Morgunblaðið - 01.07.2001, Síða 34
MINNINGAR
34 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
Blómastofa
Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Blómaskreytingar við öll tilefni
Opið til kl. 19 öll kvöld
við Nýbýlaveg, Kópavogi
Skreytingar við
öll tækifæri
Langirimi 21,
Grafarvogi
587 9300
Samúðarskreytingar
Samúðarvendir
Kransar
Kistuskreytingar
Brúðarvendir
hún Hafdís Hlíf er dáin aðeins tíu
ára gömul.
Hver er tilgangurinn með þessu
lífi, endalaus áföll fyrir samheldnu
fjölskylduna? Þetta var það versta.
Hafdís Hlíf var yndisleg stúlka og
við dáðumst að dugnaði hennar og
atorku.
Hafdís mín, ég er þakklát fyrir
að hafa fengið að hitta þig daginn
fyrir afmæli mömmu þinnar nú
fyrir stuttu, það var svo létt yfir
ykkur öllum, undirbúningur af-
mælisins á lokastigi og vegleg
veisla framundan.
Þegar við eignumst börnin okkar
ætlumst við til að fá að njóta þeirra
svo lengi sem við lifum, en oftar en
ekki erum við minnt á að svo er
ekki og við ákveðum ekki hversu
lengi.
Elsku Sigrún, Björn, Sigurður
Björn og Margrét Kristín. Við
vottum ykkur okkar dýpstu samúð.
Megi Guð gefa ykkur styrk í þess-
ari miklu sorg.
Blessuð sé minning Hafdísar
Hlífar.
Margrét, Grétar og börn.
Elsku Hafdís mín. Ég skil ekki
af hverju þú ert dáin, af hverju
valdi Guð þig? Við ætluðum að
gera svo margt saman í sumar. Ég
var aldrei búin að svara bréfinu frá
þér. Þetta var svo sniðug hugmynd
hjá þér að fara að skrifast á. Nú á
ég bréfin þín alltaf, en mig langar
svo að senda þér fleiri bréf. Við
sem ætluðum í sama menntaskól-
ann svo að við gætum hist oftar. Þá
hefðum við getað verið saman í
bekk og hist þegar við vildum.
Við ætluðum alltaf að vera vin-
konur, líka þegar við yrðum eins
gamlar og mömmur okkar.
Elsku Hafdís, ég mun aldrei
gleyma þér og ég skal knúsa
mömmu þína þegar hana vantar að
knúsa 11 ára stelpu.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. J.)
Þín vinkona alltaf,
Guðrún Nielsen.
Yndisleg stúlka, Hafdís Hlíf, er
fallin frá allt of fljótt. Þeir deyja
ungir sem guðirnir elska.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Blessuð sé minning Hafdísar
Hlífar. Almáttugur Guð styrki fjöl-
skyldu hennar í þessari miklu sorg.
Halla, Stella og Arnar.
Hafdís Hlíf, litla vinkona mín, er
látin.
Elsku litla vinan sem hafði svo
margt að kenna og svo mörgu að
miðla. Ótrúlega þroskuð tíu ára
stúlka sem gekk í verk fullorðinna
eins og ekkert væri. Hún talaði
ekki mikið um hlutina, hún bara
gerði þá og umönnun hennar fyrir
mörgum hvort sem um var að ræða
börn eða fullorðna, var óvenju mik-
il og sterk af svo ungri telpu að
vera.
Maður spyr sig hvað guð sé að
gera með því að kippa henni svona
umsvifalaust í burtu. Ég er sann-
færð um að Hann hefur þurft hana
til að kenna annars staðar. Það
finnast nefnilega ekki margir með
þann hæfileika og þroska sem Haf-
dís Hlíf hafði. Megi algóður guð
halda verndarhendi sinni yfir engl-
inum Hafdísi Hlíf á nýjum slóðum.
Elsku Sigrún mín, Bjössi, Sigurður
Björn, Margrét Kristín og öll fjöl-
skyldan. Það er mikið á ykkur lagt
en á eftir myrkrinu kemur ljósið og
varla verður neitt bjartara en
minningin um Hafdísi Hlíf. Guð
verndi ykkur og styrki.
Matthildur Guðmundsdóttir
(Lóló).
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því aõ þú ert hjá mér.
(Úr 23. Davíðssálmi.)
Um þetta leyti árs er dagur
lengstur á landi okkar. Gróðurinn
skartar sínu fegursta og ungviði
fer á kreik.
Vorið gefur fyrirheit og vonir.
