Morgunblaðið - 01.07.2001, Side 56

Morgunblaðið - 01.07.2001, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. UNDIRBÚNINGUR vegna vor- fundar utanríkisráðherra Atlants- hafsbandalagsríkjanna, sem haldinn verður í Reykjavík 13.-15. maí á næsta ári, er hafinn á vegum Ríkis- lögreglustjórans. Fundurinn er stærsta alþjóðaráðstefna sem haldin hefur verið á Íslandi en alls er búist við um þúsund þátttakendum auk fjölda blaða- og fréttamanna. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar utan- ríkisráðherra hefur verið rætt um það að halda hér næsta vor fund utanríkisráðherra ESB. „Spánverjar verða í formennsku ESB og þeir hafa minnst á það hvort við gætum fallist á að fundurinn yrði haldinn hér á landi. Við höfum sagt að það sé í lagi af okkar hálfu en það hefur ekki verið tekin nein endanleg ákvörðun um þetta,“ segir Halldór. Ef af verður yrði fundur utanríkisráðherra ESB haldinn daginn áður en fundur utan- ríkisráðherra Atlantshafsbandalags- ríkjanna. Halldór á von á því að línur um þetta skýrist með haustinu. Þetta verður í þriðja sinn sem utanríkisráðherrafundur NATÓ er haldinn hérlendis en vorfundirnir eru ávallt haldnir í einhverju aðildar- ríkjanna. Áætlaður kostnaður Ís- lands vegna fundarhaldanna er um 200 milljónir. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri segir að hér sé um afar umfangsmikið verkefni að ræða fyrir lögregluna. Viðbúnaður lögreglu verði meiri en áður hafi þekkst. „Þetta er á undirbúningsstigi núna en ég reikna með því að mjög margir aðilar innan lögreglunnar komi að málinu. Við munum hafa hliðsjón af atburðum sem hafa orðið í tengslum við stóra fundi í Gautaborg og víðar,“ segir Haraldur, en þar hafa orðið gíf- urleg mótmæli eins og fram hefur komið í fréttum. Hann vildi ekki tjá sig um einstök atriði í tengslum við löggæsluna, eins og t.a.m. það hvort lögreglan yrði vopnuð. „Við erum að skoða það núna hvernig við getum verið sem best undirbúnir fyrir þennan fund án þess að ég vilji segja nákvæmlega í hverju það verður fólgið. Við erum að kanna það hvernig við getum best undirbúið okkar lögreglumenn fyrir þennan at- burð bæði hvað varðar þjálfun, mannafla og tækjabúnað. Þetta mun skýrast á næstu vikum,“ segir Har- aldur. Hann kveðst reikna með því að leitað verði liðsinnis erlendra aðila sem muni hafa með höndum örygg- isgæslu. „Ef taka á mið af fundum sem haldnir hafa verið upp á síðkast- ið í Gautaborg, Seattle og víðar sýn- ist mér að við stöndum frammi fyrir hópi fólks sem hefur það að skemmt- un sinni eða atvinnu að koma saman og hleypa stórum fundum upp með tilheyrandi skemmdarverkum og of- beldi gagnvart lögreglu og borgur- um. Þessi hópur manna kemur til þess að valda sem mestum usla og á ekkert skylt við friðsama mótmæl- endur.“ Hugsanlega leitað heimildar til persónueftirlits á landamærum Haraldur segir að velta verði þeirri spurningu upp hvort ekki sé nauðsynlegt að haga undirbúningn- um með tilliti til þess sem gerst hefur erlendis á fundum af þessu tagi. Hann segir að kannað verði næstu vikurnar hvernig lögreglan geti mætt óróaseggjum en þarna sé um að ræða hópa sem virðist vel skipu- lagðir, eigi samskipti á Netinu og flakki á milli landa. Haraldur segir að einnig þurfi að skoða hvort hægt sé að taka upp persónueftirlit á landa- mærum og hvort ástæða sé til þess að fá slíka