Morgunblaðið - 27.07.2001, Qupperneq 4
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
„ÞETTA er svo sem ekkert stórkost-
legt, en miðað við hvað hefur verið í
gangi hérna þá hefur verið hrein há-
tíð síðustu daga. Hópurinn sem á nú
tvær vaktir eftir er kominn með 65
laxa eftir fimm veiðidaga. Hópur
sem veiddi sömu daga í fyrra var
með 25 fiska til samanburðar. Það
eru þá komnir um 150 laxar á land og
þessi fiskur sem er að ganga núna er
mest mjög vænn smálax.
Það eru boltar innan um, einn Am-
eríkaninn, Roland Saint, veiddi t.d.
einn sem var 101 cm og metinn 20
pund og sami maður veiddi tvo sem
voru metnir 17 og 16 pund. Stærsta
laxinn veiddi hann í Nónhyl á
Munroe Killer númer 12,“ sagði
Björn K. Rúnarsson, leiðsögumaður
við Vatnsdalsá, í gærdag.
Stórar bleikjur
Að undanförnu hafa veiðst nokkr-
ar mjög stórar sjóbleikjur í Eyja-
fjarðará, sú stærsta 9,1 pund, sem
veiddist í Torfufellsármótum, og á
sama stað veiddist nýverið 7,2 punda
bleikja. Frést hefur af þriðja fiskin-
um sem var slétt 7 pund. Prýðisveiði
hefur verið í ánni að undanförnu.
Enn rólegt í Laxá á Ásum
Eitthvað um 230-240 laxar hafa
veiðst í Laxá á Ásum sem þykir lítið
miðað við væntingar manna um ána
og verðlag. Björn K. Rúnarsson,
leiðsögumaður við Vatnsdalsá, var
við veiðar í ánni fyrir skömmu og
sagði hann frekar lítið af fiski í ánni
og hvergi fleiri laxar í sama hylnum
en svo sem 20 stykki.
Rofar loks til í
Vatnsdalsá
Morgunblaðið/Myndrún/RÞB
Frændurnir Axel Dagur Björns-
son og Björn Heiðar Rúnarsson
með tvær fallegar bleikjur úr
Hörgá í síðustu viku.
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
PÁLÍNU Árnadóttur fiðluleikara
var í gær veittur 600 þúsund
króna styrkur til tónlistarnáms úr
minningarsjóði Jeans Pierres Jac-
quillat og var þetta í tíunda sinn
sem veitt er úr sjóðnum af þessu
tilefni. Fyrir afhendingu styrksins
fluttu stuttar tölur Björn Bjarna-
son menntamálaráðherra og Ce-
cile Jacquillat, ekkja Jeans Pierr-
es, sem komin var til landsins af
þessu tilefni.
Verðugur fulltrúi
tónlistarfólks
„Enn einu sinni fáum við tæki-
færi til að samfagna með ungum
tónlistarmanni sem fær stuðning
úr sjóðnum til að afla sér auk-
innar menntunar og reynslu á
sviði tónlistar,“ sagði Björn. Hon-
um þótti tækifærið einnig vel til
þess fallið að rifja upp þátt Jeans
Pierres Jacquillat í íslensku tón-
listarlífi en hann var fastráðinn
aðalstjórnandi Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands frá árinu 1978 til
ársins 1986. Hann lést í bílslysi í
Frakklandi 11. ágúst 1986 og
hafði þá nýlega látið af störfum
fyrir hljómsveitina. Björn sagði
Pálínu Árnadóttur vera verðugan
fulltrúa þess unga tónlistarfólks
sem efla myndi íslenskt tónlistar-
líf á komandi árum.
Örn Jóhannsson, stjórn-
arformaður minningarsjóðsins, og
Cecile Jacquillat afhentu Pálínu
svo styrkinn. Sagðist Cecile vona
að styrkurinn yrði Pálínu til góðs
og framdráttar á framabrautinni.
Mikill kostnaður
í New York
Pálína flutti svo tvö verk sem
þakklætisvott fyrir styrkveit-
inguna, en það voru Sonatensatz,
Scherzo eftir Brahms og Siciliana
eftir Paradis. Pálína sagðist hafa
verið ytra við tónlistarnám í ein
sex ár. Hún sagði styrkinn koma
sér afar vel fyrir sig enda væri
hún á leið í Juilliard-listaháskól-
ann í New York á hausti komandi.
„Að búa í New York og vera við
nám fylgir alveg svakalegur
kostnaður,“ sagði hún.
Framtíðina sagði Pálína vera
óráðna til lengri tíma en hún bjóst
við að verða við nám í Juilliard í
einn til tvo vetur. „Svo sé ég bara
til hvaða tækifæri gefast og skoða
möguleikana í stöðunni,“ sagði
Pálína Árnadóttir fiðluleikari.
Fékk styrk úr
minningarsjóði
J. P. Jacquillat
Morgunblaðið/Þorkell
Pálína Árnadóttir tekur við styrknum úr hendi Cecile Jacquillat.
Flugvall-
arslökkvi-
liðið í við-
bragðsstöðu
SLÖKKVILIÐIÐ á Reykjavíkur-
flugvelli var sett í viðbragðsstöðu
um hádegisbil í gær þar sem olíu-
lok hafði losnað á eins hreyfils
flugvél.
