Morgunblaðið - 27.07.2001, Page 38

Morgunblaðið - 27.07.2001, Page 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ósk Ebba Guð-mundsdóttir fæddist að Ásgerðar- stöðum í Hörgárdal 14. ágúst árið 1916 . Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 19. júlí síðastliðins. Foreldrar hennar voru Guðmundur Halldór Bjarnason frá Hraunshöfða í Öxnadal og Helga Þorsteinsdóttir frá Engimýri í sömu sveit. Ebba, sem var yngst í systkinaröðinni, missti föð- ur sinn þegar hún var aðeins 6 ára að aldri. Helga móðir hennar hélt áfram búskap á Ásgerðarstöðum ásamt börnum sínum og bjó þar fram á efri ár. Systkini Ebbu eru öll fallin frá en þau voru, eftir ald- ursröð: Halldór, Rósa, Steinunn, Sigríður, Búi, Gríma og Skúli. Einn son á fyrsta ári misstu þau Guðmundur og Helga. Hinn 9. maí 1945 giftist Ebba Gunnari H. Jósavinssyni frá Auðnum í Öxnadal, f. 15. sept. 1923, d. 10. október 2000. Börn þeirra Ebbu og Gunnars eru: 1) Halldór, f. 8.2. 1943, kvæntur Björgu Dagbjartsdóttur. 2) Svanhildur, f. 17.10. 1945, gift Magnúsi Lárussyni. 3) Berg- ljót, f. 4.3. 1947. 4) Jósavin, f. 24.1. 1948, kvæntur Ingi- björgu Helgadóttur. 5) Guðmundur Helgi, f. 10.8. 1949, kvæntur Þórhildi Sigurbjörnsdóttur. 6) Sigrún Hlíf, f. 24.1. 1953. 7) Gunn- ar, f. 5.4. 1954, sam- býliskona Doris Maag. Barna- börnin eru 18 og langömmu- börnin 23. Ebba stundaði nám við Héraðs- skólann á Laugum í Reykjadal 1933-1935. Ebba og Gunnar hófu búskap á Ásgerðarstöðum árið 1942, en árið 1946 keyptu þau jörðina Búðarnes í Hörgárdal og bjuggu síðan þar allan sinn bú- skap. Í ágúst á síðastliðnu ári fluttu þau til Akureyrar. Útför Ebbu fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Jarðsett verður að Myrká í Hörgárdal. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum.) Nú þegar leiðir skilur streyma myndir frá liðnum samverustundum upp í hugann hver af annarri. Ég kynntist Ósk Ebbu Guðmundsdóttur fyrst sumarið 1960 þegar ég kom í Búðarnes sem tilvonandi tengda- dóttir. Kynni okkar hafa því varað í rúm 40 ár. Hún tók á móti mér, korn- ungum krakkakjánanum, með kost- um og kynjum eins og um mikilvæg- an gest væri að ræða og þannig var það æ síðan og skipti þá engu, hvort stutt var á milli heimsókna í Búð- arnes eða lengra leið á milli. Það var Ebbu mikið metnaðarmál að taka vel á móti gestum og mér er ekki grunlaust um að flestum, sem heimsóttu þau hjónin, hafi liðið líkt og mér, svo vel fórst henni það úr hendi. Hún var undrafljót að útbúa veisluborð er gesti bar að garði því þótt daglegur verkahringur á hennar stóra heimili hafi verið stór bjó hún ætíð vel af betra brauði sem henni var mikið ánægjuefni að geta gripið til. Af miklum röskleika gekk hún til verka sinna þessi smávaxna kona og svo iðin var hún að henni féll sjaldn- ast verk úr hendi. Um það leyti sem börnin hennar sjö voru að vaxa úr grasi þurftu konur að fata fjölskyld- una, það er að sauma og prjóna þann fatnað er til þurfti. Þessu hlutverki skilaði Ebba með prýði og allt fram á síðasta vor hafði hún á prjónum og prjónaði plögg á smáa fætur og stærri. Hún hafði og alla tíð yndi af hannyrðum og greip stundir sem gáfust til útsaums er prýddi heimili þeirra Gunnars. Ebba hafði mikið yndi af garðinum sínum við íbúðarhúsið í Búðarnesi. Skrautleg sumarblóm og fjölærar jurtir prýddu garðinn og þar