Morgunblaðið - 27.07.2001, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.07.2001, Qupperneq 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÖRN sem í sumar eru þátt- takendur í leikjanám- skeiðum ÍTR gerðu sér glað- an dag í gær, en þá fjölmenntu þau í skrúð- göngu frá Austurbæjarskóla og var ferðinni haldið í Hljómskálagarðinn. Þar fór fram fjölbreytt skemmti- dagskrá þar sem fram komu „Wake me up“ sönghóp- urinn og Jóhanna Guðrún. Börnin sýndu einnig eigin skemmtiatriði, farið var í leiki og sungið og leiktæki fyrir börnin voru í garð- inum. Til að seðja hungrið var öllum börnunum boðið upp á grillaðar pylsur og ís. Að sögn Halldórs Jón- assonar starfsmanns ÍTR er sumarhátíð sem þessi árviss viðburður og áætlar hann að í gær hafi milli 450 og 500 börn úr félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar tekið þátt í karnivalinu. Börnin hafi undirbúið hátíðina vel, meðal annars með því að út- búa eigin karnivalbúninga og skemmtiatriði. „Stemmn- ingin var mjög góð, veðrið fínt, dagskráin fjölbreytt og krakkarnir glaðir og ánægð- ir á hátíðinni,“ sagði Hall- dór. Morgunblaðið/Ásdís Þessi skrautlega klæddu börn biðu spennt eftir því að halda af stað í skrúðgönguna frá Austurbæjarskóla í gær. Þau voru með heimatilbúin hljóðfæri við hendina sem eflaust hafa verið vel nýtt á karnivalinu í sólskininu í borginni. Krakkarnir voru í frumlegum og skemmtilegum búning- um eins og glöggt má sjá á þessum ungu piltum. Fjör á sumarkarnivali Reykjavík SAMTÖK um betri byggð á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frá sér ályktun þar sem lagt er til að hafinn verði und- irbúningur að alþjóðlegri samkeppni um skipulag mið- borgarbyggðar í Vatnsmýr- inni og á flugvallarsvæðinu. Í ályktuninni segir að slík samkeppni sé eina leiðin til að „bjarga þessum örlagareit ís- lenskrar borgarmenningar“ sem Vatnsmýrin og flugvall- arsvæðið er. Festa ber Reykjavík í sessi sem vistvæna höfuðborg Vitnað er í drög að Aðal- skipulagi Reykjavíkur 2001 til 2024 og tekið undir þau sjón- armið að festa beri Reykjavík í sessi sem öfluga og vistvæna höfuðborg og alþjóðaborg. Bent er á að efling háskóla- svæðisins sé forsenda al- þjóðaborgar og að starfhæf vistvæn borg kalli á þéttingu byggðar. Hins vegar telja samtökin að þær leiðir sem farnar eru samkvæmt Aðal- skipulaginu dugi ekki til. Munar þar mestu um, að mati samtakanna, að ekki er tekin ákvörðun um að taka flugvall- arsvæðið undir byggð í heild sinni heldur sé gert ráð fyrir áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýrinni allt skipulags- tímabilið eða lengur. Segir í ályktuninni að borgin verði því klofin áfram á viðkvæm- asta stað og stærri miðborg útilokuð sem fyrr. Vitnað er í grein um flug- vallarsvæðið sem Þórður Ben Sveinsson myndlistarmaður ritaði í Lesbók Morgunblaðs- ins í maí 1986 undir heitinu Frumdrög að borg með nýja borgarmenningu. Í grein Þórðar segir meðal annars að svæðið sé „örlagareitur ís- lenskrar borgarmenningar“ og að „svæðið [megi] ekki snerta fyrr en Ísland [ráði] yf- ir efni og markmiðum sem endurspegla dýpri skilning á lífi mannsins í borgarmenn- ingunni“. Að skipta svæðinu niður er versta leiðin Bent er á að hugmyndir Þórðar Ben hafi verið kynntar í framlagi byggingardeildar Kjarvalsstaða til sýningar í Tjarnarsal Ráðhússins fyrir kosninguna um framtíð Vatnsmýrarinnar. Samtök um betri byggð gera orð Þórðar að sínum og segja að svæðið megi ekki snerta fyrr en heildarsýn hafi fengist yfir það og útséð er um hvernig það nýtist borginni best til framfara og heilla. Segir í ályktuninni að þær tillögur sem þegar hafi verið kynntar um að skipta svæðinu niður áður en það hafi verið skipulagt í heild sinni sé versta leiðin sem hægt sé að fara. Samtökin vekja athygli á að í borgum á borð við Ósló, Gautaborg og Málmey sé ver- ið að stækka miðborgirnar til muna og endurbyggja sam- kvæmt ströngusu kröfum um vistvæna og fallega byggð og enginn skortur sé því á góðum fyrirmyndum í nágrannalönd- unum. Alþjóðleg samkeppni um miðborgar- skipulag Vatnsmýrin TILLAGA um að framlög til einkaskóla verði reiknuð á sama grundvelli og með sömu viðmið og framlög til annarra grunnskóla í Reykjavík var lögð fram af borgarráðsfulltrú- um Sjálfstæðisflokks á borgar- ráðsfundi á þriðjudag. Borgar- ráðsfulltrúar R-listans lögðu fram frávísunartillögu á móti og var hún samþykkt með fjór- um atkvæðum gegn þremur. Í frávísunartillögunni segja fulltrúar Reykjavíkurlistans að tillaga sjálfstæðismanna beri vott um sýndarmennsku og ábyrgðarleysi og bent er á að hinn 21. ágúst 2000 hafi fræðsluráð samþykkt sam- hljóða tillögu forstöðumanns að styrkjum til einkaskóla. Framlög til hvers nemanda í einkaskólum hafi hækkað um u.