Morgunblaðið - 22.06.2001, Qupperneq 60
FÓLK Í FRÉTTUM
60 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRIAN Wilson, Peter Green, jafnvel
Prince: Allir eiga þessir listamenn
það sameiginlegt að hafa verið kall-
aðir „brjálaðir snillingar“ á einum eða
öðrum tíma; sumir jafnvel stimplaðir
sem slíkir fyrir fullt og allt. Einn er þó
sá maður sem toppar þá alla í þessum
smáa en þó hópdýrkunarvæna geira.
Allt síðan Syd Barrett gekk bókstaf-
lega af göflunum og þar með úr Pink
Floyd, sveitinni sem hann stofnaði og
leiddi framan af, hefur persóna hans
og list verið sveipuð áru hins undar-
lega og óræða. Hann er sannarlega
frummynd hins „brjálaða snillings“
hvað dægurtónlistina varðar. Fyrir
stuttu kom út safnplatan Wouldn’t
You Miss Me: Best Of Syd Barrett,
sem tekur yfir einyrkjaferil Barretts.
Fyrsta plata Pink Floyd, The Piper
At The Gates Of Dawn (1967) þykir
marka tímamót í rokktónlistarsög-
unni og er eitt af meistaraverkum
sýrurokksins. Á þeirri plötu var Barr-
ett kafteinninn í brúnni, samdi lung-
ann af lögunum og stýrði allri hug-
myndafræði með styrkri hendi. Ári
síðar fór hugur hins sérvitra Barrett
að hökta og haltra; hegðan hans varð
æ furðukenndari og fór svo að lokum
að hann var rekinn úr sveitinni. Barr-
ett dró sig þá fljótlega inn í skel þar
sem hann hefur í raun og réttu verið
síðan.
Barrett sneri aftur árið 1970 með
tvær plötur í farteskinu, The Madcap
Laughs og Barrett, en það urðu einu
breiðskífurnar sem hann lét eftir sig á
örstuttum einyrkjaferli. Þar naut
hann dyggrar aðstoðar æskuvinar
síns og síðar hljómsveitarfélaga - sem
svo leysti hann alfarið af - David
Gilmour (Gilmour hefur lítið séð af
Barrett í seinni tíð en segist þó fylgj-
ast með því að stefgjaldamál og slíkt
sé í öruggum farvegi).
Téð safnplata byggist á þessum
tveimur skífum en þar er og að finna
lög sem prýddu Opel, safnplötu með
áður óútgefnu efni sem kom út árið
1988, og hið mjög svo eftirsótta lag
„Bob Dylan Blues“, en það hefur
aldrei verið gefið út opinberlega áður.
Barrett býr nú í Cambridge við
einfaldan kost, á tímabili starfaði
hann við póstburð en í dag einbeitir
hann sér að garðyrkjustörfum. Hann
hefur ekki snert við hljóðfæri í ára-
tugi.
Safnskífa með Syd Barrett
Sá skrýtni skellihlær
Barrett: Brjálaður snillingur.
flottasti, ekki beint verið í tísku.
Það má því líta á útgáfuna sem nýj-
asta og eitt skýrasta dæmið um að
tískan og trendin fara í stöðuga
hringi.
Auk þeirra sem þegar hafa verið
nefndir eiga m.a. lög á plötunni
Kelis Montell Jordan sem tekur
„Against All Odds“ úr samnefndri
bíómynd og Brian McKnight sem
syngur „I Wish It Would Rain
Down“. Listamennirnir eiga það
sameiginlegt að tilheyra allir svo-
kölluðum R&B-geira og allir hafa
þeir lýst yfir aðdáun sinni á laga-
smíðum Collins og telja hann til
áhrifavalda sinna. Túlkanirnar eru
misjafnlega djarfar, eins og gengur
og gerist. Sumar eru allfyrirsjáan-
legar en í öðrum, sbr. „Sussudio“
bastarðsins aldna og sóðalega, eru
slóðirnar ekki eins troðnar.
Sjálfur kom Collins ekkert að út-
gáfunni en segist hrærður yfir því
að slíkt hæfileikafólk skuli eyða
tíma og orku í verk sín: „Einhver
sagði að þessi plata myndi sýna
fram á að það kunni vel að vera að
ég sé aðeins svalari náungi en
gagnrýnendur hafa gert því skóna
í gegnum árin.“
„EFTIRFARANDI er stutt próf.
