Morgunblaðið - 22.06.2001, Síða 57

Morgunblaðið - 22.06.2001, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 57 DAGBÓK Hönnun List Gullsmiðir Nýbýlavegi 12 - sími 554 4433 Nýkomnar fallegar úlpur Kr. 7.900 TILBOÐ - Amerískir lúxus nuddpottar Glæsilegir nuddpottar í sedrus viðargrind. Innifalið í verði: Vatnsnudd og loftnudd. Einangrunarlok, ozone bakteríuvörn, höfuðpúðar, ljós, o.fl. Verð frá aðeins kr. 460 þús. stgr. Tilbúnir til afhendingar. VESTAN ehf., Auðbrekku 23, Kópavogi. Símar 554 6171 og 898 4154. Árnað heilla 90 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 22. júní, er níræður Jóhann Valde- marsson, fyrrum bóndi á Möðruvöllum í Eyjafirði, síðar bóksali á Akureyri og í Reykjavík. Hann var áður til heimilis að Álfheimum 48, Reykjavík en er nú búsettur að Hrísalundi 10g, Akureyri. Jóhann dvelur með fjöl- skyldu sinni og vinum á af- mælisdaginn í Eikarlundi 8, Akureyri. STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Minni þínu er viðbrugðið og því er oft til þín leitað til að skera úr um hlutina. Misnot- aðu það ekki. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Láttu það ekki pirra þig, þótt einhverjir séu að agnúast út í þig. Það er bara öfund þeirra, sem síður vinna en þú, og allir sjá í gegn um þá. Naut (20. apríl - 20. maí)  Láttu ekki samskiptin við vinnufélaga þína súrna. Þeir fella sig ekki við allt í þínu fari frekar en þú í þeirra. Sýndu sanngirni og umburðarlyndi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þótt þér sé annt um það sem þú átt, er sumt af því bara hlutir, sem þú getur vel leyft öðrum að nota, þegar svo ber undir. Ekki vera of stífur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú verður að fá útrás fyrir alla þá orku, sem þú býrð yfir. Nýttu hana til hollra hluta, sem bæði gefa þér ánægju og auka á hreysti þína. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þótt gott sé að skoða mál frá sem flestum hliðum, kemur að því fyrr að það verður að taka ákvörðun. Reyndu bara að fella hana að sannfæringu þinni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú verður að freista þess að ná stjórn á hlutunum og til þess verður þú að leggja þig fram og eyða miklum tíma. En þá fara hjólin líka að snú- ast. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú átt að horfa fram á veg, en ekki alltaf vera að líta um öxl og láta fortíðina þvælast fyrir þér. Taktu þér tíma í að gera hana endanlega upp. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er enginn grunnur endi í sundlaug lífsins. Þú verður bara að synda eins og þér er lagið og stefna ótrauður að bakkanum hinum megin. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Einhverjir eru að reyna að vefja hlutina inn í umbúðir, sem þú átt ekki að geta rakið utan af. Vertu þolinmóður, þannig kemst þú að því sanna. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Grasið er ekkert grænna handan girðingarinnar. Reyndu að njóta þess sem þú býrð við. En auðvitað er heil- brigður metnaður til fram- fara eðlilegur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Láttu það ekki slá þig út af laginu, þótt þú mætir ein- hverjum hindrunum á för þinni. Gefðu þér bara tíma til að sjá þær út og sigrast á þeim. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það getur stundum verið erf- itt að drífa sig áfram. En þú mátt bara ekki láta kyrrstöð- una fanga þig, því hún ber í sér hægfara dauða. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT VÖGGUKVÆÐI Ljóshærð og litfríð og létt undir brún, handsmá og hýreyg og heitir Sigrún. Vizka með vexti æ vaxi þér hjá! Veraldar vélráð ei vinni þig á! Svíkur hún seggi og svæfir við glaum, óvörum ýtir í örlagastraum. Veikur er viljinn, og veik eru börn. Alvaldur, alvaldur æ sé þeim vörn! Sofðu, mín Sigrún, og sofðu nú rótt. Guð faðir gefi góða þér nótt! Jón Thoroddsen. Á EM í Menton í Frakk- landi 1993 varð Ísland í 6. sæti af 30 þjóðum. Pólska „þungavinnuvélin“ vann þar léttan sigur en Ísland var aðeins 10 stigum frá fjórða sætinu sem gaf rétt til þátttöku á HM. Hollend- ingar náðu því sæti og unnu svo keppnina um Berm- uda-skálina síðar á árinu. Í sveit Íslands spiluðu: Jón Baldursson, Sævar Þor- björnsson, Guðm. P. Arn- arson, Þorlákur Jónsson, Aðalsteinn Jörgensen og Björn Eysteinsson en Karl Sigurhjartarson var fyrir- liði. Á þessu móti voru veitt sérstök verðlaun fyrir bestu spilamennsku, bestu vörn og bestu sagnröðina. Varnarverðlaunin fékk Norðmaðurinn