Morgunblaðið - 13.09.2001, Qupperneq 20
ERLENT
20 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í SÝNINGARSAL 3, þar sem m.a.
voru sýningarsvæði Ford, Land Rov-
er, Renault og Nissan, kvað við slitr-
óttan háværan tón og eins og hendi
væri veifað streymdu gestir og starfs-
menn niður rúllustigana og út úr hús-
inu. Fjöldi vopnaðra lögreglumanna
birtist í húsinu og orðrómur var um
að sprengjuhótun hefði borist. Á
blaðamannafundi sem VDA hélt um
hádegisbilið var skýrt frá því að bilun
hefði orðið í loftræstikerfi í húsinu
sem hefði sjálfvirkt sett í gang viðvör-
unarkerfi.
Blaðamaður frá Bremerhaven
kvaðst ekki vera í rónni á sýningar-
svæðinu, svo skammt frá skýjakljúf-
um fjármálahverfisins í miðborg
Frankfurt og sagðist ekki vita hvort
yfirleitt væri rétt að skrifa stakan staf
um hverfulan neysluvarning eins og
bíla þegar heimurinn stæði andspæn-
is hryðjuverkum af áður óþekktri
stærð. Viðhorf blaðamannsins lýsti í
hnotskurn andrúmsloftinu og þeim
viðbrögðum sem voðaverkin í Banda-
ríkjunum hafa á alla. Það kom síðan
fram á blaðamannafundinum að öllum
sérstökum viðburðum, svo sem blaða-
mannaveislum einstakra framleið-
enda, opnunarhátíð sýningarinnar í
gamla óperuhúsinu og sjálfri setning-
arathöfninni nk. laugardag, þegar
sýningin verður opnuð almenningi,
hefur verið aflýst.
Hjólin snúast
Allt fellur í skugga atburðanna í
New York, Washington og Pitts-
burgh og hljómar ankannalega, þ.m.t.
kjörorð sýningarinnar; Bílarnir
heilla. En í kaldri ró veruleikans held-
ur gangverkið áfram og hjól efna-
hagslífsins snúast. Hætt er við að
heimsfrumsýningar framleiðenda á
nýjum bílum hefði betur borið upp á
öðrum tíma.
Nissan sýndi mikið breyttan Prim-
era, millistærðarbíl sem verður hlað-
inn búnaði, í bæði fimm dyra hlað-
baksútgáfu og fernra dyra
stallbaksútgáfu. Bíllinn er orðinn
mun ávalari og meðal búnaðar er
myndavél og skjár í stað baksýnis-
spegils. Áætlanir Nissan gera ráð fyr-
ir sölu á 120.000 Primera á ári í Evr-
ópu. BMW frumsýndi einnig
gerbreytta 7-línu og Alfa Romeo
kynnti GTA, sem er sportútgáfa af
156 bílnum, með 3,2 lítra, V6 vél. Audi
frumkynnti m.a. hugmyndabílinn Av-
antissimo, sem er byggður á lang-
baksgerðinni af Avant, sem einnig var
kynntur sem og A4 tvennra dyra með
blæju.
Chrysler, Jeep, Smart og Merced-
es-Benz voru undir sama þaki.
Mercedes-Benz frumsýndi einn at-
hyglisverðasta bíl sýningarinnar,
stórglæsilegan SL 500 sportbíl með
306 hestafla vél og rafstýrðu þaki sem
opnast á 16 sekúndum. Jeep á hinn
bóginn sýndi nýjan Cherokee sem er,
eins og tilhneigingin er í jeppahönn-
un, allur mýkri og ávalari. Hann virk-
ar fyrir vikið minni en gamli bíllinn en
er í raun réttri stærri í öllum málum.
Chrysler frumsýndi PT Cruiser með
blæju.
