Morgunblaðið - 27.07.2001, Page 35

Morgunblaðið - 27.07.2001, Page 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 35 ✝ Anna SigríðurLoftsdóttir fædd- ist í Reykjavík hinn 8. mars 1922. Hún lést á Landspítala, Landakoti, 17. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Loft- ur Guðmundsson ljósmyndari og eig- inkona hans Stefanía Elín Grímsdóttir. Anna var næstelst systkina sinna sem eru sr. Hákon, látinn Fríða Björg húsfrú, og Gísli leturgrafari, látinn. Anna giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Ásgeiri Kára Guðjónssyni, hinn 20. október 1945. Þau eignuðust tvo syni: Loft, f. 15. mars 1948, d. 2. apríl sama ár, og Loft, f. 17. júní 1949, synir hans eru Ingimar Kári flugkennari, f. 7. okt. 1973, og Ás- geir Örn nemi, f. 4. apríl 1981. Anna vann á ljós- myndastofu Lofts svo að segja óslitið í 55 ár, fyrst með föður sínum en síð- an með eiginmanni sínum, þar til þau hættu rekstri ljós- myndastofunnar 1995. Útför Önnu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Einn af föstu punktunum í til- verunni er ekki lengur á sínum stað. Landslagið er breytt. Anna móðursystir mín, sem hefur verið á „sínum stað“ á Lokastígnum frá því ég man eftir mér, er horfin af hinu jarðneska sjónarsviði. Anna var reyndar miklu meira en systir móður minnar. Þær systurnar voru líka nánar vinkonur og samskipti á milli heimilanna tveggja voru ætíð mikil. Fjölskyldan á Lokastígnum tók þátt í öllu okkar lífi og ekkert sem henti hana lét okkur heldur ósnortin. Við vorum ein heild. Bræður þeirra systra, Hákon og Gísli, voru einnig hluti af þessum samstæða hópi á meðan þeir lifðu. Það var oft frábær skemmtun fyrir okkur krakkana og aðra vensla- menn að hlusta á samræður systk- inanna þegar þau voru öll saman komin. Öll höfðu þau hlotið kímni- gáfu og létta lund í vöggugjöf og nutu þessir kostir sín rækilega þegar rifjuð voru upp eftirminnileg atvik frá fyrri tíð. Uppvaxtarár þeirra höfðu verið afar viðburðarík og aðstæður þeirra um margt ólík- ar því sem almennt gerðist á þeim tíma. Faðir systkinanna, Loftur Guðmundsson ljósmyndari, hafði komið fjölmörgum frumlegum hug- myndum í framkvæmd sem óborg- anlegt var að heyra þau segja frá með tilheyrandi leikrænum til- burðum. Óhætt er að segja að iðu- lega hafi verið glatt á hjalla hjá fjórmenningunum og skylduliði þeirra – bæði á Lokastígnum, Nes- haganum, í Kjósinni og víðar. Að undanförnu hefur hláturinn þó ekki ráðið ríkjum í fjölskyldunni. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir. Eftir að Anna greindist með krabbamein síðastliðið vor fór heilsu hennar hratt hrakandi. En hún átti traustan klett í Kára, eig- inmanni sínum, sem hún hafði deilt lífinu með í rúmlega hálfa öld. Þau höfðu alla tíð verið óvenju sam- rýnd, jafnt í einkalífi og starfi, og hennar trausti lífsförunautur studdi hana með eindæmum vel síðasta spölinn. Vék hann ekki frá henni og gerði allt sem hægt var til að gera líðan hennar eins bæri- lega og mögulegt var. Aðdáunar- vert var að fylgjast með þeirri um- hyggju og nærgætni sem hann sýndi eiginkonu sinni allt til hinstu stundar. Já, hún Anna frænka dó svo