Nefnið þrjú laga Phil Collins. Syng-
ið nú viðlögin. Ekki mjög erfitt, er
það? Það sem hinsvegar er mun
erfiðara en flestir gera sér grein
fyrir er að semja slík lög. Lög sem
fá alla heimsbyggðina til þess að
taka undir. Phil Collins er einn
þeirra fágætu hæfileikamanna sem
hefur á þriggja áratuga ferli sín-
um, bæði með Genesis og sem sóló-
listamaður, samið stöðugan straum
sígildra laga sem daðrað hafa jafn-
hæglega við popp, rokk og R&B
tónlist.“ Þetta eru inngangsorðin í
veglegri kápu sem fylgir nýútkom-
inni safnplötu þar sem nafntogaðir
R&B listamenn af yngri kynslóð-
inni spreyta sig á nokkrum af
frægustu lögum Bretans snagg-
aralega Phil Collins.
Gripurinn heitir UR: Urban
Renewal og er fyrsta smáskífan af
plötunni þegar farin að tröllríða
útvarps- og sjónvarpsstöðvum en
það er túlkun systkinanna Brandy
og Ray J. á „Another Day In Para-
dise“, sýnar Collins á eymdarlíf úti-
gangsfólks á strætum stórborg-
anna.
Þeir eru vafalítið fáir sem ætl-
uðu vart að kaupa fyrstu fregn-
irnar sem bárust af því að þessu út-
gáfa væri í vændum. Þá þegar
hafði ólátabelgurinn Ol’ Dirty
Bastard úr Wu-Tang-Clan ákveðið
að glíma við slagarann hressilega
„Sussudio“ og Lil’ Kim rappað í
kringum gamla „In The Air To-
nite“. Þótt Collins karlinn hafi ætíð
selt mikið af plötum þá hefur hann
nefnilega ekki alveg þótt sá allra
R&B-listamenn föndra við Phil Collins
Eitthvað
sem allir
kunna
Reuters
Phil Collins loks orðinn svalur?
!
" #
$% &
! ' !
(
) *#
+ + ,
- ( ,
*-
+ ,
+ ('.#
/
0
(' #
-
1
+ . 2
)
!"
#
$%
&
'$ ()*
+
)
+
"
, -. /
/ 0 1223
4
5 46
7
8
, -. 19
32222+ ) ) ,::* 0
* ;+ <
=
>)
4
,
8
?< @
)
&1223
)77
<
3
33
4
5
6
373
8
3
6
9
5
38
34
:
8
44
33
8
34
;
33
3
;3
8
3<
33
39
8
;
34
!
=
/>
/
!
! =
!?
!
=
/>
"
/>
)
@A
.*
!
"
=
)
@A
/>
=
!BB
=
"
!
.*
!?
!
/>
4
3
5
8
;
6
37
3<
36
38
<
34
35
44
3;
43
57
9
45
;4
33
4<
3:
;3
47
;7
86
3A
1A
9A
BA
CA
DA
EA
FA
GA
32A
33A
31A
39A
3BA
3CA
3DA
3EA
3FA
3GA
12A
13A
11A
19A
1BA
1CA
1DA
1EA
1FA
1GA
92A
B
'C
D ? %
E
%F
)- 2
' !$
'C
%
$%%?
%
G. , H.
HI 'H0'?.
H0'?J
H0'?( HK?
,
HK?
H!
J
H!?
J
H!?
( 49
3A
1A
9A
BA
CA
DA
EA
FA
GA
32A
33A
31A
39A
3BA
3CA
3DA
3EA
3FA
3GA
12A
13A
11A
19A
1BA
1CA
1DA
1EA
1FA
1GA
92A
.'//$
01 $
$
2 # $
BOSTON-sveitin
Godsmack virðist
hafa náð góðri fót-
festu meðal ís-
lenskra rokkara
með sinni annarri
eiginlegu breið-
skífu Awake, sem
leit dagsins ljós
síðla síðasta árs.
Sveitin náði vel til eyrna þeirra með lögum á
borð við „Whatever“ og „Keep Away“ af fyrstu
skífunni All Wound Up frá 1997 og nú hljóma lög
af nýju plötunni ótt og títt á rokkvænni útvarps-
stöðvum landsins og PoppTíví.
Godsmack er kvartett skipaður kuklaranum
Sully Erna sem syngur, gítaristanum Tony Ram-
bola, bassaleikaranum Robbie Merrill og
Tommy Stewart trommara, sem hefur verið að
koma að fara. Megi þeim vegna vel í framtíðinni.
Rokk og ról!
GRÉTAR Örvarsson tónlistar-
mann þarf vart að kynna fyrir
nokkrum Íslendingi enda hef-
ur hann verið viðriðinn dans-
og dægurtónlist þjóðarinnar
um ófá ár. Nú fyrri part sum-
ars og í vor hefur hann varið
tíma sínum og orku í heldur
betur þarft framtak – að
skipuleggja tónleika og standa að útgáfu
geisladisks til styrktar SÁÁ, nánar tiltekið
starfi samtakanna í þágu ungmenna sem
eiga við áfengis- og vímuefnavanda að glíma.
