Morgunblaðið - 27.07.2001, Side 43

Morgunblaðið - 27.07.2001, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 43 FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Húsfélag alþýðu Stjórn Húsfélags alþýðu boðar til almenns fundar um viðhaldsmál með íbúðareigendum, Brávallagötu 42—50, miðvikudaginn 1. ágúst nk. kl. 19.00 á skrifstofu félagsins. Dagskrá 1. Tillögur um sameiginlegt viðhald. 2. Önnur mál. Stjórnin. Framsóknarfélögin í Reykjavík Sumarferð framsóknar- félaganna í Reykjavík Hin árlega sumarferð okkar verður farin laugar- daginn 11. ágúst nk. og verður að þessu sinni ferðinni heitið um Suðurland. Nánari dagskrá auglýst síðar og verður hana einnig að finna á heimasíðu okkar hrifla.is . Verð kr. 3.800. Upplýsingar og farmiðapantanir í síma 552 4020. Fulltrúaráð framsóknar- félaganna í Reykjavík. TILBOÐ / ÚTBOÐ Forval Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins, f.h. varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli fram- lengir hér með frest til að taka þátt í forvali vegna útboðs á verki innan varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli: Pökkun og flutningur húsmuna fyrir varnarliðið. Samningurinn er til eins árs með möguleika á framlengingu fjórum sinnum, til eins árs í senn. Tilkynning þessi tekur einungis til íslenskra lögaðila. Forvalsgögn fást á varnarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins, Rauðarárstíg 25, Reykjavík og á Brekkustíg 39, Reykjanesbæ. Þau ber að fylla út af umsækj- endum og áskilur forvalsnefnd utanríkisráðu- neytisins sér rétt til að hafna forvalsgögnum sem ekki eru fullnægjandi. Ekki verður tekið við upplýsingum frá þátttakendum eftir að for- valsfrestur rennur út. Frestur til að skila umsóknum er hér með framlengdur til fimmtudagsins 2. ágúst nk., kl. 16:00. Umsóknum skal skilað til varnar- málaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Rauðarárstíg 25, Reykjavík eða Brekkustíg 39, Njarðvík fyrir þann tíma. Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins. Forval Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins f.h. varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, auglýsir hér með eftir aðilum til að taka þátt í forvali vegna útboðs á eftirfarandi verkefnum innan varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli: 1. Grillsvæði og hjólageymsla milli bygg- inga 759 og 760. 2. Grillsvæði og hjólageymsla milli bygg- inga 747 og 748. 3. Fimm útivistarsvæði við fjölskylduhús. 4. Fjögur útivistarsvæði við byggingar 927-931. 5. Viðgerð á þaki stórverslunar varnarliðs- ins (Navy Exchange). 6. Viðgerð á rafmagnsdreifikerfi, þrep 2. 7. Viðgerð á skolplögnum við Slope Lane. Tilkynning þessi tekur einungis til íslenskra lögaðila. Forvalsgögn fást hjá varnarmálaskrifstofu ut- anríkisráðuneytisins, Rauðarárstíg 25, Reykja- vík og á Brekkustíg 39, Reykjanesbæ. Þau ber að fylla út af umsækjendum og áskilur forvals- nefnd utanríkisráðuneytisins sér rétt til að hafna forvalsgögnum sem ekki eru fullnægj- andi. Ekki verður tekið við upplýsingum frá þátttakendum eftir að forvalsfrestur rennur út. Umsóknum skal skilað til forvalsnefndar varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytis- ins, Rauðarárstíg 25, Reykjavík eða Brekku- stíg 39, Njarðvík fyrir kl. 16:00, þriðjudag- inn 7. ágúst nk. Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins TILKYNNINGAR Djúpvegur Ísafjarðarbotn – Látur í Mjóafirði Drög að tillögu að matsáætlun Vegagerðin auglýsir hér með drög að tillögu að áætlun um mat á umhverfisáhrifum Djúp- vegar úr Ísafjarðarbotni að Látrum í Mjóafirði. Drög að tillögu að matsáætlun er kynnt á ver- aldarvefnum, samkvæmt reglugerð 671/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Tillöguna er hægt að skoða á heimasíðu Vegagerðarinnar, slóðin er http://www.vegag.is/. Almenningur getur gert athugasemdir við drögin og er athuga- semdafrestur til 20. ágúst nk. Athugasemdir má senda til Vegagerðarinnar á Ísafirði, merkt- um Djúpvegur: Matsáætlun eða í tölvupósti til kk@vegag.is. Stefnt er að kynningu draganna í Reykjanesi laugardaginn 25. ágúst 2001 milli kl. 10.00 og 15.00. Vegamálastjóri. Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Grafarvogur, Spöng, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar varðandi lóðina nr. 3-5 (merkt eining G í gildandi deiliskipulagi). Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynn- ingar tillaga að breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar í Grafarvogi varðandi lóðina nr. 3-5 (merkt eining G í gildandi deili- skipulagi). Um er að ræða lóð á móts við Dísarborgir. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að byggt verði kvikmyndahús á lóðinni með 4 sölum er rúmi um 950 manns. Jafnframt er gert ráð fyrir að í húsinu verði veitingasala og bankaútibú. Byggingin getur orðið allt að 4000 fermetrar á þremur hæðum skv. tillögunni og nýtingarhlutfall allt að 0,45. Mesta hæð útveggja má vera 11m yfir gólfkóta aðalgólfs. Tillagan liggur frammi í sal Borgar- skipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 27. júlí til 24. ágúst 2001. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 7. september 2001. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 27. júlí 2001. Borgarskipulag Reykjavíkur SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Dagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum helg- ina 28.—29. júlí. Laugardagur 28. júlí Kl. 13.00 Arnarfell. Gengið um eyðijörðina Arnarfell við norð- austurhorn Þingvallavatns. Rifjuð verður upp búsetusaga og rýnt í náttúruna á einum fal- legasta stað við Þingvallavatn. Gangan tekur um 2 klst. Farið frá bílastæði við enda afleggjara að Arnarfelli. Kl. 13.00 Leikið og litað í Hvannagjá. Dagskrá fyrir krakka á öllum aldri í Hvannagjá. Tekur um 1 klst. og farið frá þjónustumiðstöð. Sunnudagur 29. júlí. Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Þing- vallakirkju. Kl. 15.00 Þinghelgarganga. Gengið um þingstaðinn forna og hugað að sögu og náttúru. Hefst við kirkju að lokinni guðsþjón- ustu og tekur um 1 klst. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum er ókeypis og allir eru velkomnir. Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustumiðstöð s. 482 2660 og á heimasíðu þjóðgarðsins www.thingvellir.is . 28. júlí kl. 8.00 Kaldárdalur — Hrútaborg — Haffjarðar- dalur á Vesturlandi, 5—7 klst. ganga. Verð 2.400 kr. fyrir félaga, annars 2.700 kr. Fararstjóri Reynir Ingibjarts- son. Brottför frá BSÍ með við- komu í Mörkinni 6. 29. júlí kl. 10.30 Lamba- fellsgjá — Grænadyngja — Höskuldarvellir á Reykjanesi, 3—4 klst. ganga. Fararstjóri Jónatan Garðarsson. Verð 1.400 kr. fyrir félaga, annars 1.700 kr. Brottför frá BSÍ (austanmegin) með viðkomu í Mörkinni 6 og austan við kirkjugarðinn í Hafn- arfirði. Samstarfsverkefni F.Í. og Umhverfis- og útivistarfélags Hafnarfjarðar. Göngudagskrá í Þórsmörk um verslunarmannahelgina. Eitthvað fyrir alla, grillmáltíð inn- ifalin. Fararstjóri Jón Guðni Kristjánsson. Kjalvegur hinn forni 7.—12. ágúst. Víknaslóðir við Borg- arfjörð 10.—15 ágúst. Sími hjá F.Í. 568 2533. www.fi.is , texta- varp RUV bls. 619. R A Ð A U G L Ý S I N G A R

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.