Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 55
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 55 HÖLDUM ró okkar og ekki vera sí- fellt að leita að sökudólgum. Mér finnst að sjómenn gætu breytt sinni veiðiaðferð og þeir ættu að ganga jákvæðari til veiðanna. Mig langar að minna á það að um og fyrir aldamót 1900 var stundum svo mikil ördeyða að ekki fékkst bein úr sjó í langan tíma. Að vísu var þá aðeins veitt á handfæri en við höfum margar heimildir fyrir því og aðgengilegar að jafnvel Faxaflói, sem var ein af okkar bestu gullkistum þá, var alveg fisklaus ár- ið 1904. Þótt bæði íslenskar og franskar stórar skútur flengdust um allan sjó var alveg ördeyða. Núna gerist það vetur eftir vetur (um hrygningartímann) að myndir birtast af sjómönnum sem hver í kapp við annan lætur mynda sig með svo stóran þorsk að hann varla loftar honum. Þetta er svo sem glæsilegt, ef maður vissi ekki að innan í þessum fiskum er efni í tugi milljóna þorska ef hrygning tækist með besta móti. Þótt verið sé að loka smásvæðum um hrygningar- tímann er það ekki nóg, það þarf að banna alla veiði á hrygningartím- anum á þeim svæðum þar sem fisk- urinn hrygnir. Og það þarf að banna togurum að fiska, t.d. innan 12 mílna, til prufu í nokkur ár og taka í alvöru á brottkastinu. Á ár- unum fyrir og upp úr 1950 áttum við um 20 síðutogara af stærðinni 500-700 tonn, núna hinn 7. júní telur maður 36 skuttogara af stærðinn 1000-3000 tonn uppi í landsteinum sem virka eins og ryksugur. Það vita allir að minnst einn þriðji til helmingur afla þessara togara fer beint í sjóinn aftur og komið er að landi aðeins með beinlaus og roð- laus flök. Í mörg ár hef ég skrifað um þetta brottkast hjá frystitog- urunum. Ég sagði einu sinni frá togara sem kom úr Barentshafi með 200 tonn af flökum árið 1996. Morg- unblaðið sagði þá að það hefðu verið 600 tonn upp úr sjó.Ég held að fyrir þá sem eitthvað þekkja til veiða á sjó sé ekki vandi að vita hvað hefur orðið um fiskinn sem hvarf. Svo er það annað; netaveiðiskip veiða alltaf stærsta fiskinn um leið og hann er að hrygna. Hvalir og sel- ir hljóta að éta milljónir tonna af fiskafurðum, ef ekki fiskinn þá ætið frá honum, þannig að við verðum að fara að veiða hvali strax þegar markaður fyrir afurðina finnst. Nú hefur nefnd um brottkast fisks skil- að sínu starfi. Hver er ekki sam- mála þessari þriggja manna nefnd? Togaraeigandinn úr Hafnarfirði. KARL ORMSSON, Gautlandi 5, Reykjavík. Göngum skynsamlega um fiskimiðin, stærsta gjaldeyrisforða okkar Frá Karli Ormssyni: STÚLKNAKÓR Reykjavíkur lagði land undir fót 9. júní sl. og hélt til strandbæjarins Marina di Massa á vesturströnd Ítalíu og dvaldi þar í viku við söngæfingar undir stjórn Margrétar Pálmadóttur söngstjóra. Rúmlega 30 stúlkur á aldrinum 10 til 14 ára tóku þátt í ferðinni auk nokkurra foreldra undir styrkri stjórn fararstjórans Sigríðar Önnu Ellerup. Stúlkurnar stunduðu ekki aðeins söngæfingar í ferðinni því þær sungu tvisvar sinnum opinberlega þessa viku. Stúlknakórnum var boð- ið að syngja við opnun listahátíðar í bænum Asta vestarlega á Póslétt- unni þar sem mikið er framleitt af þekktu freyðivíni. Á listahátíðinni var m.a. verið að opna sýningu nokkurra íslenskra myndlistar- manna sem standa saman að lista- gallerínu „Meistari Jakob“ á Skóla- vörðustíg í Reykjavík. Var söng stúlknakórsins mjög vel tekið af boðsgestum á hátíðinni og undr- uðust þeir hve söngur svo ungra stúlkna var agaður og framburður á latneskum textum skýr. Einnig söng Stúlknakór Reykjavíkur við kaþólska messu í heimabænum, Marina di Massa, þar sem stúlk- urnar fluttu latneska messukafla og íslensk og erlend lög. Táruðust kirkjugestir yfir fallegum söng stúlknanna og hrópuðu bravissimo og klöppuðu þeim lof í lófa þegar þær gengu út