Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 19
NÝJAR í verslunum eru Glitra- uppþvottavélatöflur frá Frigg. Um er að ræða tvívirkar tveggja laga töflur sem innihalda ensím sem ráðast á og brjóta niður óhreinindi. Einnig innihalda töflurnar bleikiefni sem fjarlægir erfiða bletti. Nýtt Uppþvotta- vélatöflur frá Frigg NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 19 ESSÓ-stöðvarnar Gildir til 30. sept. nú kr. áður kr. mælie. Maryland kex, 4 teg., 150 g 125 139 840 kg Magic, 250 ml 159 180 636 ltr Mónu Rommý, 25 g 45 55 1.800 kg Toblerone, 50 g 79 110 1.580 kg Yankie stórt, 80 g 85 105 1.070 kg Sóma samloka 189 215 1.460 kg Fanta, 0,5 ltr 109 130 218 ltr SAMKAUP Gildir til 16. september nú kr. áður kr. mælie. Eldfugl leggir í Brown Suger sósu 860 1.075 860 kg Eldfugl leggir í Cajun Mex Sósu 860 1.075 860 kg SELECT-verslanir Gildir til 29. sept. nú kr. áður kr. mælie. Júmbó samloka og ½ ltr pepsi 279 kr. 355 kr. Júmbó samloka og ½ ltr Diet Pepsi 279 kr. 355 kr. Júmbó saml. og ½ ltr Egils appelsín 279 kr. 355 kr. Freyju Villiköttur, 50 g, báðar teg. 69 kr. 99 kr. 1.380 kg Nóa Púkar 50 g, allar tegundir 59 kr. 75 kr. 1.180 kg UPPGRIP-verslanir OLÍS September tilboð nú kr áður kr. mælie. Gatorade Trop/Orange/Lem 500 ml 160 180 320 ltr Sóma pastabakki 229 270 Freyju rís stórt 85 110 Kit Kat Chunky Kingsize, súkkulaði 109 nýtt Yankie Bar, súkkulaði 30 60 Bouchee konfektmolar, allar teg. 40 50 ÞÍN VERSLUN Gildir til 19. september nú kr. áður kr. mælie Grand Orange helgarsteik 1.053 1.239 1.053 kg Rjómalifrakæfa, 200 g 175 219 875 kg Freshetta pitsa, 380 g 449 526 1.167 kg Kellogǵs special K, 500 g 339 387 678 kg Nesquik kókómalt, 700 g 389 399 544 kg Ballerína kex, 180 g 129 147 709 kg Hjúplakkrís, 200 g 139 184 695 kg Hel garTILBOÐIN BERGÞÓRA Valsdóttir, fram- kvæmdastjóri SAMFOKS, sam- bands foreldrafélaga og for- eldraráða í grunnskólum Reykjavíkur, telur tómstunda- starf barna jákvæða viðbót við líf þeirra. „Ég hef ekki upplifað það sem þrýsting frá þjóðfélaginu að foreldrar eigi að hafa börnin sín í einhverju tómstundastarfi. Marg- víslegt tómstundarstarf er góð leið fyrir börn til að fullnægja þörfinni fyrir vellíðan og að ná árangri.“ Bergþóra kveðst eiga fjögur kraftmikil börn sem öll hafi verið í margvíslegu tómstundastarfi eftir skólatíma. „Elsti strákurinn minn var eingöngu í íþróttum og var þá bæði í vetraríþróttum og sumaríþróttum. Hann stundaði ís- hokkí fram í mars og þá tók fót- boltinn við fram á haust. Ég held að það sé mjög gott fyrir börn að skipta aðeins um íþróttir eftir árstíðum en þau verða auðvitað að finna út úr því sjálf,“ segir hún og bætir við að ein stelpan hennar sé í ballett og leggi jafnframt stund á píanónám. Bergþóra seg- ir val á áhugamálum val barnanna en einnig þurfi að fara eftir fjárhag foreldra og forráða- manna. Innt eftir því hvenær börn hennar hafi byrjað í tómstunda- starfi utan skóla segir hún þau hafa verið sex til sjö ára. „Mér finnst það góður aldur fyrir börn því það er líka mikilvægt að hafa það í huga að þau eru börn og þau þroskast á mjög jákvæðan hátt í gegnum leik. Við verðum að gefa þeim tíma til að geta leikið sér. Þótt þetta tómstundagaman eigi að vera leikur er það leikur í skipulögðu formi. Það er ekki það sama og frjáls leikur.