Morgunblaðið - 27.07.2001, Síða 37
Hvíl í friði, elsku afi minn,
Ingibjörg Jónsdóttir.
Okkur langar til að kveðja okkar
ástkæra afa sem lést á heimili sínu
aðfaranótt 17. júlí síðastliðins. Elsku
afi, það erfitt að hugsa til þess að þú
sért farinn frá okkur. Þú fórst svo
skyndilega að eftir standa aðeins
yndislegar minningar um þig.
Við minnumst þess sérstaklega
þegar þú varst að segja okkur þess-
ar skemmtilegu sögur af jólasvein-
unum í kjallaranum hjá þér sem við
trúðum svo mikið á og grobbuðum
okkur mikið af, og þegar þú varst að
koma úr þínu tíðu ferðalögum sem
þú fórst nokkrum sinnum á ári og
komst alltaf með fullan poka af gott-
eríi sem þú skammtaðir okkur þegar
við komun tíl þín og ekki vantaði að
við fengum alltaf nýja klukku og
penna þegar þú komst. Seinustu tvö
árin hefurðu ekki getað ferðast
vegna slitgigtarinnar sem hefur
hrjáð þig svo þú hefur búið hérna í
Reykjavík í stað þess að vera á Ísa-
firði þar sem þú bjóst mestalla þína
tíð og höfum við fengið að njóta þess
að geta komið við hjá þér hvenær
sem er og fengið heitt kaffi, því þú
varst alltaf nýbúinn að hella upp á
þegar við komum til þín. Það verður
erfitt að venjast því að geta ekki
hoppað inn til þín þegar við eigum
leið í bæinn og spjallað aðeins við
þig. En nú, elsku afi, ertu kominn í
hvíld, það var það sem þú vildir þína
síðustu daga ólifaða og kvaddir
þetta líf sáttur, megir þú hvíla í friði.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Elsku afi, takk fyrir allt.
Bertína og Emilía Rodriguez.
Í síðastliðinni viku kvaddi okkur
góður samferðamaður, Alf Magnús-
son Överby, sem var einn af seinni
tíma landnámsmönnum frá landi
sæfara og víkinga. Alf fæddist í smá-
bænum Målöy við mynni Nordfjörd
skammt sunnan Ålasunds, þar sem
forfeður hans hafa án efa lagt upp í
langa ferð á langskipum til eyjunnar
í norðri. Ungur að árum fetaði hann
í fótspor feðranna og réðst í sigl-
ingar, sem báru hann vítt og breitt
um heimsins höf. Siglingar voru þá
draumur ungra manna, en mesti
hildarleikur liðinnar aldar, heims-
styrjöldin síðari, breytti draumum í
bitran veruleika. Alf fékk eins og
fleiri sjómenn þessa tíma að horfast
í augu við dauðann og horfa á eftir
félögum sínum í þá gröf, sem mörg-
um sjómönnum er búinn. Þessi lífs-
reynsla átti eftir að taka sinn toll.
Siglingatímanum lauk árið 1943,
þegar Alf var á skipinu Jan Mayen í
fiskflutningum milli Íslands og
Bretlands. Þá kynntist hann þeirri
konu, sem átti eftir að verða lífs-
förunautur hans til dauðadags, Guð-
björgu Líkafrónsdóttur frá Ísafirði.
Þau eru sín fyrstu búskaparár í
Reykjavík og eignast þá fjögur
börn, Ásgeir, Bernharð, Óttar og
Guðbjörgu. Árið 1951 flytjast þau til
heimabæjar Alf, Målöy. Þar fæðist
fimmta barnið Gunnar. Árið 1954
tekur fjölskyldan sig upp á ný, og
flyzt nú til heimabæjar Guðbjargar,
Ísafjarðar. Segja má, að koma þess-
arar hálfnorsku fjölskyldu til Ísa-
fjarðar hafi vakið nokkra athygli.
Drengirnir klæddust pokabuxum að
norskum sið og báru skólabækurnar
í bakpoka í stað skólatösku. Ekki
kom það í veg fyrir að fjölskyldan
eignaðist vini og félli vel inn í ísfirzk-
an jarðveg. Kynni mín af þeim hóf-
ust á gamla knattspyrnuvellinum á
Ísafirði þar, sem elzti drengurinn
Ásgeir stóð andspænis mér í liði
Vestra, en yngri drengirnir Bern-
harð og Óttar voru samherjar mínir
í Herði. Þrátt fyrir að við Ásgeir
tækjumst á á knattspyrnuvellinum,
tókst með okkur góð vinátta á þess-
um árum sem varir enn og á ég ekki
von á, að þar verði nein breyting á.
Alf fékkst við ýmis störf eftir að
fjölskyldan fluttist á Ísafjörð. Hann
fór til sjós í nýsköpunartogaranum
Sólborgu, vann við framkvæmdir í
Aðalvík og við skipasmíðastöð Mar-
zellíusar Bernharðssonar á Ísafirði.
Árið 1978 mátti hann sjá á eftir konu
sinni, Guðbjörgu langt um aldur
fram þá aðeins 58 ára gamall.
