Morgunblaðið - 22.06.2001, Síða 56
DAGBÓK
56 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
Í MORGUNBLAÐINU 15.
júní sl. er grein með þessari
fyrirsögn. Hún er eftir for-
mann Heimdallar, Björg-
vin Guðmundsson, FUS í
Reykjavík. Þar segir meðal
annars: „Við eigum sjálf að
halda eftir mestum hluta
launa okkar. Við vitum best
hvernig á að ráðstafa þeim
til að tryggja velferð okkar
og fjölskyldu okkar.“
Þetta læt ég nægja til að
sýna gáfur og hugsunar-
hátt þessa ágæta manns.
Þetta er í samræmi við
margar aðrar samþykktir
FUS, þó þarna sé gengið
nokkru lengra en ég hef áð-
ur séð hjá þessu merkilega
félagi. Mig langar að leggja
nokkrar spurningar fyrir
Björgvin. Hvernig hugsar
hann sér að fjármagna
menntakerfið og skóla-
byggingar í landinu?
Hvernig ætlar hann að
fjármagna samgöngur í
landinu og samgöngur á
sjó, sem ríkið styrkir veru-
lega? Hvernig ætlar hann
að fjármagna heilbrigðis-
kerfið, meðal annars rekst-
ur sjúkrahúsanna í landinu
og almannatryggingakerf-
isins? Hvernig á að fjár-
magna löggæslu í landinu?
Og svona mætti lengi telja.
Gaman væri að fá svör við
því ef skattarnir væru
verulega lækkaðir, hvar á
þá að skera niður? Mér
finnst sanngjarnt að óska
eftir því að hann rökstyðji
mál sitt betur. Það lætur
vel í eyrum margra að tala
um að lækka skatta en þá
verða að vera menn til að
gera grein fyrir því hvað
skera á niður í staðinn.
Sigurður Lárusson.
Blunda, barnið góða
(vögguljóð)
MARGIR höfðu samband
við Velvakanda vegna
vögguljóðsins, Blunda,
barnið góða. Þetta vöggu-
ljóð hefur meðal annars
birst í bók sem heitir Ljóð
og lög 4. hefti frá 1970.
Ljóðið er þýtt úr dönsku og
það var Bjarni Jónsson
sem þýddi. Höfundur ljóðs-
ins er Carl Mortensen.
Ljóðið er svona: Blunda,
barnið góða/ ég bæri vöggu
hljóða./ Svo þig dreymi dátt
og blítt/ dilla ég þér hægt
og þýtt./ Blunda, barnið
góða.
Grein á víntré vænu/ þú
vex í skrúði grænu./ Út í
heiminn brátt þig ber/ burt
frá móðurhönd þú fer/
grein á víntré vænu.
Gleym ei æsku inni/ og
eigi móður þinni./ Mundu
öll þín ævispor/ elsku barn,
þitt Faðirvor./ Gleym ei
æsku inni.
Þyrna þekki’ ég nóga/
hjá þyrnum rósir gróa/ alla
þyrna ætla’ ég mér/ allar
rósir geymi’ ég þér./ Þyrna
þekki’ ég nóga.
Broshýrt vakna af
blundi/ mitt barn, sem fugl
í lundi./ Þú átt líka hreiður
hlýtt/ hlýtt er móðurskaut-
ið blítt. / Broshýrt vakna’ af
blundi.
Tapað/fundið
Blikk-kassi með
skyggnum í óskilum
ÉG undirritaður fann
blikk-kassa einn góðan,
fullan af skyggnum (slides).
Myndirnar eru vandlega
flokkaðar eftir ártölum, frá
1961 til 1973. Þetta eru
rúmlega fjögur hundruð
myndir, bæði fjölskyldu-
myndir og einnig af lista-
verkum. Ég er þess fullviss
að einhver saknar þeirra
sárlega enda ómetanlegar.
