Morgunblaðið - 13.09.2001, Page 2

Morgunblaðið - 13.09.2001, Page 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ EKKI var flogið til Bandaríkjanna eða Kanada í gær á vegum Flug- leiða þar sem bandarísk yfirvöld höfðu ekki aflétt flugbanni undir kvöldmat í gær nema takmarkað. Guðjón Arngrímsson, talsmaður Flugleiða, sagði Flugleiðamenn vonast til að hægt yrði að fljúga vestur um haf í dag. Um 500 manns bíða nú flugs og í dag eru rúmlega 900 farþegar til viðbótar bókaðir til fimm borga vestan hafs. Guðjón tjáði Morgun- blaðinu að ekki tækist að koma öll- um þessum hópi vestur um í dag en kvaðst vona að svo gæti orðið á morgun. Sagði hann félagið mæl- ast til þess að Íslendingar sem væru ekki bundnir af því að ferðast í dag gæfu eftir sæti sín fyrir Bandaríkjamenn sem vildu komast til síns heima. Áætlaðar voru ferðir til fimm borga í gær og í dag, þ.e. New York, Baltimore, Boston og Minneapolis í Bandaríkjunum og Halifax í Kanada. Flugleiðir buðu farþegum frá Evrópu að snúa til baka í gær- morgun og þáðu margir það en þeim sem stöldruðu við hér var boðin gisting á hótelum í fyrrinótt. Þeir gistu hins vegar á eigin kostn- að síðastliðna nótt og þeir sem ekki gátu greitt fyrir hótelgistingu fengu inni hjá Rauða krossinum. Flugleiðamenn héldu fundi með farþegunum á hótelum þeirra í gær til að þeir gætu fylgst með gangi mála. Fundur er ráðgerður með farþegunum um hádegi í dag þar sem tilkynnt verður um fram- haldið. Farþegar sem áttu bókað far frá áfangastöðum í Evrópu og áfram vestur um haf voru ekki fluttir til landsins í gær en ákveðið verður í dag hvort þessir farþegar verða hugsanlega fluttir til Íslands í dag. Nokkur hundruð manns bíða flugfars vestur um haf Vonast til að flug verði leyft í dag Morgunblaðið/Þorkell Flugleiðamenn upplýstu farþega á leið til Bandaríkjanna um gang mála vegna flugbannsins í gær. ÍSLENSKA alþjóðasveitin svo- nefnda, sextán manna sveit sérþjálf- aðra björgunarmanna, er í við- bragðsstöðu ef óskað verður eftir liðveislu hennar vegna björgunarað- gerða í New York. Utanríkisráð- herra hefur boðið fram aðstoð sveit- arinnar og aðra hjálp Íslendinga. Kristbjörn Óli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Slysavarna- félagsins Landsbjargar, kvaðst ekki eiga von á að Bandaríkjamenn myndu þiggja aðstoð íslensku sveit- arinnar. Þeir hefðu yfir það öflugum sveitum að ráða að þeir þyrftu vart aðstoð annarra. Íslenska sveitin get- ur haldið af stað með fárra klukku- stunda fyrirvara. Íslensk hjálp- arsveit í við- bragðsstöðu NETIÐ gegndi mikilvægu hlut- verki við að miðla upplýsingum um atburðina í World Trade Center og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í fyrradag. Mikið álag var á fréttavefi um allan heim og hafa heimsóknir á Fréttavef Morgunblaðsins aldrei verið fleiri á einum sólarhring en sl. þriðjudag frá því mbl.is tók til starfa. Einnig var talsverð umferð á vefjum American Airlines og United Airlines, en flugvélum var rænt frá flugfélögunum í því markmiði að nota þær sem árás- artæki á byggingar í Bandaríkj- unum. Segir í frétt Reuters að erf- iðara hafi verið en venja er að komast inn á vefsvæði helstu fréttavefja heimsins, eins og CNN, MSNBC, Yahoo News, ABC- News og FoxNews, fljótlega eftir árásirnar. Þá hafi sum fréttavef- svæði komið fyrir hljóð- og mynd- skeiðum sem greindu frá atburð- unum og notkun á þeim hefði hægt frekar á vefsvæðunum. Mikil umferð á síðum FBI Fyrirtækið Keynote Systems, sem mælir netnotkun, greindi frá því að það hefði tekið fjórar sek- úndur í stað 3,5 sekúndna að meðaltali að komast inn á stórar fréttasíður. Einnig var mikil um- ferð á vefsvæðum alríkislögregl- unnar FBI og varnarmálaráðu- neytisins (Pentagon). Alls voru flettingar á mbl.is 440.725 talsins þennan sólarhring eða rúmlega hundrað og þrjátíu þúsund fleiri