Ekki fór á milli mála, að hörm-
ungar stríðsins höfðu valdið Alf var-
anlegum skaða, sem hann eins og
margir aðrir máttu bera ævilangt,
því áfallahjálp þekktist ekki á þess-
um árum. Þó má segja norska ríkinu
til hróss, að bótaskylda við þá þegna
sína, sem unnið höfðu hættuleg störf
á stríðsárunum var viðurkennd.
Undirritaður kynnist þessum
hægláta manni nokkuð vel í fjölda
samtala sem við áttum seinni ár
hans á Ísafirði. Hann var greindur
vel og íhugull og lét sig miklu varða
það umhverfi, sem hann lifði og
starfaði í. Hann færði sína stærstu
fórn á stríðsárunum, þegar hann
lagði líf sitt í hættu til færa stríðs-
þjáðum Bretum íslenzkan fisk, en
mestu uppskeru lífsins fékk hann
með eiginkonunni í börnum sínum
og barnabörnum, sem reyndust
hans nýja landi góðir þegnar.
Ég votta öllum ættingjum Alf
Överby samúð og bið Guð að blessa
minningu góðs drengs.
Ólafur B. Halldórsson.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 37
Þegar dýr var sent í sláturhús
hringdi Siggi til að athuga hvort
flutningarnir hefðu ekki gengið vel
og bað um að dýrinu yrði slátrað
fyrst. Þannig var umhyggjan fyrir
skepnunum.
Ég minnist hans fara ríðandi út á
holt eða mýri á hvíta hestinum sínum
kominn hátt á áttræðisaldur, þótt
jörð væri freðin og hvít og hörku-
frost, til að telja stóðið og líta eftir
búpeningnum. Ég hef aldrei kynnst
manni sem hugsaði jafn vel og hafði
jafn vakandi auga með dýrum sínum.
Búskap sinn hófu Siggi og Rúna í
Vetleifsholti 1952, við kost sem
bændum nútímans þætti ekki boð-
legur; kýrnar voru í öðrum enda
fjóssins en íbúð í hinum. Þannig voru
aðstæður fyrir unga bændur sem
ætluðu að hefja búskap á eftirstríðs-
árunum. Bjartsýni ríkti hjá ungu
hjónunum og búið byggðist hratt upp
með blönduðum búskap.
Börn voru í uppáhaldi hjá Sigga og
tók hann jafnan yngstu barnabörnin í
það og það skiptið á hné sér og reri
með þau og söng enda hændust þau
að honum. Ef um áhugamál mætti
tala hjá manni þar sem vinnan var líf-
ið sjálft stóðu hestar hjarta hans
næst, og var hann einn af stofnfélög-
um hestamannafélagsins Geysis. Á
yngri árum tók hann virkan þátt í
félagsstarfi Geysis og tók að sér
tamningar með búskapnum. Á efri
árum þótti honum gaman að fara á
kappreiðar og mót og spá í gæð-
ingana og reiðlagið. Siggi ræktaði
hross á þann hátt sem tíðkaðist hér
áður fyrr, án númera og ættbókar
eða upp á gamla mátann eins og hann
sagði sjálfur. Vetleifsholtshrossin
voru sterk og dugmikil og ekki á allra
færi að ríða sumum þeirra. Oft sagði
hann sögur frá gamla tímanum þegar
búið var á hverjum hól í Vetleifs-
holtshverfinu og þar um kring, sagði
frá gömlum búskaparháttum og líf-
inu í hverfinu þegar þar bjuggu um
100 manns. Siggi var í mínum huga
mjög hreinskiptinn maður sem kom
til dyranna eins og hann var klædd-
ur, þótt hreinskiptni hans hafi stund-
um ekki verið öllum að skapi. Hann
naut sín best í fjósinu syngjandi með
sinni mjúku tenórrödd við mjaltir og
þegar hann var í hrossastússi eins og
hann sagði sjálfur, eða við gegningar
á fé sínu. Undirritaður átti því láni að
fagna að ganga smáspöl lífsins veg
með manni sem miðlaði af reynslu
sinni þegar þess var óskað. Við Dóra,
Steinn og Stefán þökkum samfylgd-
ina um leið og hugskotin fyllast af
góðum minningum. Hans verður
minnst sem góðs drengs en fyrst og
fremst sem góðs fjölskylduföður og
bónda af lífi og sál.
Gísli Stefánsson.
Elsku afi minn. Mig langar til að
þakka fyrir allar yndislegu stundirn-
ar sem ég átti með þér og ömmu í
Vetleifsholti. Ég var svo heppin að fá
að vera mikið hjá ykkur í sveitinni og
fá oft að gista hjá ykkur. Það varst þú
sem kenndir mér að spila Olsen-olsen
og fleiri spil og biðum við oft bæði
spennt eftir því að geta spilað saman.
Það er erfitt að hugsa sér líf okkar
án þín og að litla ófædda systkinið
mitt fái ekki að hitta þig og sitja í
fanginu þínu. En minningin lifir í
hjarta okkar og við munum öll geta
sagt frá því hve góður maður þú
varst. Ég vil kveðja þig með þessari
bæn.