Þær hafa án efa verið týnd-
ar í 1–3 ár. Ef einhver les-
andi kannast við að hafa
tapað þessum kassa, þá er
hann vinsaml. beðinn að
hafa samb. við Ragnar
Borgþórsson í s. 699-5228.
Lyklakippa tapaðist
LYKLAKIPPA tapaðist,
sennilega í Þingholtunum,
16. júní sl. Lyklakippan er
með mynd af Snæfellsjökli
og þremur lyklum á. Skilvís
finnandi er vinsamlegast
beðinn að hafa samb. í s.
561-0169.
Átekin filma í óskilum
ÁTEKIN filma, Fuji color
100 asa super G+ 36
mynda, fannst á Dyngju-
vegi fyrir nokkru. Uppl.
gefur Guðríður í s. 557-
9096 eða 690-4951.
Árituð ljóðabók
í óskilum
ÁRITUÐ ljóðabók eftir
Þorstein Valdimarsson,
fannst í Granaskjóli mánu-
daginn 18. júní sl. Uppl. í s.
552-6033.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
„Hættum að
vinna fyrir ríkið“
Víkverji skrifar...
PÓSTBERI hafði samband vegnaVíkverja 20. júní sl. Þar sagði
Víkverji frá vinkonu sinni, sem var
orðin afskaplega þreytt á því að sum-
ir sem bera út blöð og póst stinga
sendingunni ekki nema til hálfs inn
um lúguna hjá henni. Var þetta kall-
að sleifarlag.
Póstberinn vildi koma því á fram-
færi við Víkverja að oft væri ekki
hægt að kenna sleifarhætti póstbera
um að póstur stæði út úr póstköss-
um. Hann sagði að flestar bréfalúgur
væru til skammar, allt of litlar og
tækju t.d. ekki Morgunblaðið. Stæði
póstur þess vegna úr úr kassanum.
Þyrfti þessi póstberi oft að bera
póstinn til baka því ekki væri pláss
fyrir hann í póstkassa viðtakandans.
Póstberinn sagði að í sínu hverfi
hefðu nýlega verið settir upp nýir
póstkassar í fjölbýlishúsi sem væru
svo litlir að Morgunblaðið kæmist
þar engan veginn fyrir, varla að
póstur dagsins rúmaðist þar. Furð-
aði póstberi sig á þessu. Póstberinn
sagði og að vinnuveitandi sinn
brýndi fyrir starfsmönnum sínum að
láta póst ekki standa út úr póstköss-
um, en stundum væri erfitt að eiga
við þetta vegna smæðar kassanna.
x x x
VÍKVERJI getur vel skilið undr-un bréfberans yfir því að nú til
dags skuli vera settir upp svo litlir
póstkassar að þeir rúmi ekki eitt
dagblað og venjulegan póst eins
dags. Að ekki sé talað um allt það
auglýsinga- og kynningarefni sem
dreift er í hús að auki.
Bréfberar og blaðburðarfólk á alla
samúð skilda fyrir að þurfa að vinna
við slíkar aðstæður sem lýst er hér
að framan. Víkverja finnst að hús-
ráðendur ættu að sjá sóma sinn í að
hafa póstkassa það rúmgóða að þeir
geymi a.m.k. nokkurra daga skammt
af pósti og dagblöðum.
Hins vegar má geta þess að í því
tilfelli, sem Víkverji fjallaði um í
pistli sínum 20. júní, er ekki litlum
póstkassa um að kenna þegar blöð
og póstur standa upp í útsynninginn.
