Morgunblaðið - 13.09.2001, Page 15

Morgunblaðið - 13.09.2001, Page 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 15 Álfheimum 74, sími 568 5170 Kynning í dag, föstudag og laugardag 13.-15. september. Á föstudeginum frá kl. 13-18 er boðið upp á dekurdag. Hægt er að panta tíma í förðun og fá ráðleggingar um val lita og krema. ALDURSVARNARKERFI Nýtt krem - tvöföld virkni. Gegn öldrun - gegn nútíma lífsstíl (streitu, þreytu, mengun....). Fallegri, fínni og sjáanlega bjartari og unglegri húð. URBAN ACTIVE Frábærir kaupaukar - Hjartanlega velkomin ÞAÐ ríkti sönn gleði í Grímsey þegar handverkskonur í Galleríi Sól blésu til fagnaðar við verk- lok á einu stærsta framtaki grímseyskra kvenna. Klæðning og endurnýjun á Sólbergi, sem hýsir galleríið og lykilgistiheim- ilið sem handverkshópurinn rek- ur, var í höfn – stór draumur var orðinn að veruleika. Má segja að allir Grímseyingar hafi mætt til að gleðjast með smiðunum sem unnu verkið, þeim Katli, Guðjóni og Stefáni og handverkskon- unum sem nú sjá fram á betri tíð og blóm í haga, hvað sölu á handverki og móttöku ferða- mannna snertir, á heimskauts- baug. Morgunblaðið/Helga Mattína Handverkskonur, smiðir og Grímseyingar fagna verklokum í Sólbergi. Grímsey- ingar fagna með hand- verkskonum RÉTTAÐ var í Ólafsfirði um síð- ustu helgi, fyrst á föstudag og síðan á laugardag. Eitthvað varð þó vart við eftirlegukindur eins og vill verða þegar um sauði er að ræða og þurftu menn að leggja aftur á fjall á sunnudegi. Á myndinni er ung stúlka, Halla María, að fylgjast með kindunum og hafði hún gaman af, en réttað var á Reykjaheiði í Ólafsfirði. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Halla María fylgist með kindunum í réttinni á Reykjaheiði í Ólafsfirði. Réttar- dagur Ólafsfjörður FRUMKVÖÐLASETUR Norður- lands hefur hafið starfsemi, en fyrsti frumkvöðullinn er tekinn til starfa á setrinu. Það er fyrirtækið Farm Inn, sem vinnur að upplýsinga- og bók- unarkerfi fyrir ferðaþjónustu er- lendis. Framkvæmdastjóri Farm Inn er Tryggvi Sveinbjörnsson. Hann hefur unnið að hugmynd sinni um nokkurra missera skeið og þetta upplýsinga- og bókunarkerfi hefur þegar verið tekið í notkun hér á landi undir nafni fyrirtækisins Ferða- lausna hf. (heimasíða www.visit.is). Tryggvi mun laga hugmynd sína að erlendri ferðaþjónustu og koma henni síðan á markað í nágranna- löndunum. Frumkvöðlasetur Norðurlands mun í framtíðinni starfa á Dalvík, Akureyri og á Húsavík. Markmið þess er að örva og styðja við frum- kvöðla á svæðinu. Aðstandendur set- ursins eru Fjárfestingarfélagið Urð- ir hf., Tækifæri hf., Nýsköpunar- sjóður atvinnulífsins, Iðntækni- stofnun/Impra, Atvinnuþróunarfé- lag Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfé- lag Þingeyinga, iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið og Háskólinn á Akureyri. Stjórnarformaður Frumkvöðla- seturs Norðurlands er Rúnar Þór Sigursteinsson og framkvæmda- stjóri Pétur Bjarnason. Fyrsti frumkvöðull- inn kominn á setrið ÞRIGGJA missera nám í stjórnun hófst við Háskólann á Akureyri í gær. Námið, sem er alls 300 klst., er samstarfsverkefni Eyþings, Sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum og Rannsókn- arstofnunar Háskólans á Akureyri. Námið er