Morgunblaðið - 27.07.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 27.07.2001, Síða 1
STJÓRNVÖLD í Makedóníu eru reiðubúin að hefja að nýju viðræður við fulltrúa albanska minnihlutans í landinu, en viðræður þeirra í milli hafa legið niðri í rúma viku. Það var Ljubco Georgíjevskí, forsætisráð- herra Makedóníu, sem tilkynnti þetta á blaðamannafundi í gær en fyrirhugað er að friðarviðræðunum verði haldið áfram í dag, föstudag, í borginni Tetovo. Þetta gerðist eftir fund makedón- ískra ráðamanna og Robertsons lá- varðar, framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins (NATO), og Javiers Solana, talsmanns Evrópu- sambandsins (ESB) í öryggis- og varnarmálum, í gær. Þeir Robertson og Solana funduðu einnig með talsmönnum albanska minnihlutans, sem eiga sæti í stjórn landsins. Robertson sagði eftir fund með Borís Trajkovskí, forseta Make- dóníu, að forsetinn teldi að einungis ætti eftir að semja um 5% deilumála. „Ef hægt er að leysa þessi fimm pró- sent getur þjóðin komist hjá borg- arastyrjöld og snúið aftur á braut friðar,“ sagði Robertson. Vonast til að vopnahléið haldi Í samræmi við samkomulag sem albanskir skæruliðar gerðu við samningamann NATO í Makedóníu, Pieter Feith, drógu þeir í gær herlið sitt til baka frá svæðum sem þeir hafa hertekið undanfarnar vikur. Talsmenn skæruliðanna segjast hins vegar ekki ljúka herflutningum sín- um fyrr en staðfesting NATO á fyrr- Viðræður hefjast á ný í Makedóníu Skopje. AP, AFP. nefndu samkomulagi liggi fyrir. Áð- ur höfðu makedónísk stjórnvöld sett flutningana sem skilyrði fyrir því að þau myndu virða vopnahléið frá 5. júlí. Þau hótuðu jafnframt stórsókn drægju skæruliðarnir sig ekki til baka. Að sögn talsmanna NATO hafa flutningarnir gengið snurðu- laust fyrir sig og eiga íbúar Tetovo og nærliggjandi þorpa, sem flúðu átökin í síðustu viku, nú að geta snú- ið heim. Vonast er til þess að samn- ingurinn og yfirlýsing Makedóníu- stjórnar þýði að vopnahléið sem gekk í gildi 5. júlí sl. muni halda. Dómsmálaráðuneyti Makedóníu gaf í gær út alþjóðlega handtöku- skipun á hendur ellefu yfirmönnum albönsku skæruliðanna. Þar kemur fram að þeir séu grunaðir um glæpi gegn mannúð og stríðsglæpi. Meðal þeirra sem handtökuskipunin nær til er Ali Ahmeti, aðaltalsmaður skæru- liðanna og sá sem undirritaði sam- komulagið sem gekk í gildi í fyrri- nótt. Þá er Fazli Veliju jafnframt nefndur í handtökuskipuninni en hann býr í Sviss og segja makedón- ísk stjórnvöld að hann sjái að miklu leyti um að fjármagna stríðsrekstur skæruliðanna. Því er haldið fram að flestir, ef ekki allir, þeir sem hand- tökuskipunin nær til séu staddir í Kosovo, að Veliju undanskildum. Í yfirlýsingu frá dómsmálaráðu- neytinu í Skopje segir að það hafi safnað gögnum sem sanni að Alban- irnir stefni að því að kljúfa Makedón- íu og stofna nýtt ríki Albana með Kosovo-héraði í Júgóslavíu. Hátæknifyrirtæki boða einhvern mesta niðurskurð sem orðið hefur í tíu ár Verri afkoma og tug- ir þúsunda uppsagna Frankfurt, Tókýó. AFP, AP. FYRIRTÆKI beggja vegna Atl- antshafsins tilkynntu í gær versn- andi afkomu og sparnaðarráðstafan- ir. Franska fyrirtækið Alcatel, sem framleiðir fjarskiptabúnað, greindi frá því að í árslok yrði búið að fækka störfum hjá fyrirtækinu um 20 þús- und og hefðu um 60% uppsagnanna þegar tekið gildi. Alls mun hafa verið tilkynnt um tæplega 35 þúsund uppsagnir, sem annaðhvort hafa þegar tekið gildi eða eru fyrirhugaðar á þessu ári, að því er greint var frá á fréttavef BBC í gær. Tilkynnt var um álíka fjölda uppsagna sl. þriðjudag og að mati hagfræðinga er þetta að verða ein- hver mesti niðurskurður síðan í efnahagslægðinni í byrjun tíunda áratugarins. Þýska hátæknistórfyrirtækið Infi- neon, næststærsti