Morgunblaðið - 22.06.2001, Side 68
ÓLÍKT börnunum í Reykjavík
sem gefa öndunum á Tjörninni
brauð gefa börnin á Suðureyri
þorskunum loðnu.
Annar munur er sá að erfitt er
að klappa öndunum á Reykjavík-
urtjörn en auðvelt er að klappa
stórum þorskum sem nudda sér
utan í hendur þeirra sem gefa
þeim mat. Það var Jens Holm
sem byrjaði á að sleppa undir-
málsþorski í tjörnina 1995 og
byrjaði að fylgjast með fiskunum.
Athyglisvert er að þótt tjörnin
sé opin með víðu ræsi út í Súg-
andafjörðinn kærir þorskurinn
sig ekkert um að fara. Hann
dafnar vel og hefur Jens slátrað
nokkrum tonnum af 5–7 kílóa
fiski undanfarin ár.
Líkt og endurnar á tjörninni
kemur fiskurinn strax ef mað-
urinn nálgast og bíður eftir æti.
Hann kemur þá óhræddur alveg
að fjöruborðinu og segja sumir
að hægt sé að taka stærstu
fiskana í fangið og klappa þeim.
Algengt er að heilu fjölskyld-
urnar fari inn eftir að gefa
þorskunum en oftast er þar kar
með afbeitningi sem hægt er að
fæða fiskinn með. Hafa þorsk-
arnir í tjörninni veitt mannfólk-
inu ómælda gleði.
Gefa þorskun-
um í tjörninni
Ísafirði. Morgunblaðið.
Ljósmynd/Úlfar
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
LANDSVIRKJUN hefur ákveðið að
setja fyrirhugað uppistöðulón í
Norðlingaöldu í mat á umhverfis-
áhrifum. Eftir fund Þjórsárvera-
nefndar á miðvikudag, þar sem Páll
Hreinsson lagaprófessor skýrði álit
sitt á fyrirmælum laga um náttúru-
vernd, var ákveðið að nefndin að-
hefðist ekkert fyrr en formlegt er-
indi kæmi um afgreiðslu frá þar til
bærum aðilum. Landsvirkjun telur
því ekkert því til fyrirstöðu að Norð-
lingaöldulón fari í umhverfismat og
stefnir að viðræðum við Norðurál
um raforkusölu vegna þriðja áfanga
álversins á Grundartanga fyrir mán-
aðamót, með eðlilegum fyrirvörum
um niðurstöður úr umhverfismatinu
og að samkomulag náist um raforku-
verð. Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, sagðist í samtali við
Morgunblaðið ánægður með þann
farveg sem málið væri komið í.
„Landsvirkjun vinnur nú að mats-
áætlun vegna Norðlingaöldu í kjölfar
lögskýringa Páls Hreinssonar og ég
er mjög ánægður með að sjá málið
komið í slíkan farveg,“ segir hann.
Hann á ekki von á því að niður-
staða úr umhverfismatinu geti legið
fyrir fyrr en um áramótin. Að sögn
Friðriks er nú einsýnt að meiri al-
vara færist í viðræður fyrirtækisins
við Norðurál um kaup á raforku
vegna tvöföldunar álversins á
Grundartanga. Nú liggi fyrir
ákveðnar leiðir til að útvega þá raf-
orku sem til þarf og fyrir vikið sé
unnt að hefja samningaviðræður um
orkuverð og afhendingu orkunnar.
Það sé þó gert með eðlilegum fyr-
irvörum um niðurstöður umhverfis-
matsins og að sátt náist um raforku-
verð en þannig sé það alltaf í
samningaviðræðum Landsvirkjunar,
t.d. í Kárahnjúkaverkefninu á Aust-
urlandi.
Þokast í viðræðum
Norðuráls og stjórnvalda
Viðræður íslenskra stjórnvalda og
Norðuráls um aðra þætti varðandi
þriðja áfanga álversins á Grundar-
tanga eru einnig í fullum gangi.
Stefnt er að því að ljúka samkomu-
lagi um skatta- og aðstöðumál fyrir
mánaðamót. Þriðji áfanginn gerir
ráð fyrir stækkun upp í 180 þúsund
tonna framleiðslugetu á ári.
Viðræðunefnd iðnaðarráðuneytis-
ins og forráðamenn Norðuráls hitt-
ust á fundi á miðvikudag þar sem
farið var yfir stöðu mála og annar
fundur er boðaður á föstudaginn eft-
ir viku. Að sögn Ragnars Guðmunds-
sonar, framkvæmdastjóra fjármála-
og stjórnunarsviðs hjá Norðuráli, er
stefnt að því að ljúka fyrsta áfanga í
viðræðum um frekari stækkun fyrir
mánaðamót. Gerir hann sér vonir um
að það þýði samkomulag um skatta-
mál og einnig ýmislegt er varðar að-
stöðu fyrirtækisins á Grundartanga.