Tor Hel- ness en þau gátu allt eins komið í hlut Þorláks Jóns- sonar og Hjördísar Ey- þórsdóttur en hún spilaði fyrir Íslands hönd í kvennaflokki: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ 1092 ♥ G65 ♦ ÁG3 ♣ ÁD106 Vestur Austur ♠ K43 ♠ Á87 ♥ 1074 ♥ KD832 ♦ 8742 ♦ 65 ♣G42 ♣K85 Suður ♠ DG65 ♥ Á9 ♦ KD109 ♣973 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 tígull Pass 2 lauf Pass 2 grönd Pass 3 grönd Allir pass Eftir þessar sagnir kom Helness (og Þorlákur) út með spaða frá kóng þriðja. Austur drap í báðum tilfell- um á ásinn og spilaði átt- unni til baka. Og kom snilldin – hjartatían – bæði frá Helness og Þorláki! Mótherjar okkar voru Grikkir. Sagnhafi drap strax með ás og tók slagi sína á tígul og spaða. Greinarhöfundur var í austur og Geir Helgmo á borði Norðmanna. Austur þarf að finna þrjú afköst. Ef austur heldur í Kx í laufi er sú hætta fyrir hendi að suður spili hjarta í loka- stöðunni og fái tvo síðustu slagina á ÁD í laufi. Því var ekki um annað að ræða en að fara niður á blankan laufkóng. Báðir sagnhafar svínuðu síðan laufdrottn- ingu og enduðu tvo niður. Spennandi spil, en ekki á borði Hjördísar og Ljós- brár Baldursdóttur. Hjör- dís kom einfaldlega út með hjartatíuna og sagnhafi gat gefist upp þar og þá. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag- inn 23. júní, verður prófast- urinn í Laufási, sr. Pétur Þórarinsson, fimmtugur. Í tilefni dagsins ætlar fjöl- skylda hans að hafa opið hús í Laufási og væntir þess að sóknarbörn, núverandi og fyrrverandi, vinir, vanda- menn, og aðrir sem vilja taka þátt í gleðinni gefi sér tíma að líta inn í Laufási. Móttakan byrjar formlega kl. 18 með helgistund í Lauf- áskirkju en síðan verður far- ið heim á prestssetrið (og næsta nágrenni) og notið þess sem fram verður reitt í mat og skemmtiatriðum. Þar sem veðurhorfur eru af- bragðs góðar fer dagskráin að mestu fram utandyra og eru gestir beðnir að klæða sig með tilliti til þess. Helgarskákmótasyrpan er afar gott framtak sem ýtt var úr vör af fráfarandi stjórn S.Í. Venjulega yfir sumarið er skákmótahald á Íslandi rólegt en með þessu verður það líflegra en ella. Næsta mót í syrpunni hefst 23. júní kl. 13.00 í húsakynn- um Taflfélags Reykjavíkur. Staðan kom upp á helgar- mótinu á Akureyri er lauk í upphafi mánaðarins. Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir (1765) hafði hvítt gegn Sveinbirni Sigurðssyni (1650) 27.Hxg6! Áhrifarík- asta leiðin til sigurs þar sem eftir 27...fxg6 28.Re7 er svartur mát. Svartur reyndi 27...Hfe8 28.Hg1 Öflugra hefði verið að leika 28.Hxg7+ Kxg7 29.Df6+ Kg8 30.Hh8#. 28...Hxc2 29.Dxc2 Df3+ 30.Dg2 og svartur gafst upp enda orð- inn heldur fáliðaður. Ís- landsmót 60 ára og eldri hefst í dag, 22. júní, kl. 18.00 í Garðalundi í Garðabæ. Nánari upplýsingar um mót- ið er að finna á skak.is. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúm- er. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FRÉTTIR Sara, sem er 18 ára ítölsk stúlka, óskar eftir penna- vini. Hún skrifar á ensku og áhugamál hennar er söfnun gamalla peninga. Sara Brandimarti, Via A. Toscanini n. 3, 63010 Monte San ietrangeli, (AP) Italia. Barbara, sem er 38 ára barnakennari frá Póllandi, óskar eftir pennavini. Hún skrifar á ensku og áhugamál hennar eru ferðalög, söfnun ferðakorta, leiðsögubóka og minjagripa. Barbara Kotkiewicz, Zbikowska 24/18 05-820 Piastów, Poland. Pennavinir BOÐIÐ verður upp á gönguferð um Viðey nk. laugardag. Farið verður með Viðeyjarferjunni úr Sundahöfn kl. 11:15 og hefst gang- an sjálf við kirkjuna kl. 11:30. Gengið verður um austureyjuna. Fólk er beðið um að búa sig eftir veðri og vera vel skóað. Leiðsögnin sjálf er án endurgjalds, en í Viðeyj- arferjuna kostar kr. 400 fyrir full- orðna og kr. 200 fyrir börn. Áætlað er að gangan taki um einn og hálf- an til tvo tíma. Klukkan 14:00 verð- ur svo haldin messa á vegum Við- eyingafélagsins, en það er séra Karl Matthíasson, prestur á Grundarfirði, sem prédikar. Eftir messu mun Viðeyingafélagið vera með kaffisölu í tankinum og er hún höfð til styrktar félaginu. Árlegt Landnemamót skáta stendur einnig yfir um helgina. Klaustursýningin verður svo opin frá kl. 13:00–15:00 á laugardaginn og frá kl.13:00–16:15 á sunnudag og er aðgangur að henni ókeypis. Veitingahúsið í Viðeyjarstofu verð- ur opið og með kaffisölu frá kl. 13:30–17:00 á laugardag og sunnu- dag. Dagskrá í Viðey um helgina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.