setti hún einnig niður fjölmargar trjá- plöntur. Þannig leitaðist hún við að fegra umhverfi sitt og bæta. Var það í fullu samræmi við lífsviðhorf henn- ar því hún var mjög jákvæð og vel- viljuð og lagði gjarnan gott til mála. Þetta ræktunarstarf hennar bar góð- an ávöxt og hefur orðið einn af mörg- um þáttum í viðleitni hennar til að létta henni og fólkinu hennar til- veruna því að hún lifði öðrum og sparaði ekkert til. Ferðalög voru Ebbu mikið yndi og áhugamál. Laust fyrir 1960 eignuð- ust þau Ebba og Gunnar fyrsta bíl- inn og var þeim það mikið kappsmál að geta tekið einhverja daga á hverju sumri til að skoða landið sitt. Þau urðu afar fróð um byggðir landsins og fræddu okkur sem yngri vorum um svo ótal margt. Í júnílok 1999 hafði Ebba vegna sjúkdóms síns gengið í gegnum erfiða meðferð í Reykjavík og var á heimleið. Land- leiðina kaus hún að fara þótt okkur hinum sýndist að léttara mundi fyrir hana að fljúga norður. Þessi ferð var ótrúlega skemmtileg þar sem við ferðafélagar hennar nutum fræðslu sem frábærustu leiðsögumenn gætu verið stoltir af að veita. Að ferðast um blómlegar sveitir var henni mikið yndi og dáðist hún þá jafnan að reisulegum og snyrtilegum býlum enda bar heimilið hennar í Búðarnesi snyrtimennsku hennar vitni. En glöðust var hún að koma heim í sveit- ina sína, Hörgárdalinn, sem hún unni svo mjög. Þar lágu bernskusporin. Þar liðu uppvaxtarárin. Þar bjuggu þau hjónin allan sinn búskap. Þar var býlið þeirra hjóna, Búðarnes, stolt þeirra og gleði. Ebba las mikið og margar ánægju- stundir áttum við saman við spjall um skáldskap og ýmsan fróðleik um menn og málefni. Hún kunni ógrynn- in öll af vísum og kvæðum og orti einnig sjálf, einkum vísur til barna sinna og afkomenda í tilefni af ýms- um tímamótum í lífi þeirra. Voru þær vel gerðar og áttu það sameiginlegt að bera vitni óendanlegri umhyggju hennar í garð fólksins síns. Hún las fjölmargar bækur um líf eftir dauð- ann, framhaldslífið, grundvöll krist- innar trúar sem hún trúði statt og stöðugt á. Varð trú hennar án efa til að létta henni baráttuna erfiðu við sjúkdóminn sem hún stóð andspænis vorið 1989. Æðrulaus háði hún þessa baráttu og óttaðist ekki. Þrek henn- ar og þrautseigja hafa verið aðdáun- arverð. Elskulega tengdamóðir mín. Hjartans þökk fyrir þá fyrirmynd sem þú varst okkur hinum. Hjartans þökk fjölskyldu minnar allrar fyrir það sem þú varst henni. Margs er að minnast að leiðarlokum en ein er sú stund sem af öðrum ber. Áramót, þegar flestir gleðjast og fagna nýju ári. Ég kom frá sjúkrabeði móður minnar kvíðin og sorgmædd. Þá bauðstu mér huggandi faðminn, þann faðm sem ég hef alltaf getað gengið að vísum eftir að ég missti mína eigin móður. Ég mun ævinlega verða þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir vin. Þú trúðir og treystir því góða og tengdir það för þinni hér. Þú búin varst til þess að bjóða það besta sem tilheyrði þér. (H.G.) Björg Dagbjartsdóttir. Nú þegar norðlenskar sveitir skarta sínu fegursta og við njótum sumarsins eins og það best verður með björtum nóttum og hlýrri golu þurfum við að kveðja ömmu í Búð- arnesi. Það er ef til vill í hennar anda að kveðja þegar gróðurinn og blómin sem hún elskaði svo heitt eru í hvað mestum blóma. Alla tíð var það hennar mesta yndi að rækta garðinn sinn og ef eitthvað bjátaði á leitaði hún