framleiðandi tölvukubba í Evrópu, greindi frá því í gær að fyrir dyrum stæðu upp- sagnir um fimm þúsund starfs- manna, eða um 14,7% af vinnuafli fyrirtækisins í heiminum. Á með þessu að draga úr kostnaði um einn milljarð evra. Stjórnarformaður fyrirtækisins sagði að engar batahorfur væri að sjá á markaðinum og því væri fyr- irtækinu nauðugur einn kostur. Talsmenn launþegasamtaka vöruðu við því að fyrirætlunum þessum yrði ekki tekið þegjandi. Annað þýskt hátæknifyrirtæki, Epcos, tilkynnti 750 uppsagnir á næstu 12 mánuðum, til viðbótar þeim 600 sem þegar hafði verið greint frá. Til skamms tíma myndu uppsagnirnar draga úr hagnaði, en „bæta stöðuna umtalsvert til heils árs litið“. Skilaboðin voru skýr: Þótt upp- sagnir væru slæmar fréttir fyrir starfsmenn myndu þær auka hagnað og því hafa góð áhrif á verð hluta- bréfa í fyrirtækinu. Og hvað Infi- neon varðar tóku fjárfestar fregn- unum vel og keyptu upp hlutabréf í fyrirtækinu á markaðnum í Frank- furt. Þýska stórfyrirtækið Siemens, sem á meirihluta í Infineon og minnihluta í Epcos, hafði tilkynnt fyrr í mánuðinum að áætlað væri að segja upp rúmlega tíu þúsund manns í fjarskiptabúnaðar- og há- tæknideildum fyrirtækisins. Þýska efnahagsrannsóknarstofn- unin Ifo greindi frá því í gær að bú- ast mætti við að svona niðurskurður héldi áfram. Uppsagnir starfsfólks í öðrum greinum væru líklegar. Hinum megin Atlantshafsins til- kynnti hátæknifyrirtækið Hewlett- Packard (HP) að búist væri við sam- drætti í sölu og að sex þúsund starfs- mönnum yrði sagt upp, eða rúmlega 6% af vinnuafli fyrirtækisins, að því er BBC greinir frá. HP hafði til- kynnt 4.700 uppsagnir fyrr á árinu og hefur orðið að senda frá sér af- komuviðvaranir hvað eftir annað. Þrátt fyrir allar þessar viðvaranir brugðust fjármálamarkaðirnir ekki við með neinu óðagoti. FTSE-vísital- an í London hafði síðdegis í gær hækkað um 22 stig frá því daginn áð- ur, en þá hafði hún ekki verið lægri í 33 mánuði. Í Bandaríkjunum lækk- aði Dow Jones um 76 stig en Nasdaq var svo að segja óbreytt. FIDEL Castro, forseti Kúbu, sést hér í fylgd með Iranian Hassan Khomeini, í göngu sem Kúbverjar gengu í gær til að fagna nær hálfrar aldar afmæli bylting- arinnar. Daginn nefna Kúbverjar uppreisnardaginn og er hann einn mesti hátíðisdagur eyj- arskeggja. Kastró leiddi gönguna um Havana, sem 1,2 milljónir manna tóku þátt í. Gangan í gær var jafnframt farin til að mót- mæla „forræðishyggju“ rík- isstjórnar George W. Bush. Iranian er barnabarn Ayatollah Ruhollah Khomeinis sáluga sem leiddi íslömsku byltinguna í Íran árið 1979. AP Kastró fagnar af- mæli byltingarinnar 169. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 27. JÚLÍ 2001 JOHN Brown Jr., Bandaríkjamaður af ættum Navajo-indíána, sést hér taka við heillaóskum George W. Bush Bandaríkjaforseta eftir að hafa veitt heiðursorðu bandaríska þingsins viðtöku í gær. Orðuna fékk hann ásamt 28 öðrum indíán- um fyrir störf sín í þágu land- gönguliðs bandaríska flotans í síð- ari heimsstyrjöldinni, en þeir þróuðu dulmál úr eigin tungu til að villa um fyrir óvinahersveitum. Reuters Dulmálssmið- ir heiðraðir Vill fríversl- un yfir Atl- antshafið Lundúnum. AFP. GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, hvatti í gær til þess að myndað yrði fríverslunarsvæði, sem næði yfir Atlantshaf og tengdi sam- an aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) og Bandaríkin. Dagblaðið The Times skýrði frá því að Brown myndi hvetja til þess að samstarfið yfir Atlantshafið yrði aukið enn frekar. Stefna bæri að myndun „nýs bandalags yfir Atlants- hafið sem tryggja myndi hagsæld og efnahagsstyrk með svipuðum hætti og NATO hefur tryggt friðinn“. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.