þ.b. 50% á síðustu þremur árum og frá og með næsta skólaári fái einkaskólar í Reykjavík sömu upphæð á hvern nemanda og Samband íslenskra sveitarfélaga noti með nemendum sem stunda nám utan lögheimilissveitar- félaga. Því telja fulltrúar Reykjavíkurlistans að tillaga sjálfstæðismanna sé eingöngu yfirboð og í andstöðu við fyrri afstöðu þeirra og fræðsluráðs. Borgarráðsfulltrúar sjálf- stæðismanna lögðu fram bók- un á fundinum þar sem fram kemur að tillaga þeirra miði að því að nemendur njóti jafn- ræðis óháð því hvort þeir stunda nám í almennum skóla eða einkaskóla. „Tillagan er jafnframt forsenda fyrir raun- verulegu sjálfstæði skóla sem fulltrúar R-listans láta stund- um í veðri vaka að þeir styðji. Fullyrðingum um sýndar- mennsku og ábyrgðarleysi vís- um við til föðurhúsanna,“ segir í bókun sjálfstæðismanna. Tekist á um framlög til einkaskóla Reykjavík DR. SUNITA Gandhi, fram- kvæmdastjóri Íslensku menntasamtakanna (ÍMS), segir að ekkert hafi verið óeðlilegt við þær málalyktir sem urðu milli ÍMS og Hafn- arfjarðarbæjar þess efnis að fjárhagslegar tryggingar, sem sveitarfélagið krafðist af ÍMS vegna reksturs grunn- skóla í Áslandi, voru lækkað- ar úr sex mánuðum í tvo. Í út- boðsskilmálum var gerð krafa um sex mánaða trygg- ingu, í samningsgerð við ÍMS var tryggingatími færður niður í fjóra mánuði en við lokafrágang samningsins var tryggingatíminn færður nið- ur í tvo mánuði. Lúðvík Geirsson bæjar- ráðsmaður Samfylkingarinn- ar hefur sagt að ÍMS geti ekki uppfyllt skilyrði um tveggja mánaða tryggingu og virtist sem samtökin hefðu ekkert fjárhagslegt bakland. Sunita Gandhi segir að í upphafi hafi útboðsskilyrði Hafnarfjarðarbæjar verið ströng og bendir á að ÍMS sé ekki fyrirtæki sem hafi það að markmiði að skila hagnaði né heldur séu þau búin ýms- um þeim kostum sem venju- legt fyrirtæki hafi. Hún segir að hver sem er hafi mátt bjóða í reksturinn og verk- kaupandi hafi síst átt von á því að aðrir en skólastjórar byðu í reksturinn. Enginn skólastjóri hefði getað reitt fram svo mikið sem tveggja mánaða ábyrgð upp á 22 milljónir króna sem ÍMS hafi að lokum boðið fram sem tryggingu. „Skilyrðin voru ströng í upphafi og nauðsynlegt var að reiða fram tryggingar vegna launagreiðslna,“ segir Sunita. Betra að ná fram viðundandi niðurstöðu með samningum „Rekstrarlánið sem ÍMS fékk var of langt og því þurfti að breyta. Að mínu mati er ekkert við það að athuga að aðilar sem eru að semja, sér- staklega í fyrsta skipti, breyti forsendum til að ná fram viðunandi niðurstöðu. Ég er þeirrar skoðunar að það sé miklu betra að samn- ingsaðilar geti náð fram við- unandi niðurstöðu með samningum í stað þess að verkkaupandi standi óhagg- anlegur við upphafleg skil yrði, jafnvel þótt þau séu óhófleg í fyrstu.“ Vildi tryggja launa- greiðslur „Aðalástæða þess að Hafn- arfjarðarbær setti fram skil- yrði um fjárhagslegar trygg- ingar var sú að bærinn vildi tryggja launagreiðslur til starfsmanna skólans. Við hétum því að staðið yrði við launagreiðslur, sem eru 85% af rekstrarkostnaði skólans, ellegar yrðu greiðslur bæjar- ins til ÍMS stöðvaðar innan eins mánaðar. Greiðslur til skólans eru reiddar af hendi mánaðarlega svo sveitar- félaginu væri í lófa lagið að stöðva greiðslur til skólans. Við töldum þá ekki ástæðu til þess að rekstur grunnskól- ans væri látinn lúta sex mán- aða tryggingu þegar ekki var gerð krafa af hálfu Hafnar- fjarðarbæjar um nema tveggja mánaða trygginu fyrir leikskólann í Áslands- hverfi.“ Um samninga Hafnar- fjarðabæjar við Íslensku menntasamtökin sagði Magnús Gunnarsson bæjar- stjóri í Hafnarfirði að hann teldi að samningana mjög góða. „Samningarnir eru full- nægjandi með þeim trygg- ingarskilmálum sem ákveðn- ir hafa verið,“ sagði Magnús. Hafnarfjörður Dr. Sunita Gandhi Eðlilegt að samnings- aðilar breyti forsendum Dr. Sunita Gandhi um lækkaðar fjárhagslegar tryggingar ÍMS vegna Áslandsskóla Sigfús Jónsson, forstjóri Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar, hefur sagt starfi sínu lausu af heilsu- farsástæðum. Staðan verður auglýst fljótlega og er gert ráð fyrir að ráða nýjan for- stjóra frá og með 1. septem- ber nk. Á borgarráðsfundi sl. þriðjudag var lagt fram bréf Sigfúsar þar sem hann sagði starfi sínu lausu en hann hef- ur gegnt stöðunni í um tvo áratugi. Hættir sem forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.