Rjóminn af helstu dægurlagahljómsveitum
landsins, eins og t.d. Land og synir, Butter-
cup, Sóldögg, Írafár og Sálin hans Jóns míns
hafa lagt Grétari og SÁÁ lið og er geislaplatan
Poppfrelsi smekkfull af spánýjum og áður út-
gefnum íslenskum lögum. Gott framtak það.
Sungið gegn
söngvatni!
HANN ER búinn
að vera að segja
okkur að þenja
barkann und-
anfarnar vikurnar,
Fran Healy, söngv-
ari Travis, og ekki
ber á öðru en það
hafi borið árangur því ný breiðskífa sveit-
arinnar þýtur beint á topp Tónlistans á sinni
fyrstu viku. Þar með hefur Travis komið tveim-
ur plötum á toppinn en það tók The Man Who
heldur lengri tíma að klífa þangað eða allt upp
undir eitt og hálft ár! En sú þrautaganga virðist
hafa skilað sér því nú er Travis orðin þekkt
stærð og hefur eignast vænan hóp fylgjenda.
Það þarf vart að taka fram að The Invisible
Band rauk á toppinn í Bretlandi enda voru rifin
út heil 200 þúsund eintök og ekki nóg með
það heldur tóku margir sig til og gripu gömlu
plöturnar með.
Syngdu!
ÞAÐ má með
sanni segja að
þeir sleiki
hamstur grín-
ararnir í Fóst-
bræðrum.
Nú hafa verið
gerðar heilar fimm þáttaraðir af þessum kol-
geggjuðu og sívinsælu þáttum og eru söng-
lögin orðin æði mörg sem fengið hafa að
fljóta með. Á nýja Fóstbræðradiskinum er að
finna nær öll þessi kostulegu lög í flutningi
Helga – Persónlulega trúbadorsins, níunda
áratugar undursins Mogo Jacket, uppáhalds
allra hans Júlla, Sigga „trallara“ og róttæka
dúettsins Plató, svo einhverjir séu nefndir.
Ekki nóg með það heldur er skotið inn á
milli laga nokkrum af eftirminnilegustu setn-
ingum þáttanna – fleygum orðum sem hinir
fjölmörgu aðdáenda Fóstbræðra þreytast
seint á að láta flakka.
Þú ert drekinn!
Á SÍÐUSTU árum hefur hljóðvers-
listamönnum farið fjölgandi. Það eru
tónlistarmenn sem koma sér upp
eigin hljóðversaðstöðu og sitja svo
ósveittir fyrir framan tölvuskjá um-
kringdir hljóðfærum við lagasmíðar
sínar. Þannig að sú gamla vinnuað-
ferð að svitna með félögunum í
dimmu æfingarhúsnæðinu er ekki
lengur „sú eina rétta“. Fyrst átti
þetta nýja vinnuferli nánast einungis
við rafræna tónlist, en í dag er að
myndast ný tegund hljóðverslista-
manna sem blanda saman áhrifum
úr hinum ýmsu stefnum. Hljómsveit-
ir á borð við Air, Daft Punk, Base-
ment Jaxx og nú Zero 7, gætu flokk-
ast undir þessa nýju stefnu.
Zero 7 vakti fyrst á sér athygli
með afar velheppnaðri endurhljóð-
blöndun á Radiohead-laginu „Climb-
ing Up The Walls“ af plötunni OK
Computer.
Því næst gaf sveitin út EP plötu í
afar takmörkuðu upplagi, þ.e. 1.000
eintök. Sú seldist skiljanlega upp á
nokkrum dögum og kapphlaupið við
að næla sér í eintak skapaði tölu-
verðan áhuga fyrir sveitinni. Nú er
svo fyrsta breiðskífan komin, Simple
Things, þar sem er að finna nokkur
þeirra laga sem voru á stuttskífunni
eftirsóttu í bland við áður óútgefið
efni.
Zero 7 hefur oft verið kölluð „svar
Breta við frönsku Air“ enda tónlistin
alls ekki ósvipuð, en sjálfir gera með-
limirnir nú lítið úr því. Segjast vera
undir áhrifum frá tónlistarmönnum
á borð við Quincy Jones, Ray Charl-
es, Charles Stepney auk þess að vera
djúpt sokknir í hip-hop heima.
Fyrsta smáskífulag plötunnar, „I
Have Seen“ er spáð miklum vinsæld-
um í sumar.
Þeir Íslendingar sem eru á leið á
Hróaskelduhátíðina í næstu viku
geta fengið lifandi tóna Zero 7 beint í
æð því hún er ein þeirra sveita sem
leikur í danstjaldinu.
Zero 7 gefur út sína fyrstu breiðskífu
Bretar lofta út
Meðlimir Zero 7, úr fókus.