en mest hefur verið áður á einum sólarhring. Þá var forsíða mbl.is sótt 196.809 sinnum. Um 60 þúsund flettingar voru á klukkutíma þeg- ar álagið var mest um miðjan dag í gær. Morgunblaðið tekur þátt í sam- starfi um skráningu aðsókn- artalna sem er í umsjón Versl- unarráðs og fyrirtækisins Modernus og eru tölur um aðsókn að 24 vefjum birtar vikulega. Þessar tölur má skoða á heima- síðum Verslunarráðs og Mod- ernus (www.chamber.is og www.teljari.is). Forsíða mbl.is heimsótt nær 200 þúsund sinnum Mikil umferð á fréttavefsvæðum í kjölfar hryðjuverka DREGIÐ hefur verið úr viðbúnaði á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli en áfram er þó hert öryggisgæsla við hlið vallarins og áfram eru vopnaðir lögreglumenn þar og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Var þetta ákveðið laust eftir kvöldmat í gær. Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli, sagði að minni viðbúnaður á varnarsvæðinu þýddi að skólinn þar yrði opnaður á ný og að verktakar gætu hafið störf aftur en áfram yrði strangari gæsla en venjulega í hliðum vallarins. Þar væru bæði íslenskir og bandarískir lögreglumenn vopnaðir. Sýslumaður sagði gæsluna einnig herta áfram í Leifsstöð, m.a. væru lögreglumenn embættisins vopnaðir og strangari leit hjá flugfarþegum. Dregið úr viðbúnaði á Keflavíkur- flugvelli KONA meiddist lítillega á hendi og var flutt á slysadeild til skoðunar eft- ir að hafa tekið upp hálfs lítra plast- flösku á Vitastíg, seinni hluta dags í gær, sem lögreglan telur að hafi ver- ið einhvers konar heimatilbúin sprengja. Málið er komið í rannsókn hjá lögreglunni. Að sögn lögreglu mun hafa verið um að ræða venjulega gosflösku en hún segir að málið sé óvenjulegt. Flaska sprakk í höndum konu HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úr- skurð Héraðsdóms Reykjaness um að móðir drengs, sem búsett er í Frakklandi, hafi rétt til að fá dreng- inn tekinn úr umsjá föður síns og af- hentan sér með beinni aðfarargerð. Hefur Hæstiréttur veitt föður drengsins þriggja vikna frest til að afhenda móðurinni drenginn til Frakklands, en að þeim tíma liðnum er henni heimilt að fá drenginn tek- inn úr umsjá föðurins og afhentan sér með beinni aðfarargerð. Héraðsdómur hafði áður komist að sömu niðurstöðu og veitt föðurn- um 7 daga frest til að afhenda dreng- inn. Sá frestur rann út fyrir helgi og var framkvæmd árangurslaus aðfar- argerð á heimili föður drengsins áð- ur en úrskurður Hæstaréttar var kveðinn upp. Í gær var faðirinn enn í felum með drenginn. Drengurinn, sem er 9 ára, hefur lýst því yfir að hann vilji ekki fara til Frakklands til móður sinnar heldur vera hjá föður sínum hér á landi. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Föður ber að afhenda drenginn ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÓvæntur sigur KA var síst of stór / B2 Jóhannes samdi við Real Betis / B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í AFFÖLL af húsbréfum hafa lækkað talsvert að undanförnu samfara því að ávöxtunarkrafa á skuldabréfa- markaði hefur lækkað í miklum við- skiptum á verðbréfamarkaði. Lætur nærri að ávöxtunarkrafan hafi lækk- að um 0,20 prósentustig eða 20 punkta og afföllin lækkað um í kring- um tvö prósentustig, mismunandi eftir einstaka flokkum húsbréfa. Svo dæmi séu tekin var ávöxtun- arkrafa á nýjasta húsbréfaflokknum sem merktur er 01/1 og er til 25 ára 5,70% í gær, en var 5,87% í lok ágúst- mánaðar. Það þýðir að afföll á þess- um tíma hafa lækkað úr 10,53% þá í 8,95% í gær. Sama er að segja um fjörutíu ára húsbréfaflokkinn í ár. Ávöxtunarkrafan hefur lækkað úr 5,57% í lok ágúst í 5,39% í gær, en það þýðir að afföllin hafa lækkað úr 10,72% í lok ágúst í 8,48% í gær. Afföll húsbréfa hafa lækkað                             Á FIMMTUDÖGUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.