Vertu yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Ég veit að þú ert núna engill hjá
guði sem vakir yfir okkur og ömmu í
sveitinni.
Guð geymi þig, afi minn.
Þín
Karen Eva Sigurðardóttir.
Sigurður og Guðrún flytja frá
Hellu að Vetleifsholti vorið 1952. Vet-
leifsholtið var þá í eyði og algjörlega
húsalaust. Þar þurfti að byggja allt
upp frá grunni. Þau byrjuðu á að
byggja fjósið, hluta af því innréttuðu
þau til bráðabirgða sem íbúð og
fluttu í það fyrir sláttinn sama ár.
Mér er minnisstætt hvað mikill kraft-
ur var í Sigurði við að koma mann-
virkjum sínum undir þak, vinnudag-
urinn var oft langur og strangur.
Á öðru ári fluttu þau í nýtt íbúðar-
hús sem þau hafa búið í til þessa dags
en það skemmdist mikið í jarðskjálft-
unum á liðnu ári.
Sigurður átti eitthvað af hestum
þegar hann byrjaði búskapinn. Hann
var góður hestamaður og átti ágæta
hesta, enda naut hann þess að
skreppa á hestbak er tækifæri gafst
meðan heilsan leyfði. Annan bústofn
þurftu þau hjónin að kaupa. Búfén-
aðurinn skilaði mjög góðum afurðum.
Sigurður var glöggur á búfé og
hirti það svo vel að til fyrirmyndar
var. Að hefja búskap í sveit á þessum
árum byggðist mest á þrotlausri
vinnu, tækni var þá lítil og frumstæð.
Smátt og smátt þokaðist í átt að meiri
tæknivæðingu sem leiddi af sér
stærri bú sem gáfu þá heldur meira í
aðra hönd.
Við nafnarnir höfðum stundum
samvinnu sem gat komið sér vel fyrir
báða.
Sigurður heitinn var harðduglegur
að hverju sem hann gekk, og lét þá
ekki sitt eftir liggja, hann var fastur
fyrir í skoðunum og leyndi þeim ekki
hvort sem var um menn eða málefni
að ræða.
Í þá daga kom fyrir að menn hitt-
ust að kvöldi og tækju slag til að
stytta sér stundir á vökunni. Þá var
ekki sjónvarp til að horfa á.
Börnin á Kastalabrekku og Vet-
leifsholti ólust upp nánast á sama
hlaðinu. Vinfengi þeirra var með
ágætum. Það tengdi samskipti fjöl-
skyldnanna mikið.
Frá þessu fimmtíu ára nábýli er
margs að minnast. Þeim Sigurði
heitnum og Guðrúnu ber að þakka
sérstaklega gott nágrenni öll þessi
ár. Ég held að þar hafi aldrei borið
skugga á.
Greiðasemi og góðvild þeirra er
mér minnisstæð og verður seint full-
þökkuð.
Á kveðjustund setur mann hljóðan
með nokkrum trega, sem er þó af því
góða þegar að er gáð.
Ég og fjölskylda mín vottum Guð-
rúnu og fjölskyldu hennar samúð, um
leið og við biðjum Sigurði heitnum
blessunar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Sigurður Jónsson.
%
/?
1 @ ,9
(+ ! #
%+ +
%
7"#"!."))"
!> 4(# %6'(%%#
1" 6 # %6#
!(&
%
!('(%%#
!('(%%#
" "A '#'(%%#
!>
#! #'(%%# 1" 6 # 3+ '&
"A '# , %%* &
!>
!+ ''(%%#
4 # ! # 1 , %%* '(%%# '%
! &
" , %%* '(%%# , " '#&
%
%
% B,
9 0 & 7C
% 8
%
%
()"#"!4"))"
9
%-
-
&
#
"
%""
!+ ''(%%#
" B5"+ & -# # '(%%#
%" B5"+ & #$ 1 #'(%%#
0" )% B5"+ '(%%# BD% #
!+ '&
& ) # )-#
:
%
/?,// 0.
12 &" ,>#' "
%+ %
7"#"!("))"
#)-#
! '(%%#
& !% '' #
*
/?9?/
<
<1
6#5 < ' #6#!
! % %" *+" 5%$ ;E)
4"#"
@&")#$
%'(%%#
!+ ' # 2# "
(&
BD% # ! #&
@#% ! #'(%%#
( $%&
# ! # ! #'(%%# '' #
&)&
#: -# ! #'(%%#
& ) # )-#
3
%
%
1
/?,//
1 # ##
%2
; 8
3
#
# ,2
!"#"
%;
-
(!"#"!."))"
#" !#$
(* '(%%#
(
!+ '&
0F(# 3 #
(* & 1"-6
" -#'(%%#
!(
(* '(%%#
#'
(* '(%%# #! # '' # BD% #&
#
"
(* & " 6 # '(%%#
!#$ , ##D%
(* '(%%# " %
"% ! #
(* & G +
" # /%
(* &
" ! #
(* & ("+6# ! # (" "
('
-#% # )#
(* &
!# ! # # '(%%#
4(# #)-#
(* '(%%#
$ # #
(* & "
!+ ''(%%#
& 6 )-#