úr kirkjunni. Fullyrða má að íslensku stúlk- urnar voru góð landkynning í þess- ari ferð. Æfingabúðir sem þessar á erlendri grund skila að sjálfsögðu miklum árangri í betri söng auk þess sem þátttakendur fá tækifæri til að kynnast annarri menningu og læra ýmislegt í framkomu sem ung- um dömum er hollt að tileinka sér. Auk þess að stunda strangar æf- ingar og syngja opinberlega fyrir fyrir erlenda áheyrendur fóru stelpurnar á ströndina og lærðu að prútta við strandsölumenn um æskilegt verð á ýmsum varningi. Þá foru stúlkurnar í tvær kynnisferðir, upp í Marmarafjöllin ofan við bæ- inn þar sem tekinn hefur verið marmari í höggmyndir og kirkjur og hallir Evrópu um aldir. Einnig skruppu þær til Pisa þar sem skakki turninn hallar enn undir flatt. Það voru því sólbrúnar og sælar söngstúlkur sem flugu heim frá Mílanó 16. júní sl. tilbúnar til að taka þátt í þjóðhátíðardagskránni í Reykjavík. Þessi söngferð til Rív- íerunnar ítölsku var því samfelld sól, sæla og söngur fyrir Stúlkna- kór Reykjavíkur. BJARNI REYNARSSON, Ásvallagötu 75, Reykjavík. Bjartar raddir á Rívíerunni Frá Bjarna Reynarssyni: Kórinn við kirkjudyr í Marina di Massa. Skeifunni 17 sími 550-4100 Furuvöllum 5 sími 461-5000 Sumartilboð Intel Celeron 450MHz örgjörvi • 6.0GB harður diskur • 64MB vinnsluminni • Geisladrif • 10.4” TFT snertiskjár • Hljóðkort • 56Kb mótald • 10/100 netkort Win 98 SE stýrikerfi • MS Word 2000 700MHz Celeron • 64 MB vinnsluminni • 6.0 GB harður diskur • 12,1” TFT skjár • Geisladrif • 56K mótald • Win 98 SE • MS Word 2000 • MS Works 2000 500Mhz Pentium III • 64MB • 11,3” TFT skjár • 6GB diskur • 56K mótald / 10/100 netkort • Win 98 stýrikerfi 700Mhz Intel celeron • 64 MB vinnsluminni • 5.0 GB harður diskur • Geisladrif • 56K mótald • 12,1” HPA skjár • Win 98 ME stýrikerfi • MS Works 2000 • MS Word 2000 Office1 03/06-2001 Toshiba Portege 3440CT Intel Celeron 700 • 128MB vinnsluminni • 10GB harður diskur • TFT 13.3" skjár • 8xDVD • 56K mótald • Hátalarar • Win 98 ME stýrikerfi Fujitsu Siemens Lifebook 2154 Fujitsu Siemens Lifebook 4355 kr: 139.900,- kr: 199.900,- kr: 169.900,- kr: 149.900,- kr: 129.900,- Fujitsu Siemens Liteline 700 Toshiba Satellite 1700-500 AFMÆLI „Tíminn líður hratt og vér erum á flugi.“ Þessi orð í fræðum Pét- urs biskups minna mig á merkisafmæli Hálf- dans frá Dalsseli, sem ég með þessum línum sendi síðbúna afmælis- kveðju. Af óvandabundnum mönnum gerði Hálfdan mér einna stærstan greiða um ævina. Hann lærði útvarpsvirkjun og var umboðsmaður Við- tækjaverslunar. Útvarp í sveitum var bylting – menningarbylting. En á þessum tíma var kreppa í landi og afkoma ömurleg. Útvarp var því óvíða á sveitabæjum á fjórða ára- tug. Við Hálfdan vorum nágrannar á þessum árum. Á haustdögum 1936 segir Hálfdan: Þú verður að fá þér út- varpstæki. Ég kvaðst blankur, sem satt var. Þessu svaraði Hálfdan svo: Ég kem með tæki og set það upp með tilheyr- andi. Þú borgar þegar þú getur. Þessu kostaboði gat ég ekki hafnað. Tækið var Philips þriggja lampa. Þá var ekkert rafmagn í sveitinni. Vegna þess þurfti tvo dýra rafgeyma á ári og tvo svokallaða „sýrugeyma“. Þá þurfti að hlaða á 10–12 daga fresti. Til þess þurfti ég að fara austur að Seljalandi í V-Eyjafjallahreppi og vaða tvær ár, önnur þeirra Markar- fljót. Fljótið var ekki vatnsmikið á haustin en gat verið fjári straumhart. Var vissara að hafa trausta vatna- stöng. Nokkuð var á sig lagt fyrir þessa „akademíu“ dreifbýlisins. Hver gerði svo nú? Við hjón fluttum til Eyja í lok kreppunnar. Þá var þar skortur á raf- magni og útvarpstækjum svo nokkuð sé nefnt, skömmtun. Ég panta út- varpstæki hjá raftækjakaupmanni. Hann fær loks tvö útvarpstæki. Svo vel vildi til að amma kaupmannsins var langamma mín og út á það fékk ég ágætt Marconitæki. Hverfum