Morgunblaðið - 27.07.2001, Síða 17

Morgunblaðið - 27.07.2001, Síða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 17 Kr.318.600 AEROX ÞESSI hestur er kominn vel til ára sinna. Hann er orðinn 33 vetra og lítil ellimerki sjást á honum. Hest- urinn heitir Léttir og er eigandi hans Guðmundur Teitsson, bakari í Stykkishólmi. Guðmundur keypti Létti þegar hann var fjögurra vetra af Leifi Kr. Jóhannessyni ráðunaut. Hann er undan Blossa frá Skáney og Brúnku sem Leifur átti. Léttir hefur alla tíð verið í uppáhaldi hjá eiganda sínum og hann hefur farið vel með hann. Hann vann til verðlauna á hesta- móti á Kaldármelum árið 1980 og varð þá í efsta sæti í gæðingaflokki. Guðmundur segir að hesturinn sé öðlingur. Hann geta allir setið og hann er hvers manns hugljúfi. Létt- ir er enn notaður til útreiða, en honum er hlíft við að fara lengri leiðir. Hann hefur notið starfa eig- anda síns og verið fóðraður á brauði í gegnum árin og er Guð- mundur viss um að það eigi þátt í því að hesturinn er við hestaheilsu. Léttir er með elstu hestum á Ís- landi. Það er ekki algengt að hest- ar verði svona gamlir hér á landi og því síður að þeir séu enn í notk- un. Hestar teljast orðnir gamlir þegar þeir ná að verða 20 vetra. Vitað er til að hestur hafi nálgast að verða 50 ára gamall. Til að við- halda góðri hestaheilsu er nauðsyn- legt að hestarnir séu notaðir reglu- lega. Léttir fær að lifa svo lengi sem heilsa hans leyfir. Guðmundur sagðist vera tilbúinn að fara með Létti á hestasýningu því gestir hafi örugglega gaman af að sjá hvað hesturinn er vel á sig kominn mið- að við háan aldur. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Guðmundur Teitsson bakari og vinur hans, Léttir, á Narfeyri á Skógar- strönd, en þar hefur Léttir haft sitt aðsetur síðustu ár. Léttir við hestaheilsu þótt árin séu orðin 33 Stykkishólmur Á MOLDNÚPI undir Eyjafjöllum hefur verið opnað skemmtilegt kaffi- hús sem eigendurnir kalla Önnuhús. Þau hjónin, Eyja Þóra Einarsdóttir og Jóhann Frímannsson, bændur á Moldnúpi hafa undanfarin 5 ár þjónustað ferðamenn og eru í óðaönn að byggja upp ýmsa þjónustu. Þau hafa nú innréttað gamla fjósið á bænum sem kaffihús og kalla það Önnuhús eftir frænku Eyju, Önnu frá Moldnúpi, sem þekkt var fyrir bækur sínar, sérstaklega ferðabæk- ur. Eyja Þóra sagði að með þessu vildu þau heiðra og halda uppi minn- ingu frænku sinnar sem var á marg- an hátt sérstök kona. Hún var fædd árið 1901 og tók upp á því á fimm- tugsaldri að ferðast um heiminn og skrifa bækur um ferðalög sín. Anna fékk lömunarveiki og taldi hún að það myndi gera sér gott að komast í hlýrra loftslag og varð það kveikjan að ferðalöngun og ferðalögum henn- ar. Hún orti einnig ljóð og var mikil hannyrðakona, seldi meðal annars vefnað eftir að hún hætti að vinna úti. Í Önnuhúsi má m.a. sjá sýnis- horn af handavinnu hennar og ýmsa muni sem tengdust henni. Anna bjó lengst af í Reykjavík en ferðaðist gjarnan fótgangandi um sveitirnar til að selja bækur sínar. Hátt á annað hundrað manns mættu til að samfagna með þeim hjónum Eyju Þóru og Jóhanni þegar Önnuhús var opnað. Var boðið upp á vandaða dagskrá ásamt veitingum að íslenskum sveitasið. Þórður Tóm- asson frá Skógum flutti fyrirlestur um ævi og störf Önnu, Sigþrúður Gunnarsdóttir bókmenntafræðingur fjallaði um ritverk hennar, Guðrún Ásmundsdóttir og Jón Viðar Jóns- son lásu úr verkum hennar og þeir Jón Smári Lárusson og Halldór Ósk- arsson fluttu ljóð hennar við gömul sálmalög. Að sögn Eyju Þóru verður aðal- lega tekið á móti hópum í Önnuhúsi til að byrja með. Þau hjónin eru að innrétta gamla bæinn á Moldnúpi þar sem þau ætla að vera með gist- ingu í framtíðinni og sagðist Eyja Þóra vonast til að þau gætu opnað hana á næsta ári. Morgunblaðið/Halldór Til að byrja með verður aðallega tekið á móti hópum í Önnuhúsi. Önnuhús opnað á Moldnúpi Hvolsvöllur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.