Morgunblaðið - 27.07.2001, Page 47

Morgunblaðið - 27.07.2001, Page 47
MÉR hefur skilist að þingmenn Suðurlands með Árna Johnsen í broddi fylkingar séu um það bil að koma því í gegn að lýsa Hellis- heiðina á næst- unni. Einnig eru í gangi vegabæt- ur á heiðinni. Hvort tveggja eru góð málefni, en erum við með rétta forgangs- röð og er kannski hugsan- legt að við séum að minnka umferðaröryggi? Ég tel svo vera. Veglýsingin: Mér finnst líklegt að kostnaður við fulla götulýsingu frá Reykjavík til Hveragerðis kosti yfir 100 millj. króna, sennilega nær 200 millj. króna og mig langar að setja fram álit um kosti og galla. Kostir: Fallegra í myrkri, aukið öryggi gangandi vegfarenda. Gallar: Kostnaður, eykur um- ferðarhraða, í vondum veðrum draga ljósin til sín athyglina og auka hættu á aftanákeyrslu, þau gefa falskt öryggi, auka slysahættu við útafakstur v/stauranna, svo dæmi séu tekin. Mér finnst kostirnir lítilfjörlegir á móti göllunum, ekki síst vegna þess að það er komin þörf á að tvö- falda veginn alla leið og þá breytist lýsingarútfærslan og staurarnir verða þá hluti af aðskilnaði akst- ursstefnanna. Það eru heilmiklar vegabætur í gangi á Hellisheiðinni þar sem ver- ið er að minnka líkur á snjó o.þ.h. Mér var sagt nú á dögunum að það væri verið að gera þrjár akreinar á þá kafla þar sem mesti fram- úraksturinn væri. Þá hugsaði ég sem svo: Lengur get ég ekki þagað „ég hef alltof sterka skoðun á þessu til að þegja“. Ætla Íslendingar að taka upp þriggja akreina brautir eftir að flestallar þjóðir hafa gefist upp á þeim vegna hárrar slysatíðni? Ef þetta er rétt þá er um afar slæm tíðindi að ræða. Ég man ekki betur en að þessi vegartegund hafi feng- ið nafnið „dauðabrautin“ í Þýska- landi og/eða Svíþjóð. Forgangsröðun vegabóta 1. Endurbyggja kaflann beint frá Kaffistofu austur í Hveradali með aðskildum akstursstefnum og mislægum gatnamótum að Þrengslum. (Dýrt en stóreykur ör- yggi.) 2. Ljúka aðskilnaði aksturs- stefna fyrst austur að Hveragerði vegna erfiðari veðurskilyrða og seinna til Reykjavíkur. 3. Þegar þessi varanlegi vegur er kominn geta menn hugsað um veglýsingu og jafnvel með hverjum varanlegum kafla sem lokið er, en veglýsing er þó alger óþarfi á þessari leið nema vegna gangandi umferðar, s.s. við Kaffistofuna. ÁRMANN BENEDIKTSSON, Miðsölum 2, Kópavogi Veglýsing á Hellisheiði Frá Ármanni Benediktssyni: Ármann Benediktsson BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 47 Í KASTLJÓSI Sjónvarpsins hjá Gísla Marteini föstudaginn 20. júlí var rætt um frelsi og agaleysi. Þar kom meðal annarra fram gamli haukurinn Bubbi Morthens og talaði hart á móti því geigvænlega frelsi sem leyfir allt hvar sem er og hve- nær sem er. Bubbi hefur marga fjör- una sopið og veit nokk um hvað hann er að tala. Að gefnu þessu tilefni er alveg upplagt að rifja það upp, að skóla- piltar úr Lærða skólanum í Reykja- vík fóru árið 1875 í skrúðgöngu að húsinu Glasgow, en þar var verið að halda Jóni Sigurðssyni samsæti, en það gerðu Íslendingar mjög oft, bæði hér heima og í höfuðborg Dana- veldis. Piltar höfðu verið að gantast með að Jón Sigurðsson vildi algjört frelsi til allra hluta en hvorki boð né bönn. Forsetinn kom út á tröppurn- ar, þungur á brún og brá og hélt þrumandi ræðu yfir drengjunum og mótmælti þeim ummælum að hann hefði aldrei þekkt bönd. Að þola stjórn og bönd væri eitt af skilyrðum þess að geta orðið nýtur maður. Bönd væru jafn nauðsynleg inn á við sem út á við, jafn nauðsynleg fyrir líf einstakra manna sem þjóða. Frelsi án banda, án takmörkunar, væri ekki frelsi, heldur agaleysi og óstjórn. Svo mælti Jón Sigurðsson. Þessi orð hans eru okkur öllum íhugunar- efni. HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri. Kastljósi varpað á frelsið Frá Hallgrími Sveinssyni: Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið virka daga frá kl. 12-18. Sandalar í miklu úrvali á allan aldur Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 14-18 og laugard. kl. 10-14. Skóbúðin KUNERT WELLNESS Sokkabuxur Hnésokkar Ökklasokkar iðunn tískuverslun 2. hæð, Kringlunni, sími: 588 1680 v/ Nesveg, Seltjarnarnesi, sími: 561 1680 Höfðabakka 1, sími: 567 2190 Nýjar myndir 300 kr. Mýkir og róar RAKAKREM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.