þangað og þegar hún var þreytt fór hún út og hlúði að gróðri og reytti arfa en það veitti henni hvíld. Skóg- rækt var henni líka hugleikin og hún þekkti hverja plöntu með nafni sem vex í hálsinum fyrir ofan Búðarnes. Það var ósjaldan sem maður vaknaði við að heyra ömmu vera að vinna í garðinum og eitt af því skemmtileg- asta sem gert var á vorin var að fara í bæinn og velja blóm í garðinn. Ef veðrið síðan versnaði var amma rok- in út með fötur og bala til að hlífa þessum nýjustu börnum sínum við íslenskri veðráttu. Því eru orð henn- ar viðeigandi; Í garðinum úti blómin mín búa bíða vorsins, skammdegið þreyja, teygja sig móti sumri og sólu síðan að haustinu fölna og deyja. Þegar ég flaug yfir Eyjafjörð í lið- inni viku og sá túnin misgræn að lit leitaði ég eftir dreifum til að raka eða böggum til að tína. En slíkt var ekki að finna, einungis hvítar rúllur úr plasti á víð og dreif. Margt hefur breyst á stuttum tíma. Eins og amma sagði í vísunni munum við öll deyja rétt eins og blómin. Og nú var ekki flogið norður til að hitta foreldra og ættingja við glaum og gleði heldur til að kveðja ömmu í hinsta sinn. Amma fæddist á Ásgerðarstöðum í Hörgárdal 14. ágúst 1916, yngst níu systkina, en af þeim komust átta á legg. Hún var dóttir hjónanna Guð- mundar Bjarnasonar og Helgu Þor- steinsdóttur. Hún hlaut hefðbundið barnaskólanám og síðar á Laugum í Þingeyjarsýslu þar sem hún meðal annars nam orgelleik. Hún bjó með móður sinni og elsta bróður heima á Ásgerðarstöðum þegar hugurinn fór að hvarfla að Auðnum í Öxnadal. Þar bjó ungur maður, Gunnar Heiðmann Jósavinsson, ásamt móður sinni og systkinum og hafa ferðir hans yfir hálsinn eflaust verið margar. Þau hófu síðan búskap á Ásgerðarstöð- um, afi og amma, og fæddust þar tvö börn þeirra en alls urðu þau sjö. Síð- ar keyptu þau jörðina Búðarnes í Hörgárdal og bjuggu þar til ársins 2000 er þau fluttu til Akureyrar. Hann hefur oft verið langur vinnu- dagurinn hjá henni ömmu. Það þurfti að yrkja jörðina og huga að bústofn- inum. Byggingar risu og jörðunum fjölgaði. Börnin þurfti að fæða og klæða og oft var vinnufólk og iðn- aðarmenn þar í fæði og húsnæði. Hagsýni húsmóður er ekki oft þakk- að en það er vandasamt að hafa marga munna að metta en úr litlu að moða og þurfa samt alltaf að reiða fram veisluborð. En það voru vissu- lega alltaf veisluborð í Búðarnesi og aldrei undir tíu tegundum af brauð- meti með kaffinu. Það var líka gest- kvæmt í Búðarnesi og alltaf tók amma innilega og brosandi á móti fólki og miðlaði þeim kærleika sem henni einni var lagið. Heimili hennar var fallegt og alltaf var þrifið út úr dyrum en amma var reglusöm kona. Hún var ósérhlífin við störf sín og átti erfitt með að biðja fólk um að- stoð, heldur vaknaði hún aðeins fyrr sjálf til að klára verkin ef eitthvað mikið stóð til. Hins vegar var gaman að vinna með henni og ég á margar góðar minningar frá hauststörfum í sveitinni við sláturgerð og hrein- gerningar að ónefndum óteljandi ferðum í berjamó. Það var eitt af því skemmtilegasta sem við gerðum og alltaf var mest í fötunni hennar ömmu þegar haldið var heim. Til að létta lund sína við húsmóð- urstörfin raulaði hún kvæði fyrir munni sér og þá var það ósjaldan Davíð Stefánsson frá Fagraskógi sem varð fyrir valinu. Davíð skildi það fólk sem bjó í eyfirskum sveitum, hann