkunum í Hvassaleitinu, ég skildi það síðar að það tekur því ekki að koma sér í kynni við alla sem koma inn á heim- ilið. Þeir verða fyrst að sýna hvað í þeim býr eða í það minnsta koma í nokkrar heimsóknir. Mér var boðið í bæinn og meðan beðið var í ofvæni eftir að dóttirin léti sjá sig kom Ása fram og kynnti sig. Þá var ég greinilega tekinn út og þar sem ekki var til siðs að háskólanemar í þá daga leggðu mikið upp úr klæða- burði eða útliti hef ég ugglaust ekki skorað mörg stig hjá Ásu í þetta skiptið. En þrátt fyrir það hefur hún séð eitthvað við drenginn og dró mig framhjá ryksugu, sem allt- af var á miðjum ganginum, og inn í stofu. Þar sýndi hún mér nýjustu framkvæmdir, búið að brjóta einn vegg og nú átti að skipta um gólf- efni, teppin áttu að fara út til að hægt væri að parketleggja alla neðri hæðina og svo átti að skipta um gler og líklega þyrfti hún að mála þakið í sumar. Mér fannst þessi litla kona ansi áköf og stjórn- söm. Því skaust í gegnum hugann, að ekki yrði gott að fá Ásu fyrir tengdamömmu; kona með þennan fítonskraft yrði sjálfsagt með nefið ofan í öllum málum barna sinna. En annað kom í ljós og þegar ég hugsa til baka man ég ekki eftir að hallað hafi í eitt einasta skipti á vináttu okkar í þessi rúmlega tuttugu ár, sem leiðir okkar lágu saman. Og ég ÁSA VALDÍS JÓNASDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.