Jean-Martin Folz, yfirstjórnandi
Peugeot, sem er annar stærsti bíla-
framleiðandi í Evrópu, lýsti því yfir á
blaðamannafundi í tengslum við sýn-
inguna, að ef Peugeot myndi hasla sér
völl í Bandaríkjunum, myndi fyrir-
tækið gera það eitt og óstutt en ekki í
samstarfi við aðra framleiðendur.
Talsverður frískleiki var á sýning-
arsvæði Kia og Hyundai, sem bæði
sýndu nýja hugmyndabíla. Kia sýndi
endurnýjaða gerð af sjö sæta Carni-
val fjölnotabílnum með nýrri 2,9 lítra
samrásardísilvél. Hyundai sló um sig
með Terracan jeppanum og splunku-
nýjum Coupé, sem er orðinn hefð-
bundnari útlits en áður. Þá sýndi Hy-
undai einnig stórskemmtilegan
hugmyndabíl sem kallast Klix.
Honda sýndi í fyrsta sinn í Evrópu
lítinn fjölnotabíl, Jazz, 3,83 m langan,
sem kemur á markað á næsta ári.
Skoda er í góðum félagsskap, á næsta
svæði við Audi. Superb er nafnið á
nýja bílnum sem fellur í efri mörk
millistærðarflokks. Hann er fremur
hefðbundinn útlits og dregur ekki lít-
inn dám af VW Passat og er líka smíð-
aður á sömu botnplötu og VW Passat
fyrir Kínamarkað en er með lúxusinn-
réttingu, leðri og viði, og fáanlegur
m.a. með 2,8 lítra, V6 vél, 193 hestafla.
Skuggi yfir bílasýn-
ingunni í Frankfurt
Mun færri blaðamenn
voru á síðari fjölmiðla-
deginum á bílasýning-
unni í Frankfurt en
þeim fyrri. Skuggi at-
burðanna í Bandaríkj-
unum hvílir yfir og
VDA, Samtök þýskra
bifreiðaframleiðenda,
skipuleggjandi sýning-
arinnar, aflýsti fjöl-
mörgum blaðamanna-
fundum sem átti að
halda og jafnframt var
öryggisgæsla stórlega
aukin. Guðjón
Guðmundsson greinir
frá bílasýningunni og
lýsir andrúmsloftinu í
Frankfurt.
Toyota setur á markað nýja Corollu, þeirra á meðal
T-sportútgáfu með 190 hestafla vél.
Citroen-verksmiðjurnar gera ráð fyrir að um 300 þús-
und bílar af hinum nýja C3 muni seljast í Evrópu á ári.
Nissan sýndi X-trail sem er lítill jeppi á sjálfstæðri grind og er vænt-
anlegur á markað á Íslandi á næstunni.
Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson
Volkswagen-samsteypan sýndi Bugatti Veyron sem er 16 strokka og með fjórum ventlum á hverjum.
HÖFÐAÐ hefur verið
mál í Bandaríkjunum
gegn Henry Kissinger,
fyrrverandi utanríkis-
ráðherra landsins, og
er honum gefið að sök
að bera nokkra ábyrgð
á dauða Rene Schneid-
er, herforingja í Chile-
her, árið 1970.
Málið er höfðað í
Washington af ætt-
ingjum Schneiders að
því er fram kom á
BBC, breska ríkisút-
varpinu. Þar er Kiss-
inger sakaður um aðild
að samsæri CIA,
bandarísku leyniþjónustunnar, um
að myrða Schneider en hann var
skotinn er hann snerist til varnar
gegn mönnum, sem reyndu að ræna
honum. Segja ættingjar hans, að
samsærið hafi verið liður í víðtækari
áætlun um að koma í veg fyrir, að
marxistinn Salvador Allende yrði
forseti.