nú til náttúrunnar. Sum- arið 1943 ákveðum við tveir félagar og konur okkar ferð inn á Landmanna- HÁLFDAN AUÐUNSSON afrétt. Þar er fagurt land og túrisminn hafði enn ekki numið svæðið. Ég vissi að Hálfdan í Dalsseli átti góðan vörubíl. Hann varð góð- fúslega við tilmælum mínum um óbyggða- ferð. Eitt fagurt ágúst- kvöld hófst óbyggða- ferðin með rómantískri kvöldsiglingu upp í Landeyjasand með trillubáti. Á miðju logn- væru sundinu kom babb í bátinn, vélarstopp. Leiðsla í sundur og bensín rann niður í bátinn. Þrjár hjúkkur stigu um borð í Eyjum í boði skipparans. Loks fór mótirinn að „fungera“ á ný en í lend- ingu brann farkosturinn. Um nóttina gisti „skipbrotsfólkið“ á Bakka í Landeyjum. Í býti að morgni kom Hálfdan að bakka eins og samið var. Og nú bætt- ist í hópinn Leifur Loftsson, smiður frá Bakka, kunningi okkar Sigurðar félaga míns. Logn var og skyggni frábært. Við karlarnir þrír stóðum á bílpallinum en konurnar sátu inni hjá bílstjóra. Hann var líka fararstjóri. Vanir bílstjórar finna alltaf bestu leiðirnar. Við sem úti stóðum nutum útsýnisins best og fundum ekki til þreytu. Þvílíkur mun- ur eða boddýbílarnir með hörðu tré- bekkina og stundum þurfti jafnvel að stafla. Klukkan 10 að kvöldi var komið í Landmannalaugar. Við sváfum í kof- anum og allt var kyrrt. Á öðrum degi var gengið austur í Laugar. Svo heill- uð vorum við af fjölbreytileika lands- ins og öræfakyrrðinni að við bættum degi við áætlaðan dvalartíma að til- lögu Hálfdans, okkar ágæta bílstjóra, en engu fékkst hann til að bæta við fargjaldið sem var þó lágt. Ekki löngu eftir þetta ferðalag okk- ar spurðist að Hálfdan og Sigríður Kristjánsdóttir kona hans hefðu reist nýbýli frá Seljalandi með umsvifa- miklum búrekstri. – Við Ille sendum Hálfdani bestu kveðjur og þökkum gömul og góð kynni. Haraldur Guðnason. INNLENT Á AUKAFUNDI skipulags- og um- ferðarnefndar Hafnarfjarðar sem haldinn var í hádeginu fimmtudag- inn 14. júní voru til lokaafgreiðslu til- lögur um nýtt miðbæjarskipulag. Borist höfðu á annan tug athuga- semda frá bæjarbúum sem fjallað var um á lögformlegan hátt og tekið tillit til mjög margra þeirra. Gunnar Svavarsson og Trausti Baldursson, fulltrúar Samfylkingar- innar, lögðu til að kvöðum í skipu- lagstillögunni vegna hússins Dvergs við Lækjargötu yrði breytt á þann hátt að heimilt yrði að húsið viki. Ekki yrði gert ráð fyrir íbúðum í húsinu fram að þeim tíma er húsið yrði rifið. Töldu tillöguflytjendur að húsið hefði ekki listrænt gildi og frá skipulagslegum sjónarhóli væri óskynsamlegt að hefja endurgerð þess með lélegum gæðum á íbúðum í þeim húsakosti sem fyrir er. Þeir lögðust alfarið gegn því að breyta núverandi auðum iðnaðarhæðum í íbúðarhúsnæði. Þar sem Hafnar- fjarðarbær er stór eigandi hússins og starfsemi í því er nærri lögð af er tækifæri til þess nú að hafna húsinu sem framtíðarbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar. Tillagan féll á jöfnu því fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá við af- greiðsluna. Fulltrúar Samfylkingar- innar og Sjálfstæðisflokksins voru á öndverðum meiði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram nýja tillögu eftir af- greiðslu hinnar fyrri að heimilt yrði að rífa Dverg, en einnig að heimila íbúðir í húsinu ef eftir slíku yrði sótt. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum en fulltrúar Samfylking- arinnar sátu hjá og bókuðu að þrátt fyrir að ánægjulegt væri að heimila niðurrif á Dvergshúsinu, þá gætu þeir ekki tekið undir að formfesta íbúðir í húsinu til lengri eða skemmri tíma. Skipulags- og umferðarnefndin vísaði síðan afgreiðslu sinni til bæj- arstjórnar þriðjudaginn 19.6. Tillaga um að rífa Dvergshúsið í Hafn- arfirði féll á jöfnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.