Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LAGADEILD Há- skóla Íslands er hluti af hinu alþjóðlega há- skólasamfélagi – á sama hátt og á við um allar aðrar deildir Há- skólans. Stefnt er að því, að gæði kennslu og rannsókna við deildina fullnægi sam- svarandi kröfum og gerðar eru til hlið- stæðrar háskólastarf- semi við virta erlenda háskóla, einkum með- al annarra Norður- landaþjóða. Um langt skeið hefur deildin haldið uppi margvís- legum samskiptum við samsvar- andi deildir og rannsóknastofnanir við ýmsa erlenda háskóla, fyrst og fremst í Vestur-Evrópu og Banda- ríkjunum en einnig víðar, og tengslin við lagadeildir sumra há- skóla meðal frændþjóða okkar á Norðurlöndum hafa löngum verið mjög náin, enda má með sanni segja að margt sé líkt með skyld- um. Fjölmargir íslenskir lögfræðing- ar hafa farið til framhaldsnáms við erlenda háskóla og á síðari árum hefur, sem betur fer, færst mjög í vöxt að íslenskir laganemar dvelj- ist um eins eða tveggja missera skeið við lagadeildir erlendra há- skóla eftir ákveðnu kerfi, sem kom- ið hefur verið á, einkum meðal Evrópuþjóða, og fái það nám síðan viðurkennt, er þeir snúa aftur til lagadeildarinnar hér til að ljúka námi sínu. Samskipti Orators, félags íslenskra laga- nema, við samsvar- andi námsmannafélög meðal ýmissa annarra þjóða hafa einnig ver- ið virk og öflug og leitt til mikilla kynna. Ekki fer á milli mála, hvert gagn ís- lenskum lögfræðing- um og lögvísindum hefur stafað af þess- um samskiptum öllum. Kynni íslenskra lög- fræðinga og laganema af réttarumhverfi meðal annarra þjóða (sumra okkur framandi) hafa tvímælalaust dýpk- að og breikkað menntun þeirra, opnað þeim sýn til nýrra lausna á lögfræðilegum vandamálum eða viðfangsefnum og greitt fyrir fag- legum samskiptum við erlenda starfsbræður og -systur sem og við aðra erlenda menn, eins og nauð- syn ber til í starfi löglærðra manna nú á tímum. En hitt er ekki síður mikilvægt, að á vit lagadeildar Háskóla Ís- lands leiti erlendir fagmenn, annað hvort til að miðla fræðslu eða til að afla sér hennar hér á landi. Rann- sóknaháskóli á borð við Háskóla Íslands, sem vill sitja við sama borð og aðrir virtir háskólar um víða veröld, verður m.a. að laða til sín erlenda vísindamenn og stúd- enta til að auðga og styrkja starf- semi sína. Annars er augljós hætta á einangrun, faglegri stöðnun og um leið afturför. Þetta á við um all- ar deildir Háskólans – lagadeild ekki síður en aðrar deildir. Lengi voru ýmsir annmarkar á því, að lagadeild gæti boðið erlend- um laganemum upp á nám hér, sem gæti verið formlegur liður í laganámi þeirra í heimalöndunum. Möguleikar til þessa komu fyrst til sögunnar, svo að um munaði, eftir að íslensk stjórnvöld gengu að gagnkvæmum samningum við menntamálayfirvöld margra ann- arra þjóða, sem ætlað er að auð- velda stúdentum að stunda há- skólanám í öðrum löndum en þeirra eigin. Á síðari árum hefur lagadeild notið góðs af styrkjum frá Evrópubandalaginu fyrir til- stilli hinnar svonefndu Erasmus- áætlunar, sem ætlað er að örva námsferðir stúdenta og kennara, þannig að allnokkur fjöldi erlendra laganema hefur átt þess kost, fjár- hagslega, að