“ Það kostar sitt með fjögur börn Það getur verið kostnaðarsamt að hafa fjögur börn á kafi í marg- víslegu tómstundastarfi. „Þetta kostar sitt. Um 70.000 krónur kostar fyrir eitt barn að stunda tónlistarnám yfir veturinn. Þá kosta flestar íþróttir í kringum 20.000 til 25.000 krónur það er að segja ef barn er bara í einni íþróttagrein.“ Hún getur þess þó að foreldrar almennt geri sífellt meiri kröfur um að þjálfarar barna þeirra séu menntaðir og jafnframt að þeir hafi jákvæð og uppbyggileg viðhorf. „Ef við vilj- um fá slíkt fólk til starfa verðum við að geta greitt því ágætislaun.“ Vill tengja tómstundir meira skólunum Bergþóra vill tengja tóm- stundir meira skólunum, þ.e. íþróttir, tónlist og aðrar list- greinar. „Við tölum um jafnrétti til náms, mér finnst þetta líka vera jafnréttisspurning að börn eigi kost á því að spreyta sig í list- um og íþróttum,“ segir hún og skírskotar þá til fjárhags for- eldra. „Ég tel mig ekki sér- staklega efnaða en það kemur of- arlega á forgangslista að börnin mín geti lagt stund á áhugamál sín. Þá förum við fjölskyldan gjarnan á skíði og í hjólreiðart- úra. Ég og eiginmaður minn styðjum börnin okkar í tóm- stundum en gerum jafnframt kröfur til þeirra í náminu. Ég er í hjarta mínu sannfærð um að þetta sé gott fyrir þau en það eru auðvitað ekki allir sama sinnis.“ Bergþóra segir það ákveðinn ókost að tómstundastarf fari yf- irleitt fram seinni part dags eða á kvöldin. „Foreldrar vinna flestir langan vinnudag en skóli barnanna er yfirleitt búinn í kringum klukkan 14. Þarna kem- ur ákveðið bil sem þarf að brúa, margir foreldrar vildu auðvitað helst að börn þeirra gætu stundað tómstundagaman sitt á þessum tíma þannig að fjölskyldan hefði tíma saman að loknum vinnudegi. Ég finn mikið fyrir þessari ósk foreldra. Málið er bara það að flestir þjálfarar eru í öðrum störf- um og sinna þjálfun að loknum hefðbundnum vinnudegi. Þess vegna væri mjög jákvætt að hægt væri að tengja betur t.d. íþrótta- iðkun, tónlistarnám og skólann og bjóða upp á fjölbreyttara tóm- stundarstarf í skólanum strax að loknum hefðbundum skólatíma.“ Tómstundastarf jákvæð viðbót við líf barna Fiskibollur 25% afsl. Laxaflök 799 kr. kg Fiskbúðin Vör, Höfðabakka 1, sími 587 5070 Ekta sólþurrkaður saltfiskur V i n n u r f y r i r þ i g ! RYÐFRÍ SÉRSMÍÐI STÁLBORÐ STÁLVASKAR STÁLKLÆÐNINGAR HEIMILI MÖTUNEYTI SÖLUTURNAR VEITINGASTAÐIR Ofnasmiðjan Flatahrauni 13 220 Hafnarfirði Leitið tilboða hjá okkur. Sími 555-6100 Fax 555-6110 NÝR litmyndabækl- ingur frá Georg Jen- sen Damask er kom- inn út. Mörg ný mynstur og litir. Sérstaklega er vakin athygli á nýjum ref- ildúkum sem nota má á margan hátt. Georg Jensen- bæklingur NÝKOMNAR eru á markað Citre Shine-hárvörurnar sem eru vítamínbættar og gæddar ferskum sítrusilmi. Vörurnar, sem fást víða um heim, eru nú seldar hér í flestum lyfjaversl- unum, verslunum Nóatúns, Samkaupum í Njarðvík auk margra annarra sölustaða, á vegum heildsölunnar Kosm- eta. Citre Shine-hár- vörur á markað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.