Morgunblaðið - 13.09.2001, Page 18

Morgunblaðið - 13.09.2001, Page 18
                                  ! "##$  ! "##"      % &         $'            ! ('!###  ! "'!###  ! $)!*## +     ,  -    $! !   &        ! $)!(##   .  ,/  -        &        ! $'!0## -           1    & / 0     2 ! $(  !3  ! $!"## 4 5    6        &     7  /         ! (!### 8   9  :         ;         ;           ! ($!"##  ! <(!0##     .                     ! (!###   .  = 7 -       &        ! $$!### $! "! <! '! *! (! >! 0! )! $#! MARGS kyns skipulögðtómstundaiðja býðstbörnum á höfuðborgar-svæðinu í haust og vin- sældir eru miklar þrátt fyrir verð- hækkanir. Samkvæmt könnun blaðamanns Morgunblaðsins, sem valdi af handahófi tíu skóla og félög sem bjóða námskeið fyrir átta ára börn, hefur verð hækkað mest um tæplega 20% frá í fyrra en þrátt fyrir það eru langir biðlistar, mest í Suzuki-tónlistarskólanum þar sem um 400 börn og unglingar bíða eftir að hefja tónlistarnám. Um 35% aukn- ing hefur orðið á knattspyrnunám- skeið hjá yngri aldurshópum KR, langir biðlistar eru hjá Jazzballet- skóla Báru og vísa hefur þurft börn- um frá hjá Karatefélaginu Þórshamri og Fimleikafélaginu Björk. Til að gefa sem gleggsta mynd var leitast við að hafa námskeiðin sem fjölbreytilegust og því var kannað verð í margs kyns íþróttafélögum, skátastarfi, tónmenntaskólum og myndlistarskóla. Um 19% hækkun hjá Suzuki- tónlistarskólanum Fiðlunám fyrir átta ára barn hjá Suzuki-tónlistarskólanum í Reykja- vík kostar 64.000 krónur en um er að ræða 9 mánaða frá september fram í maí. Skólagjöld hafa hækkað um 19% frá því í fyrra. „Við höfum ekki hækkað í mörg ár sem olli halla hjá fyrirtækinu sem við erum að laga,“ segir Anna Jóhannsdóttir, gjaldkeri Suzuki-tónlistarskólans í Reykjavík. „Hjá okkur gildir jöfnunargjald sem merkir að dýrast er að vera hér mjög ungur að árum en þegar þú eldist og ert farinn að fá meiri kennslu stendur skólagjaldið í stað. Þú borgar alltaf sama verð innan skólans. Hjá flestum öðrum skólum fer það eftir aldri barnsins hvaða verð fólk þarf að greiða.“ Anna segir um 400 börn og unglinga vera á bið- lista hjá tónlistarskólanum. „Í vor tókum við bara inn af biðlistum og það voru börn sem voru búin að vera á biðlista í þrjú ár. Svona hefur þetta verið hjá okkur í tíu ár,“ segir hún og bætir við að yngstu börnin sem tekin eru inn í skólann séu fjögurra ára gömul. hann yngstu börnin vera 6 ára gömul. Að sögn hans hefur verðið hækkað um eitt þúsund krónur frá því í fyrra á haustannarnámskeiðunum en vor- annarnámskeiðin standa í stað. Ástæðu þess segir hann megi rekja til almennrar verðþróunar. Skráning stendur yfir um þessar mundir þannig að ekki er unnt að segja til um hvort um sé að ræða aukningu milli ára, ljóst sé þó að mik- ill áhugi ríki á skátastarfinu, sérstak- lega hjá yngri börnum. „Raunin er sú að aukning hefur verið frá ári til árs í yngri aldursflokkunum undanfarin ár.“ Alls voru um 200 manns á skrá í fyrra hjá Ægisbúum á aldrinum 6 til 12 ára. Ríflega 8% hækkun hjá Do re mi Fyrir átta ára barn að stunda pí- anónám, í Tónskólanum Do re mi heilan vetur, frá september og fram í lok maí, tvisvar í viku kostar 61.200 krónur, sem er rúmlega 8% hækkun frá því í fyrra, að sögn Rúnars Þór- issonar skólastjóra. Hækkunina seg- ir hann að megi rekja til aukins kostnaðar. Einnig sé boðið upp á hálft nám á sama tímabili sem kostar 36.800 krónur en þar eru helmingi færri kennslustundir. „Innifalið er hljóð- færanám, tónfræðigreinar og þátt- taka í hljómsveit.