Dregur til tíðinda í viðræðum Norðuráls við stjórnvöld og Landsvirkjun
Norðlingaöldulón
fer í umhverfismat
Álitsgerð Páls /12
Línur skýrast/34
SEÐLABANKINN seldi 24 milljón-
ir dollara á gjaldeyrismarkaði í gær.
Þetta er í fyrsta skipti frá því að
verðbólgumarkmið var tekið upp í
lok mars sem bankinn grípur til
þess ráðs til að stemma stigu við
gengislækkun krónunnar. Gengis-
vísitalan var 141 stig við lokun
markaðar í gær og hafði krónan þá
styrkst um 3,3% frá opnun mark-
aðar.
Seðlabankinn
Seldi 24
milljónir
dollara
Krónan styrkist um 3,3%/22
Í FLUGI Flugleiða til Boston
á laugardag verða þau tíma-
mót að konur stjórna flugvél-
inni en einungis karlar munu
þjóna farþegum. Er hér um að
ræða hlutverkaskipti kynjanna
frá því fyrirkomulagi sem tíðk-
ast hefur í áratugi.
Flugstjóri verður Guðrún
Olsen en flugmaður Ragnheið-
ur Guðjónsdóttir. Þær eru
báðar dætur flugstjóra. Sturla
Óskar Bragason verður 1.
flugþjónn, aðrir flugþjónar
verða Axel Guðmundsson,
Kristján Steinsson, Gunnlaug-
ur Gunnlaugsson og Björn
Johnson.
Að sögn Axels Guðmunds-
sonar var í fyrra gerð tilraun
til þess að raða saman svona
áhöfn en það tókst ekki. Enda
eru aðeins 16 fastráðnir flug-
þjónar hjá Flugleiðum en um
500 flugfreyjur. Að sögn Axels
hefur það gerst áður að áhöfn
hefur eingöngu verið skipuð
körlum og eins hefur áhöfn
eingöngu verið skipuð konum.
En þetta er í fyrsta sinn sem
hlutverkin snúast svona við.
Hlutverkaskipti
í flugi til Boston
Konur
stjórna
en karl-
ar þjóna
BORIST hefur fyrirspurn frá fjár-
festum á sviði hátækniiðnaðar í Kali-
forníu um aðstöðu hér á landi og
orkukaup vegna geymslu gagnasafna
hér en unnið yrði með gögnin að
verulegu leyti í Bandaríkjunum. Mál-
ið er á frumstigi en búist er við að það
geti skýrst innan tíðar hvort hug-
myndir þessa efnis eru raunhæfar
eða ekki.
Markaðs- og atvinnumálaskrif-
stofa Reykjanesbæjar er að vinna að
athugun málsins í samvinnu við Hita-
veitu Suðurnesja. Að sögn Ólafs
Kjartanssonar, framkvæmdastjóra
skrifstofunnar, eru þessi mál á algeru
frumstigi enn þá. Grunnurinn sé hins
vegar sá orkuskortur og vöntun á af-
hendingaröryggi orku sem fyrirtæki
í Kaliforníu hafi mátt búa við í orku-
málum að undanförnu og þeir líti
þannig á að staðan í orkumálum Kali-
forníufylkis geti verið tækifæri fyrir
okkur.
Það sé hins vegar háð því að fyr-
irtækin reisi útibú hér á landi og að
gagnaflutningsleiðir til og frá landinu
séu nægilega öflugar til að anna
þeirri umferð sem þjónusta af þessu
tagi myndi kalla á. Hugmyndin bygg-
ist á því að gögnin séu geymd hér á
landi en unnið með þau í Bandaríkj-
unum að verulegu leyti. Um talsvert
mikla orkunotkun sé að ræða við
starfsemi af þessu tagi.
„Það gefur auga leið að fyrirtæki í
tæknigeiranum getur mjög tæplega
liðið orkuskort. Silicon-dalurinn er
náttúrulega hjarta tækniþróunar í
heiminum. Maður getur svo sem al-
veg sett sig í þeirra spor þegar allt í
einu rafmagnið er tekið af. Það hlýtur
að vera mjög bagalegt,“ sagði Ólafur.
Bandarískir fjárfestar sýna Íslandi áhuga
Kanna möguleika á
geymslu gagnasafna
Fyrirspurn um orkukaup/12