Þar er bréfalúga og fyrir innan rúm-
góð forstofa sem getur gleypt heilan
haug af pósti, blöðum og kynning-
arefni. Bara ef því er stungið alla
leið!
x x x
VÍKVERJI gerði að umtalsefnifyrir nokkru hversu skelfilegt
málfar og stafsetning væri stundum
á matseðlum veitingahúsa. Af því til-
efni sendi lesandi honum matseðil
frá ónefndu veitingahúsi, þar sem
m.a. eru eftirfarandi réttir á boðstól-
um (stafsetning óbreytt): „Konáks-
löguð Humatsúpa með safran, Létt
reykt Önd, Blandaðurskélfiskur
með Humarsósu, Grafinn Nauta-
lund með Balsamic ediksósu og
Grateneraðir Sjávarréttir.“ Kóróna
matseðilsins er þó „Laxatartar Bor-
inn Framm með risahörpuskél, Og
kavíar á slatbeði.“ Sennilega er
þetta dæmi með þeim verri, en sýnir
þó að matsölustaðirnir geta tekið sig
á hvað varðar framsetningu mat-
seðla.
x x x
STUNDUM hefur Víkverji agnú-ast út í þann hátt verktaka, sem
vinna við gatnagerð eða aðrar fram-
kvæmdir, að vara ökumenn ekki við
lokunum og þrengingum á götum
með skýrum merkingum. Víkverji
hélt satt að segja að stofnanir og fyr-
irtæki borgarinnar væru til fyrir-
myndar í þessum efnum. Í vikunni
átti hann hins vegar leið um Suður-
götuna og varð hissa þegar hann sá
að starfsmenn Orkuveitu Reykjavík-
ur, sem voru að vinna þar, notuðu
röng skilti til að merkja þrengingu á
götunni. Svonalagað getur ruglað
ökumenn í ríminu og skapað slysa-
hættu. Víkverji hefði haldið að öll
réttu merkin væru til hjá borginni –
og að starfsmenn hennar notuðu
þau.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 veiðidýrakjöt, 8 súld, 9
gengur, 10 ögn, 11 af-
laga, 13 fugls, 15 helm-
ingur, 18 skjót, 21 í upp-
námi, 22 trylltur, 23
hitann, 24 fyrirvarar.
LÓÐRÉTT:
2 súrefnið, 3 skilja eftir, 4
lóða, 5 hakan, 6 guðir, 7
þrjóskur, 12 meðal, 14
gyðja, 15 hrörlegt hús, 16
berja, 17 hreinan, 18 fæl-
in, 19 píluna, 20 töfrastaf.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 hlífa, 4 hjarn, 7 úthaf, 8 afrit, 9 afl, 11 sess, 13
eðli, 14 ágeng, 15 hlýr, 17 gæta, 20 enn, 22 grjót, 23 öfl-
ug, 24 merla, 25 lærin.
Lóðrétt: 1 hnúðs, 2 íshús, 3 alfa, 4 hjal, 5 afræð, 6 nýtni,
10 fregn, 12 sár, 13 egg, 15 hægum, 16 ýkjur, 18 ætlar,
19 angan, 20 etja, 21 nögl.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Fridtjof Nansen kemur í
dag. Black Velvet og
Mánafoss fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Víking kemur í dag.
Pilva kom og fór í gær.
Fréttir
Bandalag kvenna í
Reykjavík auglýsir til
umsóknar styrki úr
Starfsmenntunarsjóði
ungra kvenna fyrir
skólaárið 2001–2002.
Umsækjendur hafi
samband við Bertu s.
695-2018, Hrönn, s. 554-
5111 eða Hildi, s. 551-
9264.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 14
bingó.
Árskógar 4. Kl. 13–
16.30 opin smíðastofan,
kl. 13.30 bingó. Sumar-
fagnaður verður í félags-
miðstöðinni í dag, föstu-
dag, salurinn opnaður
kl. 18.30. Veislumatur,
skemmtiatriði Sigríður
Hannesdóttir fer með
gamanmál, hljómsveit
Hjördísar Geirs leikur
fyrir dansi, miðar seldir
í félagsmiðstöðinni hjá
Elsu Haraldsdóttur-
.Upplýsingar í síma 510-
2158, Elsa, eða 510-2143,
Lilja.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30 böð-
un, kl. 9–16 almenn
handavinna og fótaað-
gerð, kl. 9.30 kaffi/dag-
blöð, kl. 11.15 matur, kl.