nema um nokkurt skeið við deildina með fullum vel- vilja þeirra háskóla, sem þeir eru skráðir við í sínum heimalöndum. Einnig hafa nokkrir laganemar frá öðrum Norðurlandaþjóðum stund- að hér nám með styrkjum, sem fjármagnaðir eru af Norræna ráð- herraráðinu. Haustið 1995 voru fyrst tekin upp reglubundin námskeið fyrir er- lenda stúdenta við lagadeild. Síðan þá hefur verið boðið upp á nám á ensku, á hverju haustmisseri, í völdum námsgreinum lögfræðinn- ar, sem skírskota bæði til fjöl- þjóðlegra réttarreglna og íslensks lagaumhverfis, þ.e. í samanburð- arrefsirétti, Evrópurétti, réttar- sögu og hafrétti. Námskeið þessi hafa yfirleitt verið sótt af 10-15 laganemum, sem eru á lokastigi háskólanáms í sínum löndum, og hafa þeir síðan fengið námskeiðin viðurkennd í heimaháskólum sín- um, þegar þeir snúa aftur til þeirra. Hafa nemendurnir komið frá ýmsum löndum Evrópu og er rétt að benda á, að Norðurlandabú- ar hafa verið þar í miklum minni hluta. Mikil eftirspurn hefur einnig verið eftir því, að deildin byði upp á sambærilegt nám á vormisseri ár hvert. Má í því sambandi m.a. benda á, að sumir hinna erlendu nemenda hafa fengið styrki til heils árs náms hérlendis og er því baga- legt ef ekki reynist unnt að mæta þörfum þeirra til fullnustu, en eins er hitt, að forsvarsmenn ýmissa er- lendra háskóla hafa bent á, að ef lagadeild geti ekki boðið upp á heils vetrar nám fyrir erlenda nemendur geti hæglega farið svo, að þeir sömu háskólar muni ekki sjá sér fært að taka við íslenskum laganemum til náms í svo langan tíma. Á því vormisseri, sem nú er senn liðið, var því, í fyrsta sinn, boðið upp á skipulegt viðbótarnám, á nýjum námskeiðum á ensku fyrir erlenda laganema. Er þar um að ræða valin efni úr réttarheimspeki og stjórnskipunarrétti ásamt sér- greindum Evrópurétti. Jafnframt hefur verið ákveðið, að á næsta vormisseri verði aukið við nám- skeiði í alþjóðlegum umhverfisrétti – og enn þyrfti að bæta við nám- skeiði síðar ef tök verða á, t.d. í al- þjóðlegum mannréttindareglum. Skemmst er frá því að segja, að námskeið þessi hafa mælst mjög vel fyrir meðal þeirra erlendu laga- nema, sem hafa sótt þau. Hefur þeim yfirleitt fallið dvölin hér vel og farið heim góðri reynslu ríkari. Erlendu stúdentarnir hafa, allir sem einn, verið þjóðum sínum og háskólum til sæmdar og lífgað mjög upp á starfið og félagslífið í lagadeild, enda hafa íslenskir laga- nemar m.a. lagt sig fram um að sinna þeim og aðstoða á alla lund, auk starfsmanna deildarinnar sem og Alþjóðaskrifstofu háskólastigs- ins, sem hefur milligöngu um námsvist erlendu stúdentanna hér. Þessi nýi og spennandi þáttur í starfi deildarinnar krefst hins veg- ar mannafla og fjár, sem ekki ligg- ur á lausu. Honum verður ekki haldið uppi nema skilningur há- skólayfirvalda og annarra stjórn- valda sé tryggður, þannig að treysta megi á auknar fjáraveit- ingar í þessu augnamiði. Erlendir nemendur við lagadeild Háskóla Íslands Páll Sigurðsson Lagadeild Þessi nýi og spennandi þáttur í starfi deildar- innar, segir Páll Sig- urðsson, krefst hins vegar mannafla og fjár, sem ekki liggur á lausu. Höfundur er forseti lagadeildar