Kissinger hefur oft
neitað að hafa verið
viðriðinn dauða
Schneiders en dómar-
ar í Chile og Argent-
ínu hafa farið fram á
að fá að ræða við hann
um mannréttindabrot,
sem framin voru í tíð
herforingjastjórnar-
innar í Chile. Kæran
nú er hins vegar til-
komin vegna rann-
sóknar bandarískrar
sjónvarpsstöðvar á
málinu en fréttamenn
hennar segja, að fjar-
skipti CIA hafi aðra
sögu að segja en Kissinger.
Bandarísk þingnefnd komst að
þeirri niðurstöðu 1975, að bandarísk
stjórnvöld hefðu stutt valdaránið,
sem kom Augusto Pinochet til
valda, en Kissinger hélt því fram, að
hann hefði hætt öllu sambandi við
valdaræningjana viku áður en
Schneider var myrtur.
Sakaður um
aðild að sam-
særi í Chile
Kissinger
Mál höfðað gegn Henry
Kissinger í Washington
BÍLAR
TILKYNNA átti úr-
slit í leiðtogakjöri
breska Íhaldsflokks-
ins í gær, en því var
frestað til dagsins í
dag í samúðarskyni
vegna hryðjuverk-
anna í Bandaríkjun-
um.
William Hague,
sem sagði af sér leið-
togastöðunni eftir
ófarir Íhaldsflokks-
ins í þingkosningun-
um í júní, átti að
kunngera um eftir-
mann sinn á frétta-
mannafundi í Lond-
on síðdegis í gær. Þegar ljóst varð
hve umfang árásanna í Bandaríkjun-
um var gífurlegt ákvað Hague hins
vegar að fresta fréttamannafundin-
um í virðingarskyni við fórnarlömb
ódæðisverkanna. Fordæmdi hann
hryðjuverkin og sagði þau „hræði-
lega árás á hinn siðmenntaða heim“.
Ákvörðunin var tekin í samráði við
frambjóðendurna tvo,
Kenneth Clarke, fyrrver-
andi fjármálaráðherra,
og Iain Duncan Smith,
talsmann flokksins í
varnarmálum. Stuðnings-
menn þeirra beggja kváð-
ust vongóðir um sigur.
Mjótt þykir á munum
milli frambjóðendanna,
en Duncan Smith er þó
talinn líklegri til að bera
sigur úr býtum.
Sigurvegarinn mun
stíga sín fyrstu spor í
leiðtogahlutverkinu á
föstudag, þegar breska
þingið kemur saman úr
sumarleyfi til að ræða atburðina í
Bandaríkjunum.
Rúmlega 300 þúsund félagar í
Íhaldsflokknum höfðu kosningarétt í
leiðtogakjörinu, sem fór fram með
póstatkvæðagreiðslu. Kosningu lauk
á hádegi á þriðjudag og hermt var í
gær að þátttakan hefði verið um
79%, sem telst gott.
Breski Íhaldsflokkurinn
Úrslitum í leið-
togakjöri frestað
William Hague
ALLS höfðu 44 menn látist í gær
í Eistlandi eftir að hafa drukkið
heimabrugg sem blandað hafði
verið með tréspíritus. 77 eru enn
á sjúkrahúsi, þar af nokkrir sem
eru í dái.
Yfirvöld í Eistlandi segja að
tréspíritus hafa verið blandað út
í bruggið, annaðhvort til að auka
styrkleikann eða fyrir mistök.
Var bruggið selt og drukkið í
bænum Parnu sem er 125 km
fyrir sunnan höfuðborgina, Tall-
inn.
Lögreglan hefur síðustu daga
haft hendur í hári margra brugg-
ara og lagt hald á mörg hundruð
lítra af framleiðslu þeirra. Hafa
tíu menn verið færðir til yfir-
heyrslu en engin ákæra hefur
verið birt enn. Talið er að þriðj-
ungur áfengisneyslunnar í land-
inu sé heimabrugg enda er það
miklu ódýrara en annað áfengi.
Fjörutíu og fjórir
látnir í Eistlandi
Tallinn. AP.
Tréspírituseitrun