sannarlega umvafin ást og hlýju. Núna er mikið tómarúm í húsinu á Lokastígnum þar sem hver ein- asti hlutur minnir á Önnu, smekk hennar og handbragð. Sömuleiðis er tómarúm innra með okkur sem söknum hennar og hefðum svo gjarnan viljað hafa hana lengur á sínum stað. En nú mun hún búa sér nýjan stað á þeirri endastöð sem bíður okkar allra. Þar hefur verið tekið vel á móti henni. Ég veit að hún tekur brosandi á móti okkur hinum þegar þar að kemur. Jónína Leósdóttir. Látin er kær frænka mín og vin- kona Anna Sigríður Loftsdóttir. Banamein hennar var krabbamein. Meinið var langt gengið þegar það uppgötvaðist og varð því baráttan ekki mjög löng. Við vorum systk- inadætur og höfum því þekkst frá barnæsku. Loftur faðir hennar var bróðir móður minnar Guðbjargar. Anna ólst upp á glaðværu heimili foreldra sinna ásamt systkinum sínum Hákoni, Fríðu og Gísla. Anna var tveimur árum eldri en ég og mér fannst hún mikil Reykja- víkurdama þegar ég kom að norð- an feimin og hálfsveitó og fékk að gista á þessu skemmtilega heimili. Loftur faðir hennar var mikill húmoristi og ágæt eftirherma, þótti manna skemmtilegastur þeg- ar svo bar undir. Hann var lista- maður að eðlisfari, lagasmiður, pí- anóleikari, kvikmyndaframleiðandi, sá fyrsti hér á landi sem fram- leiddi leikna kvikmynd og svo auð- vitað ljósmyndari að atvinnu. Stef- anía kona hans var elskuleg kona, mikil húsmóðir og móðir, hlátur- mild og létt í skapi. Erfðu báðar dætur hennar þessa eiginleika móður sinnar og Fríða líka frá- sagnarhæfileika föður síns og fleira frá honum. Þær systur voru alla tíð mjög nánar og töluðu sam- an daglega og mikil vinátta var líka milli eiginmanna þeirra, Kára og Leós. Bræður þeirra systra, síra Hákon og Gísli gullsmiður, lét- ust báðir á besta aldri. Þegar Anna var 18 ára og Fríða 13 ára, lést móðir þeirra, það fest- ist kjúklingabein í hálsi hennar og fékk hún blóðeitrun. Engin sýkla- lyf voru til á þessum tíma nems sulfa og varð henni því ekki bjarg- að, hún lést fimm dögum seinna. Þetta var svakalegt áfall, hún var aðeins fertug að aldri, Stefanía var öllum harmdauði sem þekktu hana. Anna var þá byrjuð að vinna á ljós- myndastofu föður síns sem hún átti síðar eftir að reka með manni sínum í áratugi, að vísu í miklu minna mæli en þegar myndastofan var upp á sitt besta. Seinna giftist Loftur Guðríði Sveinsdóttur. Þegar Anna var um tvítugt kynntist hún í gegnum skíðaferðir, tilvonandi eiginmanni sínum, Ás- geiri Kára Guðjónssyni, sem var góður skíðamaður. Kári var dökk- ur á brún og brá og sterklegur, með fallegt bros, Anna sagði mér seinna að það hefði verið ást við fyrstu sýn, af sinni hálfu að minnsta kosti, sjálf var hún há og grönn, rauðhærð og bláeygð, þau klæddu hvort annað svo vel. Ástin hefur verið gagnkvæm, því þau trúlofuðust og giftust nokkru seinna, síðan eru hátt í 60 ár. Hjónaband þeirra var afar farsælt og ástúðlegt og þau miklir vinir. Anna og Kári eignuðust tvo drengi, sá fyrri lést fárra vikna gamall, tveim árum seinna eign- uðust þau annan dreng, hann Loft sinn, og var afar kært með þeim, og hefur Loftur búið í þeirra húsi í nokkur ár, hann er ljúfur drengur og