Morgunblaðið - 01.07.2001, Síða 30

Morgunblaðið - 01.07.2001, Síða 30
ERLENT 30 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MÖRGUM Dönum kom áóvart er Poul NyrupRasmussen, forsætis-ráðherra Danmerkur, stokkaði upp í stjórn sinni í fyrra að meðal nýju ráðherranna var Ritt Bjerregaard sem lengi hefur verið umdeild. Hún tók við matvælaráð- neytinu sem er lykilembætti vegna atvinnuhátta í Danmörku en einnig landbúnaðar- og sjávarútvegsmál- um. Í könnunum er Bjerregaard, sem er kennari að mennt og stendur nú á sextugu, ávallt meðal vinsælustu ráðherra. Hún nýtur almennt virð- ingar, þykir duglegur og harðskeytt- ur stjórnmálamaður. Er hún varð ráðherra í fyrra hafði hún hafði ný- lokið störfum sem fulltrúi Dana í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins þar sem hún fór með um- hverfismál frá 1995. Hún segist aðspurð sjálf hafa orðið undrandi er henni var boðið ráð- herraembætti í fyrra en vegna stöðu sinnar hjá ESB var hún ekki á þingi. Bjerregaard gegndi ráðherrastörf- um á áttunda og níunda áratugnum en var rekin í bæði skiptin vegna deilna þar sem hún var meðal annars gagnrýnd fyrir bruðl. Hún verður í framboði í kjördæmi sínu í Lejre á Sjálandi næsta ár. „Ég hélt að ég myndi fá nokkur ár til að sinna eplatrjánum mínum, gæti hlustað á tónlist og lesið bækur,“ seg- ir Bjerregaard. „En forsætisráð- herrann taldi að þörf væri fyrir mig í ríkisstjórn og að sjálfsögðu gladdi það mig ákaflega. Það er rétt að hann sagði að það kæmi sér vel að hafa ráðherra með reynslu af störfum fyrir Evrópusam- bandið. Fyrir dyrum stóð þjóðarat- kvæðið um aðild okkar að Efnahags- og myntbandalaginu, EMU og evr- unni sem var felld. En hann hefur ekki fleygt mér út svo að ég virðist ráða við fleira en Evrópumálin!“ Sami rauði þráðurinn Hún segir mjög gagnlegt að kynn- ast því hvernig viðfangsefni hinna norrænu ráðherranna séu mótuð af aðstæðum hverrar þjóðar en ekki sé síður mikilvægt að sjá hvað margt sé líkt, sami rauði þráðurinn. Hún ræðir um muninn á norrænu samstarfi og Evrópusamstarfinu. Er hún tók við embætti í framkvæmdastjórnar- manns í Brussel janúar 1995 fór Bjerregaard að halda dagbók sína þar sem hún sagði frá því sem á dag- ana dreif, jafnt ýmsum einkamálum sem kynnum af ráðamönnum. Hugð- ist hún leyfa birtingu skrifanna en hætti við það vegna taugatitringsins er opinskáar frásagnir hennar vöktu. Politiken birti samt dagbókarskrifin. Bjerregard er spurð hvort mikið sé um hrokafulla embættismenn í Brussel. „Það finnst mér í rauninni ekki. Mér fannst margir stjórnarmenn ákaflega hæfir og athyglisverðir. Það var ótrúlega spennandi að fá að vinna með fólki af mörgu þjóðerni, með mjög ólíkan bakgrunn. Það er að sumu leyti hægt að líkja þessu við fundinn sem ég sit hér með norrænum starfssystkinum mínum hér í Reykjavík. En við tókum ákvarðanir á fundum í framkvæmda- stjórninni. Það gerum við ekki í nor- ræna samstarfinu, við getum kveikt hugmyndir hvert hjá öðru en tökum ekki sameiginlegar ákvarðanir. Það gerum við í ESB, bindum þjóðirnar saman með samræmdum reglum. Að sjálfsögðu er það svo að þegar fólk gerir eitthvað með sameiginlegu átaki og tekur á sig gagnkvæmar skyldur flýtur ýmislegt með sem manni líkar ekki við. Oft ræður meirihluti hjá ESB en það er í sjálfu sér eðli lýðræðisins, er ekki svo?“ Finnst þér að menn- ingarlegur munur á þjóð- um ætti sök á árekstrum? „Nei það finnst mér ekki. En um tíma var rætt nokkuð bak við tjöldin í stjórninni að Norður-Evr- ópumenn væru afskaplega strangir og mikið uppteknir af því að hafa stjórn á málunum en í suðrinu væru menn liprari og reyndu fremur að fá hlutina til að virka. Mér finnst eig- inlega ekki að hægt sé að notast við staðalmyndir af þessu tagi til nokk- urs. Þær eiga ekki við þann veruleika sem ég kynntist, þetta eru goðsagnir. Mér finnst að munurinn á milli ein- staklinga sé ekki minni á Ítalíu en í Danmörku eða á Íslandi. Menn þekkja best það sem þeir eru vanir og reyna að styrkja sjálfs- myndina með því að upphefja aðferð- irnar sem þeir þekkja, sínar eigin lausnir. Þannig finnst sjómönnum í öllum löndunum að sjómenn hinna svindli meira á reglunum en þeir sjálfir.