Fyrirheit um eitthvað spennandi
og áhugavert þeim sem eiga lífið
framundan.
Þannig hefur hún efalaust hugs-
að líka unga stúlkan sem hér er
kvödd hinstu kveðju. Hafdís Hlíf
varð bráðkvödd þann 21. júní sl.,
tæplega 11 ára að aldri. Hún sem í
gær var frísk og brosmild er liðin í
dag.
Skyndilega án fyrirvara er hún
hrifin á brott úr lífinu og ekkert er
eins og áður. Ástvinir allir eru eftir
í sárri sorg og spurn. Hvers vegna
hún, upprennandi og ung sem trúði
á lífið? Þeirri spurningu verður
ekki svarað, en þeir mega treysta
því að sakleysi æsku hennar, innri
birta og góðir eiginleikar verða
Hafdísi Hlíf leiðarljós um alla ei-
lífð.
Guð líkni og styrki foreldra
hennar, systkini, afa og ömmur og
alla þá sem þótti vænt um hana.
Sérstakar samúðarkveðjur fá
Hafdís, föðuramma Hafdísar Hlíf-
ar, og Jón föðurafi. Hjá þeim var
hún mikið frá unga aldri, prúð og
vönduð. Þær nöfnur voru hvor ann-
arri góðar og nánar.
Fjölskylda okkar vottar syrgj-
endum samúð.
Ingunn og Guðjón.
Við systurnar viljum með nokkr-
um orðum minnast bestu vinkonu
okkar. Við kynntumst Hafdísi í
leikskólanum fyrir átta árum. Við
fórum í sama skóla og bjuggum ná-
lægt hver annarri. Það er erfitt að
lýsa vinkonu, vinkonur eru bara
alltaf til staðar og við eigum erfitt
með að gera okkur grein fyrir því
að nú sé hún dáin, farin frá okkur.
Af hverju hún? Hafdís sem var svo
frísk, fjörug og glettin. Hún gat
líka verið róleg, hljóð og gat hlust-
að.
Við höfum margs að minnast því
við gerðum margt skemmtilegt
saman. Allir leikirnir okkar, öll
sumarnámskeiðin, skólagarðarnir,
sundferðirnar og ballettinn. Marg-
ar nætur gistum við saman og þá
spjölluðum við um framtíðina langt
fram eftir kvöldi. Okkur fannst líka
öllum mjög gaman að koma
mömmum okkar á óvart með því að
taka vel til.
Hafdís mun alltaf búa í hjarta-
okkar, hlátur hennar, brosið, rödd-
in og allar okkar góðu stundir.
Elsku Sigrún, Björn, Sigurður
og Margrét Kristín, guð veri með
ykkur á þessum erfiða tíma.
Berglind og Steiney.
Vegir Guðs eru órannsakanlegir.
Öllu eru ákveðin tímamörk sett.
Elsku Hafdís, þú hefur greinilega
verið búin að læra og miðla því
sem þér var ætlað í þessari jarðvist
og ert því kölluð til nýrra starfa.
Hví fölnar jurtin fríða
og fellir blóm svo skjótt?
Hví sveipar barnið blíða
svo brátt hin dimma nótt?
Hví verður von og yndi
svo varpað niðr’ í göf?
Hví berst svo burt í skyndi
Hin bezta lífsins gjöf?
Já, sefist sorg og tregi,
þér saknendur við gröf,
því týnd er yður eigi
hin yndislega gjöf:
Hún hvarf frá synd og heimi
til himins – fagnið því, –
svo hana Guð þar geymi
og gefi fegr’ á ný.
(Björn Halld. frá Laufási.)
Elsku Sigrún, Siggi, Margrét,
Bjössi og fjölskyldur. Megi minn-
ingar um yndislega stúlku verma
ykkur á þessum erfiðu tímum.
Birna.
!
"!!#
! "# $
"#
% &'(
'
) * +
,)
-
.
/
0 !+
&'(
1 ( (
&&( &&&(#
!"#$%"
!!
&# ' #$% ()'"
&#%# & #$% )*
+ *, %* #$% ,-
*. " #$% ,-
**# /* #$% ,-
) &#, ,,# 01 ,- 2
!
!
"#
$% &'
" # $%
!" #$%%
&" # #'" '$(' )*#)"$'$%%
*'% "" #'" '%(" + '% "'$%%
#$%% , " - .'"
/ 0"1$) &"'$%% $ $ "'%''"
"2 " " " "
!
"#
$ %&
!
#" %
"#
'
(!
#
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: Í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. Í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
Skilafrestur
minningar-
greina