“ Yngstu börnin eru fædd árið 1995 og koma þau inn í sérstakan forskóla. Síðastliðin ár hafa ávallt verið mjög langir biðlistar hjá skólanum og árið í ár er engin undantekning þar á. „Heildarfjöldi hljóðfæranemenda er í kringum 120 til 130,“ segir hann og bætir við að vísa hafi þurft frá allt að helmingi þess fjölda. Rúnar segir biðlistana lengsta í pí- anónám, gítarnám og á þverflautu og dæmi um að sumir hafi verið á biðlist- um í allt að tvö ár. Það sé því ljóst að mikill áhugi sé á tónlistarnámi hér á landi. Verð óbreytt hjá Skautafélaginu Skráning í námskeið hjá Skauta- félagi Reykjavíkur byrjar á sunnu- daginn. June Eva Clark, formaður Skautafélags Reykjavíkur, segir að margvísleg námskeið standi til boða fyrir 8 ára börn, það fari allt eftir getu barnanna. „Ef við gefum okkur að barnið sé byrjandi þá kostar nám- skeið sem samanstendur af tíu æfing- um fram að áramótum samtals 6.000 krónur,“ segir hún og bætir við að æft sé einu sinni í viku og námskeiðið endi á sérstöku jólaballi. Námskeið fyrir byrjendur hefjast hinn 30. sept- ember. Verð segir hún standa í stað frá í fyrra. Yngstu börnin segir hún vera fjög- urra ára og aðspurð um vinsældir skautaíþróttarinnar segir hún þær vera miklar. Hún segir að það vanti fleiri skautahallir á höfuðborgar- svæðið því þannig væri hægt að bjóða upp á fjölbreyttari námskeið. 10% hækkun hjá Þórshamri Fyrir átta ára barn að leggja stund á karate hjá Karatefélaginu Þórs- hamri kostar það 11.000 krónur frá september fram í desember. Þá er æft tvisvar sinnum í viku. „Við erum með fjölskylduafslátt þannig að ef foreldrar barnsins eða systkini æfa hjá okkur líka þá fær annað 50% afslátt af gjaldinu,“ segir Bjarni Kærnested, varaformaður Karatefélagsins Þórshamar. Yngstu börnin hjá félaginu eru að hans sögn 6 ára. Inntur eftir vinsældum segir hann að síðustu þrjú ár hafi allt orðið fullt í barnanámskeiðin á örskömmum tíma og þurft hafi að vísa börnum frá. Hann segir þó að þau börn muni komast inn í vornámskeið. Spurður um hækkun á námsgjöld- um milli ára segir hann svo vera en getur þess að íþróttafélagið hafi ekki hækkað í fimm ár. „Hækkunin nem- ur 10% en aðalástæða hækkunarinn- ar er breyting á verðlagi,“ segir Bjarni. Kynning á margvíslegu tómstundastarfi Í mörg ár hefur börnum í nokkrum grunnskólum höfuðborgarinnar stað- ið til boða tómstundanámskeið innan grunnskólanna. Markmið þeirra er að kynna mismunandi viðfangsefni í frítímanum fyrir börnum borgarinn- ar. Soffía Pálsdóttir er æskulýðs- fulltrúi hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur og hefur jafnframt um- sjón með tómstundastarfi í grunn- skólum borgarinnar. Hún segir töluverðar breytingar hafa orðið á þessu starfi í fyrra sem er enn í þróun en nú séu tómstunda- námskeiðin í boði hjá öllum 36 grunn- skólum borgarinnar. Stefnt er að því að beina þessu starfi sérstaklega að börnum í 5. til 7. bekk, en einnig eru námskeið í boði fyrir 1. til 4. bekk í einhverjum skólum. Algengust eru 8 vikna námskeið eða 16 kennslustund- ir. Þátttökugjald er 1.200 krónur auk efnisgjalds ef það á við. Sama verð er fyrir alla aldurshópa, segir Soffía, og bætir við að það sé Reykjavíkurborg sem greiðir námskeiðin niður. Boðið er m.a. upp á borðtennis, skák, keramik, sælkeraklúbb, dans- hóp og blokkflautunámskeið svo eitt- hvað sé nefnt. Námskeiðin eru yfirleitt einu sinni í viku og er ráðinn fagmaður til að stjórna hverju