Samkvæmt upplýsingum flug-
stjórnar var ekki teljandi hætta á
ferðum en lítils háttar olía lak út
af hreyflinum. Þó var slökkviliðið
sett í viðbragðsstöðu þar sem það
er ávallt gert þegar eitthvað er
ekki alveg eins og það á að vera.
Uppsagnir hjá Flugfélagi Íslands
Bréfin verða
send út fyrir
mánaðamót
FLUGFÉLAG Íslands sendir 35 til
40 starfsmönnum uppsagnarbréf
núna um mánaðamótin og taka upp-
sagnirnar gildi fyrsta nóvember að
því er fram kom í samtali við Jón Karl
Ólafsson, framkvæmdastjóra félags-
ins. Jón Karl segir að farið hafi fram
viðræður við stéttarfélög starfs-
manna um hvernig best væri að
standa að uppsögnunum sem hann
segir taka til allra sviða flugreksturs-
ins.
Samkomulag um
breytingarnar
„Við höfum átt í viðræðum við
verslunarmannafélögin, sem eru með
sitt fólk í stöðvunum og afgreiðslu-
fólkið okkar, Eflingu, sem er með
hlaðmennina, þá einnig félög flug-
virkja og flugmanna, öll þessi helstu
stéttarfélög þar sem uppsagnir verða
á einhvern hátt stórfelldar og breyt-
ingar verða á vaktakerfum og fleira,“
sagði Jón Karl. Þá kom fram í máli
hans að allir hafi lagst á eitt og sam-
komulag náðst við flesta hópa um þær
breytingar sem þörf væri á að gera.
Hann sagði að einhver uppsagnarbréf
hafi þegar verið send en reynt yrði að
ljúka þeirri vinnu að mestu leyti fyrir
vikulokin. „Við þurfum að koma þess-
ari óvissu frá,“ sagði hann.
Er ekki að leggja
upp laupana
„Það verður þá fyrsta nóvember
sem uppsagnirnar eru allar komnar
til framkvæmda en frá fyrsta október
drögum við líka reksturinn mikið
saman. Það er því í októberlok og
byrjun nóvember að breytingarnar
og hagræðingin sem við erum að
vinna í fara að skila sér í gegn hjá
okkur,“ sagði Jón Karl.
Hann ítrekar að félagið sé alls ekki
að hætta og ætlunin sé að standa
keikir eftir breytingarnar. „Það ger-
um við með að fólkið vinni þetta sam-
an og við finnum þær leiðir sem best-
ar eru í stöðunni. Það er verið að
vinna í því þessa dagana að finna þær
leiðir. Við höfum ekki enn lent í
vandamálum en erum ekki alveg
komin fyrir báruna ennþá,“ sagði
hann.
VEGAGERÐIN lauk nýverið við að
brúa Ásgarðsá, sem til þessa hefur
verið stærsta vatnsfallið á afleggj-
aranum í Kerlingarfjöll af Kjalvegi.
Sem kunnugt er hafa orðið áherslu-
breytingar á starfsemi Fannborgar
ehf., sem rak skíðaskóla í Kerling-
arfjöllum um árabil.
Að sögn Páls Gíslasonar, tals-
manns Fannborgar ehf., hefur um-
ferð um Kjöl farið vaxandi og segir
hann svæðið eitt best falda útivist-
arsvæðið á hálendinu. „Óneitanlega
hefur Ásgarðsáin átt sinn þátt í
þeirri einangrun, en áin er oft mó-
rauð, þótt hún sé ekki mjög vatns-
mikil og oftast fær fólksbílum. Brú
yfir ána er hins vegar vítamín-
sprauta fyrir starfsemina hér,“ seg-
ir Páll.
Brú komin
yfir Ásgarðsá
Þjóðhagsstofnun
Skuldir
heimilanna
jukust um
50 milljarða
SKULDIR heimila sem taldar voru
fram til skatts námu 415 milljörðum
króna í árslok 2000, að því er fram
kemur í Hagvísum, riti Þjóðhags-
stofnunar. Skuldirnir jukust um 50
milljarða á síðasta ári.
Samkvæmt tölum Seðlabanka Ís-
lands námu skuldir heimila við lána-
kerfið 599 milljörðum í árslok 2000
og höfðu aukist um 88 milljarða á
árinu. Þjóðhagsstofnun telur að
þessi munur gæti legið í mismunandi
flokkun skulda á milli heimila og fyr-
irtækja og að yfirdráttarlán kunni að
vera vantalin til skatts.
Skuldir heimilanna jukust hratt á
árunum 1991–1997 sé miðað við hlut-
fall af eignum. Eiginfjárhlutfall
heimilanna hefur hins vegar staðið í
stað á síðustu árum. Þjóðhagsstofn-
un telur reyndar að mati eigna í
skattframtali sé í ýmsu ábótavant,
t.d. séu hlutabréf talin á nafnverði.
Fjórir hand-
teknir vegna
innbrots í bíl
FJÓRIR menn voru handteknir fyr-
ir að brjótast inn í bíl á bílasölunni
Evrópu við Vatnsmýrarveg í
Reykjavík aðfaranótt fimmtudags.
Vegfarandi tilkynnti um ferðir
mannanna og var lögreglan skammt
undan og handsamaði þá. Þeir voru
búnir að taka hljómflutningstæki úr
bílnum þegar lögreglu bar að garði.
Þeim var sleppt að lokinni yfir-
heyrslu lögreglu.
♦ ♦ ♦