Háskóla Íslands. LANDSVIRKJUN hefur sent Skipulags- stjóra gögn vegna mats á umhverfis- áhrifum svokallaðrar Kárahnjúkavirkjunar. Í framhaldi hafa sprottið nokkrar deil- ur um ætlaða arðsemi framkvæmdarinnar. Meðal annars hefur verið deilt um líklega þróun álverðs næstu 60 til 100 árin enda hafa deilendur gengið útfrá að verð á fram- leiðslu virkjunarinnar verði tengt álverði. Ég álít skynsamlegra að skoða framleiðslukostnað á orkueiningu frá Kárahnjúkavirkj- un og bera saman við orkuverð sem stórkaupendum stendur til boða annars staðar í heiminum. Kostnaður við að framleiða raforku með vatnsafli Þessi kostnaður er í grófum dráttum þríþættur: Í fyrsta lagi fjármagnskostnaður, þá daglegur rekstrarkostnaður og loks um- hverfiskostnaður. Fjármagns- kostnaðurinn ræðst annars vegar af fjárfestingarkostnaði og hins vegar af því hvaða ávöxtunarkrafa er gerð. Þeim mun hærri ávöxt- unarkrafa, þeim mun hærri fjár- magnskostnaður. Rekstrarkostn- aður raforkumannvirkja ræðst af umfangi mannvirkjanna og um- hverfiskostnaðurinn af því hversu verðmætri náttúru er raskað. Skoðum nú hvern kostnaðarþátt fyrir sig. Fjármagnskostnaður Til að reikna árlegan fjármagns- kostnað þarf upplýsingar um fram- kvæmdakostnað og ávöxtunar- kröfu. Ráða má af ýmsum ummælum forráðamanna Lands- virkjunar að fram- kvæmdakostnaður sé einhvers staðar á bilinu 100 til 120 milljarðar króna. Inn í þær upphæðir vant- ar eðlilega kostnað við mótvægisframkvæmd- ir sem Skipulagsstjóri og umhverfisráðherra kunna að krefjast verði framkvæmda- leyfi veitt. Vitnað hef- ur verið til ummæla fyrrverandi iðnaðar- ráðherra þess efnis að rétt sé að miða við 5-6% ávöxt- unarkröfu. Undirritaður telur líklegt að Landsvirkjun geri hærri ávöxtun- arkröfu til eiginfjár en þessu nem- ur. Í Noregi þar sem mikið hefur verið byggt af vatnsaflsvirkjunum er notuð 8% raunávöxtunarkrafa í tengslum við virkjanaframkvæmd- ir (sjá t.d. Finansdepartementet (2000): Veiledning i samfunns- økonomiske analyser). Áhættuálag vegur þungt í þeirri kröfu. Vegna smæðar íslenska hagkerfisins er eðlilegt að gera til- kall til hærri ávöxtunar vegna framkvæmda hér. Því til stuðnings má benda á að Þjóðhagsstofnun kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni: The impact of the Noral Project on Iceland’s Eco- nomy að óvíst sé hvort fram- kvæmdirnar muni auka eða minnka lánshæfismat íslenska rík- isins. Þess vegna gæti verið skyn- samlegt hér að styðjast við 2-4% hærri raunávöxtunarkröfu en hið konunglega norska fjármálaráðu- neyti gerir vegna framkvæmda innan norska raforkukerfisins. Árlegur rekstrar- kostnaður Reyndir menn úr raforkugeir- anum segja mér að rekstur raf- kröfu í upphafi að orkuverið geti greitt á bilinu 400 til 1000 milljónir árlega fyrir notkun á auðlindinni. Framleiðslukostnaður á kílóvattstund Að gefnum þeim upplýsingum sem hér hafa verið fundnar til má reikna út hvað kostar að framleiða hverja kílóvattstund í virkjuninni. Niðurstöður slíkra útreikninga koma fram í meðfylgjandi töflu. Gefum okkur að stofnkostnaður virkjunarinnar sé 110 milljarðar króna, að ávöxtunarkrafa sé 10% og að virkjuninni sé ætlað að