13 frjálst að spila í sal,
kl. 15 kaffi. Farið verður
upp á Akranes fimmtu-
daginn 28. júní kl. 13.
Byggðarsafnið skoðað
og kaffi drukkið á Dval-
arheimilinu Höfða. Ekið
verður heim um Hval-
fjörð. Upplýsingar og
skráning í síma 568-5052
fyrir miðvikudaginn 27.
júní.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18–20. Kl. 9
böðun og hárgreiðslu-
stofan opin.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 10 hársnyrting,
kl. 10 verslunin opin, kl.
11.30 matur, kl. 13 „opið
hús“, spilað á spil, kl. 15
kaffi.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Í dag verður pútt á
Hrafnistuvelli kl. 14 til
16. Haustferðin 1. okt
nk. til Prag, Bratislava,
Búdapest og Vínar.
Kynningarfundur verð-
ur miðvikudaginn 27.
júní nk. kl. 14 nokkrir
miðar lausir. Orlofið í
Hótel Reykholti, Borg-
arfirði, 26. ágúst nk.
Skráning hafin, allar
upplýsingar í Hraunseli,
sími 555- 0142.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga frá kl.
10 til 13. Matur í hádeg-
inu. Sunnudagur: Síð-
asta félagsvist fyrir
sumarfrí kl. 13.30. Mið-
vikudaginn 27. júní fara
Göngu-Hrólfar út í Við-
ey með Viðeyjarferj-
unni. Mæting í Kletta-
vör, Vatnagörðum, kl.
12.50, munið að hafa
nesti. Umsjón Ingvar
Björnsson. Dagsferð 10.
júlí, Þórsmörk – Langi-
dalur. Leiðsögn Þórunn
Lárusdóttir og Pálína
Jónsdóttir.
Dagsferð 14. júlí Gull-
foss–Geysir–Haukadal-
ur. Leiðsögn Sigurður
Kristinsson og Pálína
Jónsdóttir. Eyjafjörð-
ur– Skagafjörður–Þing-
eyjarsýslur, 6 dagar.
26.–31. júlí. Ekið norður
Sprengisand til Akur-
eyrar. Farið um Eyja-
fjarðardali, Svarfaðar-
dal, Hrísey,
Svalbarðsströnd o.fl.
Ekið suður Kjalveg um
Hveravelli til Reykja-
víkur. Leiðsögn Þórunn
Lárusdóttir. Eigum
nokkur sæti laus. Ath.:
Vegna mikillar aðsókn-
ar í hringferð um Norð-
austurland viljum við
biðja þá sem eiga pant-
að að koma og ganga frá
sem fyrst. Silfurlínan er
opin á mánu- og mið-
vikudögum frá kl. 10 til
12 f.h. í síma 588-2111.
Upplýsingar á skrif-
stofu FEB kl. 10 til 16 í
síma 588-2111.
Félagsstarfið, Hæðar-
garði 31. Kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9–12 mynd-
list, kl. 13 opin
vinnustofa, kl. 9.30
gönguhópur, kl. 14
brids.
Gerðuberg, Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, kl.
10.30 boccia, frá hádegi
spilasalur opinn. Á
mánudögum kl. 15.30 al-
mennur dans hjá Sig-
valda, allir velkomnir.
Veitingar í kaffihúsi
Gerðubergs. Miðviku-
daginn 27. júní ferðalag
í Húnaþing vestra, há-
degishressing í Víði-
gerði, Vatnsneshringur-
inn ekinn, m.a. staldrað
við í Klömbrum, Tjörn,
Illugastöðum og á fleiri
stöðum. Kaffiveitingar
á Hvammstanga með
eldri borgurum. Allir
velkomnir. Skráning
hafin. Allar upplýsingar
um starfsemina á staðn-
um og í síma 575-7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
kl. 9.30–16.