heimild. „Það eru til upp- lýsingar um þessa óróaseggi og við munum að sjálfsögðu leita eftir þeim og afla búnaðar og tækja til þess að vera undirbúnir fyrir atburð eins og þennan,“ segir Haraldur. Undirritaður var sl. miðvikudag samstarfssamningur milli Europol, lögregluskrifstofu Evrópusam- bandsríkjanna, Íslands og Noregs. Haraldur telur að samstarfið nýtist íslenskum lögregluyfirvöldum án efa í tengslum við löggæsluna í kringum fundinn á næsta ári. Íslendingar fái aðgang að upplýsingum sem Europol hefur um þá aðila sem bera ábyrgð á uppþotum í kringum alþjóðlegar ráð- stefnur og fundi. En jafnframt fá ís- lensk lögregluyfirvöld upplýsingar frá Interpol og segir Haraldur að einnig verði haft beint samband við sænska ríkislögreglustjórann vegna atburðanna í Gautaborg, þar sem þrír menn létust. ÍSLENSKA sumarið er misjafnlega hlýtt og getur stundum verið nap- urt á morgnana. Ekki vitum við hvort þessi ferðamaður var að leita hlýju eða einhvers annars, þegar hann gægðist inn í eiminn frá hvernum í Námaskarði í gær. Morgunblaðið/RAX Gáð í gufuna Undirbúningur hafinn fyrir vorfund utanríkisráðherra NATO Búa sig undir komu al- þjóðlegra mótmælenda Líkur á því að utanríkisráð- herrafundur ESB verði haldinn á undan NATO-fundinum RANNSÓKN stendur yfir á or- sökum bilunar, sem varð í Boeing 757-vél Flugleiða í Kaupmanna- höfn á fimmtudagskvöld, en ekki er komin nein niðurstaða úr þeirri rannsókn. Vélin var kyrrsett í Kaupmannahöfn og komust far- þegar til Íslands á föstudags- morgun með annarri vél. Í samtali við Morgunblaðið sagði Guðjón Arngrímsson, upp- lýsingafulltrúi Flugleiða, að í framhaldi af biluninni hefði verið tekin sú ákvörðun að skoða allar 757-vélar félagsins af öryggis- ástæðum. Skoðunin gæti hugsan- lega valdið einhverjum töfum á flugi og breytingum á brottfarar- tímum, en henni yrði væntanlega lokið fljótlega eftir helgi. Allar Boeing 757-vélar Flugleiða rannsakaðar MEINDÝRAEYÐIRINN í Vest- mannaeyjum hefur orðið að leggja að velli 300 kanínur á síðustu sex ár- um vegna ágangs þeirra í lunda- byggðum og í görðum íbúa. Í Vest- mannaeyjum eru mörg kjörskilyrði fyrir hendi fyrir viðgangi kanínunn- ar því þar eru hvorki refur né mink- ur og veðurfar milt að viðbættum yl frá nýja hrauninu. Ásmundur Pálsson meindýraeyðir segir að allt sé morandi af kanínum á morgnana og seint á kvöldin og næt- urnar. Sérstaklega sé mikið af þeim við Lyngfellið og hestar séu farnir að stíga niður úr jörðinni vegna þess hve allt er sundurgrafið af kanínum. Ekki er ljóst hvenær kanínur námu land hérlendis en vitað er að upp úr 1930 var tamin afbrigði að finna á ýmsum stöðum í landinu. Vit- að er að kanínur hafa lifað úti einn vetur eða lengur í Öskjuhlíð, Gunn- arshólma, við Reynisvatn, við Rauðavatn, við Hvaleyrarvatn, í Heiðmörk, Hvammsvík í Hvalfirði, á Hvanneyri, í Hrappsey á Breiðafirði, Rauðseyjum á Breiðafirði, Bolung- arvík, í Ísafjarðardjúpi, Þaraláturs- firði, Hallormsstaðarskógi sem og mörgum stöðum í öllum landshlut- um. Hvert kanínupar getur hæglega eignast 20 unga á ári og ef allir lifa og hver þeirra eignast 20 unga verða orðnar í þeirri fjölskyldu 24,3 millj- ónir kanína að fimm árum liðnum. Kanínur taka sér bú- setu í íslenskri náttúru Kanínum eytt vegna ágangs í Eyjum  Villikanínur/B1 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.