Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ KIM Jong-il, leiðtogi Norður-Kór- eu, hóf í gær tíu daga ferð með lest um þvera Síberíu og Evrópu- hluta Rússlands til að eiga fund með Vladímír Pútín Rússlandsfor- seta í Moskvu. Er þetta aðeins þriðja utan- landsferð Kims frá því hann tók við völdum í Norður-Kóreu árið 1994 og fyrsta opinbera heimsókn hans til annars lands en Kína. Áætlað er að Kim komi til Moskvu 4. eða 5. ágúst eftir um 9.300 km ferð eftir Síberíujárn- brautinni sem liggur frá Kyrrahafi um þvera Síberíu og Evrópuhluta Rússlands að rússnesku höfuð- borginni. Hermt er að Kim ferðist alltaf með lestum þar sem hann sé flughræddur. Ferðaáætluninni haldið leyndri Lest Kims fór yfir landamærin við bæinn Khasan nálægt Kyrra- hafsströndinni. Nokkrir rússneskir embættismenn buðu gestinn vel- kominn, þeirra á meðal Kostantín Púlíkovskí, fulltrúi Vladímírs Pút- íns forseta á austurströnd Rúss- lands. Kona, sem býr í Khasan, afhenti Kim blómvönd við komuna. Hún tók einnig á móti föður Kims, Kim Il-sung, þegar hann heimsótti Rússland fyrir þrettán árum. Kim Il-sung ferðaðist þá sömu leið með lest. Mikil leynd hvíldi yfir undirbún- ingi ferðar Kims Jong-ils. Emb- ættismaður í rússnesku tollgæsl- unni staðfesti í fyrradag að von væri á Kim en embættismenn í Kreml og utanríkisráðuneytinu sögðust ekki hafa fengið neinar upplýsingar um ferðina. Þeir sögðu að lestin væri undir stjórn Norður-Kóreumanna og ferðaáætl- uninni hefði verið haldið leyndri „af öryggisástæðum“. Kim hefur tvisvar sinnum heim- sótt Kína frá því hann tók við völd- um og ekki var skýrt frá síðari heimsókninni, í maí í fyrra, fyrr en hann sneri aftur til Norður-Kóreu. Talið er að Kim sé tregur til að ferðast vegna þess að hann óttist að reynt verði að steypa honum af stóli. Talinn hafa fæðst í Síberíu Rússneskur embættismaður sagði að Kim hygðist heimsækja nokkra staði sem faðir hans hefði dvalið á þegar hann bjó í Rúss- landi, meðal annars borgina Khab- arovsk. Kim Il-sung stundaði há- skólanám í borginni og gegndi þar herþjónustu eftir að hann gekk í sovéska herinn í síðari heimsstyrj- öldinni. Áður hafði hann barist gegn Japönum í Mansjúríu eftir að þeir lögðu landsvæðið undir sig á fjórða áratug aldarinnar sem leið. Margir norður-kóreskir og vest- rænir sérfræðingar telja jafnvel að Kim Jong-il hafi fæðst í Khab- arovsk árið 1942 en ekki í leyni- legum herbúðum í Norður-Kóreu eins og þarlend yfirvöld halda fram. Gert er ráð fyrir að lestin komi til Khabarovsk í dag. Rússneskir embættismenn sögðu að ekki væri búist við því að Kim kæmi þar fram opinberlega. Rússneskir fjölmiðlar leiddu getum að því að Kim myndi heim- sækja Vjatskoje, um 80 km frá Khabarovsk, þar sem norður-kór- eskt herfylki í sovéska hernum var með bækistöð í síðari heimsstyrj- öldinni. Vildi fá vígvélar frá Rússlandi Fulltrúi Pútíns kvaðst hafa fengið fyrirmæli frá forsetanum um að fylgja gestinum til Moskvu ásamt nokkrum öðrum rússnesk- um embættismönnum. Hann sagði þó að viðræðurnar við Kim myndu ekki hefjast formlega fyrr en hann kæmi til Moskvu. Pútín fór í sögulega heimsókn til Norður-Kóreu fyrir ári og var þá rætt um að Kim færi til Rússlands í apríl síðastliðnum. Að sögn rúss- neskra fjölmiðla var ferðinni frest- að vegna deilu um beiðni Kims um að Rússar létu Norður-Kóreu- mönnum í té nýja skriðdreka, orr- ustuþotur og fleiri vígvélar, auk olíu og matvæla. Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að rússneska stjórnin hefði mikinn hug á að stuðla að sáttum milli kóresku ríkjanna sem hafa ekki enn und- irritað formlegan friðarsamning eftir Kóreustríðið á árunum 1950– 53. Rússum væri einnig mjög um- hugað að taka þátt í ýmsum upp- byggingarverkefnum í Norður- Kóreu, einkum áformum um að tengja saman Síberíujárnbrautina og lestakerfi sem ráðgert er að koma upp í Norður-Kóreu. Rússneskir embættismenn hafa beitt sér fyrir þessum áformum þar sem þau gætu orðið til þess að stór hluti útflutningsvarnings Suð- ur-Kóreu færi um Rússland með lestum til Evrópuríkja en ekki með skipum eins og nú er. Pútín hefur reynt að gegna hlut- verki milligöngumanns í samn- ingaumleitunum Norður-Kóreu og Bandaríkjastjórnar sem óttast að Norður-Kóreumenn hyggist koma sér upp langdrægum eldflaugum sem hugsanlega yrði hægt að beita í kjarnorkuárás á Bandaríkin. Rússneskir embættismenn hafa gert lítið úr þeirri hættu. Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, leggur í tíu daga ferðalag með lest Ferðast um þvert Rúss- land til fundar við Pútín AP Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu (fyrir miðju), tekur við blómum við komu hans til rússneska bæjarins Khasan í gær. Vladívostok. AP, AFP. LÖGREGLAN á Spáni af- tengdi í gær öfluga sprengju sem komið hafði verið fyrir í bíl við flugvöllinn í Malaga í suður- hluta landsins. Hringt var í lög- reglu í borginni San Sebastian snemma um morguninn í nafni samtakanna ETA, er krefjast sjálfstæðis Baskalands, sagt frá sprengjunni og jafnframt að hún myndi springa eftir klukku- stund. Lögreglumenn fundu bílinn, sem var stolinn, á stæði 15 mín- útum fyrir tilsettan tíma og í farangursgeymslu hans var taska með 50–60 kílógramma þungri dínamítsprengju. Voru sérfræðingar fimm stundir að aftengja sprengjuna en ekki er vitað hvort kveikibúnaður brást eða hvað olli því að hún sprakk ekki. Mikil ringulreið var á flug- vallarsvæðinu meðan lögreglan fékkst við sprengjuna, fólk var flutt á brott í skyndi úr aðal- salnum og vegum lokað. Um tíu km löng bílaröð myndaðist við aðalveginn að flugvellinum. Varað við ákveðnum ríkjum UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ í Ísrael hefur sett saman lista yfir ríki þar sem ísraelskir stjórnmála- leiðtogar og hershöfð- ingjar – þeirra á meðal Ariel Sharon for- sætisráð- herra – kynnu að verða sóttir til saka fyrir stríðsglæpi. Voru þeir varaðir við því að ferðast til þessara landa. Talsmaður ráðuneytisins sagði að þetta hefði verið gert að beiðni nokkurra embættis- manna sem vildu vita hvort þeir kynnu að verða handteknir og saksóttir þegar þeir væru á ferð erlendis. Ekki kom fram hvaða ríki eru á listanum. Rannsóknardómara í Belgíu hefur verið falið að undirbúa hugsanlega saksókn á hendur Sharon sem hefur verið sakaður um að bera ábyrgð á drápum á hundruðum palestínskra flótta- manna í Líbanon árið 1982. Vill aðild Eystrasalts- ríkja að NATO JACQUES Chirac, forseti Frakklands, lýsti í gær yfir ein- dregnum stuðningi við aðild Eistlands, Lettlands og Litháens að Atlantshafs- bandalaginu í ræðu sem hann flutti í Vilnius í gær. Hann sagði að ef hætt yrði við frekari stækkun NATO myndi það leiða til skiptingar Evrópu líkt og í kalda stríðinu. STUTT Sprengja aftengd í Malaga Jacques Chirac Ariel Sharon ELDSUMBROTIN sem nú eru í Etnu á Sikiley hafa haft verulega slæm áhrif á ferðaþjónustu í grennd við fjallið, einmitt á þeim árstíma þegar hvað flestir ferða- menn leggja leið sína að fjallinu að jafnaði. Í gær var hraunelfurin far- in að nálgast Sapienza, þjónustu- miðstöð, sem er í um 2.000 metra hæð, og var í einungis 150 metra fjarlægð frá mannvirkjum þar. Í þorpinu Nicolosi, sem þrífst fyrst og fremst á þjónustu við ferðamenn, bæði ítalska og er- lenda, var þungt hljóð í fólki. „Venjulega eru hér á þessum árs- tíma um tvö til þrjú þúsund ferða- menn á dag sem taka kláfinn upp fjallið,“ sagði bæjarstjórinn í Nico- losi, Salvatore Moschetto. „Nú er allt stopp.“ Eldgosið í Etnu hófst 12. júlí. Um 300 fjölskyldufyrirtæki hafa orðið fyrir barðinu á samdrætt- inum í ferðaþjónustu sem fylgdi í kjölfarið. Ekki er nóg með að ógn stafi af gosinu og hraunstraumnum, held- ur rignir ösku yfir þorpið þegar vindur stendur af fjallinu. Fyrr í mánuðinum varð ítalskur ferða- maður fyrir hraunkúlum og slas- aðist alvarlega. Þá hafa orðið miklar skemmdir á kláfferjum og vegum á svæðinu. Óttast Moschetto að ekki verði unnt að gera við skemmdirnar áð- ur en vetrar, og því muni mun færra skíðafólk koma til þorpsins en venjulega. Ítölsk stjórnvöld hafa heitið rúmlega níu milljónum evra, eða ríflega 800 milljónum króna, til tafarlausrar fjárhagsaðstoðar við þorpsbúa, veitingamenn, hót- elhaldara og verslunareigendur. Einnig hefur héraðinu verið lofað skattaívilnunum til að minnka áhrifin af tekjutapinu. ."42(  .5 )        %'%       !"# $    %&  '  ()  &@ (& A)"% B!')!3 !."$* (&%( * + ,  - '    -&"(#  <-15/ ") . %   , &       ' /    +   % -&"5 36 $ ?6 !     C       !01 2. (-2.&  &)  ,     ,'2  ',   , ,/ &  , (   3 22, 4     &     4        %      ( & 4     %()  5 6    75 6   (  0111( &@ (& ??")%" A)"%5 ()"")       %!##8         .(1%&%' (%&.D%/) 3E).$%       ! " #   $  % &'  (&'')$ FBB G Etna ógn- ar ferða- þjónustu Nicolosi á Sikiley. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.