Morgunblaðið - 27.07.2001, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 27.07.2001, Qupperneq 48
DAGBÓK 48 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn:Í dag eru væntanleg Laug- arnes og Seabourn Sun sem fer aftur út ásamt Mánafossi, Lagarfossi og Akureyrinni EA. Hafnarfjarðarhöfn: Á morgun eru væntanleg Markus J. og Ameland. Viðeyjarferjan. Tíma- áætlun Viðeyjarferju: Mánudaga til föstudaga til Viðeyjar kl. 13, kl. 14 og kl. 15, frá Viðey kl. 15.30 og kl. 16.30. Laugardaga og sunnu- daga: Fyrsta ferð til Viðeyjar kl. 13, síðan á klukkustundar fresti til kl. 17, frá Viðey kl. 13.30 og síðan á klukkustundar fresti til kl. 17.30. Kvöldferðir eru föstudaga og laug- ardaga til Viðeyjar kl. 19, kl. 19.30 og kl. 20, frá Viðey kl. 22, kl. 23 og kl. 24. Sérferðir fyr- ir hópa eftir sam- komulagi. Viðeyj- arferjan, sími 892 0099. Lundeyjarferðir dag- lega, brottför frá Við- eyjarferju kl.10.30 og kl. 16.45, með viðkomu í Viðey u.þ.b. 2 klst. Sími 892 0099. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó fellur niður í dag. Árskógar 4. Kl. 13- 16.30 opin smíðastofan. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9-16 almenn handavinna og fótaað- gerð, kl. 9.30 kaffi- dagblöð, kl. 11.15 mat- ur, kl. 13 frjálst að spila í sal, kl. 15 kaffi. Ekið um borgina þriðjudaginn 31. júlí og nýju hverfin skoðuð. Kaffi drukkið í Golf- skála Reykjavíkur, Grafarholti. Lagt af stað kl. 13. Skráning í síma 568-5052 fyrir kl. 12 þann 30. júlí. Allir velkomnir. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl.10 verslunin opin, kl.11.30 matur, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. kl. 15 kaffi. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfingar í dag á Hrafnistuvelli kl. 14-16. Morgungangan verður á morgun, laugardag, rúta frá Firðinum kl. 9.50 og kl. 10 frá Hraunseli. Félagsheim- ilið Hraunsel verður lokað vegna sumarleyfa starfsfólks til 12. ágúst Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10-13. Matur í há- deginu. Miðvikudaginn 1. ágúst almennur félagsfundur kl. 17. Fundarefni: Húsnæðis- mál og önnur mál. Munið að taka félags- skírteinið með. Dags- ferð þriðjudaginn 7. ágúst, Hítardalur- Straumfjörður. Brott- för frá Glæsibæ kl. 9. Leiðsögn Þórunn Lár- usdóttir. Eigum laus sæti. Dagsferð 18. ágúst. Fjallabaksleið syðri í samvinnu við FEB og Ferðaklúbbinn Flækifót. Brottför frá Glæsibæ kl. 8. Leið- sögn Pálína Jónsdóttir og fl. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10. til 12 f.h. í síma 588- 2111. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10 til 16 í síma 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9-11 morgunkaffi, kl. 9-12 hárgreiðsla, kl. 9-12 sjúkraböðun, kl. 9.30 gönguhópur,kl. 11.30-13 hádegisverður, kl. 14 brids, kl. 15-16 eft- irmiðdagskaffi. Gerðuberg, félagsstarf Sund- og leikfimiæf- ingar á vegum ÍTR í Breiðholtslaug á þriðju- dögum og fimmtudög- um kl. 9.30. Púttvöll- urinn er opin virka daga kl. 9-18, Kylfur og boltar í afgreiðslu sundlaugarinnar til leigu. Allir velkomnir. Veitingabúð Gerðu- bergs er opin mánu- daga til föstudaga kl. 10-16. Félagsstarfið lokað vegna sumarleyfa frá 2. júlí til 14 ágúst. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30-16. Hraunbær 105. Kl. 9- 12 baðþjónusta, kl. 9-17 hárgreiðsla, kl. 10-12 pútt. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 baðþjónusta og hár- greiðsla, kl. 11 leikfimi. Norðurbrún 1. Kl. 10 ganga. Hárgreiðslu- stofan verður lokuð frá 10. júlí til 14. ágúst. Vinnustofur lokaðar í júlí vegna sumarleyfa. Vesturgata 7. Kl. 9 dagblöð, kaffi, fótaað- gerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 almenn handa- vinna, kl. 11.45 matur, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30 kaffi og dansað í aðalsal. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 11.45 matur, kl. 13.30 bingó, kl. 14.30 kaffi. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað kl. 13.15. Allir eldri borgarar vel- komnir. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laug- ardögum. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur verður á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverf- isgötu 105, Nýir félag- ar velkomnir. Munið gönguna mánudag og fimmtudag. Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ spilar vist í kvöld kl. 20.30 í félagsheimilinu Leirvogstungu. Kaffi og meðlæti. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (ca. 16-25 ára) að mæta með börnin sín á laug- ardögum kl.15-17 á Geysir, Kakóbar, Að- alstræti 2 (gengið inn Vesturgötu megin). Op- ið hús og kaffi á könn- unni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Brúðubíllinn Brúðubíllinn verður í dag kl. 14 við Tungu- veg. Minningarkort Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barnaspít- alasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hrings- ins í síma 551-4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborg- arsvæðinu. Bergmál, líknar og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofsvikna fyrir krabba- meinssjúka og langveika fást í síma 587-5566, alla daga fyr- ir hádegi. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu í Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4, s. 551-3509. Minningarkort Stóru- Laugardalssóknar, Tálknafirði, til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í síma 456-2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Í dag er föstudagur 27. júlí, 208. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum, þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum. (Matt. 6.1.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 hraust, 8 snjói, 9 ráð- leysisfum, 10 lengdarein- ing, 11 seint, 13 kjánar, 15 öflug, 18 lóð, 21 bók- stafur, 22 horaður, 23 frumeindar, 24 hörku- tóla. LÓÐRÉTT: 2 ríkt, 3 skilja eftir, 4 svipta, 5 góðmennskan, 6 eldstæðis, 7 vex, 12 meis, 14 eyða, 15 heiður, 16 reika, 17 ílátið, 18 skjögra, 19 fatnaður, 20 kvenfugl. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 gláka, 4 hópur, 7 skæri, 8 lokum, 9 nýt, 11 reit, 13 arga, 14 etinn, 15 þjöl, 17 nekt, 20 egg, 22 órótt, 23 álkan, 24 tjara, 25 annar. Lóðrétt: 1 gosar, 2 ámæli, 3 alin, 4 hælt, 5 pukur, 6 rimma, 10 ýring, 12 tel, 13 ann, 15 þrótt, 16 ölóða, 18 eik- in, 19 týnir, 20 etja, 21 gáta. MIG langar til að lýsa ánægju minni með djass- þætti Lönu Kolbrúnar Eddudóttur á Rás 1 Rík- isútvarpsins. Ég hlusta alltaf á þessa þætti og mér finnst at- hyglisvert hve þeir eru í háum gæðaflokki og gæð- in stöðug. Það segir mér m.a. að stjórnandinn hafi mikla þekkingu á við- fangsefninu, metnað og leggi mikla vinnu í hvern þátt. Svona eiga djassþættir að vera, að mínum dómi, þótt ég geri mér grein fyr- ir því að skiptar skoðanir geti verið um djass eins og alla aðra hluti. Hins vegar spyr ég: Hver óskaði eftir þessum leikritum sem nú eru nán- ast á hverjum degi, t.d. er komið leikrit í stað ,,Fréttaauka á laugar- degi“? Persónulega finnst mér ,,Útvarpsleikhúsið“ leiðin- legt og átta mig ekki alveg á því hvers við ,,nauðugir áskrifendur“ eigum að gjalda – er ef til vill verið að styrkja leikarastéttina á þennan hátt með al- mannafé? Ef svo er finnst mér það ósmekklegt, svo ekki sé meira sagt. Útvarpshlustandi. Rafstrætó MIG langar til að lýsa furðu minni á því, að Strætó bs. skuli ekki hafa keypt að minnsta kosti tvo rafknúna vagna, þegar þeir keyptu nýja vagna, sem ganga fyrir mengandi orkugjafa. Ég vona að þeir kaupi rafknúna vagna næst þar sem víða er mikil og góð reynsla af þeim. Vonandi lýsir þetta ekki stefnu hins nýja fyrirtækis í umhverfismálum. Kveðja, Gísli Júlíusson. Í áður birtum pistli Gísla var skrifað um Strætisvagna Reykjavíkur en átti að vera Strætó bs. og er því pistillinn birtur aftur. Tapað/fundið Veist þú um skóna mína? SVARTIR Ecco cosmo- heilsusandalar nr. 39 voru teknir í misgripum í Sund- laug Kópavogs sunnudag- inn 22. júlí sl. á milli kl. 10:30-12. Skórnir eru með sérsmíðuðu innleggi. Eig- andinn saknar þeirra sár- lega. Samskonar skór voru skildir eftir. Vinsaml. hafið samband við Sund- laug Kópavogs eða hringið í s. 565-2182. Lyklakippa tapaðist í Garðabæ LYKLAKIPPA tapaðist í Garðabæ við garðaskoðun Garðyrkjufélags Íslands, sunnudaginn 22. júlí sl. Skilvís finnandi er vinsam- lega beðinn að koma lykla- kippunni til Sóleyjar á 1. hæð í Morgunblaðshúsinu, Kringlunni 1. Tjalddýna í óskilum TJALDDÝNA fannst við Vesturlandsveg mánu- dagsmorguninn 23. júlí sl. Upplýsingar í síma 892- 0068. José