góður eins og hann á ætt til og er föður sínum mikil stoð og stytta, nú þegar sorgin kveður dyra. Loftur á tvo uppkomna syni og eitt barnabarn og var það Önnu og Kára til mikillar gleði að eiga þesságóðu sonarsyni, sem voru oft hjá þeim þegar þeir voru minni og síðar. Nú þegar komið er að kveðjustund hjá okkur frænkum, bið ég guð að geyma elsku Önnu og bið öllu hennar fólki guðs bless- unar. Perla Kolka. Kallið er komið, skapari himins og jarðar hefur kallað hana Önnu til sín. Á slíkri stundu streyma minningarnar fram í hugann, þær eru dýrmætur fjársjóður sem varð- veitist vel. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast ykkur hjónum fyrir u.þ.b. 30 árum, er leiðir okkar Lofts lágu saman. Ég gleymi ekki þeirri stundu þegar Ingi Kári fæddist og þú geislaðir af gleði, þá heyrði ég þig í fyrsta sinn segja „elsku litla lífið mitt“, þessi fallegu orð sem ég hef engan heyrt segja nema þig, Anna mín. Það var mikil breyting fyrir unga stúlku að stofna heimili og fjölskyldu og fara úr foreldrahúsum, en ávallt gat ég leitað til þín og þú tilbúin að hlusta og veita ráðleggingar, þú varst einstök, svo hlý og greind kona. Börn löðuðust auðveldlega að ykkur Kára og þegar minnst er á ykkur er alltaf talað um „ömmu og afa á Lokó“, en undir því nafni gangið þið ekki bara hjá ykkar barnabörnum heldur öllum í fjöl- skyldu minni. Það var mikil gleði fyrir 5 árum þegar litla prinsessan hans Inga Kára og Írisar Elísabetar fæddist, það var svo sannarlega hamingju- stund hjá okkur ömmunum, fyrsta barnabarnið mitt og þitt fyrsta langömmubarn og þú fékkst þína prinsessu sem þú hafðir alltaf þráð. Hún var svo sannarlega „litla lífið þitt“. Þó að við Loftur slitum sam- vistir hafði það engin áhrif á vin- áttu okkar, átti ég þig áfram að og fyrir það vil ég þakka þér, Anna mín, hversu kær og góður vinur þú hefur ávallt verið mér. Minning- arnar sem ég á eru allar góðar og skilja eftir einstæða mynd um heil- steypta og góða konu. Elsku Kári, Loftur, Fríða, Ingi Kári, Jenný Sara, Ásgeir Örn, aðr- ir ættingjar og ástvinir sem sjá á bak ástríkri eiginkonu, móður, systur og ömmu, ykkur eru færðar innilegar samúðarkveðjur. Hvíl þú í friði, kæra vinkona. Guðrún Björg Ingimarsdóttir. ANNA SIGRÍÐUR LOFTSDÓTTIR ✝ Trausti Jónassonfæddist 22. nóv- ember 1922 að Odds- stöðum í Hrútafirði. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness hinn 19. júlí síðastliðinn. Trausti var sonur hjónanna Arndísar Jónasdóttur frá Húki, f. 1.9. 1893, d. 12.2. 1950, og Jón- asar Ólafs Þorsteins- sonar frá Hrúta- tungu, f. 21.11. 1872, d. 30.6. 1952, yngst- ur þriggja systkina en þau eldri eru Þorsteinn, f. 2.10. 1919, og Ólöf, f. 16.7. 