Morgunblaðið - 22.06.2001, Side 62

Morgunblaðið - 22.06.2001, Side 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Bridget Jones- smásögukeppni Við erum að leita að Bridget Jones-smásögusnillingum. Ef þú telur þig vera einn þeirra, sendu okkur þá smásögu af þínu stefnumóti (ca 20 línur). Hver veita nema að þú hljótir verðlaun fyrir bestu söguna. Veglegir vinningar í boði 1. vinningur: Ferð fyrir tvo til London með lágfargjalds- flugfélaginu GO, snyrtikarfa frá Max Factor, Diet Coke-birgðir til eins árs frá Vífilfelli, fataúttekt frá TopShop/TopMan, bók frá Íslenskri miðlun og útgáfa, tónlist úr myndinni frá Skífunni ásamt boðsmiðum fyrir tvo á forsýningu myndarinnar Dagbók Bridget Jones 12. júlí í Háskólabíói. 2. vinningur: Bók frá Íslenskri miðlun og útgáfa, Diet Coke-birgðir til eins árs frá Vífilfelli, snyrtikarfa frá Max Factor, tónlist úr myndinni frá Skífunni og boðsmiðar fyrir tvo á forsýningu myndarinnar. 3. vinningur: Bók frá Íslenskri miðlun og útgáfa, Diet Coke-birgðir til eins árs frá Vífilfelli, snyrtikarfa frá Max Factor, tónlist úr myndinni frá Skífunni og boðsmiðar fyrir tvo á forsýningu myndarinnar. Á næstunni verður frumsýnd rómantíska gamanmyndin Dagbók Bridget Jones, frá höfundum myndanna Notting Hill, Fjögur brúðkaup og jarðarför. Myndin er byggð á metsöluskáldsögu Helen Fielding og hefur bókin fangað lesendur um víða veröld. Allir vinningshafar fá einnig spennandi og óvæntan Bridget Jones-glaðning. 100 HEPPNIR! fá boðsmiða á forsýningu myndarinnar. DAGBÓKBRIDGETJONES Tónlist úr myndinni frá Skífunni. Stranglega bönnuð börnum (Rated X) D r a m a  Leikstjórn Emilio Estevez. Aðal- hlutverk Emilio Estevez, Charlie Sheen. (112 mín.) Bandaríkin 2000. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. ÞEIR VORU bjartasta vonin í Hollywood á sínum tíma bræðurnir Emilio Estevez og Charlie Sheen, synir leikarans virta Martins Sheens. Emilio lék í hinni hópdýrkuðu Repo Man og fór kornungur að leik- stýra með ágæt- lega lofandi ár- angri og Sheen varð heitasta heitt eftir að hafa sýnt frábæra takta í Platoon og Wall Street Olivers Stones. En síðan fóru þeir út í tómt rugl, fislétt léttmeti gerði út af við orðspor þeirra og brátt voru þeir horfnir af sjónarsvið- inu ef undan eru skildar fregnir af glímu Charlies við hið ljúfa líf, eitur- lyfja- og kynlífsfíkn. Það er því einkar kærkomið að sjá að þeir bræður virðast hafa áttað sig – búnir að taka sig til í andlitinu og eru allavega að spreyta sig á ein- hverju ögrandi og fersku. Þótt Stranglega bönnuð börnum beri þess fullgreinileg merki að kinn- hesturinn hafi komið er þeir horfðu á Boogie Nights þá verður að virða við þá að þeir eru að reyna og þessi sanna saga af klámbræðrunum Jim og Artie Mitchell sem voru stórtækir í framleiðslu blárra kvikmynda er þeir sýndu í kvikmyndahúsi sínu sem þeir breyttu í fatafellustað eftir til- komu myndbandsins. Þótt leikstjórinn Estevez sé með fullmikla stæla fyrir minn smekk þá er hér á ferð þokkalega ögrandi heið- arleg kvikmyndagerð og greinilegt að þeir bræður hafa lagt mikla alúð í verkið. Sheen er þar að auki óþægi- lega sannur í hlutverki forfallins dópista og ofbeldisseggs sem vekur upp spurningar um að hve miklu marki hann var að lýsa sinni eigin fortíð. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Klám- bræður HLJÓMSVEITIN Limp Bizkit hef- ur aflýst fimm tónleikum sveitarinn- ar vegna bakverkja sem hrjá söngv- arann Fred Durst. Durst á samkvæmt læknisráði að hvílast í tvær vikur ásamt því að gangast undir andlega endurhæf- ingu. Bakverkirnir eru sagðir stafa af uppsöfnuðu álagi. Limp Bizkit munu þó halda tón- leikaferð sinni ótrauðir áfram þegar Durst hefur náð heilsu til. Limp Bizkit aflýsa tónleikum Reuters Limp Bizkit. Hinn bakveiki Durst er lengst til hægri. LIÐSMENN hljómsveitarinnar U2 komu umboðsmanni sínum sann- arlega á óvart þegar hann hélt upp á hálfrar aldar afmæli sitt á dög- unum. Umboðsmaðurinn, Paul McGuin- ess, sat í mestu makindum á veit- ingastað í New York þegar Bono, söngvari U2, teymdi hest inn á stað- inn. McGuinnes er annálaður áhuga- maður um hesta og því ákváðu þeir í U2 að gefa honum gæðing í tilefni dagsins. Gestir á veitingahúsinu urðu ekki minna hissa en afmælisbarnið og ruku upp til handa og fóta þegar Bono gekk inn með hestinn í eftirdragi. Umboðs- maðurinn fékk hest Reuters Hinir uppátækjasömu U2.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.