greiða 800 milljónir króna fyrir landspjöll árlega, þá kemur í ljós að kostnaður á framleidda kíló- vattstund er kr. 2,58 eða um 25 mills. Er ódýrt að framleiða orku við Kárahnjúka? Framleiðslukostnaður á kílóvatt- stund í Kárahnjúkavirkjun er á bilinu 1,82 krónur uppí 3,07 krónur á kílóvattstund allt eftir því hvort stofnkostnaður virkjunarinnar raunverulega verður 100 eða 120 milljarðar; hvort ávöxtunarkrafan er 8% eða 12% og hvort virkj- uninni verður gert að greiða að- eins 400 milljónir á ári í auðlinda- gjald eða 1000 milljónir. Í Mbl. 18. janúar 2000 upplýsti ráðgjafi Landsvirkjunar í orkusölumálum, Robin Adams, að mjög mörg lönd gætu boðið orku á 15-20 mills eða 1,5 til 2 kr á kílóvattstund. Í þessu samhengi er rétt að horfa til þess að staðsetning álvers við Reyð- arfjörð hefur ýmsa ókosti í för með sér fyrir eiganda þess: Reyð- arfjörður er í mikilli fjarlægð frá aðfanga- og afurðamörkuðum og fámenni á austfirskum vinnumark- aði er tiltakanlegt. Þessa ókosti er hægt að vinna upp með því að bjóða orkuna á lægra verði en hjá samkeppnisaðilum. Það er því hætt við að erfitt geti reynst fyrir samningamenn Landsvirkjunar að fá viðunandi verð fyrir orkuna frá Kárahnjúka- virkjun. Hvað kostar að framleiða orku við Kárahnjúka? Þórólfur Matthíasson Virkjanir orkuvers af þessari stærð sé lík- lega 800 milljónir á ári. Umhverfiskostnaður Landsvirkjun hefur hliðrað sér við að leggja mat á verðmæti þeirra landsvæða sem verður rask- að eða eytt með virkjanafram- kvæmdunum. Hins vegar hefur Nele Lienhoop sagt frá því hér í blaðinu 14. júní s.l. að Íslendingar væru tilbúnir að greiða um 400 milljónir króna árlega í auknum sköttum fyrir að eiga svæðið norð- an Vatnajökuls sem þjóðgarð. Guðmundur Ólafsson hefur slegið fram að fórnarkostnaður vegna tapaðra tekna af ferðamennsku geti farið upp í um milljarð króna. Það er því eðlilegt að gera þá Höfundur er dósent í hagfræði við HÍ. Framleiðslukostnaður á kílóvattstund Stofnkostnaður 100 milljarðar króna Ávöxtunar-krafa 6,00% 8,00% 10,00% 12,00% 15,00% 18,00% 20,00% Auðlindagjald 0 kr 1,43 1,82 2,22 2,62 3,23 3,84 4,25 400 m.kr 1,51 1,90 2,30 2,70 3,31 3,93 4,34 600 m.kr 1,55 1,94 2,34 2,74 3,35 3,97 4,38 800 m.kr 1,59 1,98 2,38 2,78 3,40 4,01 4,42 1000 m.kr 1,63 2,02 2,42 2,82 3,44 4,05 4,46 Stofnkostnaður 110 milljarðar króna Ávöxtunarkrafa 6,00% 8,00% 10,00% 12,00% 15,00% 18,00% 20,00% Auðlindagjald 0 kr 1,56 1,98 2,42 2,87 3,54 4,21 4,66 400 m.kr 1,64 2,06 2,50 2,95 3,62 4,29 4,74 600 m.kr 1,68 2,10 2,54 2,99 3,66 4,34 4,79 800 m.kr 1,72 2,14 2,58 3,03 3,70 4,38 4,83 1000 m.kr 1,76 2,19 2,62 3,07 3,74 4,42 4,87 Stofnkostnaður 120 milljarðar króna Ávöxtunarkrafa 6,00% 8,00% 10,00% 12,00% 15,00% 18,00% 20,00% Auðlindagjald 0 kr 1,68 2,15 2,63 3,11 3,85 4,58 5,07 400 m.kr 1,76 2,23 2,71 3,19 3,93 4,66 5,15 600 m.kr 1,80 2,27 2,75 3,23 3,97 4,70 5,19 800 m.kr 1,85 2,31 2,79 3,28 4,01 4,74 5,24 1000 m.kr 1,89 2,35 2,83 3,32 4,05 4,79 5,28 Framleiðslukostnaður er kr. 1,82 til 3,07, segir Þórólfur Matthíasson, eftir stofnkostnaði, ávöxtunarkröfu og auð- lindagjaldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.