1921. Trausti og Þorsteinn tóku við búi eftir foreldra sína. 1946 kaupa þeir bræður jörðina Geithól og 1949 Oddsstaði, bjuggu þeir síðan félagsbúi á Odds- stöðum þar til í kringum 1960. Trausti byggði fjár- hús á Hvalshöfða árið 1958 og flutti sinn bústofn þangað en bjó áfram á Oddsstöðum en reisti síðan íbúðar- hús á Hvalshöfða og flutti þangað 1964 og bjó þar til ævi- loka ókvæntur og barnlaus. Útför Trausta fer fram frá Staðarkirkju í Hrútafirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar að setja á blað nokk- ur orð um þig, frændi minn. Þótt þú værir orðinn gamall maður hvarflaði ekki að mér í vor að komið væri að því að kveðja þig. Þú hefur nefnilega alltaf verið einn af þessum föstu punktum í tilver- unni sem að alltaf var hægt að reiða sig á. Mér fannst þú alltaf vera þessi sanni bóndi. Þú hugsaðir af alúð um skepnurnar þínar og gekkst af virðingu um landið. Á svona tíma- mótum koma alls konar hugsanir í kollinn á manni og þegar við syst- urnar sátum hjá þér þarna um kvöldið þá spurði ég Dísu að því hvort hún héldi að þú hefðir vitað hvað okkur fyndist vænt um þig, en auðvitað er þeirri spurningu ósvarað. Þegar ég var lítil varstu í mínum huga afar merkilegur maður. Það varst þú sem keyrðir okkur til Hvammstanga á jeppunum sem báru alltaf númerið H 802 og voru flestir bláir og hvítir. Gafst okkur heimalningana og áttir fallegu flekkóttu, golsóttu og mórauðu lömbin og hunda sem hlýddu þér. Ég man eftir því eins og það hefði gerst í gær þegar þú fórst í bændaferðina til Noregs og við pössuðum fyrir þig hundinn og einn heimalning sem við skírðum svo í einhverjum fíflagangi Silka- lilk, sem var auðvitað bara bullu- nafn. En hún var sett á blessunin og í þessi tíu kindaár sem hún lifði kallaðir þú hana aldrei annað en Silkalilk. Reyndar minnir mig að það hafi alltaf fylgt með nafninu smávegis brosvipra. Þegar ég handleggsbrotnaði, sjö ára gömul, varst það þú sem keyrð- ir mig til læknis. Á leiðinni grenj- aði ég lifandis ósköp af því að ég var svo viss um að það þyrfti að skjóta mig eins og rollurnar þegar þær fótbrotnuðu. Þá varst það örugglega þú sem sannfærðir mig um það að þess þyrfti nú ekki. Þú hlaust að vita það því þú varst bóndi. Á ferðunum til Hvammstanga reyndum við systkinin oft að mana þig til að keyra hratt til að sjá númerið á bílunum á undan og okk- ur fannst þú alltaf verða við því. Þú komst heim nokkrum sinnum í viku með brúsann þinn til að fá mjólk, því að pabbi var með kýr en ekki þú. Alltaf gafstu þér tíma til að spjalla við okkur krakkana þessa stund sem þú stoppaðir og í minningunni var alltaf sól. Svo seinna urðum við stór og fórum hvert í sína áttina og komum alltof sjaldan í heimsókn. En þú varst samt alltaf til staðar. Þegar ég bjó á Borðeyri fót- brotnaði Júlli sonur minn þegar hann var þriggja ára. Ég var ein heima með krakkana þrjá í hálf- gerðri hríð. Þegar ég hugsa um það seinna var auðvitað fullt af góðu fólki í kringum mig sem hefði verið hægt að leita til. En í hvern hringdi ég? Nú auð- vitað þig, Trausti minn. Og eins og venjulega var því bjargað. Þú komst með Guðjón vin þinn á Smáragili með þér og ég man að þegar við komum aftur heim þá varð ég hálfvandræðaleg yfir þess- um snúningum í svona vondu veðri og ég sagðist ekki vita hvernig ég ætti að þakka ykkur fyrir. Ennþá man ég svarið: „Segðu bara takk.