skildi þau fræ sem aldrei verða blóm en alltaf breytti amma samt síðustu hendingunni í lítil börn sem verða góðir menn. Ég var svo lánsöm að fá að kynn- ast afa og ömmu mjög náið en ég var hjá þeim í sveit í mörg sumur. Mínar fyrstu minningar eru samt þegar ég var sjö ára og dvaldi í Búðarnesi í þrjár vikur að amma söng mig í svefn á hverju kvöldi. Þá lærði ég Dalakof- ann eftir Davíð Stefánsson utan að. Þarna kveikti hún áhuga minn á kveðskap og tónlist en amma lék á orgelið sitt þegar tími gafst til og söng þá gjarnan með. Saman höfum við oft krufið hin ýmsu kvæði til mergjar og reynt að skilja skáldin og haft af því bæði gagn og gaman. Síðar þegar ég varð eldri og fór að vera í Búðarnesi til að hjálpa til kynntumst við á annan hátt og urð- um bestu vinkonur. Hún var hógvær falleg kona sem hafði mikið aðdrátt- arafl. Hún var hæglát en hörkudug- leg og lét sjaldan verk úr hendi falla. Þegar hún settist niður á kvöldin var hún oft með prjónana sína og á tíma- bili kepptist hún við að selja vesti, sjöl og trefla og prjónapeningana, sem hún kallaði svo, notaði hún til að kaupa jólagjafir og tækifærisgjafir handa börnum og barnabörnum. Gjafmildi hennar var mikil og hún mundi eftir öllum afmælum en vildi ekki gera upp á milli fólks. Hún hafði metnað fyrir börn sín og barnabörn og fylgdist ætíð vel með námi þeirra og velgengni í þeim störfum sem þau tóku sér fyrir hendur. Hún tók þátt í sigrum og ósigrum okkar allra. Hún lagði mikla áherslu á kærleika og hlýju í uppeldi sínu og beitti aldrei hörku svo ég viti til. Hún breiddi sig yfir alla og allir sem kynntust henni elskuðu hana og virtu. Börn sem voru í sveit í Búðarnesi og vinnufólk hélt margt mikla tryggð við hana. Þetta má glöggt sjá í ljóðum hennar en hún orti oft ljóð í tilefni af afmæl- um og viðburðum í lífi fjölskyldunnar og bera þau öll vott um mikinn kær- leika og hlýju. Á ættarmótum sem haldin hafa verið bæði í hennar ætt og afa hafa verið lesin upp hennar ljóð um æviferil langömmu og lang- afa og þar lýsir hún vel aðstæðum og kostum þess tíma. Þessi ljóð eru nú perlur í minninganna sjóði sem við afkomendur eigum og hlýja okkur nú þegar hennar nýtur ekki lengur við. Jóladagur er sá dagur ársins sem amma gerði ógleymanlegan. Þá var hefð fyrir því að allir færu fram í dal- inn og þar beið veisluborð og skraut- legt hús og þar var spjallað og spilað fram á nótt. Ekki létum við ófærð hamla för okkar og þennan dag hafði amma undirbúið lengi og hún naut þess að hafa alla hjá sér. Eftir að ég flutti að norðan er þetta sá dagur sem ég hef hvað mest saknað og oft leiðst að ekki eru flugsamgöngur þennan dag. En á seinni árum hef ég markvisst reynt að fara oft norður EBBA GUÐMUNDSDÓTTIR              0 1 "6% +># CH        %    "!("()" ( , $& B5"  0 ('(%%# <#  -#& (*  !#$ ('(%%#   # 1" 6& " ( (& ! # #%># (& & ) # )-# *       %    %  %   % @  < %(# = &#  !' " % #=$  %>"     %9        7"#"!." , ##D% # '(%%# I -#J # @ #"& 1"-6  "' @ #"'(%%# !#$ @ #"'(%%# & G  & ) # )-# & ) # ) # )-# * 2       B 9 091 ! "%#3% 7E 9 6#!       % / %       7"#"!."))"  #  #!& #$ #'(%%# #D% #  #!&  !#$  #! #'(%%# % # 9 # 0" & # 6*"' # K# " 0" & !6 !+ ''(%%# <  -    - =   #  =  %%  #%&      %&     %&  %   %    ,  ! #*#  8; #'   B%# !#$ %65'(%%# & 6-""'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.