Morgunblaðið - 27.07.2001, Qupperneq 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 9
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00.
Frábærar dragtir,
kjólar og dress
Allt á útsölu
15% viðbótarafsláttur
Lagersala á Bíldshöfða 14
Skór frá kr. 500
Opið alla föstudaga milli kl. 16 og 19,
laugardaga milli kl. 12 og 16.
oroblu@sokkar.iswww.sokkar.is
ÚT-
SALA
Kringlunni
sími 581 1717
40%
Hverfisgötu 105 - Reykjavík - sími 551 6688
afsláttur
Verðandi mæður -
RÝMINGARSALA
Opnum verslun okkar laugardaginn 28. júlí kl. 11.00
með nýjustu húsgögn frá Indónesíu.
Falleg vara á frábæru verði - Spennandi opnunartilboð.
Verið velkomin
Súðarvogi 6
UNIKAhúsgögn
FJÖLDI kennslustunda í stærðfræði
og raunvísindum meðal 12–14 ára
barna er lægstur á Íslandi af öllum
löndum innan OECD. Á Íslandi fær
þessi aldurshópur 467 tíma í kennslu
í þessum greinum en meðaltalið hjá
OECD-ríkjunum er 665 tímar að
meðaltali.
Þessar upplýsingar koma fram í
riti sem OECD gaf út um menntun í
aðildarríkjum stofnunarinnar.
Í ritinu kemur fram að atvinnu-
þátttaka á Íslandi er hin mesta í
OECD-ríkjunum, bæði meðal karla
og kvenna. Atvinnuþáttaka karla er
97% og 86% hjá konum á aldrinum
25–64 ára. Menntunarstaða íslensku
þjóðarinnar er nokkuð undir meðal-
tali OECD-ríkja. Árið 1999 höfðu
56% Íslendinga á aldrinum 25–64 ára
lokið löngu námi á framhaldsskóla-
stigi sem veitir aðgang að háskóla-
stigi. Meðaltal OECD-ríkja var 62%
Að auki höfðu 7% Íslendinga lokið
stuttu starfsnámi á framhaldsskóla-
stigi en 4% í öðrum OECD-ríkjum.
Alls höfðu 64% Íslendinga á aldrinum
25–34 ára lokið löngu námi á fram-
haldsskólastigi en 40% í aldurshópn-
um 55–64 ára. Verulegur munur er á
milli karla og kvenna í elsta aldurs-
hópnum. Þar höfðu 55% karla en ein-
ungis 26% kvenna lokið löngu námi á
framhaldsskólastigi.
Útskriftarhlutfall íslenskra nem-
enda á framhaldsskólastigi er 82%,
79% fyrir karla en 84% fyrir konur,
nokkru hærra en meðaltal OECD
ríkja, en það er 79%.
Nemendum á háskólastigi hefur
fjölgað verulega á Íslandi undanfarin
ár eins og í flestum OECD-ríkjum.
Innritunarhlutfall í fræðilegt há-
skólanám á Íslandi er 55% og 10% í
starfsmiðað nám á háskólastigi. Um
tveir þriðju útskrifaðra háskólanema
eru konur, og á það einnig við um út-
skrifaða nema úr meistaranámi.
Karlar eru helmingur þeirra sem út-
skrifast úr starfsnámi á háskólastigi.
Athygli vekur að hlutfall íslenskra
háskólanema sem útskrifast úr námi í
raunvísindum er með því lægsta sem
gerist í OECD-ríkjunum. Tæplega
16% þeirra sem ljúka fyrstu háskóla-
gráðu ljúka námi í raunvísindum.
Fjöldi kennslustunda hjá 12–14
ára nemendum er samtals 2.427 á Ís-
landi en meðaltal OECD–ríkja er
2.781.
Hlutfall íslenskra barna sem sækja
leikskóla er með því hæsta sem gerist
innan OECD og athygli vekur að
konum fækkar hlutfallslega meðal
kennara eftir því sem ofar dregur í
skólakerfinu.
OECD gefur út rit um menntun í aðildarríkjunum
Minni raungreina-
kennsla á Íslandi
Morgunblaðið/Sverrir
Frá einni af raungreinastofum Fjölbrautaskólans í Garðabæ.
MEÐAL tillagna sem starfshópur á
vegum samgönguráðuneytisins og
Vegagerðarinnar setti fram til að
draga úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda frá samgöngum var að auka á
næstu árum hlut dísilfólksbíla í um-
ferðinni og jafna skatthlutfall milli
slíkra bíla og bensínbíla. Losun gróð-
urhúsalofttegunda frá dísilvélum er
talin 25-30% minni en frá bensínvél-
um miðað við jafnþunga bíla.
Samkvæmt upplýsingum frá fjár-
málaráðuneytinu eru þessar tillögur
ásamt fleiru til umfjöllunar í nefnd
sem ætlað er að endurskoða lög um
fjáröflun til vegagerðar. Nefndin var
skipuð fyrr á þessu ári að beiðni efna-
hags- og viðskiptanefndar Alþingis og
í henni eiga sæti fulltrúar fjármála-
ráðuneytisins, ríkisskattstjóra og
Vegagerðarinnar. Meðal þeirra hug-
mynda sem nefndin er að skoða er að
taka upp olíugjald á dísilbíla og fella
niður þungaskatt. Talið er að með
þeirri breytingu muni notkun dísilbíla
aukast og verði í mörgum tilvikum
hagkvæmara fyrir bifreiðaeigendur
en að greiða þungaskatt. Búist er við
að nefndin ljúki störfum í ágúst og
skili þá tillögum til fjármálaráðherra.
Í skýrslu starfshóps samgöngu-
ráðuneytisins og Vegagerðarinnar
kom m.a. fram að dísilbílar væru í dag
um 9% af öllum bílum undir 4 tonnum
að þyngd, samanborið við allt að 50%
hlutfall í mörgum ríkjum Evrópu.
Síðustu ár hefur hlutfall dísilbíla í ný-
skráningum aukist í 20-25% af árleg-
um innflutningi en það eru aðallega
jeppar og stærri bílar. Starfshópur-
inn lagði til að markmiðið fyrir árið
2010 yrði að hlutur minni dísilbíla yrði
45% af árlegum innflutningi.
Tillaga um aukinn hlut dísilbíla í umferð
Olíugjald í stað
þungaskatts