Morgunblaðið - 13.09.2001, Qupperneq 16
SUÐURNES
16 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FLOTASTÖÐ Varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli vann nýlega til
æðstu verðlauna bandaríska flota-
málaráðuneytisins fyrir árangur í
vinnuvernd. Er þetta annað árið í
röð sem starfsmenn Varnarliðsins
vinna til þessarar viðurkenningar.
Afhenti Daniel Reinhard aðstoðar-
ráðherra Bandaríkjaflota yfirmanni
flotastöðvarinnar og Magnúsi Guð-
mundssyni forstöðumanni vinnueft-
irlits Varnarliðsins verðlaunin við at-
höfn á Keflavíkurflugvelli á
dögunum.
Flotastöðin á Keflavíkuflugvelli er
stærsta deild Varnarliðsins og ann-
ast alla þjónustu þess á varnarsvæð-
inu, þ. á m. rekstur flugvallarins,
húsnæðis, veitu- og birgðastofnana,
svo eitthvað sé nefnt.
Auk nítján hundruð hermanna
starfa um átta hundruð og fimmtíu
Íslendingar beint hjá Varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli, flestir hjá flota-
stöðinni, og er vinnueftirlitið rekið á
vegum hennar. Auk þess starfa að
minnsta kosti sex hundruð manns á
vegum íslenskra verktakafyrirtækja
á varnarsvæðinu.
Farið eftir þeim reglum
sem ná lengra
Íslensk vinnuverndarlög gilda á
Keflavíkurflugvelli. Sú vinnuregla er
þó viðhöfð að ávallt er farið eftir
þeim lögum og reglugerðum, ís-
lenskum eða bandarískum, sem ná
lengra hverju sinni, segir í fréttatil-
kynningu. Forstöðumaður og eftir-
litsmenn vinnueftirlitsins eru ís-
lenskir og annast þeir reglubundið
eftirlit með öryggi og vinnuvernd í
öllum mannvirkjum og á vinnustöð-
um á varnarsvæðinu auk öryggis við
íþrótta- og tómstundaiðkun svo og á
sviði umferðaröryggis.
Fá æðstu verð-
laun flotans fyrir
vinnuvernd
Keflavíkurflugvöllur
Yfirmaður flotastöðvar Varnarliðsins, Mark Anthony kafteinn, til
vinstri á myndinni, og forstöðumaður vinnueftirlits Varnarliðsins,
Magnús Guðmundsson, t.h., veita verðlaunum viðtöku úr hendi Daniels
Reinhards, aðstoðarráðherra Bandaríkjaflota.
LEIKSKÓLINN við Krók í Grinda-
vík er einkarekinn. Skólahúsið var
byggt og er rekið af einkafyrirtæki og
annað einkafyrirtæki annast rekstur
leikskólans samkvæmt samningi við
Grindavíkurbæ. Stjórnendur skólans
eru nú að fara yfir reynsluna af því
rúma hálfa ári sem þeir hafa annast
starfsemina og undirbúa stefnumót-
un til framtíðar.
Grindavíkurbær bauð út byggingu
og rekstur hins nýja leikskóla. Samið
var við Nýsi ehf. um að byggja húsið,
halda því við, kaupa leiktæki og hús-
gögn og endurnýja. Þá var samið við
RV ráðgjöf-verktaka ehf. um rekstur
leikskólans.
Húsnæði leikskólans er hið glæsi-
legasta og lætur Hulda Jóhannsdóttir
vel af því að vinna í því. „Húsið er
bjart og þótt hátt sé til lofts er það vel
hljóðeinangrað,“ segir hún og Pétur
R. Guðmundsson rekstrarstjóri bætir
því við að húsið sé einn fallegasti leik-
skóli sem þau hafi séð.
Fjölgar í hverjum mánuði
Leikskólinn er fjögurra deilda.
Hann er enn ekki fullnýttur. Þegar
hann hóf starfsemi, í byrjun febrúar á
þessu ári, var nýtingin 62%, er nú
kominn yfir 70% og fer vaxandi með
hverjum mánuðinum sem líður, að
sögn Péturs.
Hulda segir að nú séu 111 börn í
skólanum, á mismunandi tímum dags.
Hún segir ekki alveg ljóst hvað hús-
næðið geti borið mörg börn eða hvað
starfsfólkið treysti sér til að sinna
mörgum en það verður metið á næstu
mánuðum í ljósi reynslunnar.
Hulda segir að enn sé ekki komin
full reynsla á starfið í leikskólanum.