Carreras ÓSKA eftir 2 miðum á José Carreras á svæði A, hinn 17. sept. nk. í Laug- ardalshöllinni. Ef einhver á miða sem hann þarf að losna við vinsamlegast hringið í síma 897-7686. Olympus- myndavél tapaðist OLYMPUS-myndavél í blárri tösku tapaðist á gönguleiðinni upp Esju sunnudaginn 22. júlí sl. Skilvís finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 557-9096. Moongoose-hjól hvarf úr Grjótaþorpi GRÁTT Moongoose-karl- mannshjól hvarf frá Grjótaþorpi um síðustu helgi. Þeir sem hafa séð hjólið vinsamlega hringi í s. 551-9567 eða 867-0635. Dýrahald Ómar er týndur KÖTTURINN Ómar er týndur. Hann er gul- bröndóttur högni með mikið hvítt í feldi og frek- ar stór. Ómar er mjög gæfur og leyfir öllum að klappa sér. Hann er eyrnamerktur með núm- erinu 00G157. Hann á heima í Laufási í Garðabæ og hefur ekki sést síðastliðnar 4 vikur. Þeir sem hafa einhverjar uppl. um Ómar eru beðnir að láta vita í s. 898-4587. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Góður djassþáttur Víkverji skrifar... LOKSINS hafa Reykvíkingareignazt almennilega baðströnd. Ylströndin í Nauthólsvík er frábær útivistarstaður fyrir alla fjölskyld- una þegar gott er veður. Víkverji fór á ströndina einn blíðviðrisdaginn fyr- ir skemmstu og var stórhrifinn af að- stöðunni. Til viðbótar við sand- ströndina og heita pottinn í flæðarmálinu, sem gengið var frá í fyrra, er nú búið að opna ágæta bún- ingsaðstöðu, verönd með borðum og stólum og nýja busllaug fyrir börnin. Víkverji skellti sér í sjóinn ásamt yngsta fjölskyldumeðlimnum. Sá síð- arnefndi er mikill sóldýrkandi og baðstrandaraðdáandi og naut sín til hins ýtrasta, svaraði aðspurður að þetta væri næstum því eins góð strönd og þær sem hann hefur heim- sótt á Ítalíu, Spáni og í Frakklandi. Það þóttu Víkverja góð meðmæli með Nauthólsvíkinni. x x x VÍKVERJA og fjölskyldunni komsaman um það, þar sem þau sátu í sandinum og sleiktu sólina, að ylströndin í Nauthólsvík væri eitt helzta afrek borgarstjórnarmeiri- hlutans, þótt ekki sé hún í neinum minnismerkjastíl. Það vildi svo til að stuttu eftir að verið var að ræða þetta birtist Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri á svölunum eða útsýn- ispallinum, sem útbúinn hefur verið ofan á nýju búningsaðstöðunni, og horfði að því er virtist harla ánægð yfir handaverkin. Hún má líka vera ánægð – og svo mikið er víst að þær þúsundir Reykvíkinga, sem busluðu í volgum sjónum í góða veðrinu, voru hæstánægðar með þessa nýjustu rós í hnappagat útivistarborgarinnar Reykjavíkur. x x x NÝI stjórnarráðsvefurinn, radu-neyti.is, er mikill fróðleiks- brunnur um starfsemi framkvæmda- valdsins. Sú bragarbót hefur nú verið gerð að öll ráðuneytin eru komin með heimasíðu, þar sem hægt er að nálg- ast upplýsingar um starfsemi þeirra. Til skamms tíma voru sum ráðuneyt- in heimasíðulaus, sem var auðvitað fráleitt í hinu netvædda þjóðfélagi okkar. Enn eru heimasíður ráðu- neytanna þó ákaflega misgóðar. Ut- anríkis- og menntamálaráðuneytið standa sig t.d. mjög vel, en á síðu landbúnaðarráðuneytisins eru harla margir óvirkir tenglar – svo virðist sem þar eigi t.d. að vera upplýsingar um skógrækt, landgræðslu, landbún- aðarrannsóknir, fiskeldi og matvæla- framleiðslu en ekkert gerist þegar smellt er á þessa tengla. Sum ráðu- neytin þurfa greinilega að vinna bet- ur í vefmálum sínum. x x x VÍKVERJI er alveg ósammálaframkvæmdastjóra fegurðar- samkeppni Íslands, um að ungfrú Ís- land geti „náttúrlega“ ekki farið í fegurðarsamkeppni erlendis af því að hún sé ófrísk. Víkverja finnst óléttar konur þvert á móti alveg hreint dæmalaust fallegar og ástand þeirra einkar náttúrulegt. Einu rökin, sem Víkverji gæti séð fyrir því að banna ófrískum konum þátttöku í fegurð- arsamkeppni eru þau að bumban gæti veitt þeim forskot, sem keppi- nautarnir ættu erfitt með að vinna upp. En óléttubumbur falla víst ekki inn í hina stöðluðu fegurðarímynd, sem fegurðarsamkeppni gengur út á. Sennilega er nú kominn tími til að breyta ýmsum þeim skilyrðum, sem sett eru fyrir því að fólk geti tekið þátt í fegurðarsamkeppni, eins og að það þurfi að vera ógift og barnlaust. Víkverji sér ekki rökin fyrir þeim reglum og spyr á hverju þær byggist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.