Morgunblaðið - 22.06.2001, Side 47
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 47
UM ÞESSAR
mundir tala Evrókrat-
ar mikið um, að EES-
samningurinn dugi
ekki lengur. Sam-
kvæmt honum séum
við áhrifalaus um
stefnumótun ESB, en
Alþingi verði að lög-
gilda óbreytt laga- og
reglugerðarflóð þeirra
á samningssviðinu. Af
þessu draga þeir þá
röngu ályktun, að við
þurfum að sækja um
aðild að ESB til þess
að hafa áhrif á þessar
vaxandi skriffinnsku-
reglur.
Þessi hugsunarháttur byggist
annaðhvort á furðulegri fáfræði eða
misskilningi.
Auðvitað er EES-samningurinn í
fullu gildi í dag, eins og hann var
gerður sem viðskiptasamningur um
fjórfrelsið. Kaupsýslumenn og fyr-
irtæki ríkjanna stunda nú viðskipti á
grundvelli hans líkt og frá upphafi
var gert. Ekkert hefur breyst að því
leyti. Hann er statísk umgerð og
framkvæmdur í daglegum viðskipt-
um kaupsýslumanna aðildarríkj-
anna. Með samningnum skertum við
viðskiptakjör Bandaríkjanna, Jap-
ans, Rússa og annarra utansvæð-
isríkja um a.m.k. 10% með breyt-
ingu á tollskrá, en hygluðum
EES-ríkjunum samsvarandi eða
meira. Þessi veruleiki í dag er eins
og hann var við lögtöku Oporto-
samningsins. Samningsbundnu við-
skiptakjörin hafa ekki breyst. Þau
eru hin sömu í dag og þá.
Hitt er svo annað mál, að EES-
samningurinn var illa gerður. Fólki
verður æ betur ljóst, hversu mikil
handvömm hann er.
Stærsti galli hans er sá, að með
honum var tekin upp óhagstæð
blanda af hreinni fríverslunarstefnu
EFTA, sem við bjuggum áður við og
er okkur hagstæð, og fullveldis-
skerðandi tolla-, hafta- og laga- og
reglugerðafargani ESB með lög-
töku Evrópuréttarins á samnings-
sviðinu, sem er okkur óhagstæð.
Þar er að finna uppsprettu áhrifa-
leysis okkar á þróun Evrópuréttar-
ins, þótt við höfum gengið í snöruna
sem þolendur hans.
Þetta truflar þó ekki
framkvæmd EES-
samningsins sem við-
skiptasamnings. Sem
slíkur er hann statísk-
ur og framkvæmdur í
okkar milliríkjavið-
skiptum við EES-ríkin
árið út og inn. Þetta
ættu Samtök atvinnu-
lífsins að skilja og vita
best vegna eigin
reynslu kaupsýslu-
manna okkar í dagleg-
um störfum þeirra.
Stærstu mistökin við
samningsgerðina voru
lögtaka Evrópuréttar-
ins á samningssviðinu. Með því fórn-
uðum við takmörkuðu fullveldi, eins
og endalaus lögtaka laga- og reglu-
gerðafargans ESB á Alþingi und-
anfarin ár sannar ótvírætt.
Þar að auki fórnuðum við með
sjávarútvegsannexíu EES-samn-
ingsins hluta af sigrum okkar í land-
helgismálinu með því að opna land-
helgina fyrir ESB-flotanum til þess
að þeir geti fiskað árlega innan
hennar 3.000 tonn af karfa, auk þess
að gefa flota ESB „samkeppnisjafn-
rétti“ við íslensk fiskiskip til athafna
í íslenskum höfnum.
Í ljós hefur líka komið, að kostn-
aður okkar af samningnum var í
upphaflegu tölum utanríkisráðu-
neytisins stórlega vanreiknaður, en
tekjur vegna tollalækkana af sjáv-
arafurðum ofreiknaðar. Hefur tapið
numið tugum milljóna á hverju ári,
eins og sjá má á myndriti I.
Allar þessar forsendur, og rýrnun
EES vegna inngöngu Austurríkis,
Finnlands og Svíþjóðar í ESB, gefa
okkur rétt til þess að alþjóðalögum
að taka upp viðræður við ESB um
tvíhliða fríverslunarsamning á
grunni EES-samningsins, en án
kostnaðarsömu stofnanaákvæðanna,
án fullveldisafsalsins um gildi Evr-
ópuréttarins, án opnunar fiskveiði-
lögsögunnar til að veiða árlega 3000
tonn af karfa og án ákvæða um jafn-
rétti skipa ESB við íslensk skip í ís-
lenskum höfnum. Fríverslunar-
samningar Færeyja og Sviss við
ESB hafa fordæmisgildi. Undirbún-
ingur tvíhliða fríverslunarsamnings
í þessum dúr, á grundvelli mark-
miða EFTA og Alþjóðaviðskipta-
stofnunarinnar, eru rökrétt við-
brögð við „áhrifaleysinu“, sem
Evrókratar tala um, en ekki sú
heimska að undirbúa umsókn um
aðild að ESB.
Myndrit I:
Í gjaldadálki er margvíslegur
kostnaðrauki, sem leitt hefur af
framkvæmd EES-samningsins. Í
tekjudálki eru óbreyttar tölur utan-
ríkisráðherra frá sínum tíma um
áætlaðan ábata vegna tollalækkana
af sjávarafurðum. Reiknað var út
frá tölum ársins 1990. Árleg gjöld
umfram tekjur vegna tollalækkana
eru kr. 145 milljónir 1993–97, en kr.
45 milljónir 1997 og síðar. Rauntölur
munu vera óhagstæðari, en hvorki
ráðuneytið né Þjóðhagsstofnun telja
sig geta gefið þær upp. Sjá nánari
umfjöllun í greinum mínum „Öfug-
mælaskáldskapur aldarinnar“ í Mbl.
6. og 7. nóvember 1992.
Viðræður um
fríverslunar-
samning?
Hannes
Jónsson
Evrópumarkaður
Stærstu mistökin
við samningsgerðina,
segir Hannes Jónsson,
voru lögtaka Evrópu-
réttarins á samnings-
sviðinu.
Höfundur er félagsfræðingur
og fv. sendiherra.
! " # $ % & '! ()
) * + &
, '
-* , ' -*
. /) -*
* 0 1 "
2 3
2 #
() -*
40 & 3 verslunarmiðst. Eiðstorgi,
sími 552 3970.
Stretchbuxur
St. 38–50 - Frábært úrval
ANDLIT manns og lands
Ljósmyndasýning Morgunblaðsins á Akureyri
Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins, og Morgunblaðið efndu til
samkeppni um bestu ljósmyndir fréttaritara frá árunum 1999 og 2000.
Í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri er sýning á þeim myndum sem
dómnefnd taldi bestar.
Myndefnið er fjölbreytt en myndin hér að ofan er ljósmynd Jóns Sigurðssonar
á Blönduósi, Lífið er línudans.
Sýningin stendur til mánudagsins 2. júlí.
Myndirnar á sýningunni eru til sölu.
Útileiktæki
H
ön
nu
n:
G
un
na
r
S
te
in
þ
ór
ss
on
/
M
yn
d
sk
re
yt
in
g:
K
ár
i G
un
na
rs
so
n
/
06
. 2
00
1
Frábæ
rt
verð!
Rólur -margar gerðir
Rennibrautir
Buslulaugar