Verið sé að byggja upp nýja stofnun
og hún sé auk þess að þreyta frum-
raun sína sem leikskólastjóri. Það
kalli á mikla hópaðlögun í upphafi og
þar sem börnunum sé sífellt að fjölga
sé stöðug aðlögun í gangi. Það hafi í
för með sér mikið álag á starfsfólk og
börn. Vonast hún til þess að þessu
uppbyggingarstarfi ljúki um áramót
og þá verði leikskólinn fullsetinn.
Þótt leikskólinn sé einkarekinn ber
honum að veita sömu þjónustu og
eldri leikskólinn í Grindavík og for-
eldrarnir greiða jafn há gjöld. Þá eiga
sömu reglur að gilda í báðum leik-
skólunum en Hulda segir að eftir sé
að fara yfir þann þátt með stjórnend-
um hins leikskólans.
Eldri leikskólinn sem er við Dal-
braut var yfirfullur og því jókst þjón-
ustan mjög með tilkomu leikskólans
við Krók. Hulda nefnir að fækkað hafi
verið í eldri skólanum og að byrjað
hafi verið að taka yngri börn en áður,
eða allt niður í 18 mánaða. Þótt
Grindavík hafi ekki verið hverfaskipt
með tilliti til leikskóla hefur þróunin
verið í þá átt. Íbúar í nýrri hverfum
bæjarins hafa frekar notað þjónustu
leikskólans við Krók. Þá er hann í ná-
grenni nýbyggingarsvæða og inni á
svæði sem á að byggja á í framtíðinni.
Þekkja ýsu frá þorski
„Við erum á mjög góðum stað.
Börnin eru komin út í náttúruna um
leið og við förum með þau út af skóla-
lóðinni, á meðan svæðið er óbyggt.
Við getum farið í berjamó og íþrótta-
vellirnir eru hér í næsta nágrenni. Þá
er stutt í sveitabæ. Verra er að við er-
um lengra frá fjörunni og sjónum og
við förum því sjaldnar þangað,“ segir
Hulda. Hún segir að lögð sé áhersla á
að kynna atvinnustarfsemi og menn-
ingu fyrir börnunum. Þau séu því tíðir
gestir á fiskmarkaðnum og öll þekki
að minnsta kosti ýsu frá þorski áður
en þau byrji í grunnskóla.
23 starfsmenn vinna við leikskól-
ann og segir Pétur rekstrarstjóri að
þau hafi verið heppin með starfsfólk
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Eftir því var tekið hvað tveggja ára börnin voru stillt á meðan þau voru mynduð með Pétri Guðmundssyni
rekstrarstjóra og Huldu Jóhannsdóttur, leikskólastjóra leikskólans við Krók í Grindavík.
Sífellt fjölgar í einkarekna leikskólanum við Krók
Ekki er tjaldað
til einnar nætur
Grindavík en það sé forsendan fyrir því að starf-
semin gangi vel. Við skólann starfa
fjórir leikskólakennarar og einn
þroskaþjálfi.
Fyrsta árið er
reynslutímabil
Pétur segir að samstarfið við
Grindavíkurbæ hafi gengið vel og
hælir bæjaryfirvöldum fyrir framsýni
þeirra og dugnað við að koma leik-
skólanum upp með þessu formi.
Hann segir of snemmt að segja til
um það hvernig reksturinn komi út.
Fyrsta árið sé reynslutímabil. Þá hafi
þurft að leggja í nokkurn kostnað í
upphafi, til dæmis við kaup á búnaði í
eldhús, kennslugögn og ýmsan búnað
sem tilheyri hinu faglega starfi sem
afskrifast á lengri tíma.
„Við gerðum samning um rekstur
leikskólans til fimm ára og höfum
möguleika til framlengingar. Við er-
um ekki að tjalda til einnar nætur og
viljum standa þannig að rekstrinum
að við getum rekið skólann áfram,“
segir Pétur.
Á vegum Grindavíkurbæjar er ver-
ið að undirbúa útboð á nýjum leik-
skóla við Dalbraut, í stað þess eldra
sem þar er. Eftir er að ákveða hvort
hann verður boðinn út sem einka-
framkvæmd.
MIKIÐ var um að vera á bryggj-
unum í Grindavíkurhöfn í gær. Ver-
ið var að landa úr skipum og búa
önnur á veiðar. Þessir rösku menn
voru að landa úr frystiskipinu
Hrafni Sveinbjarnarsyni GK-255.
Raða þurfti kössunum á bretti eftir
kúnstarinnar reglum.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Landað úr Hrafni
Grindavík