Hraunbær 105. Kl. 9–12
baðþjónusta, kl. 9–17
hárgreiðsla, kl. 9–12.30
bútasaumur, kl. 10–12
pútt, kl. 11 leikfimi.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
baðþjónusta og hár-
greiðsla, kl. 11 leikfimi.
Norðurbrún 1. Kl. 9
hárgreiðsla, kl. 9–12.30
útskurður, kl. 10 ganga.
Vesturgata 7. Kl. 9 dag-
blöð, kaffi, fótaaðgerðir
og hárgreiðsla, kl. 9.15
almenn handavinna, kl.
10–11 kántrý kl. 11–12
stepp kl. 11.45 matur, kl.
13.30 sungið við flygil-
inn, kl. 14.30 kaffi og
dansað í aðalsal.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan,
og hárgreiðsla, kl. 9.30
morgunstund, kl. 10
leikfimi og fótaaðgerð,
kl. 11.45 matur, kl. 13.30
bingó, kl. 14.30 kaffi.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Spilað kl. 13.15.
Allir eldri borgarar vel-
komnir.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan
verður á morgun. Lagt
af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8, kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára 13
kl. 10 á laugardögum.
Kiwanisklúbburinn
Geysir í Mosfellsbæ
heldur spilavist í kvöld
kl. 20.30 í félags-
heimilinu Leirvogs-
tungu. Kaffi og meðlæti.
Ungt fólk með ungana
sína. Hitt húsið býður
ungum foreldrum (ca
16–25 ára) að mæta með
börnin sín á laugardög-
um kl. 15–17 á Geysir,
Kakóbar, Aðalstræti 2
(gengið inn Vesturgötu-
megin). Opið hús og
kaffi á könnunni, djús,
leikföng og dýnur fyrir
börnin.
Brúðubíllinn
Brúðubíllinn verður í
dag kl. 10 við Tunguveg
og kl. 14 við Rauðalæk
og á morgun kl. 10 við
Vesturgötu og kl. 14 við
Vesturberg.
Minningarkort
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúklinga
fást á eftirtöldum stöð-
um á Suðurlandi: Í
Vestmannaeyjum: hjá
Axel Ó. Láruss. skó-
verslun, Vestmanna-
braut 23, s. 481-1826. Á
Hellu: Mosfelli, Þrúð-
vangi 6, s. 487-5828. Á
Flúðum: hjá Sólveigu
Ólafsdóttur, Versl.
Grund s. 486-6633. Á
Selfossi: í versluninni Ír-
isi, Austurvegi 4, s. 482-
1468 og á sjúkrahúsi
Suðurlands og
heilsugæslustöð, Árvegi,
s. 482-1300.
Í Þorlákshöfn: hjá
Huldu I. Guðmundsdótt-
ur, Oddabraut 20, s. 483-
3633.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga, fást á eftirtöldum
stöðum á Reykjanesi. Í
Grindavík: í Bókabúð
Grindavíkur, Víkur-
braut 62, s. 426-8787. Í
Garði: Íslandspósti,
Garðabraut 69, s. 422-
7000. Í Keflavík: í Bóka-
búð Keflavíkur Pennan-
um, Sólvallagötu 2, s.
421-1102 og hjá Íslands-
pósti, Hafnargötu 89, s.
421-5000. Í Vogum: hjá
Íslandspósti b/t Ásu
Árnadóttur, Tjarnar-
götu 26, s. 424-6500, í
Hafnarfirði: í Bókabúð
Böðvars, Reykjavíkur-
vegi 64, s. 565-1630 og
hjá Pennanum-Ey-
mundsson, Strandgötu
31, s. 555-0045.
Í dag er föstudagur 22. júní, 173.
dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Minnist fyrri daga, er þér höfðuð
tekið á móti ljósinu, hvernig þér urð-
uð að þola mikla raun þjáninga.
(Hebr. 10, 32.)