“ Svo hlóguð þið félagarnir og hélduð heim á leið. Ýmsar fyrirspurnir fékkstu nú frá krökkunum mínum þegar við komum til þín sem þú svaraðir ætíð greiðlega og oftar en ekki með bros á vör. Einu sinni varstu spurður um hvar þú geymdir leikföngin þín og öðru sinni hvort þú ættir ekkert strákaherbergi. Yngsti strákurinn minn spurði mig mikið um það hvar mamman þín væri. Ég mis- skildi hann fyrst því hann var ekki að meina mömmu þína heldur hvort þú ættir ekki konu. Hann tók það mjög nærri sér þegar hann vissi að þú ættir ekki konu og eng- in börn og spurði með grátstafinn í kverkunum hvort að þú ættir þá ekkert fólk. Þessi umræða okkar drengsins hefur verið mér ofarlega í huga undanfarna daga, og ég veit það fyrir víst að þú áttir þitt fólk. Þú áttir góða og trausta vini sem voru þér mikils virði og svo sannarlega þitt fólk. Ég kvaddi þig á fimmtudaginn, Trausti minn, og þar sem þú lest nú ekki blöðin lengur læt ég það duga. Þessar línur eru meira fyrir mig og mína til að minna mig á hversu heppin ég er að hafa fengið að vera þér samferða um skeið. Þú barst sannarlega nafn með rentu. Umfram allt varstu traustur og trúr og strangheiðarlegur mað- ur. Þú varst að sjálfsögðu líka fast- ur fyrir og stóðst á þínu og ég væri ekki að tala um réttan mann ef ég myndi ekki minnast á það að þú lúrðir alls ekki á þínum skoðunum og áliti bæði á mönnum og mál- efnum. En þú varst líka lífsglaður. Þá er ég ekki að meina það í einhverri galsa merkingu. Heldur lífsglaður á þann hátt að þú naust þess að lifa sem maður, sólarinnar jafnt og skúra. Þú fylltist gleði yfir gróand- anum á vorin og ungviðinu sem fet- aði sín fyrstu skref úti í náttúrunni. Ég ætla mér að trúa því að hann Vængur þinn gamli, sem þér þótti svo ósköp vænt um, hafi beðið þín þarna fyrir handan og þið þeysið þar um grundirnar í góðum félags- skap, frískir og frjálsir. Hafdís Þorsteinsdóttir frá Oddsstöðum. Á kveðjustund eins og þessari rifjast upp minningar um liðna tíð. Það er alltaf sorglegt þegar manneskja deyr, en þegar hún hef- ur verið órjúfanlegur partur af uppvexti manns, skilur hún eftir spor í hjartanu, þegar hún hverfur á brott yfir í annan heim. Trausti var þessi partur af uppvexti okkar krakkanna. Hann var bóndi á þar- næsta bæ, átti enga konu og engin börn. Þar af leiðandi kom hann mjög oft til okkar á Smáragil og eftir að fjölskyldan á Oddsstöðum flutti burtu úr sveitinni var Trausti alltaf hjá okkur á jólunum. Ef við krakkarnir hugsum um liðin jól, þá er Trausti alltaf þar með okkur eins og einn af fjölskyldunni og það var því mjög skrítið að hafa hann ekki hjá okkur þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. Oft fórum líka út á Hvalshöfða um sauðburð, slátt og smala- mennsku til að létta honum störfin og okkur lundina. Þótt við ættum tvær ömmur og tvo afa þá var Trausti eins og okkar þriðji afi. Hann gaf okkur alltaf jólagjafir, hafði alltaf áhuga á því sem við vorum að gera, þekkti okkur þegar við svöruðum í símann og spurði pabba alltaf reglulega um okkur, eftir að við fórum að sjá hann sjaldnar. Nú ertu farinn, eftir stutt en snörp veikindi og vonum við að þú hafir það gott á nýjum stað með Hring, Pílu, Völu og Væng þér við hlið. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Sigfríður, Jóhannes, Fjóla og Sigurjón frá Smáragili í Hrútafirði. TRAUSTI JÓNASSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.