“ Danir án evru Bjerregard er mikill stuðnings- maður evrunnar. En Danir eru ekki þátttakendur í gjaldmiðilssamstarf- inu og efnahagurinn stendur með miklum blóma. Hvers vegna ættu þeir þá að fleygja krónunni sinni? „Það er rétt að við höfum staðið okkur ágætlega utan við EMU. En Danir eiga að mínu mati að vera með fulltrúa alls staðar þar sem verið er að semja og leita lausna. Þeir eiga ekki að vera fyrir utan og bíða þess að hinir ákveði sig. Þess vegna vil ég gjarnan að við tökum þátt í evru- samstarfinu en þjóðin sagði nei. Hún áleit að það væri ekki hún sem tæki þátt í þessu gjaldmiðilssamstarfi og þess vegna gæti henni verið alveg sama. Kjósendur eru ávallt með hugann við það sem er næst þeim, heimahag- ana, fjölskylduna og þess háttar. Því meiri sem fjarlægðin er frá viðfangs- efninu þeim mun minni verður áhug- inn. Þetta er afar erfitt viðfangsefni fyrir lýðræðisskipulagið í hnatt- væddri tilveru. Við höfum ekki fund- ið neina lausn á þeim vanda. Evrópsk vitund er ekki eitthvað sem menn búa til, ein af ástæðunum er að tungumálin eru svo mörg og ólík. Tungan er svo nátengd hefðum okkar og menningu og ekki er til neitt evrópskt almenningsálit. Það er bundið við Þýskaland, Frakkland, Holland, Danmörku, ekkert sam-evr- ópskt er til.“ Smáþjóðir og skammir Írar fengu á árinu skammir frá framkvæmdastjórninni fyrir galla á efnahagsstjórninni. Bjerregaard er spurð hvort embættismenn ESB hafi gert smáþjóð að skotskífu vegna þess að það sé auðveldara en að fást við stóru þjóðirnar. „Ég svara því til að þegar ég starf- aði í Brussel voru notuð mjög sterk orð þegar til dæmis ríkisstuðningur í öflugustu ríkjunum var gagnrýndur. Mál Credit Lyonnais-bankans í Frakklandi var mjög til umræðu og framkvæmdastjórnin tók fullan þátt í að móta reglurnar um endurskipu- lagningu hans. Sama var uppi á ten- ingnum varðandi verksmiðjur Volkswagen í austurhluta Þýska- lands. Stjórnarmenn í Brussel hika ekkert við að skipta sér af því sem þeir telja ógna samkeppnisreglum í stóru löndunum. Ég get því ekki tekið undir með þeim sem segja að litlu ríkin séu tuskuð meira til en hin. Þar með er ég ekki að segja að fimm milljónir Dana gegni jafnmikilvægu hlutverki og 80 milljónir Þjóðverja. En Danir hafa einn fulltrúa í framvæmdastjórn ESB og Þjóðverjar tvo, það sýnir að tekið er tillit til smáþjóðanna og þær hafa meiri áhrif en íbúatalan segir til um.“ Þjóðverjar vilja að vald ESB-þingsins verði aukið en þar eru fulltrúar í samræmi við íbúatöluna. Bjerregaard segir að Þýskaland sé sam- bandsríki með ákveðnu skipulagi og hver aðildar- þjóð mæli ávallt með sínum fyrir- myndum. „Þess vegna eru alltaf átök milli ólíkra leiða sem á sinn hátt er líka gott. Ég held að hugmyndir Norð- urlandabúa séu nær því sem Frakkar vilja, við leggjum meiri áherslu á að um sé að ræða samstarf milli þjóð- ríkja, við getum líka notað orðin sjálf- stæðra landa. Þetta merkir að í hvert sinn sem vald sambandsins er aukið getur það aðeins orðið með samþykki allra í ráðherraráðinu þar sem for- sætisráðherrar landanna koma sam- an. Þannig álítum við Danir að við tryggjum best okkar hagsmuni.