námskeiði. Vinsældir miklar þrátt fyrir verð- hækkanir Mikil aðsókn er í skipulagt tómstundastarf, ekki síst nám í tónlist- arskólum þar sem langir biðlistar hafa myndast. Kostnaðarsamt getur verið að senda barn á tómstundanámskeið, ekki síst í tónmenntum þar sem vetrarnámskeið kostar hátt í sjötíu þúsund krónur. Námskeiðsgjöld hafa hækkað víða töluvert frá í fyrra en þrátt fyrir það eru hundruð barna á biðlistum. Verð kannað í tíu skólum og félögum sem bjóða tómstundastarf fyrir börn Morgunblaðið/Kristinn svo vera en sú hækkun sé þó ekki mikil og megi rekja til þess að gjöldin hafi ekkert hækkað í lengri tíma. Vinsældir námskeiðanna eru stöð- ugar. „Það hefur alltaf verið fullt í barnanámskeiðin hjá okkur. Það komast færri að en vilja, en örfá pláss eru laus á námskeið sem hefst 24. september.“ Langir biðlistar hjá Báru Tæplega sex hundruð nemendur hófu nám í Jazzballetskóla Báru í septemberbyrjun, yngst sjö ára göm- ul. Langir biðlistar eru hjá fyrirtæk- inu en sennilega munu þau börn kom- ast að í janúar, að sögn Maríu Sigurðardóttur, kennara hjá Jazzballetskóla Báru. „Átta ára börn æfa tvisvar sinnum í viku og haustönnin kostar 19.600 krónur,“ segir María og bætir við að námskeiðin hafi byrjað 1. september og standi fram í desember. María segir skólagjöld hafa staðið í stað síðustu þrjú til fjögur ár. „Sama gjald er fyrir alla nemendur þannig að þetta er dýrast fyrir byrjendur en fyrir lengra komna bætist þriðja eða fjórða skiptið við á viku án auka- gjalds.“ Uppselt hjá Björk Ekki komast allir að sem vilja á haustönn hjá Fimleikafélaginu Björk, námskeiðin eru sér í lagi vin- sæl hjá stúlkum, að sögn Hallgunnar Skaptason framkvæmdastjóra. Margvísleg námskeið standa til boða fyrir átta ára aldur. Námskeið sem stendur frá september til desember, kosta 14.800 krónur, æft er tvisvar í viku. Yngstu börnin eru þriggja ára hjá Björk en leikskólahópar koma og æfa einu sinni í viku. Örlítil hækkun var á milli ára á verði námskeiða að hennar sögn sem má rekja til hækkunar á launakostn- aði. Sífellt fleiri fara í skátana Ægisbúar í vesturbænum tilheyra Skátasambandi Reykjavíkur og þar er m.a. boðið upp á námskeið fyrir 8 og 9 ára börn. „Haustönnin kostar 6.000 krónur og það sama má segja um vorönn- ina,“ segir Sveinn Friðrik Sveinsson, félagsforingi hjá Ægisbúum. Þá segir 35% aukning hjá KR Hjá Knattspyrnufélagi Reykjavík- ur kostar 24.000 krónur fyrir átta ára barn að stunda fótbolta þrisvar í viku, frá október 2001 til október 2002. Það er 10% hækkun frá í fyrra sem rekja má til almennra kostnaðarhækkana að sögn Arnar Steinsen, fram- kvæmdastjóra KR. Hvað vinsældir varðar kveðst Örn finna fyrir mikilli aukningu. „Það er 35% aukning í knattspyrnu hjá okkur milli ára, hjá yngri aldurshópunum, börnum sem fædd eru 1983 til 1996. “ Yngstu börnin eru átta ára þegar þau byrja að æfa fótbolta en einnig er boðið upp á Íþróttaskóla barnanna fyrir 3 til 6 ára þar sem æfðar eru al- mennar íþróttir. Lítil verðhækkun hjá Myndlistarskólanum Myndlistarskólinn í Reykjavík býður upp á námskeið fyrir 6 til 10 ára börn. „Kostnaður er 19.500 krónur og um er að ræða 32 kennslustundir. Börnin koma einu sinni í viku í fjór- tán vikur en hámark átta börn eru saman á hverju námskeiði,“ segir Sigurlaug Lövdahl, skrifstofustjóri Myndlistarskólans í Reykjavík. Innt eftir því hvor hækkun hafi orðið á námskeiðsgjöldum segir hún NEYTENDUR 18 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.