skipulagt miðað við að það sé stundað samhliða starfi og ráðgert að útskrifa fyrstu nemend- urna fyrir jól á næsta ári. Pétur Þór Jónasson fram- kvæmdastjóri Eyþings sagði að 31 nemandi hefðu sest á skólabekk í gær (miðvikudag). Hann var að vonum ánægður með þátttökuna sem væri mun meiri en hann átti von á. „Þetta er líka spennandi hópur, fólk á ýmsum aldri víða úr kjördæminu, bæði sveitarstjórnar- fólk og fólk úr öðrum starfsgrein- um. Hins vegar er athyglisvert að búseta þátttakenda miðast við kjördæmamörk, þar sem fólk úr Norðurlandi vestra og Austfjörð- um skilaði sér ekki í þetta nám.“ Námið er byggt upp miðað við að það sé hagnýtt fyrir fram- kvæmdastjóra og aðra stjórnendur hjá sveitarfélögunum. Það byggist að stærstum hluta á efni og að- ferðum sem eiga heima í öllum stjórnunarstöðum, hvort heldur er í opinberum rekstri eða einka- rekstri. Námið svarar til 15 eininga á háskólastigi. Kennt verður í lotum til að auðvelda fólki að skipuleggja námið samhliða starfi sínu og til að auðvelda fólki að sækja námið um lengri veg. Námsgjald er 285 þús- und krónur fyrir námið í heild. Stjórnunarnám Eyþings og RHA Námið stundað samhliða starfi SVANDÍS Gunnarsdóttir á Akur- eyri hlaut fyrsta vinning í tengslum við könnun sem gerð var á lista- smekk sýningargesta á sýningunni „Akureyri í myndlist“ sem efnt var í til Listasafninu á Akureyri í sumar. Safngestir voru beðnir um að velja „besta verkið“ á sýningunni sem og að taka þátt könnun um listasmekk. Jafnframt var efnt til happdrættis meðal þeirra sem þátt tóku. Besta verkið á sýningunni var að mati þátttakenda „Minningar“ eftir Amí, Önnu Maríu Guðmann. Næst- flest atkvæði fékk „Stálblóm“ Gunn- ars Kr. Jónassonar og þá „Súlur í brúðarskarti“ eftir Margréti Jóns- dóttur. Um 2700 manns sáu um- rædda sýningu. Svandís fékk flugmiða fyrir tvo til New York í boði Flugleiða og verk eftir Amí, en Ragnheiður K. Alex- andersdóttir í Kópavogi hlaut annan vinning, kvöldverð á Karólínu Rest- aurant. Listasafnið á Akureyri skuldbatt sig til að kaupa það listaverk sem best þótti í könnuninni og sagði Hannes Sigurðsson forstöðumaður að verkið væri nú eign Akureyrar- bæjar. Leggur hann til að það verði afhent Kristjáni Þór Júlíussyni bæj- arstjóra og því komið fyrir á viðeig- andi stað á bæjarskrifstofunum. Val fólksins á Listasafninu á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Svandís Gunnarsdóttir verðlaunahafi, listamaðurinn Anna María Guð- mann (Amí) og Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Ak- ureyri, framan við verk Amíar. „Minningar“ besta verkið SKÓLANEFND Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum í vikunni að leggja til að gerð verði tilraun á yf- irstandandi skólaári með skóla- mötuneyti fyrir alla nemendur í Lundarskóla og Oddeyrarskóla þar sem þar er nú tilbúin fullkomin að- staða. Skólanefnd leggur til að verð pr. máltíð verði 300 krónur og er þá gert ráð fyrir því að verðið standi undir öllum kostnaði. Jafnframt leggur skólanefnd til að komið verði upp sambærilegum eldhúsum og að- stöðu í Glerárskóla og Brekkuskóla fyrir næsta skólaár. Lundarskóli og Oddeyrarskóli Mötuneyti fyr- ir nemendur ♦ ♦ ♦ Frumkvöðlasetur Norðurlands ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.