“ Deilurnar um fiskveiðistefnuna Fiskveiðar eru víðast hvar jaðar- grein í atvinnulífi Evrópuþjóða. Bjerregaard er spurð hvort auð- velt sé að útskýra mikilvægi sjávar- útvegs á Íslandi, í Noregi og að nokkru leyti Danmörku fyrir öðrum Evrópumönnum. „Það er ekkert mjög erfitt. Ég held að Spánverjar, Skotar, Hollend- ingar og Írar yrðu mjög móðgaðir ef þeir heyrðu fiskveiðarnar sínar kall- aðar jaðargreinar. Á svæðunum þar sem veiðarnar eru stundaðar eru þær stundum undirstaðan, gegna lykilhlutverki fyrir héraðsbúa. Þetta á við svo mörg Evrópulönd. Þess vegna eru umræður á fundunum um sjávarútveginn óvenju flóknar og til- finningaþrungnar. Eins og þið Ís- lendingar þekkið koma stundum óvæntar skýrslur frá fiskifræðingun- um og þá standa stjórnmálamenn frammi fyrir vanda. Annars vegar verðum við að taka ráð fiskifræðing- anna alvarlega, við vitum hvað gerð- ist við Nýfundnaland. Hins vegar getum við heldur ekki fyrirvaralaust komið og kippt á brott lifibrauði sjó- manna. Umræðurnar standa alltaf langt fram á nótt og hart barist. Það flækir enn málið að oftast er erfitt að fá sjó- menn hvers lands til að sætta sig við að mótuð sé sameiginleg stefna. Yf- irleitt vilja þeir bara fá að stunda sín- ar veiðar í friði án einhverra reglu- gerða jafnvel þótt þeir sjái vel að án laga og reglna myndi atvinnugreinin hrynja,“ segir Bjerregaard. Skrápur og stjórnmál Þú hefur oft orðið fyrir ágjöf. Hve lengi þarf fólk að vera í pólitík til að fá þykkan skráp? Bjerregaard hlær við. „Líklega þarf maður að vera sáttur við sjálfan sig, vera á vissan hátt afslöppuð manneskja ef maður ætlar á annað borð að leggja fyrir sig stjórnmál. Stjórnmálamenn er alltaf í lagi að berja, þá má alltaf skamma. Ef mað- ur getur ekki tekið því held ég að rétt sé að finna sér annað starf. Mér finnst að nokkuð sé um að fólk segi annars vegar að stjórnmála- menn ákveði svo margt að ekki sé vinnandi vegur að átta sig á þessu öllu en hins vegar að þeir taki ekki gagnlegar ákvarðanir.“ Bjerregaard segir það rétt að karl- remba hafi stundum verið henni þröskuldur í starfi. „Það er alveg ljóst að þegar ég hóf þátttöku í stjórnmálum í byrjun átt- unda áratugarins voru færri konur á þeim vettvangi en núna. Það var hvorttveggja í senn, kostur og galli. Það ber meira á manni en ella, fleiri þekkja mann og ef til vill skilar það sér í fleiri atkvæðum. En gallinn er að andstaðan er af sömu ástæðum öflugri og pólitísku árásirnar verða persónulegri. Ég hygg að þetta hafi samt breyst nokkuð með tímanum. Þegar ég horfi yfir sviðið núna, árið 2001, finnst mér að persónulega skít- kastið beinist ekkert síður að körlum en konum. Þróunin hefur á þessum áratugum sem ég hef verið í stjórn- málum verið í þá átt að persónulegar árásir hafa orðið nánast daglegt brauð.“ Þegar Anker Jørgensen gerði þig að ráðherra 1973, aðeins 32 ára gamla, sögðu andstæðingarnir að þú værir bara fallegt andlit. Hæfileikar hefðu ekki ráðið neinu ... „Það var mynd af mér þá á forsíðu dagblaðs og fyrirsögnin var: Nýja opnustelpan hans Ank- ers. En við erum nú ekki lengra á veg komin en svo að þegar síðast var stokkað upp í stjórn og nokkrir ungir kvenkyns ráðherrar bættust í hópinn var fyrirsögn í einu blaðinu: Skrautið hans Poul Nyrups! Sumt hefur breyst en það er enn langt í land,“ segir Ritt Bjerregaard. Morgunblaðið/Golli Ritt Bjerregaard, sjávarútvegsmálaráðherra Danmerkur: „Annars vegar verðum við að taka ráð fiskifræðinganna alvarlega, við vitum hvað gerðist við Nýfundnaland. Hins vegar getum við heldur ekki fyrirvaralaust komið og kippt á brott lifibrauði sjómanna.“ Eplatré víkja fyr- ir stjórnmálum kjon@mbl.is Því meiri sem fjarlægðin er þeim mun minni verður áhuginn Stjórnmála- menn er alltaf í lagi að berja, þá má alltaf skamma Ritt Bjerregaard, ráðherra matvæla, landbúnaðar og sjávarútvegs í Danmörku, sat í vikunni norrænan ráðherrafund í Reykjavík. Kristján Jónsson ræddi við hana í fundarhléi um sjómenn, öldugang á ferlinum og Evrópusamstarf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.